Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 8
NÝTI þJÓDVILJINN Útgefandl: Útgáfufélagið Bjarki h.f Afgrelðsla: » 68 13 33 Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Auglýsingadeild: » 68 Í3 10 - 681 3 31 Rltstjórar Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason, Símfax: 68 19 35 Helgí Guðmundsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karisson Vérð: 150 krónur I lausasöiu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjé iðviljans hf. Frétlasljórf: Siguröur Æ Fflöþjófsson Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Slðumúla 37,108 Reykjavl k Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Veiðivandinn Nú blasir feiknarlegur vandi við þeim bæjar- félögum, atvinnufyrirtækjum og starfsfólki sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á loðnu- veiðunum. Að mati fiskifræðinga er enn engar vísbendingar að finna um að loðnuveiðar verði leyfðar að nýju. Á haustvertíðinni veiddust að- eins um 84 þúsund tonn, eða tæp 18% af heild- arloðnukvóta íslendinga. Að vísu hefur loðnan verið dreifð og illa viðrað til mælinga, auk þess sem dæmi eru til þess að loðnuveiðar hafi ekki byrjað fyrr en í febrúar. En þorskgæftir í janúar hafa einnig verið eindæma lélegar, svo ekki er furða að menn óttist að vá sé fyrir dyrum. Það er ekki síst í „loðnubæjum" Austurlands og í Vestmannaeyjum, sem afkoman hefur að verulegu leyti grundvallast á loðnunni undanfar- in ár. Norðfirðingar sjá t.d. fram á um 10% sam- drátt í árstekjum bæjarsjóðs, miðað við fyrra ár, berist engin loðna á land, fyrir utan keðjuverk- andi áhrif hjá launafólkinu og þjónustufyrirtækj- unum. Á Seyðisfirði, þar sem bæjarfélagið þurfti í fyrsta sinn í fyrra í nær hálfa öld að standa und- ir atvinnubótavinnu, er ekki annað fýrirsjáanlegt en hrun, bætist loðnubresturinn við annan vanda þess bæjarfélags. Kynnt hefur verið í ríkisstjórn frumvarp til laga um að bæta útgerðum loðnuskipa aflabrestinn með allt að 14 þús. tonna kvóta af þorski og rækju úr Hagræðingarsjóði. Talsmenn útgerðar og vinnslu telja hins vegar að þetta magn þyrfti að vera helmingi meira til þess að jafna metin. Rætt hefur verið um að leiðin að því marki gæti falist í tvenns konar aðgerðum. Annars vegar með því að útvega ákveðið aflamagn til loðnuútgerða eða bæjarfélaga, og taka það með flatri skerðingu á alla aðra útgerðaraðila. Við þetta mætti síðan bæta öðru eins aflamagni, sem fengist með aukinni sókn umfram áætlaðan kvóta ársins. Augljóst er þó, að báðir þessir kostir mundu valda verulegum deilum og átökum. Lítið hefur hins vegar verið minnst á þau úr- ræði, sem nefnd voru til sögunnar þegar loðnu- kvóta var úthlutað til skipa á sinni tíð. Ævinlega var gert ráð fyrir því, að til aflabrests á loðnuver- tíð kynni að koma. Menn rámar kannski í, að þegar stóru loðnuskipin voru keypt til landsins var meðal annars nefndur sá möguleiki að styðja útgerðaraðila til sóknar í aðra stofna. Færeyingar hafa boðið veiðiheimildir í kol- munna, bent var á rækjuveiðar við Svalbarða og veiðar við Grænland. Ennfremur má ímynda sér ýmis konar aðstoð við útgerð og bæjarfélög, svo sem skuldbreytingar eða frestanir á afborgunum lána. Allt þetta eða hluti af því gæti orðið til þess að losa hagsmunaaðilana að minnsta kosti tímabundið úr þeirri erfiðu kreppu sem allt virðist stefna í. Ástandið á miðunum leiðir hugann að þeirri staðreynd, að kvótakerfið, sem menn sættust á 1983 í þeirri trú að með því tækist að byggja upp fiskistofnana og auka hagræðingu í útgerðinni, hefur enn ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Kostnaður á sóknareiningu á nýjum skipum er svo miklu meiri en þeim í eldri, að veiðiheim- ildir duga ekki til að láta enda ná saman og út- gerðirnar grípa til þess að kaupa sér viðbótar- kvóta af öðrum skipum, sem hugsanlega eru úr- elt löngu fyrr en ella þætti ástæða til. Fimmtán þingmenn úr stuðningsliöi ríkis- stjórnar og stjórnarandstöðunni hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosin verði sjö manna nefnd til þess að endurskoða fisk- veiðistefnuna. Það segir sína sögu, að svo stór hluti þingmanna skuli í Ijósi þess sem komið hef- ur á daginn og blasir við, strax vilja endurskoða löggjöf sem þeir sjálfir áttu margir hverjir þátt í að samþykkja fyrir skömmu. Annars vegar lýsir þetta því hve orsakasamhengið á þessum vett- vangi er flókið og erfitt að segja fyrir um þróun mála, og að öðru leyti er það á vissan hátt dóm- ur um þann gusugang sem var á þingmönnum þegar þeir afgreiddu frumvarpið á sínum tíma. Þeir sem binda miklar vonir við blóm í haga í samningum við Evrópubandalagið varðandi stjórn fiskveiða gætu svo að gamni sínu litið í leiðara nýjasta tölublaðs tímaritsins Economist. Þar er því ekki aðeins lýst hvernig fiskveiði- stefna Evrópubandalagsins frá 1983 hefur al- gerlega brugðist, flotinn er 40% of stór og stofn- arnir á niðurleið, - heldur er vísað til þeirrar framtíðarsýnar sem æ fleiri EB- sinnar telja að leysi vandann: Fiskveiðikvóta á að selja á opn- um alþjóða- eða Evrópumarkaði, - og þjóða- kvóta á að afnema. Síðasttöldu hugmyndina þykir EB- sinnum hérlendis lítt þurfa að kynna, en staðreyndin er sú að hún á sífellt vaxandi fylgi að fagna ytra, þar sem hugmyndin um þjóð- Ol ríkið dofnar. )HT 0-ALIT Áfc t-06A I <UVÆT. sys>«,- > °6 ELDFtAU<SAR SPuA 6U>I 06 hEKLA CIKA. S<1f>ASKÁUMM Oé» KVEÍKV 1 RVaSÚ SKÓLAj • • Ep_ VÆMA VOM AE> Eé> fe N I heR -S> ScMA/\ f/Z-Y 8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.