Þjóðviljinn - 17.04.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Síða 9
<7r?ENNING Snillingurinn: Elías B. Halldórsson. Mynd: Jim Smart. í öruggum höndum Elíasar B. Elías B. Halldórsson heiðrar landsmenn með sýningu í Listhúsi, Vesturgötu 17, um þessar mundir. Ætli þetta sé ekki ein al- besta sýningin í bænum, á árs- grundveili? Elías málar land, haf, liti og Ijós með öruggara handbragði en flestir aðrir pent- arar þessa stundina. Nú hefur hann losað formin, rifið upp dansiball á dúknum. Og samt er allt í sömu, gömlu fostu skorðunum, traustlega haldið um form og víddir. Nýir og ákafari lit- heimar hafa þó verið heimsóttir, sjálfsagt ellimark, en strákslega haldið á málum. Og nú er heldur kominn galsi í grafíkina, vætturin Naddi í Njarð- víkurskriðum kominn á 17. júní- fyllirí, milli manndrápa, en pöddur, hundar og skæð skriðdýr þruma vítt um völl. Loksins fengu þessi gálkn einhvem tilgang, eins og þau hafa verið að láta sér leiðast hjá yngri málurum misserum saman. Hvemig fer Elías að þessu? Að ferðast með mann lengra, en vera samt á sama stað? Með því senni- lega að vera trúr sjálfúm sér og listinni, vanda sig og hafa sitthvað af guðs gjöfum. Og þá er alltaf spumingin hverjum á að þakka mest, Drottni eða spámanni hans. Ólafur H. Torfason. Eiríkur Smith í Borg Á morgun kl 17-19 opnar Ei- ríkur Smith sýningu á nýjum vatnslitamyndum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Málarinn er hálfsjötugur á þessu ári, löngu landsþekktur fyrir verk sín og hefúr haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Mörg verka Eiríks eru í eigu opin- berra aðila og safna. Sýningin er opin 10-18 virka daga og 14-18 um helgar, til 30. apríl. Einn fremsti fiðluleikari heims spilar norrænt Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytur annað kvöld í Háskólabíói þrjú verk norrænna tón- skáida, „Jó“ eftir Leif Þórarinsson, „Sinfóníu nr. 2“ eftir Carl Nieisen og „Fiðlukonsert" eftir Jean Sibeli- us. Einleikari verður rúmenski fiðluleikarinn Eugene Sarbu, sem álitinn er einn besti fiðlu- leikari heims af yngri kynslóð, og hljómsveitarstjóri Petri Sak- ari. „Jó“ flutti Sinfónían fyrst 1975 og síðan aftur 1978. Verkið er hlið- arspor ffá langri sinfóníu og skýr- inga á nafninu má leita í fomri goðafræði, „en sagan um Jó og Júpíter er grátbrosleg - á sinn hátt,“ segir höfundur, „einhveijum gæti líka dottið i hug að leika sér að því að bæta einum staf eða at- kvæði ffaman við nafnið, enda væri sú aðferð náskyld þeirri, sem beitt er við myndbreytingar stefja og hljóma sem heyrast á þessum fáu mínútum.“ Sinfónía nr. 2 eftir Danann Carl Nielsen var ffumflutt 1902. Hann er stundum kallaður Fiðlan er Stradivarius frá 1729, ein- leikarinn Rúmeninn Eugene Sarbu, ein skærasta stjarna samtímans. Sibelius Danmerkur, sem þó er vart réttmætt því Nielsen leitaði fanga í erlendum straumum en Si- belius sótti efnivið í finnska þjóð- trú og menningu. Fiðlukonsertinn samdi hann 1903. Rúmenski fiðluleikarinn Eug- ene Sarbu kom fyrst ffam sem ein- leikari sex ára að aldri og hlaut sjö ára gamall verðlaun á þjóðartón- listarhátíðinni í Búkarest og hefúr síðan hlotið öll þau tónlistarverð- laun sem veitt eru í Rúmeníu. Hann hefúr stundað nám þar, í Par- ís, Fíladelfíu og New York í Bandaríkjunum, Lundúnum og Ziirich. 1978 hlaut hann Paganini- verðlaunin í Genúa í Sviss, auk Qölda annarra verðlaun. Hann hef- ur leikið einleik á fiðlu með flest- um þekktustu hljómsveitum heims og þykir einn besti fiðluleikari heims af yngri kynslóðinni. Hljóð- færi hans er Stradivarius- fiðla sem smíðuð var í Cremona árið 1729. (Menntamála-) ráðherrann klipptur les“ sem fjallar um Vincent van Gogh og Leikfélag Akureyrar sýndi 1983. Leikritið „Ráðherrann klipptur" er samið árið 1984 og gerist í hljóð- stofú þar sem menntamálaráðherra er að leggja síðustu hönd á útvarps- þátt sem hann annast og hyggst nýta sér til að auglýsa ffjálslyndi sitt, víðsýni og siðferðisstyrk. En það kemur á daginn að frjálslynd- inu - og þar með víðsýninu og sið- ferðisstyrknum - eru takmörk sett. Orsök þessa er sú að ráðherra fær óvænta áminningu ffá einum við- mælenda sinna í þættinum, ungri stúlku sem hefur nýlokið námi og virðist í upphafi ólíkleg til stór- ræða. En skoðanamunur reynist mikill og svo fer að í samspili ráð- herrans, stúlkunnar, stjómanda þátt- arins og tæknimanns kristallast andstæð sjónarmið um tjáningar- ffelsi, ritskoðun, ábyrgð og siðferð- isvitund. Allt er þetta umvafið sönnum dönskum húmor og uppá- tækjum, þótt alvaran búi á bak við. Á frummálinu nefnist leikritið „Prometheus í saksen“ og er þar m.a. vísað til þess gríska goðs sem færði mönnum eldinn og hlaut grimma refsingu Seifs fyrir. Leikendur eru Bríet Héðinsdótt- ir, Baltasar Kormákur, Erlingur Gíslason og Erla Ruth Harðardóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Litla sviðið er í húsinu við Lindargötu 7. Baltasar Kor- mákur í hlutverki tæknimannsins glúrna í „Ráð- herranum". - Mynd: Grímur. jóðleikhúsið frumsýnir á Litla sviðinu á fimmtudaginn stór- smellið leikrit, „Ráð- herrann klipptur“, eftir danska rithöfundinn Ernst Bruun Olsen, í þýðingu Einars Más Guðmundssonar og leikstjórn Sigrúnar Valbergsdótt- ur. Höfúndurinn er eitt vinsælasta og fremsta leikskáld Dana um þess- ar mundir og Islendingum m.a. að góðu kunnur fyrir söngleikinn „Táningaást“ sem Þjóðleikhúsið sýndi 1964 og „Bréfberann um Ar- Múlakaffi Fundur með Svavari Gestssyni á fimmtudags- morgun kl. 9 Kaffi og pólitík! G -listinn í Reykjavík Ræðið við frambjóðendur G -listans! Frambjóðendur G-listans í Reykjavík skiptast á um að vera til skrafs og ráðagerða í kosninga- miðstöðinni í Iðnó, -Okkar húsi-, sími 620106. í dag, miðvikud. 17. april, verður Már Guðmundsson hagfræðingur til viðtals milli kl. 17 og 22. Litið inn í kaffi og spjall. G-listinn í Reykjavík Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Miðvtkudagur 17. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.