Þjóðviljinn - 17.04.1991, Blaðsíða 2
Evrópubandalagið
— og Framsókn
Það var nokkuð vel til fundið hjá Spaugstofunni um
helgina að spyrða saman skopfærða fulltrúa allra
flokka, sem sóru allir og sárt við lögðu að aldrei vildu
þeir ganga í Evrópubandalagið.
( því spaugi er sá sannleikskjarni að Evrópufýsnin,
sem var svo sterk fyrir fáeinum mánuðum, hún er
reyndar mjög í rénun. í stað þess að markaðskratar
og uppar Sjálfstæðisflokksins héldu uppi galvöskum
áróðri fyrir þeirri nauðhyggju, að hver sá sem and-
mælir EB væri vonlaus afdalaglópur, þjóðernisróman-
tíkus og dalakofakommi, þá sverja nú allir það af sér
að aðild að EB sé á dagskrá. Að vísu vilja hvorki Al-
þýðuflokkur né Sjálfstæðisflokkur útiloka aðild síðar
meir. En því fylgja svardagar um að aðild megi ekki
þýða afsal yfirráða yfir auðlindum og orku. En með því
að EB er á þeim buxum að allar slíkar undanþágur
séu aðeins til bráðabirgða, þá er furðulegt tómahljóð
komið í EB-vini. Því þeir komast ekki fram hjá þeirri
staðreynd, að fiskveiðistefna EB er ávísun á eyðilegg-
ingu fiskimiða svo vítt sem henni er beitt.
En þegar nú svo er komið hlýtur athyglin að bein-
ast í vaxandi mæli að EFTA-leiðinni svonefndu, samn-
ingum um EES, Evrópskt efnahagssvæði. Evrópu-
nauðhyggjan gerði það að verkum meðan hún var að
sækja í sig veðrið, að stjórnmálaflokkar voru nokkuð
samstíga um að kanna þá leið, þótt til væru þeir þing-
menn sem snemma töldu hana ófæra. Nú ber mönn-
um ekki saman um það, hve langt samningar um EES
eru komnir: menn vita hinsvegar að það er eftir að
leysa ýmis viðkvæm mál eins og viðskipti með land-
búnaðarafurðir, þróunarsjóð og svo ágreining um fisk-
veiðistefnu og veiðiréttindi. En hvort sem er: nú magn-
ast deilur um það, hvert sé í rauninni innihald sam-
komulags á borð við það sem kennt hefur verið við
Evrópska efnahagssvæðið. Og þær deilur skipta miklu
máli og hvernig úr þeim verður greitt.
Framsóknarflokkurinn hefur eins og kunnugt er lagt
sig mjög fram um að slá sér fylgi út á það, að hann sé
hinn sanni andstöðuflokkur við aðild að EB. Þetta er
gert með því, að sveia aðild að EB af miklum móð, en
leggja um leið þunga áherslu á að EES sé eitthvað allt
annað. Alþýðuflokksráðherrar hafa reyndar verið á
svipuðu róli. Alþýðubandalagsmenn hafa verið eitt-
hvað gagnrýnni á þennan málatilbúnað og fyrirvarar
þeirra hafa verið að styrkjast, sem betur fer. Því það
er ekki nema satt, sem menn eru nú að tíunda: EES
er að sönnu ekki full aðild að EB og munar þar tölv-
erðu. En í samningsdrögum að EES er samt gert ráð
fyrir því að EFTA-ríki gangi inn á svo mikið af sam-
skiptareglum EB, að það er ekki alls ekki út í hött að
kalla EES-samkomulag aukaaðild að EB.
Áltént er það svo, að Evrópubandalagið sjáift hefur
litið á EES-samning sem áfanga, sem biðsal að fullri
aðild. Það er einmitt þess vegna að það er beinlinis
viðsjárvert að gera jafn stóran greinarmun á EB og
EES og Framsóknarmenn leggja sig alla fram um.
Með sjálfsblekkingum og óskhyggju um það sem felst
í ýmsum greinum samkomulags um EES gætum við
verið á leið inn í ástand, þegar ákvörðun um að hafna
eða neita fullri aðild að EB verður ekki tekin klár og
kvitt. Heldur hrekjast menn í hálfgerðu meðvitundar-
leysi inn í eitthvert það aðildarástand, sem þeir treysta
sér ekki til að finna leið út úr aftur. Gott dæmi um slíkt
meðvitundarleysi er annað stórmál (slendinga: stjórn
fiskveiða. Þar verður til kvótakerfi sem þróast á þann
veg, að það er háð og spott um það réttlæti og þau
lög, að fiskimiðin séu þjóðareign. Enginn fékk nokkru
sinni að kjósa um slíkt kerfi og afleiðingar þess: þetta
varð bara til í einhverju tafli „hagsmunaaðila sjávarút-
vegsisins" sem almenningur fékk aldrei að átta sig á.
Til þess eru víti að varast þau.
ÁB.
ÞTÓdvii.tinn
Málgagn sósíalisma þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr.
LIPPT & SKOKIÐ
Stórpólitík
í Vestmannaeyjum
Þau stórtíðindi gerðust í pól-
itíkinni í Vestmannaeyjum í
fyrrakvöld, að Þorsteinn Pálsson,
fyrsti þingmaður Suðurlands,
gekk í berhögg við stefnu og
landsfundarályktun Sjálfstæðis-
flokksins og tók skýrt og skori-
nort undir málílutning Alþýðu-
bandalagsins um skattlagningu
fjármagnstckna. Davíð Oddsson,
sem var viðstaddur fundinn,
„kvaðst aðspurður taka undir orð
Þorsteins" um að tímabært væri
að skattleggja fjármagnstekjur,
eins og segir í ffétt Agnesar
Bragadóttur af fundinum.
Hefur formaðurinn þarna
heldur betur verið tekinn í land-
helgi, því hingað til hafa hug-
myndir um skattlagningu fjár-
magnstekna verið eins og hver
önnur blótsyrði innanstokks í
Valhöll og nverpi er minnst á
þann möguleika í rösklega mán-
aðargamalli, ítarlegri þriggja
blaðsíðna landsfundaralyktun
Sjálfstæðisflokksins um skatta-
mál.
En Þorsteinn Pálsson gerir
—sér grein fyrir því að almenning-
ur veit núna, vegna upplýsinga-
gjafar Alþýðubandalagsins og
ekki síst Ölafs Ragnars Cjríms-
sonar fjármálaráðherra, að Island
er eina land Vestur-Evrópu þar
sem fjármagnsaðall þarf ekki að
greiða til samfélagsins með sama
hætti og annars staðar tíðkast.
Þama er því hægt að gera aug-
ljósa og réttmæta kröfu til jöfn-
unar, vilji íslendingar bera sig
saman við nágrannaþjóðir.
Orðrétt sagði hinn endur-
fæddi Þorsteinn um leið og hann
hundsaði landsfundarboðskapinn
og braut sér nýjan farveg með
því að fagna stöðugleikanum
sem náðst hefur á ríkisstjómar-
tímanum: „Til skamms tíma höf-
um við búið við óstöðugleika í
verðlagsmálum sem tæknilega
gerir slíka skattlagningu örðuga.
Nú eigum við möguleika á að
skapa hér í landinu varanlegt
jafnvægi í efnahagsmálum og er-
um að þróa hér nútíma fjár-
magnsmarkað sem gerir það að
verkum að fjármunatekjur verða
miklu stærri hluti af heildartekj-
um í þjóðfélaginu heldur en áður.
Þá hljóta menn að spyrja: Hvaða
réttlæti er í því fólgið að sá sem
sparar í skuídabréfum borgi ekki
af þeim skatta á meðan að fisk-
verkakonan sem leggur á sig
nokkra aukatíma í fiskvinnslunni
arf að borga 40% skatt af við-
ótartekjunum?“
Seglabúnaðurinn
Flokkamir þurfa auðvitað að
haga seglum eftir vindi. Við það
komast þeir í þá sígildu kreppu,
hvort sem þeir viðurkenna það
opinberlega eða ekki, að jafn-
framt því að boða eitthvað frum-
legt og farsælt eru þeir sífellt
hleranai eftir því sem vel kanna
að duga á atkvæðaveiðunum.
Nu hefúr Sjálfstæðisflokkur-
inn sem sé skyndilega uppgötvað
að almenningur er fylgjandi því
sjálfsagða stefnumiði sem Al-
þýðubgndalagið hefur fylgt, að
hér á Islandi skuli, eins og í öðr-
Evrópulöndum, skattlegga
um
fa
með einhverjum hætti fjármagns-
tekjur þeirra sem auðgast vem-
lega á dauðu fé.
Þegar Þorsteinn Pálsson notar
tækifærið í Vestmannaeyjum og
segir í hita leiksins: „Við Sjálf-
stæðismenn eigum að opna um-
ræðu fyrir fjármagnstekjuskatt í
staðinn fyrir eignaskatt“, þá
merkir það um leið, hvort sem
menn vilja skilgreina það sem
hugmyndaþjófnað eða ekki, að
þessi skattlagningaraðferð er
nánast komin í burðarliðinn hér-
lendis. Ekki fallast sennilega allir
á að fylla niður eignaskatt í stað-
inn. A undanfomum missemm
hafa menn verið að aðlaga skatt-
kerfi okkar því sem tíðkast í ná-
grannalöndum og margt er óunn-
ið. En þegar haft er í huga að
Sjálfstæðismenn hafa einnig lýst
')ví yfir að þeir muni heldur ekki
ækka skatta, komist þeir að
landsstjóminni, og að stöðugleik-
inn sem náðst hefur í tíð núver-
andi ríkisstjómar geri það kleift
að „skapa hér í landinu varanlegt
jafnvægi í efnahagsmálum“, svo
notuð séu orð úr Vestmannaeyja-
boðskap Þorsteins Pálssonar, þá
kemur óvart í ljós staðfesting á
því að nútímahugmyndir og að-
ferðir Alfc.............
þær sem
um dagsins rauníiæft gilc
Orðin villa sýn
Ymsar hliðar má sjá á kosn-
ingabaráttunni aðrar en þær sem
skreyttar em fagurgala eða for-
mælingum, eða kannski öllu
heldur þegar rýnt er á hliðamar
með nægilegri gagnrýni. Morg-
unblaðið birtir í aðdraganda
kosninganna greinar háskóla-
manna „þar sem reifuð em þjóð-
mál nú þegar kosningar fara í
hönd“. Höskuldur Þráinsson pró-
fessor fjallaði í gær um málnotk-
un undir fyrirsögninni „Flateyr-
ingar fá bjórkrá“, ogvitnaði þar í
frétt DV nýlega. í orðalaginu
felst það gildismat að það sé
ótvíræður kostur að kjiæpa sé
opnuð, eins og þegar Olafsfirð-
mgar „fá“ jarðgöng eða Blöndu-
ósoúar „fá“ peninga í haftiar-
framkvæmdir. Benti hann á að
hefði bindindismaður á borð við
Ama Helgason í Stykkishólmi
um fyrirsögnina vélað mundi
sögnin „að fá“ ekki hafa verið
notuð þama.
Höskuldur minnist á hvemig
áróðursslagorðið „Leiftursóknin“
snerist í höndum Sjálfstæðis-
manna á sínum tíma þegar and-
stæðingamir létu það ríma við
lífskjör: „Leifitursókn gegn lífs-
kjömm“. Hann telur líka að
skammaryrðið „matarskattur“
hafi hindrað almenning í að
skoða ákveðna skattlagningu
með óbeipum sköttum á hlutlaus-
an hátt. A svipaðan hátt sé orðið
„þjóðarsátt" liklegra til vinsælda
en „launafrysting", enda segir
Höskuldur: „Hér gilda nefiiilega
svipuð lögmál og í viðskiptum,
miklu varðar að umbúðimar séu
aðlaðandi“.
Og þetta leynir víða á sér ein§
og Höskuldur tekur dæmi um: „I
umræðu um kjaramál er t.d. allt-
af talað um kröfúr launþega og
tilboð launagreiðenda, atvinnu-
rekenda, þegar samningar eða
kjaradeilur em að hefjast. Þessi
orð em gildishlaðin í sjálfú sér;
menn krefjast einhvers með
hörku, bjóða eitthvað \ vinsemd
eða jafnvel af örlæti. I raun og
vem mætti alveg snúa þessu við
og segja að í upphafi kjarasamn-
inga gerðu launþegar launagreið-
endum tilboð um að vinna fyrir
tiltekið kaup. Ef launagreiðend-
umir hafha því tilboði em þeir
um leið að krefjast þess að laun-
þegar vinni fýrir lægra kaup. Þá
mætti tala um tilboð launþega og
kröfúr launagreiðenda. Með því
að breyta orðalaginu á þennan
hátt gætu fjölmiðlar kannski
stuðlað að því að menn hugsuðu
málin upp a nýtt næst þegar „að-
ilar vinnumarkaðarins“ fara að
ræðast við“.
Við þessar ágætu ábendingar
er nú samt eitt að athuga hjá pró-
fessomum: Hann notar þama æv-
inlega eitt gildishlaðið orð sem
að minnsta kosti Þjóðviljinn hef-
ur reynt að forðast, sem sé orðið
„launþegar“. Við viljum hér nota
orðið „launamenn“ og viljum
ekki viðurkenna að þeir „þiggi“
þóknun erfiðis síns sem eTn-
hverja ölmusu úr höndum
„vinnukaupenda", eins og sumir
hafa viljað nefna svonefnda
„vinnuveitendur“ eða „atvinnu-
rekendur“. Höskuldur notar
reyndar orðið „launagreiðendur“
um þá aðila.
Og kannast menn ekki við
það að launamenn í réttlætisbar-
áttu „hóti“ verkfollum eins og
þau séu hryðjuverk, að vinnu-
deilur „bresti á“ eins og náttúm-
hamfarir eða styijaldir? Og í
þjóðmálaumræðunni em menn
stundum skilgreindir sem „yfir-
lýstir" Alþyðubandalagsmenn
eða Sjálfstæðismenn, sem hljóm-
ar líkt og þeir séu eftirlýstir
vandræða- eða glæpamenn.
ÓHT
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991
Síða 2