Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 7
Friðelskandi þjóð Afstaða Þjóðverja til Persaflóastríðs er gagnstæð afstöðu bandarísks, bresks og ffansks almennings til þess ófriðar V fir 80 af hundr- ■ aði Bandaríkja- manna eru ánægðir með frammistððu Bush forseta síns í Persaflóadeilu og þrír af hverjum fjór- um þeirra telja að hann hafi gert ré*t er hann fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn írak. Yfir 60 af hundraði Breta eru sama sinnis um stríð þetta. í gær birtust nið- urstöður skoðanakönn- unar gerðrar i Frakklandi, sem bentu til þess að sjö af hverjum tiu þarlandsmanna væru samþykkir stjóm sinni um það að taka þátt í Persaflóastríði. Hefur þessi víga- móður ffönsku þjóðarinnar aukist ffá því að stríðið hófst, því að 18. þ.m. - daginn eftir að það skall á - vom 62 af hundraði samþykkir því að Frakkar væm þar með. 75% á móli stríði Niðurstöður svipaðrar skoð- anakönnunar um sama stríð í Þýskalandi, sem gerð var á mánu- dag, em þær að fjórir af hverjum fimm aðspurðra sögðust vera and- vígir því að reynt væri að leysa Persaflóadeilu með stríði. Mikill meirihluti aðspurðra taldi að i staðinn hefði átt að láta nægja áffam að beita viðskiptabanni og reyna samningaumleitanir, þótt ffesturinn sem Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna gaf Irak væri mnninn út. Samkvæmt þessari könnun er aðeins einn af hveijum tíu Þjóðverjum afdráttarlaust hlynntur því að írakar verði rekn- ir ffá Kúvæt með vopnavaldi. Sú var tíðin, eins og líklega margir kannast við, að í flestum Evrópu- og vesturlandaríkjum vom Þjóðverjar taldir vandræða- menn á þeim forsendum að þeir væm herskárri en annað fólk. Ymsir spekingar, ekki síst engil- saxneskir, franskir og ítalskir, héldu því meira að segja ffam að þetta stafaði af því að þeir hefðu í blóðinu/erfðavísunum berserks- gang germana hinna fomu. Rómverskur hugarfarsarfur Þessi skoðun minnir óneitan- lega á viðhorf Rómveija hinna fomu til germana og má segja að ekki hafi verið nema eðlilegt að það gysi upp á ný hjá þeim þjóð- um sem hvað mest hafa mótast af rómverskum hugarfarsarfi. En mestu olli um að skapa þetta álit á Þjóðveijum að frá þvi að þeir sameinuðust á siðari hluta 19. ald- ar til loka heimsstyrjaldarinnar síðari var her þeirra lengst af sá kröffugasti í heimi. En nú hefúr hið liðlega viku- gamla Persaflóastrið haft enda- skipti á þessu viðhorfi, ásamt með mörgu öðm sem það hefur bylt til. Og i fúllu samræmi við þann um- snúning em það nú fyrrverandi óvinir og núverandi bandamenn Þjóðveija i vestri, Bandaríkja- menn, Bretar og Frakkar, þeir sem lengi ámæltu Þjóðverjum mest fyrir hemaðarhneigð, sem ergi- legastir em út af ffiðarvilja þeirra miklum, er svo gersamlega sting- ur í stúf við vígamóð vesturvelda- þjóða. Úr þeirri átt er nú farið að skamma Þjóðveija sem óáreiðan- lega bandamenn, sem bregðist er mest liggi við. Hafa fengið nóg af stríði Afstaða þýskra stjómvalda og stjómmálaflokka viðvíkjandi Persaflóastríði er í stómm drátt- um í samræmi við viðhorf al- mennings. Þýska stjómin hefur skorast undan því að leggja til lið i fjölþjóðahermn á Persaflóa- svæði, þótt Bandaríkjastjóm hafi lagt fast að henni að gera svo, og lítið lagt af mörkum til kostnaðar- ins við þann her. Helsta ástæðan til þýska ffið- arviljans er að líkindum reynsla þjóðarinnar af heimsstyijöldum þessarar aldar, sem báðar komu hart niður á Þýskalandi. Þjóðveij- ar um fimmtugt og þar yfir fengu sjálfir að reyna hrylling heims- styijaldarinnar síðari og yngra fólkið hefur heyrt um það frá því eldra. Síðan því stríði lauk hefur Þýskaland fýrst og fremst lagt Börn (mótmæla- göngu gegn Persaflóastríði ( Hamborg, þar sem um 60.000 manns fórust í loftárásum ( heimsstyrjöldinni síðari. Þeir yngri hafa heyrt af því frá þeim eldri. áherslu á að gerast efnahagsveldi, og það er ekki eingöngu fyrir þrýsting utan frá sem það hefúr hliðrað sér hjá því að verða mikið herveldi á ný. Uppteknir við Austur-Evrópu Alþjóðlegur svipur Persaflóa- striðs, Qöldi ríkjanna sem er í því gegn írak, líkur á að arabar og múslímar um allan heim snúist að meira eða minna leyti á sveif með Saddam, hefúr vakið með Þjóð- veijum ótta við að stríðið breiðist út, að ekki takist að halda því svæðisbundnu og að Þýskaland kunni þá að dragast inn í það. Þjóðveijar óttast líka að striðið kunni að hafa alvarlegar verkanir fyrir efhahagsmál heimsins, t.d. leiða af sér mikla verðbólgu, en af þessháttar hafa þeir sára reynslu frá tíð Weimarlýðveldisins. Enn er þess að geta Þjóðveijar eru uppteknir við vandamál, sem þeir hafa ástæðu til að ætla að standi þeim nær. Þeir eiga mikið og kostnaðarsamt starf fyrir hönd- um við að aðlaga austurþýsku fylkin, koma þeim upp á efna- hags- og lífskjarastig vesturfylkj- anna. Svo eru það Austur-Evrópa og Sovétríkin. Þýskir forustu- menn hafa mikinn áhuga á að auka tengsli sin við Austur- Evr- ópuríkin, pólitísk og efhahagsleg, en eru jafnframt áhyggjufúllir út af gangi mála þar, bágu efnahags- ástandi og eijum milli þjóða, sem sumir telja að leiða muni til þess að Tékkóslóvakía klofni í tvö ríki (Tékka og Slóvaka) og að Júgó- slavía splundrist i mörg, auk þess sem þar er fyrir hendi hætta á borgarastríði og valdaráni hers. Sennilega finnst flestum Þjóð- verjum að aðkallandi sé fyrir þá að nota efnahagsleg og pólitísk áhrif sín til að lægja ólguna í þess- Þýsk teikning - stríðsþota með alvæpni flugskeyta og höfuð bandarfsku frelsisstyttunnar á nefinu. Áður ámæltu vesturveldin Þjóðveijum fyrir að þeir væru of herskáir. Nú hefur það snúist við. um grannlöndum sínum, fremur en hitt að hjálpa vesturveldunum með herliði og peningum til að beija Saddam niður. Evrópu- fremur en heimsveldi Af gangi mála í Sovétríkjun- um allra síðustu mánuði hafa Þjóðveijar enn meiri áhyggjur en vesturveldin, enda í þeim efnum nær vettvangi. Miðað við það óvissuástand sem þar ríkir nú má ætla að þýskir ráðamenn hugsi sér í bráðina að fara að öllu með ýtr- ustu gát í þeim málum og vera við öllu búnir. Sú gætilega afstaða verður einkar skiljanleg með hlið- sjón af því, að enn er rúmlega 300.000 manna sovéskur her í Þýskalandi. Ætla má að það sé einkar ískyggileg staðreynd í aug- um Þjóðveija þessa dagana, þegar margir óttast að ffamundan í Sov- étríkjunum kunni að vera borg- arastríð eða að herinn taki völdin að fullu. Raunar er afstaða Þýskalands í þeim málum, sem efst eru á baugi á alþjóðavettvangi, í fúllu samræmi við hefðir sögunnar. Þýskaland hefúr alltaf verið Evr- ópuveldi ffemur en heimsveldi. A bakvið margumræddan ffiðarvilja í Persaflóadeilu liggja og trúlega slíkar hefðir, auk ann- ars. I augum margra araba hafa vesturveldin, Bretland, Frakkland og síðar Bandaríkin, verið aðal- andstæðingar arabaheimsins á þessari öld. Þýskaland hefúr hins- vegar aldrei drottnað yfir neinu arabalandi og i heimsstyijöldinni síðari horfðu margir arabar vonar- augum til Hitlers sem líklegs höfðingja til að frelsa þá undan breskum og ffönskum yfirráðum. Eftir af því eimir enn, þannig að aröbum almennt er til þess að gera hlýtt til Þjóðveija. Ráðamenn Þýskalands kunna að hugsa sem svo, að þátttaka þeirra í stríðinu gegn Irak myndi óhjákvæmilega breyta hugarfari margra araba í garð Þjóðveija til hins verra, auk þess sem sú stríðs- þátttaka þjónaði fremur hagsmun- um vesturveldanna en Þýska- lands. UNITED COLORS OF BENETTON. Heilsiðuáuglýsing Benetton úr Corriere della sera 19. janúar s.l. Nýbreytni í auglýsingum Italski tískufataframleið- andinn Benetton hefur á fá- um árum orðið meðal stærstu fyrirtækja í heiminum í fram- leiðslu tískufatnaðar á viðráð- anlegu verði fyrir almenning á Vesturlöndum. Þessi árangur fyrirtækisins hefur þótt meðal annars byggja á góðri hönnun og markvissri markaðssetningu eins og það er kallað. í ítalska dagblaðinu Corriere della sera frá laugardeginum 19. janúar síðastliðnum rákumst við á þessa sérstæðu heilsíðuauglýs- ingu. Hún birtist tveim dögum eftir að ítalski herinn hafði hafið beina þátttöku í striðinu við Persaflóa með þeim afleiðingum að þeir misstu strax eina Tomado-þotu í fýrsta árásarfluginu með tveim flugmönnum um borð. Auglýsingin er nokkuð tor- ráðin gáta: Hún sýnir hermanna- kirkjugarð með hundruðum krossa. Ef vel er að gáð má einnig sjá tvær Davíðsstjömur. Yfir þessari mynd er svo slagorð fyrir- tækisins: United Colors of Benet- ton. Slagorðið vísar til vissrar al- þjóðahyggju sem fýrirtækið ástundar í auglýsingum sínum með því að sýna fólk af ólíkum kynþáttum. Hugmyndin að því er trúlega komin ffá Coca Cola. En Coca Cola myndi aldrei leggja merki sitt við dauðann. Hvers vegna gerir Benetton á Ítalíu það? Það er ráðgáta þeim sem þetta skrifar. En hugsanlega er hér höfðað til þeirrar andstöðu gegn stríðinu, sem vissulega er mikil meðal yngstu kynslóðarinnar, sem mest notar Benetton-fatnað. Hefúr Benetton-fýrirtækið tekið afstöðu gegn þátttöku Itala í Persaflóastriðinu? -ólg. Föstudagur 25. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.