Þjóðviljinn - 21.03.1991, Page 15

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Page 15
Altaristaflan stóð í mér Hér er ein stutt um ferming- arbarnið sem var spurt hvernig fermingin hafi verið: „Jú, jú. Vínsullið var svosem allt í lagi, en það var verra með altaristöfluna. Hún fest- ist í kokinu.“ Pappírsverk- smiðju á Keilisnes Alþýðubandalagið á Reykja- nesi hélt velsóttan fund í samkomusal íþróttahússins í Hafnarfirði á þriðjudags- kvöldið. Alls mættu um 80 manns á fundinn. Ólafur Ragnar Grímsson formaður flokksins komst ekki á fund- inn fyrr en seint um kvöldið vegna anna á Alþingi. Ólafur ræddi vítt og breitt um stjórnmálabaráttuna fram- undan og kom meðal annars inn á það að í kjördæminu væri maður í framboði með pappírsverksmiðju. Fundar- menn áttuðu sig ekki strax á hvert fjármálaráðherra var að fara. Ólafur bætti þá við að þessi pappírsverksmiðja hefði átt að framleiða ál. Skattar í A-flokki Skattamál voru rædd á fund- inum, enda fjármálaráðherra í ræðustól. Fannst fundar- mönnum súrt í broti hversu mikið fasteignagjöld í Hafn- arfirði hefðu hækkað, en einsog kunnugt er þá fóru verkalýðsfélögin í Hafnarfirði fram á það við Alþýðuflokks- meirihlutann í bænum, að fasteignagjöldin hækkuðu ekki umfram aðrar hækkanir í þjóðfélaginu. Kratarnir daufheyrðust hinsvegar við því. Ólafur Ragnar sagði það vonlegt, enda væru skattar í Hafnarfirði í A- flokki. Sjö bollar á dag Meðalneysla landsmanna 16 ára til 75 ára á koffeindrykkj- um, eru sjö bollar á dag. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Heilbrigðismála. Könnunin var gerð af Geð- rannsóknastofnun Háskól- ans og kom í Ijós að 95% fullorðinna Islendinga neyta koffeindrykkja daglega. Kaff- ið er lang algengast, 78% drukku það, kóladrykkir voru í öðru sæti 27%, 21% drukku te og 10% súkkulaði- drykk. Kóladrykkirnir höfðu vinning- inn í yngri aldurshópunum en kaffið í þeim eldri. RÚSÍNAN... Fögnuður í menntamálaráðuneytinu Svavar Gestsson sker tertuna I menntamálaráðuneytinu ( gær. Með honum á myndinni eru meðal annarra þær Guðnín Ágústsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Svanhildur Kaaber, formaður Hins Islenska kennarafélags. Mynd: Jim Smart. að var tilefni til fagnað- ar í menntamálaráðu- neytinu í gær þegar Svavar Gestsson fagn- aði með starfsmönnum ráðuneytisins og nokkr- um gestum merkum áfongum sem náðust á sviði menntamála á síðustu dögum Alþingis. Það voru fimm stefnumarkandi mál sem menntamálaráðuneytið náði að koma í gegnum þingið á síðustu dögum þess: ný grunn- skólalög, ný Ieikskólalög, ný lög um listamannalaun, niðurfelling virðisaukaskatts á tækjum til vís- indarannsókna og kaup á stórhýsi Sláturfélags , Suðurlands fyrir Listaháskóla Islands. Svavar sagðist telja lögin um leikskóla vera málefnalegan stór- sigur, þar sem leikskólinn væri nú orðinn viðurkenndur sem hluti af skólakerfi landsins, þótt ekki sé um skólaskyldu að ræða. Sagðist hann vita að margir starfsbræður hans á Norðurlöndunum öfunduðu okkur af þessum árangri, en þar hefur þessi breyting ekki enn náð fram að ganga. Svavar sagði að það hefði ver- ið sérlega ánægjulegt við af- greiðslu grunnskólafrumvarpsins, hversu víðtæk samstaða hefði náðst um það mál á milli allra f1''vka, þannig að frumvarpið hefði ð afgreitt samhljóða. Þetta væri ilvægt fyrir starfsfólk ráðu- tisins í framtíðinni, þar sem all- ir flokkar bæru nú jafna ábyrgð á frumvarpinu. Svavar sagði að breytingamar sem orðið hefðu á frumvarpinu í meðferð þingsins væru til bóta að hans mati. Lögin um listamannalaun fela í sér þá nýbreytni að horfið er frá gamla kerfinu til þess að myndaðir em fjórir sjóðir: myndlistarsjóður, rithöfundasjóður og tónlistarsjóður og svokallaður listasjóður, sem einkum er ætiað að veita starfs- styrki til túlkandi listamamia. Þeir sem nú em á listamanna- launum munu áfram fá styrki úr þessum sjóði, en þeir munu smám saman falla niður og nýja kerfíð taka við. Stærð hinna einstöku sjóða verður miðuð við það hversu mikið heftir mnnið til viðkomandi list- greinar undanfarin ár. Hið nýja kerfi verður meira miðað við starfsstyrki til ákveð- inna verkefna en áður, og verður möguleiki á veitingu starfslauna til stærri verkefna í 2-3 ár. Þá er einn- ig miðað við að sjóðurinn geti að- stoðað dansara og aðra listamenn sem hafa stuttan starfsaldur til end- urmenntunar. Lögin um niðurfellingu virðis- aukaskatts af vísindatækjum munu skipta sköpum fyrir ýmsar rann- sóknastofnanir, t.d. Norrænu eld- fjallastöðina. Sagt er frá nýju húsnæði fyrir listaskóla annars staðar í blaðinu í dag. Þjóðviljinn samgleðst með starfsmönnum menntamálaráðu- neytisins vegna árangursríks starfs. -ólg. I 1 i Nú skal ég svo sannarlega leggja mig alla fram um að vera góð! O o, Síða 15 ll ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.