Þjóðviljinn - 22.02.1991, Side 12

Þjóðviljinn - 22.02.1991, Side 12
Við biðjum fyrir kveðjur heim! Á föstuinngangi með frændum og vinum í Færeyjum Texti: Ragnar Karlsson Myndir: Jim Smart ví verður seint upp á Fær- eyinga logið að þeir sýni ekki gestum og gangandi gest- risni sem trúlegast á hvergi sina iíka. Engu er líkara en að gest- risnin og höfðingsskapurinn séu þeim í blóð borin. Þótt Færey- ingar fari litt í manngreinarálit, eru Islendingar, að þeirra eigin sögn, sérstakir aufúsugestir, enda fínna sjálfsagt báðir jafnt til skyldleikans og frændsem- innar hvorir við aðra. Þessu fengu blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans að kynn- ast fýrir skömmu er þeir voru á ferð í Færeyjum ásamt nokkrum öðrum íslenskum fjölmiðlungum á föstuinngangi og áttu kost á þvi að kynnast sumu af því besta í fær- eysku þjóðlífi: gestrisni og fast- heldni á gamla siði og venjur. Langafasta gengurí garð Langafasta, eða sjövikna fasta, er tíðast talin hefjast á öskudegi og nær til laugardags fyrir páska. A föstunni er ætlast til þess að menn sýni af sér guðsótta og góða siði og neyti sér um ýmsar lífsins lysti- semdir, svo sem í mat og drykk. Öðru máli gegnir með næstu daga fyrir föstu, föstuinnganginn. Um aldir hafa menn gert sér glað- an dag þessa síðustu daga áður en tímabil afneitunarinnar gengur í garð. Sunnar í álfúnni og víða í kaþólskum löndum hafa um aldir viðgengist gleðihátíðir miklar, kjötkveðjuhátíðir, þessa síðustu daga fyrir föstu. Á norðlægari slóðum hefur trúlega aldrei verið eins kátt á hjalla af þessu tilefni, en samt hafa íbúar norðurhjarans gert sér glaðan dag á föstuinn- ganginum, en til hans teljast bollu- dagur, sprengidagur og öskudagur. Á viðlíka máta og íslendingar halda föstuinnganginn í heiðri, gera Færeyingar slíkt hið sama. Flestu nútímafólki eru boð og bönn föstunnar sjálfsagt framandi. Johanes Olsen á Sandi rifjar upp þá tíma þegar hann var „til lands“. - Það voru góðir tímar þegar ég var við útróðra á (slandi. Þrátt fyrir að við höldum bolludag, sprengidag og öskudag í heiðri hér á landi, setjum við þessa daga trú- lega fæst í samband við tímamót á kirkjuárinu. Öðru máli hefúr gegnt um Færeyinga: Þessi tímamót hafa verið þeim mun áþreifanlegri. Fastan markar endalok dans- og kvæðatímans, en dansinn og söng- kvæðin hafa verið óijúfanlegur þáttur færeyskrar þjóðmenningar fram undir þennan dag. Færeyingar hafa varðveitt í gegnum kvæðin og dansinn eigin sögu og menningararf um leið og dansinn hefúr eflt með mönnum samkennd og samstöðu. Að ganga grýlu Á föstuinngangi gera menn sér gjaman glaðan dag í mat og drykk og hafa í ffammi allskyns glens og gaman, en hápunkturinn á þessum tímamótum í lífi Færeyinga er mánudagurinn á föstuinngangi. Áður fyrr var til siðs á föstu- inngangi að ganga grýlu. Það var ýmist gert á þann hátt að böm og ungmenni dulbjuggust og bám ösku í andlit sér til þess að ekki væri hægt að bera kennsl á þau er þau gengu hús úr húsi og bönkuðu uppá, ellegar eins og var áður til siðs t.d. í Miðvogi á Vogey að systkin, gjaman frá efnaminni heimilum, dulbjuggu sig með þara og þönglum og sundmögum og gengu hús úr húsi og hræddu böm og sníktu kjöt, eða eins og segir í þessari gömlu færeysku bama- gælu: Oman kemur grýla av görðum við Jjöruíi hölum, bjölg á baki, skölm i hendi, kemur at skera búkin upp á börnum, ið gráta eftir kjöti í föstu. En allt er breytingum undir- orpið. Núorðið em hátíðahöldin á föstuinnganginum með svipuðu sniði víðast hvar í Færeyjum og við eigum að venjast, nema hvað askan og öskupokar þekkjast ekki þar. Á mánudegi í föstuinngangi safhast færeysk böm og ungmenni saman í dularklæðum og keppast við að slá köttinn úr tunnunni, líkt og íslensk ungmenni gera núorðið á öskudag í stað bolludags. Tiltölulega stutt er síðan þessi siður mddi sér til rúms í Færeyj- um. Samkvæmt athugunum fær- eyska þjóðháttafræðingsins Jóans Pauli Joensens, barst þessi siður til Færeyja laust fyrir síðustu alda- mót með dönskum presti sem þjónaði á Sandey. Er þar líkt á komið með Færeyingum og okkur hvað dönsk áhrif varðar. Það var ljóst af öllu í miðbæ Þórshafhar síðdegis á mánudag á föstuinngangi að eitthvað mikið stóð til. Herskarar skrautbúinna bama og unglinga þyrptust í bæ- inn til þess að taka þátt í að slá köttinn úr tunnunni. Eftir mikinn atgang gaf tunnan sig að lokum. Enginn var þó kötturinn, þess í stað var tunnan sneisafúll af ap- pelsínum og öðm góðgæti. Þar stendur hefðin föstum fótum Likt og gerst hefur hér á landi, hafa fjölmargar gamalgrónar sið- venjur Færeyinga orðið að lúta í lægra haldi fyrir innreið nýrra þjóðfélagshátta. Því er þó á mis- jafnan veg farið eftir eyjum og byggðarlögum hversu menn hafa verið fastheldnir á foma siði. Fær- eyingar sjálfir halda því fram að hefðin standi traustari fótum eftir því sem sunnar dregur. íbúar tveggja suðureyjanna, Sandeyjar og Suðureyjar, em sagðir mun fastheldnari á gamalgrónar sið- venjur en íbúar norðureyjanna. Og víst er að mánudagur á siðasta föstuinngangi var haldinn hátíð- legur meðallnokkuð öðrum hætti en gerðist í Þórshöfh, eins og blaðamaður og ljósmyndari Þjóð- viljans fengu að sjá og upplifa. Húsvitjun á Sandi Á mánudegi á föstuinngangi er til siðs á Sandi á Sandey að nokkrir íbúar taka sig til og ganga hús úr húsi í þorpinu. Til siðs er að húsráðandi bjóði mönnum veit- ingar, einn snafs á mann og ekki þykir síðra að gestum sé boðið að narta í skerpukjöt og grind, búi húsráðendur svo vel að eiga slíkt góðmeti i búri. Ef húsrúm leyflr er gjaman stiginn dans við söng kvæðamanns. Eftir að menn hafa þegið veitt- an beina er haldið af stað í næsta hús og eftir því sem fram gengur bætast alltaf fleiri í hópinn. Það var af öllu ljóst að heima- mönnum þótti ekkert sjálfsagðara en að leyfa forvitnum blaðasnáp- um frá Islandi að slást í hópinn. Meðan við aðkomumennimir stöldruðum við hjá þeim Söndur- um rákum við nefið inn á ein 15 heimili. Og það var ekki að sökum að spyija - okkur var hvarvetna tekið með kostum og kynjum, enda jáarar, eins og Færeyingar nefha okkur, miklir aufúsugestir. Af spjalli við heimamenn kom í ljós að Sandeyingar hafa í gegn- um tíðina haft mikil samskipti við íslendinga og margir þeirra sem komnir em vel við aldur vom á ár- um áður við útróðra á íslandi, eða „til lands“ eins og þeir sjálfir nefha það. Á máli þessara sjógarpa var auðheyrt að þeir höföu litlu gleymt frá dvölinni hér heúna, sem stóð þeim ofarlega í minni. — Það var góður tími á Islandi, sagði Jóhannes Olsen, sem er orðinn 77 ára gamall. Hann stundaði útróðra frá Norðfirði og Höfh um árabil. - Mér er það alltaf minnisstætt þeg- ar við fengum í einum túmum 18 tonn á 34 bjóð. Það var afli í lagi, skal ég segja ykkur. Aflanum var skipað samdægurs yfir í færeyska skútu sem var á leið til Færeyja. Þetta var erfiður dagur, en engu að síður ánægjulegur, sagði Jóhannes um leið og hann skenkti einn lítinn á línuna. En tengslin við ísland vom Jógvan Poulsen á Sandi, sem er af (slenskum ættum, sýnir tveimur já- urum myndir af ættingjum og vinum heima á (slandi. -Dama hefur einu sinni neitað mér um dans og það var á fslandi. fslensku stelpurnar áttu það til að vera dálítið hofmóðugar gagnvart okkur Færeyingunum. Grindin freistar. Jan Klövastad, forstjóri Norðurlandahússins í Færeyj- Jáararog negvarstlga færeyskan dans af m um, stenst ekki mátið og stelur sér bita. 12 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.