Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 21
Svarta gulliö Forsaga átakanna við Persaflóa Allt frá lokum síðari heims- styrjaldar hefur staðið styrr um vökvann dýrmæta í leiðslum iðnveldanna, olíuna, og áhrifa- svæðin næst henni. Hinna miklu áhrifa Breta við Persaflóa hefur gætt frá 1914 er þeir sigr- uðu Tyrkjaveldi Ottómana og lögðu undir sig Suður-lrak. Þeir tóku síðan Bagdad 1917. Komið var á stofn konungsriki í írak við friðarsamningana í Sévres og stóð það til 1958, en þá var lýðveldi sett á stofn. Frá 1968 hafa sósíalistar verið við völd, nú síðast undir forsæti Saddams Husseins. Konungsríkið var aldrei annað en leppríki Breta og réðu þeir því semþeirvilduáþeimárum. Svip- aða samninga gerðu Bretar við furstadæmið Kuwait, sem stofhað var íyrst 1756. 1899 gerði Kuwait vamarbandalag við þá til að verj- ast ásælni Þjóðverja og Tyrkja og þegar fyrri heimsstyijöldin braust út var Kuwait gert að bresku vemdarsvæði. Gengið var form- lega frá landamærum íraks og Kuwaits 1922-23 ogþarmeð hlut- lausa beltinu á milli ríkjanna. 01- íunni ffá því svæði hafa ríkin deilt með sér, en þau skipti hafa ekki gengið þrautalaust. Olía fannst fyrst í Kirkuk i Norður-írak 1927. 1961 var sambandið við breska heimsveldið rofið, en strax í kjölfarið urðu stjómvöld í Kuwait að biðja um vemd breskra hersveita gegn innrás Iraka, sem hugðust innlima furstadæmið. Tókst þá að semja við írak um viðurkenningu á Kuwait sem sjálfstæðu ríki. Olía fannst í Kúwait 1938, en ekki var farið að nýta hana að ráði íyrr en að lok- inni síðari heimsstyrjöld. Fljót- lega kom í ljós, að þama leyndust einna auðugustu olíulindir heims. Svipað er að segja um olíulindim- ar í Saudi-Arabíu, þær fundust 1936, en nýting þeirra hefst 1938. íranar voru fyrri til, þar fannst olía í Zagros fjöllum 1908. Bretar fengu fljótlega aðgang að þeim ol- íulindum, en Rússar veittu þeim harða samkeppni. Samanlagt er nú talið að í þessum íjórum löndum sé að finna meira en helming þekktra olíu- birgða heimsins (sjá kökurit). Arabar ná fullum yfirráðum yfir auölindum sinum Arabar gerðu sér fljótlega grein fyrir því að full stór hluti ol- iuhagnaðarins rann til heimsveld- isins. Eignir British Petroleum í íran vom þjóðnýttar 1951 undir forystu Mohammeds Mossadeghs forsætisráðherra. Hremmingum Breta í Austurlöndum nær var ekki lokið, því Egyptar þjóðnýttu Suez skurðinn 1956. Allt ffá lok- um síðari heimsstyijaldar hefur því verið mikill órói á Persaflóa- svæðinu. Stórveldin hafa keppt um sem hagstæðust viðskipti með þennan dýrmæta vökva. Hvemig stendur svo á því að þessi þykki,svarti vökvi nýtur svo mikilla vinsælda? Fjölmargar á- stæður liggja þar að baki. Vinnsla olíu úr jörðu var auðveld á þessum svæðum og í upphafi var olía ó- dýrari en kol. Þægilegra var að flytja hana en kol eða gas og notk- un olíu olli minni mengun en fólk átti að venjast ffá kolatímabilinu. Af þessum sökum hefur olíunotk- un á jörðinni margfaldast í takt við hagvaxtarsprengingu eftirstriðsár- anna. Notkunin var um 10 milljón tunnur á dag árið 1950 (tunna = 160 lítrar), en var komin í 65 milljón tunnur á dag 1990. Árið 1989 ferðuðust risaolíu- flumingaskip með 11 milljarða tunna af hráolíu og unninni olíu á milli landa. Ef þetta er borið sam- an við aðra þungaflutninga á sjó, t.d. þau hráefui, sem næstmest er verslað með, er það meira í tonn- um talið en samanlagt magn alls SVONA STEYMIR OLIAN UM HEIMINN í milljónum tunna 1989 r koms, jámmálms og kola á sama ári. Kolvetnaþjóðfélagið Við emm öll orðin háð olíu, 40% af orkunotkun jarðarbúa er af þeim toga. Efnaiðnaður nútimans er sniðinn að þessu stórkostlega hráefhi og fjölmörg ný efni, sem þróuð em i tengslum við olíuiðn- aðinn hafa mikil áhrif á daglegt líf okkar. Ef ekki væri fyrir olíuna væm samgöngukerfi nútímans ó- virk. Hönnun farartækja tekur mið af þjálli notkun hennar og dreifikerfln em alþjóðleg. Engin einstök verslunarvara ræður ffam- er tunnan kostaði einn dal og féll í 6 sent vegna nýrra olíulinda í Texas, hefur verðið verið ákaflega óstöðugt. Mestu sveiflumar urðu samt 1973, er verðið fjórfaldaðist vegna átakanna fyrir botni Mið- jarðarhafs og aftur 1979, þegar striðið á milli Irans og Iraks braust út og olíuverð þrefaldaðist. Framleiðendur hafa lengi reynt að jafna verðsveiflur með ffamleiðslustýringu. Allt ffá dög- um einokunarfyrirtækis John D. Rockefellers, Standard Oil Tmst á 19. öld og arftaka þess við upphaf 20. aldarinnar, samsteypu sjö vestrænna risaolíufýrirtækja, OlíuveWJ IPE. I London j, dollurum fyrírf tunnuna 87 89 : 90 U»fl*iód by US coruurrnr prkn vindu nútímans jafn rækilega og olían. Jafnvel gull fellur í skugg- ann. Olían er blóðið, sem rennur í æðum nútímahagkerfisins. Hvers kyns' óregla á rennslinu veldur sambærilegri vanlíðan með þjóð- um og hjartasjúklingar þurfa að líða. Önnur samlíking hefur oft verið notuð, þegar olían hefur ver- ið kölluð móðurmjólk kapítalism- ans. Það em sveiflumar í verð- lagningunni sem valda mestum vanda. (Sjá línurit) Allt frá 1930, Systranna sjö, sem ffóðlegt er að lesa um í samnefndri bók Anthony Sampsons, The Seven sisters, og til OPEC (Organisation of Petro- leum Exporting Countries), sem stofnað var af 11 olíuffamleiðslu- ríkjum 1960. Oliukaupendur bundust þá samtökum í IEA (- Intemational Energy Authority), en þau samtök létu sérstaklega til sín taka í olíukreppunni 1973. IEA hefur jafnan lagt meiri á- herslu á að ná samkomulagi við OPEC um stýringu á framleiddu magni ffemur en verði. Saudi- EinarValur Ingimundarson Arabar minnkuðu t.d. framleiðslu sína úr 10 milljón tunnum á dag 1980 í 3,6 milljón tunnur á dag 1985 til þess að aðrar þjóðir gætu haldið sínu verði uppi. Hin mikla samstaða OPEC ríkjanna 1973 og sigur þeirra í verðstríðinu við Vesturveldin (minnumst vamaðarorða Nixons þá: „Evrópa og við emm aðal markaðimir, - ef þeir halda áfram að hækka verðið, hættum við að kaupa“), leiddi m.a. til stórauk- inna viðskipta við olíuffam- leiðslulönd utan OPEC og vinnslu á nýjum olíulindum, sem áður höfðu verið álimar óhagkvæmar. En þrátt fyrir allt þetta héldu við- skiptin við OPEC ríkin áffam, haftibannið sem Nixon setti traust sitt á hélt ekki nema mánuð. Þjóð- félög kolvemanna urðu að fá sinn lífsvökva, hvað sem hann kostaði. Verðlagning á olíu varð fijáls og þróaðist aðallega í tengslum við þijá markaði: New York Mercantile Exchange (Nymex), Intemational Petroleum Exchange (IPE) í London og Singapore Intemational Monetary Exchange (Simex). Algengast er að vimað sé til London verðsins, sem mið- ast við Brent olíuvinnslusvæðið í Norðursjó. Orkusparnaðar- aðgerðir I kjölfar þessa fór fyrst að bóla á orkuspamaðaraðgerðum á með- al þjóða. Mikil umræða var um umhverfismál eftir Stokkhólms- ráðstefnuna 1972, og reyndar er trúlegast að sú umræða hafi einmitt haft mikil áhrif á araba- þjóðimar og OPEC ári síðar. Tækniveldin hertu sóknina í leit að nýjum orkugjöfum til að reyna að losa sig undan ofurvaldi olí- unnar. Fjöldi orkuspamaðarverk- efna vom sett í gang í háskólum um heim allan. Á árabilinu 1973 ffam til 1987 lækkaði hlutfall oliunnar í þjóðar- ffamleiðslu eins dollars um 35%, eins sterlingspunds um 40% og í Japan um 50%. Eftir 1986, þegar raunvirði olíunnar hafði nær fallið um helming ffá 1980, fer þetta að hafa veruleg áhrif á hagvöxt þjóð- anna Athyglisvert er að Japanir slógu ekki af á þessum tíma, þótt olían byðist ódýrt, með þeim ár- angri að nýting olíu í Japan er nú tvöfalt betri en i Bandaríkjunum. í næstu grein verður áffam fjallað um svarta gullið og ýmsar tilraunir manna til að finna nýja orkugjafa fyrir ffamtíðina til hags- bóta fyrir mannkynið og umhverf- ið. CntiudU Persaflóariki hafa 65,3% heildarinnar Olíubirgðir 1989 i 1000 milljörðum tuntia ak Kuwait ■ t. Föstudagur 25. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.