Þjóðviljinn - 17.04.1991, Page 19

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Page 19
Leikurinn endurtekinn Jón Baldvin Hannibalsson utan- rikisráðherra er nú byrjaður að endurtaka sama leik og hann lék fyrir kosningarnar 1983. Þá skoraði hann á Svavar Gests- son í opinn kappræðufund. Þegar Svavar hafði ekki áhuga á slíku hanaati við Jón Baldvin fór hann að fikra sig neðar á listanum og skoraði á Guðrúnu Helgadóttur. Nú hefur Jón Bald- vin bæði skorað á Davíð Odds- son og Friðrik Sophusson. í gegnum skráargatið má lesa uppsláttarfyrirsögn Aiþýðu- blaðsins á morgun: Friörik þorði ekki heldur. Verður það Björn Bjarnason sem fær áskorun í dag? Mávanesveikin í EB- umræðunni Skömmu áður en Mitterrand Frakklandsforseti kom í heim- sókn til (slands hafði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra lýst því yfir í fjölmiðlum að innganga í Evrópubandalagið kæmi ekki til greina. Á sameig- inlegum blaðamannafundi hans og Mitterrands voru þessi um- mæli hermd upp á Steingrím, en þá afneitaði hann þeim með öllu. Nú rekur forsætisráðherra hinsvegar kosningabaráttuna á því að aðild að EB komi ekki til greina. Má kannski skrifa þetta á reikning Mávanesveikinnar? Smáflokkarnir sækja í sig veðrið Útkoma smáflokkanna í skoð- anakönnun Gallups að undan- förnu sýnir að þeir hafa sótt í sig veðrið frá kosningunum 1987. Þau þrjú framboð sem buðu fram þá fyrir utan fjór- flokkinn og Kvennalistann fengu samtals 4,33 prósent og einn mann kjörinn, Stefán Val- geirsson á Norðurlandi eystra. Nú virðast smáflokkarnir hins- vegar hafa yfir fimm prósent samanlagt í flestum kjördæm- um sé litið til skoðanakönnunar- innar. Þrátt fyrir það er lítil von til þess að nokkur (peirra nái inn manni á þing þannig að þessi fimm prósent nýtast engum. Það sem vekur mesta athygli við þetta fylgi smáflokkanna er fylgi Öfgasinnaðra jafnaðar- manna á Reykjanesi, þeir bera þar höfuð og herðar yfir aðra smáflokka, með 2,3 prósent samkvæmt könnuninni, þrátt fyrir að enginn taki framboð þeirra alvarlega og þeir sjálfir örugglega síst. Mest fylgi smá- flokkanna er hinsvegar á Norö- urlandi eystra. Þar hafa þeir samanlagt tæp 9 prósent sam- kvæmt könnuninni, þar af Þjóð- arflokkurinn, flokkur mannsins, 5,2 prósent, en hann er þó langt frá því að koma manni á þing. Skattakóngurinn Þegar Davíð var staðinn að því að vera ofurskattmann, eða skattakóngur lýðveldisins, hraut eftirfarandi vísa út úr lesanda Þjóðviljans: Mynd: Jim Smart Víst ert þú Davíö kóngur klár, kóngur skatta um eilif ár. Kóngur malbiks og mengunar, mögur heimsku og haröstjórnar. Kvtkmyndi Kraftaverk Stjörnubíó Uppvakningar (Awakcnings) Leikstjóri: Penny Marshal Handrit: Steven Zaiilian eftir bók dr. Oliver Sacks Framleiðendur: Walter F. Parkes & Lawrence Lasker Aðalieikarar: Robert De Niro & Ro- bin WiIIiams Myndin Uppvakningar gerist árið 1969 þegar taugalæknirinn Malcolm Sayer (Robin Williams) er ráðinn á Bainbridge sjúkrahúsið í Bronx hverfinu í New York. Say- er er feiminn og á auðveldara með að umgangast Iotukerfið en fólk og hefúr ekki komið nálægt sjúkling- um síðan hann var í námi en helg- að líf sitt rannsóknum. En við þennan spítala er engin rannsókn- arstofa og hann er settur á lang- legudeild sjúkrahússins þar sem flestir sjúklinganna höfðu hlotið alvarlegan heila og taugaskaða af völdum heilabólgu. Þessir sjúk- lingar sátu alla daga í sömu stell- ingum, gátu ekki tjáð sig á neinn hátt og því síður hirt um sig. Læknar og hjúkrunarfólk voru far- in að koma ffam við þessa sjúk- linga eins og steingervinga og sýndu þeim enga mannlega hlýju lengur. Þetta breytist allt með komu Sayer. Hann kemst að því að sjúk- lingarnir sýna viðbrögð við ýmis- konar hlutum, til dæmis geta þeir gripið bolta og hent honum aftur og einnig sýna þeir viðbrögð við margskonar tónlist. Sayer læknir (sem greinilega er dýrlingur í mannslíki) fær óendanlegan áhuga á sjúklingum sínum og telur stjóm spítalans á að prófa nýtt lyf, L- dópa, á einum þeirra. Sayer er nefnilega handviss um að innst inni er þetta fólk lifandi, finnur til og tekur eftir. Sjúklingurinn sem verður fyrir valinu er Leonard Lo- we (Robert De Niro). Hann hafði „dottið úr sambandi" við umheim- inn þegar hann var tvítugur - fýrir tuttugu og fimm árum. Eftir spennuþrunginn sólarhring vaknar Leonard af dáinu. Við taka yndis- leg atriði þar sem Leonard kynnist lífinu á ný og að lokum hefúr bati hans þau áhrif á stjómina að Sayer fær að gefa hinum sjúklingunum lyfið líka. En kraftaverkin em hverful. Lyfið hefur aukaverkanir og kann- ski er allt unnið til einskis, en þó er breyting á umgengnisvenjum hjúkmnarfóiksins við sjúklingana. Það talar við þá og sýnir þeim um- hyggju sem áður hafði svo sárlega vantað. Og mannleg samskipti geta líka gert kraflaverk engu síður en lyf. Leikstjórinn Penny" Marshall hefúr fært óvenjulega sögu yfir á hvíta tjaldið. Sagan er er byggð á sönnum atburðum. Oliver Sacks læknir vakti í rauninni fjölda sjúk- linga upp af dái árið 1969. Mars- hall stýTÍr af leikni, myndin sveifl- ast á milli sorgar og gleði eins og vel stilltur dramatískur pendúll og leikurinn er óviðjafnanlegur. Fáir leikarar vestan hafs em jafn vel metnir og Robert De Niro. Hann hefur sannað það margoft að hann virkilega lifir sig inní hlutverkin. I þetta skipti eyddi hann löngum tíma á langlegudeild sjúkrahúss til að skilja hlutverk sitt betur. Það kom manni því ekkert sérstaklega á óvart hversu góður hann er í hlut- verkinu. Það sem kemur manni hins vegar á óvart er Robin Willi- ams. Þó að hann hafi sýnt að hann getur haldið aflur af sér í myndinni Dead poets society þá tók hann líka smá syrpur þar, fékk að vera manískur inn á milli. En hér leikur hann óframfærinn lækni sem er dá- lítið utan við sig - hann skilur ískápinn eflir opinn og gleymir lyklum í bílhurðinni þegar hann er búinn að læsa. Hann er aldrei fynd- inn nema óaðvitandi og hann er svo góður og heldur hlutverkinu svo vel að það vekur stöðugt undr- un manns.Uppvakningar er í alla staði hrifandi og vel leikin mynd sem er með því betra í bíó ef mað- ur er búinn að sjá Dansar við úlfa. Sif rr Þeir sem mér hefur tekist að læsa klónum í hafa 'annað hvort verið giftir , eða geggjaðir. Er þér sama þótt ég læsi Lalla inni í skáp á meöan þú ert í heimsókn? Með þvi að búa aðeins til eftirmynd af öllum kostum mlnum hef ég séö til þess að tvlfarinn kemur mér ekki I klandur. Hann er fullkominn skáti. / Þessum kjána finnst ekkert skemmtilegra en að gera líf samferðamanna sinna auðveldara. Samviskuhnapþurinn hlýtur að hafa þurft að grafa djúpt til að finna þennan kauða. Engan er auðveld- ara að arðræna. Síða 19 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.