Þjóðviljinn - 22.02.1991, Page 15
Reykjavík á ofanverðri 18. öld.
verður leitast við að taka ekki frá
upphafi afstöðu á annan hvom
veginn, þótt mjög erfitt sé að
forðast það alveg...“ (bls. 26).
Þessi dómur kann að virðast
nokkuð neikvæður, en það mun
þó sannast sagna, að hægt er að
leggja tvenns konar mat á vinnu-
brögðin og skoða þau frá tveimur
andstæðum sjónarhólum. Annars
vegar má halda því ffam með
nokkrum rökum, að það sé ein-
mitt vegna þessara vinnubragða,
að ritgerðasafnið er góður leiðar-
vísir: lesandinn finur þar greið-
lega þær upplýsingar sem hann
kann að sækjast eftir á hvaða
sviði sem er, ásamt nauðsynleg-
um tilvísunum í önnur rit, og
verða fáar hliðar þjóðlífsins út-
undan. Það er t.d. gagnlegt að
hafa á einum stað yfirlit yfir áhrif
upplýsingarinnar á fræðslumál
eftir Loft Guttormsson, sagnfræði
eftir Inga Sigurðsson og náttúru-
fræði eftir Nestor þessara fræða,
Harald Sigurðsson. Hins vegar
valda vinnubrögðin því, að stíll-
inn verður þreytandi á köflum, ef
menn ætla að lesa ritið í heild, og
það sem meira er: mig grunar að
með þessari aðferð sé erfitt að
gera fulla grein fyrirþví einkenni-
lega fyrirbæri sem upplýsingin á
íslandi var, eins og það var í sér-
leika sínum.
Einn sá lærdómur sem draga
má af „Annálahreyfíngunni" svo-
kölluðu í franskri sagnfræði er sá,
að stíll og frásagnarmáti séu ekki
„skraut“ sem bætt sé ofan á sagn-
fræðirit - en þau gætu eins vel
eða betur verið skrifuð á skrauf-
þurran, „fræðilegan" hátt - heldur
sé þetta hvort tveggja nauðsyn-
legur hluti sagnfræðinnar, til að
hægt sé að komast nær viðfangs-
efninu og festa almennilega á því
hendur. Hvað snertir upplýsing-
una á Islandi getur almennur
spumingalisti og framsögn byggð
á honum ekki verið annað en
áfangi í átt að markmiðinu, sem
ætti að vera persónuleg heildar-
sýn yfir viðfangsefnið, - þetta
evrópska fyrirbæri eins og það
þróaðist við þær mjög svo sér-
stöku aðstæður sem voru rikjandi
á íslandi.
Betur má...
I þvi sambandi skipta skil-
greiningamar meginmáli. Með
hvaða hætti getur „upplýsingin á
íslandi“ í sjálfu sér verið verkefni
fyrir sagnfræðinga? Eftir lestur
ritgerðasafnsins fór mig að gmna
að það þyrfti kannske að skil-
greina þetta fyrirbæri á dálítið
annan hátt en gert hefur verið eða
setja það í samband við ýmsar
aðrar hliðar þjóðlífsins, en þannig
skilgreint væri verkefnið talsvert
meira spennandi en meira eða
minna klaufalegar umbótatilraun-
ir einstakra manna sem mættu
takmörkuðum skilningi almenn-
ings. Ef menn vildu fjalla um
upplýsinguna eins og hún þróað-
ist á íslandi yrðu menn nefnilega
fyrst að fjalla um ákveðnar al-
mennar aðstæður, sem sé einkum
og sér í lagi þá furðulegu íhalds-
semi sem virðist hafa gegnsýrt is-
lenskt þjóðfélag á 17. og 18. öld
og olli þvi að menn börðust á hæl
og hnakka gegn hvers kyns um-
bótum og breytingum, hvort sem
það var efling sjávarútvegs,
breytingar á stjómarháttum eða
nýjar hugmyndir af því tagi sem
upplýsingamenn fluttu með sér.
Margir sagnfræðingar hafa bent á
þetta fýrirbæri, eða vissa anga
þess, en ekki hefúr verið reynt á
neitt hátt mér vitanlega að gera
grein fyrir þvi í heild, og virðist
það þó ómaksins vert. Til þess
þyrfti að leita fanga allvíða, t.d.
með því að kanna vitnisburð bók-
mennta af ýmsu tagi, í stað þess
að líta á þær fyrst og fremst sem
verkefni í „bókmenntasögu“, og
rekja þær hugmyndir sem þar er
að finna. Þannig mætti kannske
setja í eitthvert lífrænt samhengi
andstöðuna gegn breytingum í at-
vinnuvegum og þá andstöðu gegn
upplýsingastefnunni sem oft er
minnst á í ritgerðasafninu en
hvergi er rakin ítarlega og efnis-
lega. En svo virðist sem þessi
íhaldssemi sé ennþá nokkuð við-
kvæmt mál.
Samt er þessi kafli Islands-
sögunnar, sem einna helst mætti
tengja við hugarfarssögu, grund-
völlurinn undir margt annað, -
kannske í tengslum við sitthvað
sem hefur verið rannsakað sér.
Mér dettur t.d. í hug hvort þessi
íhaldssemi kunni ekki að standa í
einhverju undarlegu samspili við
versnandi skilyrði umhverfisins,
náttúruhamfarir, landspjöll og
slíkt: það væri þarflegt að athuga
það, þótt ekki væri nema til þess
að endurheimta eitthvert herfang
úr höndum eldfjallafræðinga. I
leiðinni mætti svo gera húsleit hjá
þjóðháttafræðingum. En hvemig
sem þessu er háttað, er liklegt að
margt verði skýrara í sambandi
við upplýsinguna á íslandi ef um
hana er fjallað á þessum grund-
velli. í stað þess að hólfa hana
niður eftir „sviðum“ og hafa hvert
í sinni skúflu mætti þá rekja eftir
hvaða leiðum áhrif upplýsingar-
innar bámst til landsins og á hvers
konar veg þau virkuðu: þyrfti þá
að gera eftir fongum greinarmun
á umbótatilraunum dönsku yfir-
valdanna, sem vom fýrst og
fremst angi af áhrifúm upplýsing-
arinnar á danskt samfélag og
þeim straumum sem hún ýfði
upp, og svo kenningum íslenskra
menntamanna sem höfðu haft
beinar (eða óbeinar) spumir af
upplýsingunni og vildu færa
landsmönnum þann fagnaðarboð-
skap. Þessar áhrifaleiðir fléttast
vafalaust saman á margan hátt, en
einnig má vera að þær gangi
þvers og kmss á venjulega skipt-
ingu milli sviða í upplýsingunni:
slíkt kæmi í ljós við „kortlagn-
ingu“, ef spumingamar væm lag-
aðar rétt að efninu.
Kortlagning af þessu tagi
myndi vafalaust leiða í ýmsar átt-
ir, og þá m.a. til almennrar hug-
myndasögu síðari hluta 18. aldar
og fyrri hluta hinnar 19., sem
þarflegt væri að leiða í ljós nú
þegar Islendingar virðast enn einu
sinni staddir á krossgötum. A at-
riði af þessu tagi er víða drepið í
ritgerðasafninu og ber að þakka
það sérstaklega: það er t.d. at-
hyglisvert hvemig Hjalti Huga-
son kannar handrit af íýrirlestmm
um guðfræði sem fluttir vom við
kennslu í Bessastaðaskóla til að
leiða i ljós þá strauma og stefnur
sem þar birtast. Rannsókn hug-
myndasögunnar á upplýsingaöld
myndi væntanlega taka sérstak-
lega fýrir það vandamál hvers
vegna áhrif upplýsingarinnar bár-
ust eins seint til Islands og raun
ber vitni, eftir að aðrar stefnur
vom búnar að ryðja sér til rúms
erlendis. Vafalaust má segja, að
það taki jafhan nokkum tíma fýr-
ir erlend áhrif að skolast upp á
skerið, en hér virðist vera um
annað að ræða, - e.k. misgengi
sem veldur því að það fer nokk-
um veginn saman að upplýsingin
nær hástigi á íslandi og áhrif róm-
antísku stefnunnar fara að berast
þangað fýrir alvöm. Við þetta
myndast alls kyns árekstrar en
einnig samblöndun, og þá vaknar
enn ein spumingin og sú sem
skiptir kannske ekki minnstu
máli: hvers vegna hjöðnuðu áhrif
upplýsingarinnar út meðan róm-
antíska stefnan fékk fljótlega
sterk ítök í landinu og hefúr að
mörgu leyti mótað þróunina síð-
an? Hvers vegna hafa menn sýnt
starfi upplýsingamanna áhugleysi
og tómlæti en metið verk róman-
tísku höfundanna mikils?
Ritgerðasafn níumenning-
anna er bæði leiðarvísir og dijúg-
ur áfangi, en stór hluti af starfinu
er óunninn enn. Til þess að sagn-
ffæðingar geti haldið áfram á
brautinni og losnað út úr tilvistar-
vandanum er ekki nóg að stunda
rannsóknir: það verður líka að
taka upp aftur einn þráð úr sagn-
fræði upplýsingatímabilsins sem
Ingi Sigurðsson dregur réttilega
ffarn í dagsljósið í ritgerð sinni:
að hugsa um aðferðir og sögu-
speki. e.m.j.
Haldið ykkur
fast
i r
ÞVIHER KEMUR:
v
iTA
KILOIÐ AF
»
# r #
IKILOAPAKKNINGUM LÆKKAR UM:
200
VAR: 763,00 KR/KG
VERÐUR: 563,00 KR/KG
KR.
o
V)
H
T?
O'
Föstudagur 22. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15
AUK/SfA k9d21-560