Þjóðviljinn - 22.02.1991, Side 10
; !
: ' í
> .
’ i
Þeir eru ekki beint árennilegir ruðningsstrákamir í Stjörnunni þar sem þeir hvessa augun hver á annan og bíða eftir að leikurinn heflist. Myndir: Kristinn.
Ruðnineur í Garðabæ
Átök, læti og
stimpingar
Ungir strákar á kafí í Ameríska fótboltanum á höfuðborgarsvæðinu.
Vel varðir í rándýrum búningum sem kosta 30 þúsund krónur vegna hárra tolla
„Þessi íþrótt höfðar fyrst og
fremst til stráka. Það er mikið
um átök ýmis konar, slagsmál,
læti og stimpingar, en þó er ekki
mikið um meiðsli þar sem
strákarnir eru vel varðir," segir
Daði Guðmundsson forvígis-
maður að iðkun þessarar karla-
íþróttar í Garðabænum.
A síðustu árum hefur iðkun
hins svokallaða Ruðnings, sem er
íslenska heitið yfir Ameríska fót-
boltann, rutt sér til rúms hér á
landi, en þó einkum á höfuðborg-
arsvæðinu. Til þessa eru það að-
eins þijú lið sem æfa og keppa
innbyrðis í íþróttinni; Stjaman i
Garðabæ, Breiðablik í Kópavogi
og Fjölnir í Grafarvogi.
Ruðningsdeildin innan
Stjömunnar var stofnuð um mitt
síðasta sumar, en var þó búin að
starfa áður í eitt ár. Ástæða þess
að ungir Garðbæingar fóra að
gefa raðningnum gaum vora sýn-
ingar frá leikjum í bandarísku
deildinni á Stöð 2, auk þess sem
Daði fékk „delluna" þegar hann
var skipinemi í Utha-fylki í
Bandaríkjunum hér um árið.
Rándýrir búningar
Eins og sjá má á myndunum
íklæðast strákamir mikilfengleg-
um búningum. Á höfði bera þeir
hjálm með hlífðargrind til að
verja andlitið, axlarbrynju og
margskonar hlífar svo sem hliðar-
, hné- og lærhlífar. Því til viðbótar
nota sumir rifjahlíf til vemdar
brjóstkassanum og hitahlíf á
höndum. Svona alhliða búingur
kostar allt að 30 þúsund krónur,
en Daði fullyrðir að allt að helm-
ingur af verðinu sé vegna hárra
tolla.
í hveiju liði era ellefu menn,
og þegar flautað er til leiks reynir
sóknin að koma boltanum í mark
andstæðingsins. Það lið sem er
með boltann fær fjórar tilraunir
fyrir hverja tíu metra að marki
andstæðingisins, og ef það tekst
ekki fær vömin boltann. Ef liðinu
tekst hinsvegar að komast þessa
tíu metra fá þeir endurtekningu til
að komast sem næst marki and-
stæðingsins. En að sjálfsögðu
stefnir hvert lið að því að skora
mark í fyrstu tilraun. Stigagjöfin
er þannig að sex stig eru gefin fyr-
ir snertimark og eitt aukastig ef
liðið nær að sparka boltanum á
milli markstanganna og fær því
sjö stig. Snertimark fæst þegar
liðsmaður nær að hlaupa með
boltann á endasvæði andstæð-
ingsins. Galdurinn við að ná ár-
angri er að viðkomandi lið hafi
sterka línumenn, sprettharða
hlaupra og útheija, en síðast en
ekki síst útsjónarsaman stjóm-
anda.
í raðningsliði Stjömunnar era
Sóknin gengur ekki alltaf upp eins og I þessu tilfelli þegar mótherjamir
ná að stöðva andstæðinginn sem missir boltann fyrir vikið.
strákamir á aldrinum sautján til
tuttugu og fjögurra ára gamlir. Til
þessa hafa þeir aðeins einu sinni
spilað alvöraleik og það var á
Íþróttahátíð ÍSÍ í fyrrasumar og
þá dæmdu bandarískir dómarar
frá herstöðinni á Miðnesheiði.
Engu að síður er hugur í strákun-
um sem stefna að því að leika
fleiri alvöraleiki í sumar og fá þá
jafnvel einhver fyrirtæki til að
styðja sig.
Erlendis er mikill áhugi á
þessari íþrótt og þá ekki aðeins í
Bandaríkjunum, heldur og einnig
í Evrópu. Athygli vakti að allar
fyrirskipanir sem gefnar vora á
æfingu hjá ruðningsliði Stjöm-
unnar vora á ensku.
-grh
Hefann, og slðan er sprett úr spori I átt að marki andstæðingsins.
10.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. febrúar 1991