Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 6
Vígbúnaður í loftvarnabyrgjum? Óvíst hve miklu tjóni loftsóknin mikla hefur valdið Iraksher. Gefið í skyn að Saddam kunni að hafa falið flugher sinn og mikið af þungavopnum í byrgjum, sem standist sprengjuárásir Persaflóastríð hefur nú stað- ið í rúma viku og einkum verið stórfelld loftsókn Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra, sem hefur verið svo að segja linnulaus og enn er ekkert lát á. Landherir þeir rniklir, sem standa hvor andspænis öðrum sinn hvoru megin Ianda- mæra Íraks/Kúvæts og Saúdi- Arabíu, hafa hingað til lítið að- hafst. Andstæðingar Iraks í ófriði þessum eru fyrst og ftemst tvær samfylkingar ríkja. Annarsvegar eru það Vesturveldin; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, hinsvegar þau arabaríki, sem mest hafa að óttast af hálfú íraska herveldisins eða eru keppinautar Iraks um for- ustu i arabaheiminum. Helst þess- ara ríkja eru Saúdi- Arabía, Eg- yptaland og Sýrland. Loftsóknin gegn Irak er í fréttaskeytum sögð sú mesta frá því í heimsstyrjöldinni síðari og að aldrei hafi öflugri lofther háð stríð. I gær höfðu verið famar um 8000 árásarferðir. Svíar myrtir í Tallinn Tveir sænskir verkalýðsieið- togar, Bertil Whinberg og Ove Fredriksson, fundust látnir í út- jaðri Tallinnar, höfuðborgar Eistlands, í gær. Sænski ræðis- maðurinn þar i borg hefur eftir lögreglu að þeir hafi verið barðir uns þeir misstu meðvitund og hafi síðan dáið úr kulda. Sænska sjónvarpið hafði eftir eistneskum yfirvöldum að glæpa- menn hefðu orðið Svíunum tveim- ur að bana. Ekki ber fregnum sam- an um hvort þeir hafi verið rændir. Að sögn ræðismannsins bendir ekkert til þess að pólitískar ástæður hafi legið að baki morðunum. Whinberg var formaður sam- bands sænskra byggingarverka- manna og Fredriksson formaður samtaka skógarverkamanna. Þeir voru í sænskri nefnd, sem stödd var í Tallinn til viðræðna við eistnesk verkalýðssamtök. írakar meö íraskar stríðsflugvéiar, vopnað- ar flugskeytum af gerðinni Exocet, sem voru skæðasta vopn Argent- ínumanna í Falklandseyjastríði, reyndu í gær að gera árás á flota andstæðinga sinna á Persaflóa. Saúdiarabísk orrustuþota skaut niður tvær flugvéla þessara, áður en þeim gafst ráðrúm til að skjóta skeytunum, og sú þriðja flýði. Exocetskeytin eru frönsk ffam- leiðsla. Bandamenn telja sig hafa valdið miklu tjóni á vígbúnaði Ir- aka, enda eigi þeir auðvelt með að finna með leitarflugvélum og gervihnöttum hemaðarlega mikil- væg skotmörk og ráði yfir tækni sem geri flugliðum þeirra auðvelt að hitta í mark. Eigi að síður er margt á huldu um það, hve miklu tjóni þeim í raun hefur tekist að valda á vígbúnaði og her lraka. Ljóst er að ekki hefur tekist að ónýta alla hreyfanlega skotpalla þeirra, því að í gær héldu þeir áfram að skjóta eldflaugum á ísrael og Saúdi-Arabíu. Þær flaugar tókst þó að stöðva með Patriot-gagnflaugum Bandaríkja- manna. Þá vekur fúrðu að vöm Ir- aka hefur hingað til verið til þess að gera aðgerðalítil. Þeir hafa að- allega varist með loftvamaskot- hríð, flugher þeirra hefúr heldur lítið haft sig í frammi (og ekki staðið sig vel þegar hann hefur hætt á loftbardaga). Sparað til úrslitaorrustu? I tilkynningum frá Iraksstjóm segir að hún hyggist spara flugher sinn og sem mest af þungavopn- um til mikillar úrslitaorrustu síð- ar, þegar landher bandamanna leggi til atlögu. Suma fréttamenn og bandaríska herforingja gmnar að það sé einmitt þetta, sem Irak- ar ætli sér. Bandamenn segjast hafa skotið niður um 20 íraskar stríðsflugvélar, en óvíst er hvort þeim hefúr tekist að eyðileggja eitthvað af íraska loflflotanum á jörðu niðri. Fyrír stríðið var írak talið eiga 500-750 stríðsflugvélar. Óklárt er einnig hve miklu tjóni hefur tekist að valda á fjarskipta- kerfi hersins. Eitt helsta mark- miðið með loftárásunum hefur verið að sundra því og lama þar með herstjómarkerfi Iraks. í gær birtust í taílensku blaði viðtöl við þarlenda verkamenn, sem segjast hafa unnið t Irak við að gera byrgi úr stáli og stein- steypu, ætluð til vistar fyrir her- stjómamet íraka og einnig væri upplagt að varðveita þar flugvél- ar, skriðdreka, eldflaugapalla o.fl. vopn. Segja Taílendingamir að sum byrgja þessara séu djúpt í jörðu, önnur sprengd inn í hæðir. I jarðveginn yfir jarðbyrgjunum hafi verið plantað tröllatrjám (eucalyptus) til að leyna byrgjun- um sem best. Fjarskiptakerfi, frá- bært til sins brúks, tengi byrgjanet þetta saman. Atlögur að úrvalsliði Saddams Með byrgi þessi í huga sögð- ust umræddir verkamenn ekkert vera hissa á því að írakar skuli hafa staðist loftsóknina svo lengi. „Byrgin vom öll hönnuð með það fyrir augum að þau stæðust harð- ar sprengjuárásir,“ sagði einn verkamannanna. „Sum þeirra kunna að hafa skaddast eitthvað, en ekki mikið.“ AÐUTAN Dagur Þorteifsson Tveir oddvitar bandamanna, Norman Schwarzkopf, yfirhershöfðingi Bandaríkjahers á Persaflóasvæði, og Fahd Saúdi-Arabíukonungur. Þá grunar að Saddam feli flugher sinn með það fyrir augum að beita honum gegn landher bandamanna, þegar hann ræðst til atlögu. Takist Saddam að varðveita það mesta af stríðsfiugvélum sín- um auk margra skriðdreka og fleiri þungavopna i byrgjum þess- um, setur það alvarlegt strik í reikninginn fyrir bandamenn, því að með loftsókninni fyrirhugðu þeir að eyðileggja mestan hluta þessara vígtóla Irakshers, til að auðvelda landher sínum eftirleik- inn. Taílendingamir segja líka að írakar hafi gert sér fjölda gervi- byrgja. Áður hafði heyrst að þeir hefðu víða um land sitt gerviskot- palla, til þess að villa um fýrir árásarflugmönnum. Síðustu daga hafa bandamenn beint loftárásum sínum hvað mest að landher óvina sinna í Kúvæt og Suður-írak, í þeim tilgangi að lama hann fyrir sókn landhers bandamanna. Hefúr einna helst orðið fyrir þeim atlögum lýð- veldisvarðlið Iraka, sem sagt er vera harðsnúnasti hluti hers þeirra og staðsett er á bakvið ffemstu víglínur. Colin Powell, yfirhers- höíðingi Bandaríkjanna, sagði I gær að ætlunin með árásum þess- um væri einnig að ijúfa fjar- skiptasamband ög samgöngur við herinn í fremstu vamarlínum ír- aka. „Við einangrum hann fyrst, tortímum honum svo,“ sagði Po- well. Loftárásir á Basra Miklar loftárásir vom og í gær og fyrradag gerðar á Basra, aðra mestu borg Iraks og helstu hafnarborg þess, sem nýbúið var að reisa úr rústum eftir stríð íraks og írans 1980-88, en þá var sú borg mjög illa leikin. Sprenging- amar í Basra vom svo miklar í gær að hús léku á reiðiskjálfi í ír- önsku borginni Khorramshahr, um 40 km í burtu, að sögn írönsku fféttastofunnar IRNA. Fréttir af manntjóni íraka em óljósar og þeim ber illa saman. Bandamenn segjast ráðast ein- ungis á hemaðarlega mikilvæg skotmörk og eiga vegna miðunar- tækni sinnar mikillar tiltölulega auðvelt með að forðast að sprengjur og eldflaugar lendi á íbúðarhverfúm. Vegna takmark- aðra og óljósra frétta ffá Irak er ekki vitað hve hemaðarreglu þessari er framfylgt stranglega, auk þess sem alltaf er möguleiki að flugmenn villist á skotmörkum eða að hemaðarlega mikilvæg skotmörk séu staðsett í íbúða- hverfúm. Ummæli Powells og fleiri bandarískra hershöfðingja benda til þess að loftsóknin kunni að standa lengi enn, áður en land- her bandamanna ráðist til atlögu. En eins og sakir standa em horfúr á því að hann eigi harðan slag fyr- ir höndum. Þótt hér sé öflugasti floti lofthemaðarsögunnar að verki, vaxa líkumar á að enn einu sinni komi það ffam að ekki gangi að vinna stríð öðmvísi en með sókn öflugs landhers. Þvskaland Samyrkjusvín þjást af offitu Austurþýskur landbúnaður stenst ekki samkeppnina að vestan íu af hverjum tíu ríkisbúum í austurhluta Þýskalands verður lokað á þessu ári að mati fagfólks, segir vikuritið Der Spiegel. Ástæðan er sú að landbúnað- urinn stenst ekki samkeppnina að vestan. Samyrkjubúin em þegar rekin með miklu tapi, en búa þar fyrir utan við falskt bókhald, seg- ir blaöið. Þannig sé kýrverðið metið 7000 mörk í bókhaldinu, þótt markaðsverðið sé aðeins tí- undi hluti þess. Bankar em því hættir að lána þessum fyrirtækj- um vegna skorts á tryggingum. Eitt vandamál landbúnaðarins í austurhlutanum er holdafar svinanna: þau em of feit fyrir smekk neytenda. Þá standast sa- myrkjukýmar ekki þær vestur- þýsku í mjólkurffamlegð, og sa- myrkjuhænumar em ekki jafh varpglaðar og þær vesturþýsku. Samyrkjubúin hafa hins vegar ekki efni á að endumýja dýra- stofninn, auk þess sem sagt er að fjós og stíur séu almennt ekki í því ástandi að geta boðið upp á arðvænlegan landbúnað. Samyrkjubúin reyna nú að losa sig við búsmalann í slátur- húsin eða á húsdýramarkaði þar sem góð mjólkurkýr fer á 800 mörk eða tæpar 30 þúsund krón- ur, svínið á litlar 3700 kr, varp- hænan á 500 kr. og sauðkindin á 200 kr. Mikið framboð á austur- þýskum sláturdýmm hefur jafn- ffamt valdið verðfalli á kjöti í Þýskalandi, við litlar vinsældir bænda í vesturhlutanum. Hafa stjómvöld gripið til þess ráðs að takmarka alla flutninga á sláturfé til vesturs við næturflutninga. Der Spiegel segir að lokum að hin stjómlausa útsala sa- myrkju- og ríkisbúanna komi þeim eða fyrrverandi starfsmönn- um að litlu gagni; það séu emb- ættismennimir sem hagnist mest. -ólg/Der Spiegel 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.