Þjóðviljinn - 22.02.1991, Page 11
Hvers
vegna
sluppu
Eistar?
Hvað olli því að sovéski herinn lét ekki
til skarar skríða í Eistlandi eins og í Lettlandi
og Litháen?
Eftir Tarmu Tammerk frá „The Estonian Independent11
Það var sunnudagskvöld í
janúar sem sovéski herinn lét til
skarar skríða í Vilnius. Næsta
sunnudag drap sovéski herinn
fólk á götum Rigu- Viku síðar
sprungu tvær litlar sprengjur í
Tallin, en engan sakaði.
Það kann að vera of snemmt
að álykta hvers vegna hinar blóð-
ugu aðgerðir Sovétmanna sem
ætlað var að steypa sjálfstæðis-
sinnuðum stjómvöldum, náðu
ekki til Eistlands. Það kann vel að
vera að aðgerðum sovéska hersins
í Litháen og Lettlandi fylgi eftir-
leikur, kann að vera að þær hafi
verið hugsaðar sem fyrsti liður í
stærri aðgerð og víðtækari, er nái
ekki bara til sjálfstæðishreyfmga
og lýðræðisafla í Eystrasaltsríkj-
unum, heldur í Rússlandi líka og
öðmm sovéskum lýðveldum.
Ennþá er Toompea, stjómar-
ráðshús Eistlands, umkringt víg-
girðingu úr steinsteypu, þótt hún
hafi meira táknrænt gildi. Það er
engin trygging fyrir því að ekki
verði meira blóði úthellt í Eystra-
saltsrikjunum.
Hliöstæðan
við 1940
Þrátt fyrir stöðugt yfirvofandi
hættu væri ekki úr vegi að velta
því fyrir sér, hvað hugsanlega hafi
komið í veg fyrir að blóði var út-
hellt í Eistlandi.
í fyrsta lagi er það tímaröðin.
Þar sem Litháen varð fyrir valinu
sem fyrsta fómarlambið, þá varð
það blóð sem þar var úthellt og
síðan í Lettlandi til þess að bjarga
Eistlandi.
Alvarleg alþjóðleg fordæm-
ing og stöðvun vestrænna hjálpar-
sendinga stöðvaði að minnsta
kosti um stundarsakir frekari
blóðsúthellingu í Eystrasaltsríkj-
unum.
Hinar misheppnuðu valda-
ránstilraunir í Litháen og Lett-
landi kunna einnig að hafa stöðv-
að ffekari aðgerðir í Eistlandi.
Skugganefndimar til bjargar
þjóðinni, sem stofnaðar vom af
fylgismönnum Moskvuvaldsins á
staðnum, vom ófærar um að setja
á stofh leppstjómir er gætu sýnt
Moskvu þýlyndi og undirritað
Sambandssamning Gorbatsjovs
forseta.
Að lokum mætti nefna snörp
og ákveðin viðbrögð fólksins í
Litháen og Lettlandi, sem sló
vörð um þinghús sín og kann
þannig að hafa komið Kremlar-
valdinu á óvart.
Fólkið gerði sér grein fyrir
hliðstæðu þessara atburða við
fyrsta sovéska hemámið 1940 og
sýndi að það var reiðubúið að
fóma lífi sínu fyrir ffelsi þjóðar
sinnar. Ef sovéski herinn hefði
ætlað sér að ná byggingum á sitt
vald, sem vom umluktar múr af
óbifanlegu fólki, þá hefði það
Nokkrar staðreyndir
um Eistland
Eistland er 45.100 ferkm að
flatarmáli.
íbúatala var 1,54 miljónir
1986.
67% þjóðarinnar er af eist-
neskum uppruna, aðrir em Rússar,
gyðingar o.fl.
Landið er láglent, og þar skipt-
ast á akrar, fúmskógar og vötn.
Hefðbundinn atvinnuvegur er
kvikfjárrækt og akuryrkja, en olíu-
vinnsla hófst effir stríð og iðnvæð-
ing í tengslum við hana. Iðnaður
er nú mikilvægasta atvinnugrein-
in.
Eistland var undir Dönum að
hluta á 13. og 14. öld, komst þá
undir Þjóðveija og síðan Svía sem
ríktu í Eistlandi ffá 1561-1721,
þegar landið kom undir Pétur
mikla Rússakeisara.
Eftir Rússnesku byltinguna
varð Eistland sjálfstætt 1918, en
Rússar hemámu landið 1940 og
síðan Þjóðveijar 1941-44, er land-
ið komst aftur undir Sovétríkin
sem sérstakt Sovétlýðveldi.
Rússar fluttu a.m.k. 60.000
Eista nauðuga til Síberíu eftir her-
námið og gerðu rússnesku að
helsta opinbera tungumálinu.
Eistneska, sem er tungumál af
fmnsku-úgrísku tungumálafjöl-
skyldunni, var gerð að helsta opin-
bera málinu á ný 1989, og á síð-
asta ári hófúst viðræður á milli
stjómvalda í Tallinn og Moskvu
um sjálfstæði.
Eistneski kommúnistaflokkur-
inn sleit formleg tengsl sín við
sovéska flokkinn 1990, og sama ár
fengu Eistar efnahagslega sjálf-
stjóm að nafninu til.
A eistneska þinginu em þrjár
meginfylkingar: Alþýðufylkingin
með 43 þingmenn, Rússneski hóp-
urinn (35 þingmenn) og Lýðveld-
ishópurinn (10 þingmenn). Innan
Rússneska hópsins hafa 24 þing-
menn lýst sig andvíga sjálfstæði,
en 10-11 styðja meirihlutann sem
vill sjálfstæði. í nýlegri skoðana-
könnun kom í ljós að 67% þjóðar-
innar vill sjálfstæði Eistlands frá
Sovétríkjunum.
-ólg.
4.
Sovéskur skriðdreki fyrir framan þinghúsið I Vilnius. - Ljósmynd: ólg.
kostað fjöldamorð á hundruðum
borgara.
í nafni „laga og
reglu“
í lok síðasta árs virtist svo
sem Lettland hefði orðið fyrir val-
inu sem fyrsta fómarlambið. Yfir
20 sprengjur spmngu í Lettlandi í
desember sl. og ollu bæði tjóni og
nokkmm meiðslum. Þessum
sprengingum var fylgt eftir með
áróðri gegn Eystrasaltsríkjunum í
sovéskum fjölmiðlum og þannig
radd brautin fyrir því yfirskini
hersins, að það þyrfti að „koma á
lögum og reglu“.
Engu að síður var fyrst látið til
skarar skriða gegn þingi og ríkis-
stjóm Litháens vegna deilna um
verðlag og önnur samskipti. Önn-
ur ástæða var sjálfsagt sú, að Lit-
háen hefur verið staðfastara og
ósveigjanlegra en hin Eystrasalts-
ríkin i sjálfstæðiskröfum sínum.
Kreml hefúr kannski hugsað sem
svo að það að bijóta sterkasta
hlekkinn á erfiðleikastund hefði
getað brotið Lettland og Eistland
á bak aftur líka, sem og aðrar
sjálfstæðishreyfmgar innan Sov-
étríkjanna. En veikleiki Litháens
var, þrátt fyrir stjómarkreppuna,
aðeins á yfirborðinu.
Tvíveldi
Á meðan var ástandið hvað
rólegast í Eistlandi. Ólíkt því sem
gerist í Lettlandi og Litháen, þá er
ekki um tvöfalt lögregluvald að
ræða í Eistlandi. Það er aðeins eitt
innanríkisráðuneyti í Eistlandi og
eitt saksóknaraembætti, og báðar
þessar valdastofnanir lúta eist-
lenskum hagsmunum. I Lettlandi
og Litháen er um tvö hliðstæð
valdakerfi að ræða, annað hlýðir
Moskvuvaldinu, hitt staðbundinni
ríkisstjóm. Skotárásin á fólkið í
Lettlandi var gerð fyrir framan
innanríkisráðuneytið sem hlið-
hollt er Lettlandi, og hún var
ffamkvæmd af sérskipuðum inn-
anríkissveitum, sem kallaðar em
svarthúfúsveitimar. Engar slikar
sveitir em að jafnaði í Eistlandi.
Eistland var eina lýðveldið sem
hafnaði staðsetningu slíkra sveita
1988, þegar þessum sveitum var
komið á laggimar um gjörvöll
Sovétríkin til þess að viðhalda
„lögum og reglu“.
Spennan jókst einnig i Lett-
landi í desember vegna stöðugra
sovéskra árása á þá lettnesku
lagasetningu, sem fyrirskipaði
stöðvun á birgðaflutningum til
sovéska setuliðsins í landinu.
Þingið í Litháen hafði einnig lýst
deild Sovéska kommúnista-
flokksins í landinu ólöglega þar
NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11
sem um væri að ræða útlendan fé-
lagsskap. Það var þvi kannski
ekki að undra að hópar hollir und-
ir Sovétvaldið gerðust óþreyju-
fullir í viðleitni sinni til að endur-
heimta stöðu sína sem „leiðandi
afl“ i þjóðfélaginu.
Samband viö herinn
Eistneska þingið hefúr einnig
afgreitt lög, sem miða að því að
binda enda á sovésk yfirráð í
landinu. En það hefúr ekki verið
um neina þá lagasetningu að
ræða, er gæti gefið Moskvusinn-
unum tilefni til gagnárásar.
Forsætisráðherra Eistlands,
Edgar Savisaar, hefur lagt mikið á
sig til þess að viðhalda reglulegu
sambandi við sovésk hemaðaryf-
irvöld í landinu. Fátt er vitað um
hvað ffam fer á þessum fundum.
Það væri næsta ólíklegt að aðilar
myndu lýsa þessum viðræðum
sem vinsamlegum. En yfirmenn
hersins hafa látið það í ljós í við-
tölum, að enda þótt þeir séu á
öndverðum meiði við stefnu eist-
nesku stjómarinnar, þá kimni þeir
að meta það að haldið sé uppi
slíku sambandi.
1 Lettlandi og Litháen vom
skugganefndimar til björgunar
þjóðinni stofiiaðar út ffá flokks-
deildum sovéska kommúnista-
flokksins á staðnum. Það hefúr
hins vegar ekki komið til þess í
Eistlandi, að hinn Moskvusinnaði
armur flokksins hafi lent í beinum
útistöðum við sjálfstæðissinnaða
arminn eins og gerðist i Lettlandi
og Litháen. Blaðahöllin í Tallin,
sem enn er í eigu Kommúnista-
flokksins, hefur ekki verið herset-
in af sovéskum hersveitum.
Moskvusinnaði armurinn hefúr
enn ekki beðið herinn um slíka
hersetu.
Moskvuarmurinn í heild
sinni, sem stundum er kallaður
Interblokkin, virðist ekki eins vel
skipulagður í Eistlandi og á ekki
áberandi foringja. Því hefúr engin
nefnd til bjargar þjóðinni verið
stofnuð í Eistlandi eins og í Lett-
landi og Litháen. Að vísu var
stofnað svokallað Samhæfingar-
ráð, sem krafðist afsagnar ríkis-
stjómarinnar, en það leystist fljót-
lega upp eflir atburðina í Litháen
og Lettlandi. Einnig urðu þessir
atburðir til þess að flótti brast í
harðlínulið Moskvusinna.
Ekkert einstakt atriði af þeim
sem hér hafa verið talin nægir eitt
sér til þess að hafa komið í veg
fyrir það að sovéski herinn léti
einnig til skarar skríða í Eistlandi.
En í heild sinni hafa þau hafl sín
áhrif með þeim árangri að mánuði
eftir fjöldamorðin í Lettlandi og
Litháen býr Eistland við ótta en
syrgir engin fómarlömb.
The Estonian Independent
The Estonian Independent er fróðiegt og ðreiðanlegf vikublað um mál-
efni Eystrasaltslandanna, gefið út á ensku af óháðu fréttastofunni the
Estonian News Agency i Tallin I Eistlandi. Þeir sem hafa áhuga á að
fræöast um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaitslandanna geta gerst áskrifend-
ur að þessu blaði með því aö fýlla út eftirfarandi eyðublað og senda á
þessa adressu:
The Estonian Independent
Overseas Subscription Department
Room 076, Wyvern House
150 Cranbrook Road
Poole, Dorset BH12 3JB
GREAT BRITAIN
Please send me a year's subscription to The Estonian Independent
(51 issues).
() i enclose a cheque for US$ 45 (GBL 24) payable to The Estonian
Independent.
() Please debit my ACCESSA/ISA/MASTERCARD account with the
equivalent of US$ 45.
Card no................................ expire date............
Cardholders’ signature.........................................
Subscriber’s name..............................................
Address........................................................
Country........................................................
076 Please allow 3-5 weeks for your first issue to arrive.
L’Espresso settimanale
Redazione culturale
fax 8845167/8443174
Reykjavik, Islanda 28.01.91
J)