Þjóðviljinn - 22.02.1991, Side 19
Hiö
gagn-
rýna
skoðana-
leysi
fjolmiðla
Það er ofit sagt sem svo að
góðar fréttir séu engar
Fréttir. Sem þýðir um leið
að íféttir verði að vera
„neikvæðar“ til að menn
taki eftir þeim.
Góðar og vondar
fréttir
Þetta er auðvitað einföldun
eins og flest sem kjaftað er. Frétt-
ir af stjómmálum og peningamál-
um eru oftar en ekki neikvæðar:
það er einhver að blekkja okkur,
ljúga og svíkja, kljúfa, fara á
hausinn, reka hnífinn í bakið á
sínum sessunaut og þar fram eftir
götum. Fréttir úr menningarlíflnu
em aftur á móti jákvæðar: það er
einhver að skapa eitthvað og hef-
ur afskaplega gaman af því. Frétt-
ir af heimsmálum eru vondar: það
er stríð og kreppa. Fréttir úr hér-
aði eru aftur á móti heldur góðar
yfirleitt: þar er alltaf verið að
bæta þjónustuna og gera nýtt átak
í atvinnumálum.
Svona er þetta að minnsta
kosti á íslandi. Við erum líka dá-
litlir sveitamenn í okkur og því
ekki eins grimmir í fjölmiðlum og
t.d. Amríkanar. En þar í Banda-
ríkjunum eru menn stundum að
kvarta yfir því að blaðamenn og
aðrir Qölmiðlarar séu alltof nei-
kvæðir, svo djúpt á kafi við að
finna meinsemdir, afbrot og rugl
að ekki sjái til sólar.
Ábyrðarleysi
fjölmiðla?
Það getur svosem vel verið,
þótt ástæðulaust sé að kenna
blaðamönnum um það að heimur-
inn er stútfullur af ótíðindum:
vondslega hefur oss veröldin
blekkt. Hitt er svo merkilegra sem
fram kemur í gagnrýni á blaða-
menn þar vestra, að þeir séu eig-
inlega skoðanalausir og ábyrgðar-
lausir, þeir séu svo uppteknir af
því skylduhlutverki sínu að vera
„á móti“ að þeir fylgi engum sér-
stökum sjónarmiðum i gagnrýni
sinni.
í nýlegu hefti tímaritsins Dia-
logue lýsir prófessor í blaða-
mennsku (Ted J. Smith heilir
hann) þessari stöðu. Hann tekur
dæmi af efnahagsmálumn: ef
stungið er upp á íhaldssteíhu eða
ráðstöfunum í þá átt, þá gerast
blaðamenn frjálslyndir. Við get-
um bætt við: kannski tala þeir um
vondar afleiðingar stefhunnar fyr-
ir þá fátæku og sjúku og svörtu
osfrv. Ef einhver svo veifar stefnu
sem í Bandaríkjunum er kölluð
„frjálslynd" (og hefur það orð
einatt svipaðan hljóm og „vinstri-
villa“ annarsstaðar) þá láta blaða-
menn (kannski þeir sömu?) yfir
dynja kvartanir sem eru dæmi-
gerðar íyrir íhaldsmenn (Við
skulum giska á að þær séu á þessa
leið: Enn er verið að skerða frels-
ið, taka ffá fólki ábyrgð á lífi sínu,
fjölga sníkjudýrum á samfélaginu
osffv.). Ef svo einhveijir áhrifa-
menn stinga upp á málamiðlunar-
stefnu mitt á milli íhaldsemi og
fijálslyndis, þá er það líka hægur
vandi fyrir þlaðamenn að finna
allt að þeim: þetta ber nú barasta
eina ferðina enn vott um hugleysi
þeirra sem ráða!
Tökum íslenskt
dæmi
Við getum vitnað í íslenska
hliðstæðu: eftir að Svavar Gests-
son haföi leyft gervihnattaendur-
varpið, sem aldrei skyldi verið
hafa, tóku tveir sjónvarpsmenn
hann til bæna og veittust að hon-
um hart og títt ffá sjónarmiði mál-
vemdar og menningarreisnar. Sá
sem á horföi átti auðvelt með að
ímynda sér annan sjónvarpsþátt,
þar sem sami menntamálaráð-
herra væri grillaður fyrir að leyfa
ekki endurvarpið: Þá heföi því
verið veifað fýrst og ffemst, að
hann væri ritskoðunarmaður, á
móti frelsinu. Og svo ffamvegis,
dæmum er auðvelt að íjölga.
Stjórnarandstaöa
án stefnu
Þessi afstaða, að blaðamaður-
inn sé fyrirfram í gagnrýnum
árásarhug þegar hann krækir sér í
stjómmálamann, einbættismann
eða annan pótintáta, hún hefúr
ótvíræða kosti. Ef sæmilega er á
henni haldið takmarkar hún
möguleika pótintátans til að kom-
ast upp með múður og dularfullt
hulduhrútstal. (Enn fá of margir
íslenskir Qölmiðlamenn í hnén
þegar þeir mæta höföingjum, og
þeir virðast þá ekki síst vera
feimnir og hræddir við höföingja
úr Sjálfstæðisflokknum.)
En það er líka rétt, að þessari
afstöðu fylgir visst ábyrgðarleysi.
Og það er lúxus ábyrgðarleysisins
sem fyrmefndur Ted J. Smith hef-
ur verulegar áhyggjur af. Aðrir
Árni
Bergmann
Fjölmiðlar verða
að eilífri
stj ómarandstöðu
sem sleppur
við þá laöfu
að hafa eigin
stefnu og jafnvel
skoðun.
þátttakendur í umræðunni þurfa
að sýna einhverskonar sam-
kvæmni í ræðu sinni. Þeir þurfa
að sýna ffam á að það sem þeir
halda fram sé framkvæmanlegt
og í raun virkt. Blaðamenn sleppa
við allt slíkt. Þeir þurfa ekki ann-
að en finna galla og meinbaugi,
það er ekki þeirra mál að finna
lausnir sem dugi.“Þess vegna,“
segir blaðamennskuprófessorinn,
„em fjölmiðlar orðnir einskonar
eilíf stjómarandstaða, sem slepp-
ur undan þeirri nauðsyn að veija
tiltekna stefnu og stinga upp á
skynsamlegum valkostum við þá
stefnu sem þau ráðast á.“ Og er
helst á Tcd J. Smith að skilja að
þetta geri bæði stjómmálin aum-
legri (stjómmálamenn em i von-
lausari stöðu þegar svo er um
hnúta búið), blaðamennskuna bil-
legri (þú þarft ekki að vita neitt að
ráði um neitt mál), auk þess sem
fjölmiðlar eins og koma í staðinn
fyrir heföbundna stjómarand-
stöðu, sem ekki fær raunvemlega
möguleika á að láta til sín heyra.
Vítahringur
Hér er nú hver vítahringurinn
inni í öðmm ef satt skal segja. Ef
að fjölmiðlari vill ekki vera á
snæmm stjómmálaafls, á hann
annarra kosta völ en haga sér sem
að ofan greinir? Og gerir hann
ekki eitthvert gagn með því að
benda á misfellur og blekkingar
og ósamræmi hjá valdsmanni?
Víst er svo. Hitt er svo rétt: þessi
leikur er einum of auðveldur fyrir
fjölmiðlamenn, auk þess sem
hann er þeim einatt svo hagstæð-
ur, að þeir gætu farið að halda að
þeir séu hveijum áhrifamönnum
öðrum snjallari og heiðarlegri. En
það er hættuleg sjálfsblekking.
Þverstæður
Eitt enn um það hvemig fjöl-
miðlagagnrýni virkar. Hér er átt
við það, að hún magnar upp
ósamkvæmni í pólitískri vitund
almennings. Fjölmiðlar hræra í
einu máli í einu. Ef t.d. um er að
ræða að peninga vanti í einhvem
merkilegan geira í velferðarkerfi,
þá ráðast þeir á ráðamenn fyrir
nísku. Ef svo ráðamenn vilja auka
einhveijar álögur (t.d. vegna
þarfa velferðarkerfisins) þá ráðast
fjölmiðlamenn grimmt á þá fyrir
forsjárhyggju og skattpíningu.
Niðurstaðan er sú, að almenning-
ur situr uppi með eina bjargfasta
pólitíska skoðun. Hún er sú, að
það eigi að lækka skatta og draga
úr ríkisútgjöldum um Ieið og rík-
isútgjöld verði stóraukin til allra
helstu málaflokka. Þetta gengur
vitanlega ekki upp, en í stað þess
að menn klóri sér í hausnum og
hugsi dæmið sjálfir, þá kenna þeir
andskotans pólitíkusum um. Um-
ræðan um samhengi í þjóðfélag-
inu verður öll í skötulíki. Og
kannski bita menn svo höfuðið af
skömminni með því að kjósa á
þing næst þann sem haföi í hlut-
verki fjölmiðlara sýnst sá sem gat
bakað þessa andskota i pólitíkinni
og gert miklu betur sjálfur. Þá er
hringferðinni lokið.
Gulleyja Einars Kárasonar:
skemmtileg alvörubók
„Góðar bækur eru eins og kart-
öfluflögur, maður getur ekki haldið
puttunum frá þeim eins þótt maður
viti, að þegar þær eru búnar verður
tilveran allt í einu mjög tómleg.
Eins og þegar maður flettir síðustu
blaðsíðunni í Gulleyjunni, fram-
haldi af Djöflaeyju Einars Kárason-
ar“...
Svo hefst lofleg grein um
sænska þýðingu Johns Sweden-
marks á Gulleyjunni (Bonniers gaf
út), í sænsk-fmnska vikublaðinu
Ny tid.
Hér er ýmislegt lofsamlegt sagt
bæði um ýkjustíl Einars (sem líkt er
bæði við barón Munchbausen og
Islendingasögur) og svo þá frá-
sagnartækni sem býður upp á „inn-
lifun“, persónur sem maður „geng-
ur upp i“, eins þótt slík aðferð höf-
undar „sýnist gamaldags“. A bak
við slagsmál og sukk greinir gagn-
rýnandinn „djúpan harmleik“ eins
og í öllum „alvarlega skemmtileg-
um bókum“. Undir lokin segir hann
á þessa leið:
„Gulleyjan er ef til vill sú hóp-
skáldsaga Qj.e.a.s. saga sem lýsir
hópi, heilu samfélagi frekar en ein-
staklingum) sem sænsk öreigaskáld
á fjórða áratugnum létu sig dreyma
um að skrifa. Mig grunar að Einar
Kárason hafi notið góðs af sjálfri
smæð islensks samfélags. Það er
aðeins svo smágert samfélag sem
getur boðið upp á annað eins ríki-
dæmi af manngerðum, sem hægt er
að kynnast alminnilega og ekki
barasta líða framhjá manni í hálf-
gerðu nafnleysi. Sé þetta haft í
huga getur maður ekki tekið undir
það hjal að Einar sé einskonar stór-
borgarhöfundur, slíkir menn eru
jafn ólíklegir á lslandi og tíma-stýr-
ingar-alamanak í Eilíföinni...“
áb
Föstudagur 22. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19