Þjóðviljinn - 17.04.1991, Side 1

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Side 1
Kosningahátíð ABR f Operunni. Fjölmenni var á kosningahátlð Alþýðubandalagsins í Reykjavlk I gærkvöldi þar sem gestum var boðið uppá samfellda dagskrá með vönduðu efni. Fólk byrjaði að streyma f Óperuna strax og húsið var opnað, og hér má sjá hvar Auður Sveinsdóttir, sem skipar baráttusæti G- listans, mætir á staðinn. Mynd: Jim Smart. Sjávarútveginum blæðir vegna kvótabrasksins óhann Ársælsson, skipasmiður og efsti maður á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi, segir að ef tekin væri aðeins ein króna fyrir hvert landað tonn af íslandsmiðum, mundi það ,gefa einn og hálfan miljarð króna á ársgrundvelli í Úreldingarsjóð fiski- skipa. Jóhann segir að hugmyndir þeirra Guðjóns A. Kristjánssonar, forseta Farmanna- og Fiskimanna- sambandsins, um sóknarstýringu með aflagjaldi, sé meðal annars hægt að nota til þess að fækka fiskiskipum. Hann segir að hér sé ekki um auknar álögur að ræða á sjávarútveginn þar sem þetta fyrir- komulag mundi koma þeim skip- um til góða sem eftir yrðu með auknum veiðiheimildum. Á þann hátt yrði þessum íjármunum haldið innan sjávarútvegsins. Að sama skapi mætti jafnvel hugsa sér mis- hátt aflagjald eftir fisktegundum. Jóhann segir engan vafa leika á því að með þessu fyrirkomulagi sé hægt að virkja aiveg gífurlegt afl innan útvegsins, án þess að útgerð- in finni fyrir því nema á þann já- kvæða hátt sem fækkun fiskiskipa er. Hinsvegar sé sjávarútveginum látið blæða með núverandi skipan kvótasölu án þess að hann fái auknar veiðiheimildir. í Morgunblaðinu í gær kemur fram hjá Kristjáni Ragnarssyni, formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, að heildargreiðslur útgerðarinnar vegna veiðiheimilda á síðasta ári hafi numið rúmum einum miljarði króna. í samtali við Þjóðviljann sagði Kristján að þetta væri mjög svipað því sem verið hefði á undanfömum árum. Sam- kvæmt því hefur útgerðin greitt rúma fimm miljarða króna fyrir veiðiheimildir á síðustu fimm ár- um. Jóhann Ársælsson segir að hér sé verið að tala um leigu á kvóta en ekki sölu á varanlegum veiði- heimildum. Sé kastljósinu hinsveg- ar beint að þeim séu upphæðimar mun meira eða allt að fimm sinn- um hærri. I grein sinni gefur Kristján sér að kvótakílóið hafi verið selt að jafnaði á 25 krónur, en samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi ís- lands var það svo fram í maí en hækkaði svo allt upp í 40-45 krón- ur um mitt árið. Það var ekki fyrr en á seinni hluta ársins í fyrra sem það fór að lækka og við lok ársins var kvótinn nánast á útsölu vegna nýju kvótalaganna sem tóku gildi um síðustu áramót. Af einstökum landshlutum á síðasta ári, missti Norðurland vestra mest af sínum kvóta eða 5.084,5 þorskígildistonn af botn- fiskkvóta umfram það sem fiuttist til svæðisins. Þá missti Vesturland 1.960 þorskígildistonn af botnfiski umfram þann aflakvóta sem þang- að fluttist. Hinsvegar varð þorsk- ígildisaukning á Suðurlandi á botn- fiskkvóta sem nam 2.287,8 tonn- um, á Norðurlandi eystra varð aukningin í botnfiskkvóta 1.744,7 þorskigildistonn, til Vestfjarða fluttust 1.408,5 þorskígildistonn umfram aflakvótaflutning frá svæðinu, til Reykjaness fiuttust 756,9 þorskígildistonn umfram fiutning frá svæðinu og til Austur- lands fluttust 643,7 þorskígildis- tonn umfram það magn sem þaðan fór. -grh Snorri „heimski“ Er Hreiðars þáttur heimska skripamynd af Snorra Sturiusyni? Hreiðar heimski í Hreið- arsþætti Islendingasagna er skopmynd af Snorra Sturlu- syni, segir Hermann Pálsson, íyrrum prófessor í Edin- borg, sem leiddi að því líkur í opinþerum fyrirlestri í Há- skóla Islands í gær, að Hreið- ars þáttur sé í rauninni skrif- aður til að hæðast að Snorra Sturlusyni fyrir að þiggja jarlstign af Skúla jarli Bárð- arsyni í Noregi árið 1239. Hermann hélt fyrirlestur sinn í boði heimspekideildar Háskólans í tilefni af þvi að á hausti komanda, 23. sept., eru liðin 750 ár frá þvi Snorri var veginn i Reykholti. Hermann bendir á margar hliðstæður í sögu Flreiðars heimska og lífs- hlaupi Snorra Sturlusonar og grundvallar kenningu sína m.a. a því að þótt Islendingasögur og þættir lýsi löngu liðnum tima, sé víða í þeim sveigt að samtímanum á 13. öld og fyr- irmyndir dregnar þaðan. I Hreiðars þætti er sögu- hetian ljót og í fyrstu varla sjálfbjarga, en kemst þó til merkilegs þroska og euir að sagt er á háðulegan hátt ffá samskiptum söguhetjunnar við tignarmenn í Noregi lýkur þar þo svo að Magnús konungur gefúr henni norskan hólma í kvæðislaun og segist Hreiðar vilja „samtengja með Noreg og Island“, en konungur leysir síðan eyjuna til sín fyrir silfur. Ein röksemd Hermanns er sú að Snorri Sturluson er hins vegar eini Islendingurinn sem eignaðist eyju í Noregi — að þvi er sumir telja Fólgsn - og var hann nefndur „fólgsnar- jarl“. Hermann telur skritið orðalagið í Hreiðars þætti, um að „samtengja“ Norcg og ís- land, örðugt að skilja nema það lúti að samskiptum land- anna á 13. öld og með sérstakri tilvísun til þess að Snorri var álitinn ætla að koma landinu undir jarlsdæmi Skúla Bárðar- sonar. ÓHT Forseta- raunir í Bleika húsinu Kíippt og skorið: Þorsteinn opnar a

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.