Þjóðviljinn - 22.02.1991, Side 8

Þjóðviljinn - 22.02.1991, Side 8
Njrr þJÓÐVILIINN Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f Framkvasmdastjóri: Hallur Páll Jónsaon Ritatjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason, Helgi Guðmundsaon Umsjónarmaður Helgarblads: Ragnar Kartsson Afgrelð Auglysi Simfax: Verð:1E Setnlng íla: w 68 13 ngadeild:» 68 19 35 >0 krónur 1 la og umbrot: 68 13 10 - 68 13 31 jsasölu Prentsmiðja Pjóðvíljans hf. Fréttastjórl: SígurðurÁ. Friðþjófsson Auglýsingasfjóri: Steinar Haröarson Prontun Aósetui : Oddi hf. •: Síöumúla 2 7, 108 Reykjavfk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Kaupmáttaraukning Þegar sú staðreynd er nú Ijós orðin, að kaupmáttur í landinu verður tæpu 1% meiri en gert var ráð fyrir í síðustu samn- ingum, rifjast það óhjákvæmilega upp, hve mikil breyting hefur orðið á hugarfari fólks gagnvart prósentutölum vinnumark- aðarins miðað við það sem hér hefur lengstum tíðkast. Það segir sína sögu, að 4-5% launahækkun í 30% verðbólgu jafn- gildir því, í því þjóðfélagi stöðugleikans sem Islendingar búa í núna, að laun hækki um 0,3%. Menn muna enn vel þá óreglutíma víxl- hækkana kaupgjalds og verðlags, sem ollu því að launamenn á íslandi gátu sjaldnast verið óhultir stundinni lengur um nokkurn raunverulegan kaupmátt, þrátt fyrir margra prósenta kauphækkanir í samningum. Óstöðugleiki íslensks efna- hagslífs gerði mönnum bæði erfitt um raunsætt mat á hagrænum stærðum líð- andi stundar sem og að gera raunhæfar áaetlanir. í þeirri þjóðfélagslegu tilraun, sem langstærstur hluti launamanna í landinu féllst á að taka þátt í fyrir rúmu ári með samþykkt febrúarsamninganna, var ekki gert ráð fyrir miklum kjarabótum á samn- ingstímanum, heldur horfst í augu við ytri skilyrði þjóðarbúsins og þess freistað sameiginlega að treysta stöðugleika, með framtíðarsókn í huga. Sumir telja sig nú hins vegar hafa efni á því að gera lítið úr þeim árangri og þeirri viðspyrnu sem fengist hefur í efnahagslífinu, og ganga jafnvel svo langt að telja samstöðuna sem felst í orðinu „þjóðarsátt“ ættaða úr félagshugmyndum fasista. Öllum ætti þó að vera Ijóst, að um tímabundnar aðgerð- ir er að ræða, beiska lækningu. Nú hefur komið á daginn, að mati fjár- málaráðuneytis og launanefnda BSRB og KÍ, að viðskiptakjarabatinn hefur verið umfram þær forsendur sem gert var ráð fyrir í febrúarsamningunum. í gær náðu þessir aðilar samkomulagi um það hvernig skila eigi áhrifunum af viðskiptakjarabatanum inn á launamark- aðinn. Sé þróun verðlags undanfarna mánuði metin inn í myndina, kemur í Ijós að kaupmáttaraukningin verður nú um 1%. Þótt 0,3% kauphækkun hefði varla þótt mikið fréttaefni innan verkalýðshreyf- ingar á tímum óðaverðbólgunnar, skiptir hún máli þegar árshraði verðbólgu er 2,4% eins og um þessar mundir. Þótt aðstæður til mikilla almennra kjarabóta næstu misseri séu enn ekki Ijósar, er mikið verk að vinna á leiðinni til meiri jafnaðar og almennari velferðar, þar sem minnstu bræðrunum og systrunum er ekki gleymt. Hrá meðaltöl eru ekki sá mælikvarði sem unnt er að fara eftir. Ýms- um hefur orðið tíðrætt um grundvallarat- riði í stjórnmálum og á vinnumarkaði og talið efni til að gagnrýna ráðherra og stjórnvöld fyrir hentistefnu af ýmsu tagi. Ögmundur Jónasson lagði réttilega áherslu á það, að hlutdeild launamanna í bættum viðskiptakjörum, þótt ekki næmi hárri prósentutölu að þessu sinni, væri þess háttar grundvallaratriði sem öllu skipti að menn berðust fyrir. Samkomulag fjármálaráðherra við launamenn í gærdag er sýnishom af þeim áföngum sem náðst geta við slík skilyrði. ÓHT ÞID SVNÍB YKKUR B\CÁB >\Ð A HÆTTIX AEiVERíAÝEÍDDAR.TEKNA^ .„ÖÖ 5RÆDDAR \ JVfcjÖU/FKYSTAR . UFAND\ EEA HRO(SN\\N KKAMÍN ÚR VKKVRl t^A EK NU SKA^A AD Horskínum AD BRAÐ.; c? o o 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.