Þjóðviljinn - 17.04.1991, Side 17

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Side 17
TJALDIÐ Háskólabíö fsbjamadans ,'í * ,V (lad isbjömene danse) Yndisteg mynd um strak sem þarf að flytja f nytt umhverfi í Wölfar sktlnaöar foreklra sinna. Smuk. Guöfaölrlnn 111 Crírít (The Godfather part III) Þó-að hún sé ekkl I sama gseöa- flrtdd og fyrirrennarar hennar þá er hún samt mikil kvikmynd og vel þess virði að sjá hana. Bittu mig, elskaðu mig Crít (Atame) Ekki aiveg það sem maður býst við hjá Almodovar, en ef mann þyrstir í eitthvað ööruvlsi þá er þetta spor I rétta átt. Sýknaður CrírCt (Reversal of forturte) Spennandi handrit og frábær leikur, sérstaklega hjá Jeremy írons. Þaö má eigrÆga ekki missa af hortum. Aflt f besta lagi ttrCr (Stanno tuttl bene) Tomatore kemur hér með örlttið fjyngri mynd en Paradlsarbíóið, en hun er falleg og áhugaverð og Ma- stroianni er engum líkur. Nikita CrirCc Nikita er nýjasta afiek Luc Bess- ons. Undlrheimar Parfsar fá nýja helju, Nlkltu sem ereirts konar kvenkyrts 007. Cinema Paradiso CcCcCrCt (Paradísarbíá'ð) Langtyfir afla sfiömugjöf haftn. Svona mynd er aðeins gerð einu sinni og þessvegrta má ertginn sem helur hið minnsta gaman af kvtkmyndum mtssa af henní. Bíóborgin Á siðasta snúningi Cr-Ct (Paciftc hights) Lertgi vei er þetta spennumynd með dálltiö skemmtllega séístök- um söguþræði en endirinn er alltof fyrirejáanlegurog skemmlr fýrir neildinni. Memphis Belle CcCrCt Það er ekki annað haegt en að heillast af þessum hetjum hálolt- anna Þetta er skemmtilega gamal- dags mynd um hugrekki og vináttu. Bíóhöllin Haettuleg tegund -CrCt Arachrtophobia) Bannvænar körtguiær frá Venezu- ela herja á smábæ [ Kalifbmtu. Köngulaemar fá stjömu tyrir frábær- anleik. Regnboginn Dansar við úlfa CrirCrít (Dances with wolves) Þelr sem halda að vestrínn sé dauður ættu að drlfa sig á þessa stórkosttegu mynd. Hrifenai og mögnuð. Lífsförunautur (Longtime Companion) Átakanleg mynd um viöbrögð hortma i Bandartkjunum við eyðni. Vei leikln og sleppur alveg við aö vera mórölsk eóa væmin. Litli þjófurinn CtCt Ung stúlka gerir uppreisn gegn um- hverfi sínu á ámnum eftir seinni heimsstyrjöid í Frakklandi. Góður leikur en ekki nógu sterk heild. Stjömubíó Uppvaknlngar CricCt (Awakenirtgs) Hrffandi og vel leikin mynd um kraftaverk. Niro er eins góður og venjulega og Williams er frábíer. Á barmi örvæntingar Ct CtCt (Postcards from the edge) Geysilega vel ieikin mynd um litrik- ar maeðgur í Hollywood. Streep og Maclaine hafa sjaldan verið betri. Góð skemmtun. Á mörkum Iffs og dauða CtCt (Flatiíners) Myndin er eins og iangt tónlistar- myndbartd þar sem hljómsveitina vantar, en óneitanlega spennandi skemmtun. Laugarásbíó Havana tYtY Þekktur lelkstjóri, stórstjömur, flnir bílar og spilavfti! Ég kýs frekar Casablartca I svart/hvftu. Dreptu mlg aftur sYtV (KBI me again) Lágstemmdur „ftlm rtoiri sem kem- ur skemmtilega á óvart. Lelksköialöggan CtCt (Wndergarten cop) Schwarzenegger sýnir að hann getur meira en skotið fólk í tætlur með vélbyssu. Hann og bömin eru fyndin og væmin á vM. sif BlÉFIÐ Upp með húmorinn! Bréf til Helga Guðmundssonar frá Starra í Garði. Heill og sæll félagi, með þökk fyr- ir bréfið. Það skeði hér um morguninn, ég var víst ekki að fullu vaknaður, eða milli sveftts og vöku. Það gengur nú svo þegar dregur að sumarmálum, að það fer einhver fiðringur um sálina. Nema þessi fiðringur framkallaði heimspekilegar hugleiðingar þessa morgunstund. Mér er ómögulegt að fullyrða hvort hér var um draum að ræða eða þankagangar þess sem að fullu er vaknaður. Skiptir heldur engu máli. Nema mér fannst þegar komið sumar með blóm í haga - sól um daga - dögg um nætur, - dýrin fyllast, - eins og segir í tyrri parti að vísu, en hún var kveðin að vori í tíð rétt einnar vinstristjómarinnar, enda er seinnipart- urinn svona: Vinstri stjómin varla læt- ur, - veður spillast. Nema sumarið með alla sína grósku og allsnægtir, hlaut að skapa mikla þennslu, auka eft- irspum, aukna eyðslu. Og þá kom mér í hug: Hvað gerir Guð Almáttugur nú? Hlýtur þetta ekki að setja allt úr skorð- um fyrir honum í félagsmálum? Fer ekki allt úr böndunum, óðaverðbólga í stað stöðugleika, öll alheimssáttin í bráðri hættu? Lætur hann ekki Jóhann- es sinn hækka vexti snarlega? Ætlar hann að láta greiða auknar bamabætur svo menn verði ekki að bregðast þeirri skyldu sem hann á oss lagði að upp- fyíla jörðina? Eða setur hann harðan kvóta á allt heila galleríið? Svo með haustinu hefst hagsveifla niður á við samdráttur. Grösin sölna, veður spill- ast, efnahagsleg kreppa. Auðvitað hef- ur hann sinn ráðsmann. Sennilega heit- ir sá Þorsteinn fram að kreppunni. Lík- lega rekur hann Steina úr þeirri stöðu og skipar annan og gæti hann heitið Davíð, enda telur Drottinn að sér hafi tekist betur við að skapa hann í sinni mynd. Einhvemveginn ræður hann ffam úr þessu eins og hann er vanur, enda tefur hann sig ekki á neinu kosn- ingabrölti, heldur stjómar hann tilskip- unum. En fyrirgreiðslupólitík stundar hann ekki síður en Albert eða Stefán Valgeirsson, sem þeir votta er sífellt em að kvabba við hann um sín vanda- mál. Þegar hér var komið var ég að fullu vaknaður og fór að tína á mig leppana, síðan að ganga út fyrir vegg að góðra bænda sið, og þá rann upp fyrir mér að sumarið var að vísu enn ekki komið. Síðan fór ég inn í eldhús og fékk mér morgunkaffið og skrúfaði frá útvarpinu. Þá var ég minntur á það að áður en sumarið kæmi yrðu að fara fram kosningar til Alþingis. Og óneit- anlega eru kjþrorðin hin skemmtileg- ustu. Kjósið Islapd! Það á það skilið! Ekki vissi ég að ísland væri í framboði fyrir Framsókn. Er það í 1. sæti í Reykjavík í staðinn fyrir Guðmund G.? Island í A. flokki segja kratar. Það minnir mig á kjötflokkun 1. f. A. Gæti passað fyrir suma krata, þó fyrir hvor- ugan Jóninn. Frjálslyndir ráðleggja mönnum að kjósa bara sjálfan sig. Byggð með byggð segir Davíð. Það passar. Dreifbýlið hefur hingað til staðið sig vel með Reykjavík, lagt henni til fólk í striðum straumi og auk þess alla sina peninga. Svo eru það blessaðar konumar. Þær hafa hingað til haldið fast í sinn pólitíska meydóm, og verið dálítið ffeistandi fyrir bragðið. Mig hefur stundum langað til að kjósa þær, en aldrei vitað hvort þær teldu það leyfilegt, upp á skírlífið. Nú gefa þær í skyn að þeim sé ekki Iengur fast í hendi með þennan meydóm, enda kemur það heim og saman við reynsl- una, sú, staðfesta bilar alltaf fyrr eða síðar. Eg sé eftir meydómi þeirra, minnugur þes að: Björt mey og hrein, mér unni ein, o.s.frv. Allaböllum sleppi ég, vil ekki spilla fyrir þeim með ógætilegu tali. Kýs þá náttúrlega því það er illskásti kosturinn, þó slík pólitísk nægjusemi sé mér þvert um geð. Þú spyrð hvoi.hag hafi séð eða heyrt í Sjálfstæðismönnum. Auðvitað hef ég séð þá, þekki þá á baksvipnum og göngulaginu. Það sama gildir um Framsóknarmenn. Hinsvegar er það svo með Sjálfstæðismenn í nágrenni við mig að þeir hafa aldrei viljað kann- ast við það í viðræðum að þeir væru Sjálfstæðismenn og er það óbreytt. Helvíti er klausan hans Dóra góð sem þú tilgreindir í bréfmu, og sýnir hvað hann er mikill snillingur. Auðvitað ber að skilja það svo að það eigi að láta það sama ganga yfir bændur og rollur Framleiðnisjóðs, enda þjóðleg hefð að þegar þær féllu úr hor fóru bændur og búaiið sömu leiðina. Hinsvegar verður allt að bera sig, svo koma verur bænd- um í verð upp í sláturkostnað. Þetta er róttæk jafhaðarstefna, þ.e. jafnræði milli sauðkindar og bóndans, og rót- tæk aðgerð til að fækka báðum. Þess- vegna getum við AUaballar tekið undir með Halldóri Blöndal. Hinsvegar mun kjötið af okkur bændakörlum þurfa meiri suðu, en krofíð af þingmanni í góðum holdum. Ætti að selja okkar krof hjá E.B. hinu stóra ekki held ég hlyti lof hálfvirði á við Dóra. Bréfið orðið í lengra lagi. Bið að heilsa. Starri. VEÐRtÐ Suðvestan og síðan vestan kaldi eða stinningskaldi og dálítil súld sunnanlands og vestan og lítilsháttar rigning eða slydda við norðurströndina. Þurrt á Austurlandi. Fremur hlýtt verður í kvöld, en síðan fer að kóina dálítið. KROSSGÁTAN Lárétt: 1 lof 4 blað 6 knæpa 7 skot 9 gráða 12 fljót 14 hreinn 15 eðli 16 öldu 19 nagla 20 trylltan 21 mýrajárn Lóðrétt: 2 sefi 3 millibil 4 tíndu 5 eiri 7 gleðjast 8 skógar 10 tregi 11 varkár 13 önug 17 bergmála 18 væn Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 slæm 4 klók 6 aur 7 skör 9 ás- ar 12 raust 14 tau 15 urt 16 galar 19 nagg 20 glóa 21 tinna Lóðrétt: 2 lik 3 mara 4 krás 5 ósa 7 sætinu 8 öruggt 10 Sturla 11 rotnar 13 ull 17 agi 18 agn APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 12. til 18. apríl er í Ingólfs Apoteki ogLyfiabergi. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Síðamefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9- 22 samhliða hinu fyrrnefnda. LÖGGAN Reykjavik....................« 1 11 66 Neyðam. ef simkerfi bregs t.« 67 11 66 Kópavogur....................« 4 12 00 Seltjamarnes................w 1 84 55 Hafnarfjörður...............« 5 11 66 Garðabær.....................n 5 11 66 Akureyri....................n 2 32 22 Slökkviliö og sjúkrabílar Reykjavík.......................« 1 11 00 Kópavogur....................»1 11 00 Seltjamarnes..................« 1 11 00 Hafnarfjörður...................» 5 11 00 Garðabær........................« 5 11 00 Akureyri........................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-ames og Kópavog er í Heilsuverndar-stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og timapantanir i « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít-alans er opin allan sólarhringinn, « 696600. Neyðarvak Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og stórhátiðir. Símsvari 681041. Hafnartjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, « 53722. Næturvakt lækna, » 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðatlöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækni « 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstööinni, « 22311. hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsími). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar í « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, « 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30. um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land-spltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-timi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar-heimili Reykjavíkur v/Eiriksgötu: Al-mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspital-ans, Hátuni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-verndarstöðin við Barónsstíg: Heimsóknarlimi frjáls. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir annana en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spítali Hafnar-firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30 Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyöarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35, « 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðrum tímum. « 91- 28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sálfræði-legum efnum, « 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús” fyrir krabbameinssjúk-linga og aðstandendur þeirra i Skóg-arhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis-vandann sem vilja styðja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra I « 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar-fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91-21205, húsaskjól og aöstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða oröið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, simsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 tll 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGHÐ 16.april 1991 Kaup Sala Tollg Bandarlkjad.. .58,810 58,970 59,170 Sterl.pund...' 105,535 105,822 105,464 Kanadadollar. .51,226 51,365 51,755 Dönsk króna.. . .9,228 9,253 9,249 Norsk króna.. . .9,092 9,117 9,109 Sænsk króna.. ..9,789 9,816 9,811 Finnskt mark. .15,000 15,041 15,014 Fran. franki. .10,458 10,487 10,454 Belg. franki. . .1,718 1,723 1,721 Sviss.franki . .41,572 41,685 41,533 Holl. gyllini .31,354 31,439 31,433 Þýskt mark... .35,331 35,228 35, 440 ítölsk lira.. ..0,047 0, 047 0,047 Austurr. sch. ..5,021 5,034 5,063 Portúg. escudo.0,406 0,407 0,404 Sp. peseti.J. ..0,572 0,574 0,571 Japanskt jen. ..0,436 0,438 0,429 írskt pund.J. .94,505 94,762 95,208 LÁNSKJARAVÍSnALA Júni 1979 = 100 1986 1987 1988 1989 1990 1991 jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969 feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003 mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009 apr 1425 1643 1989 2394 2859 — mai 1432 1662 2020 2433 2873 jún co 1687 2020 2475 2887 júl 1463 1721 2051 2540 2905 ágú 1472 1743 2217 2557 2925 sep 1486 1778 2254 2584 2932 okt 1509 1797 2264 2640 2934 nóv 1517 1841 2272 2693 2938 Síða 17 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.