Þjóðviljinn - 17.04.1991, Page 7

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Page 7
Fjárveitinganefnd klofnaöi í þrennt Fjárveitinganefnd Alþing- is klofnaði í þrennt á fundi sínum í gær þegar átti að reyna að ná sam- komulagi um tillögur samgönguráðherra og nefndarinnar um skiptingu 100 miljóna krónanna sem sam- þykkt hefur verið að veita til hafnarframkvæmda vegna loðnubrests. I atkvæðagreiðslu um málið studdu þrír nefhdarmanna í fjár- veitinganefhd, þau Egill Jónsson Sjálfstæðisflokki, Margrét Frí- mannsdóttir Alþýðubandalagi og Málfríður Sigurðardóttir Kvenna- lista, að tillögur nefhdarinnar um úthlutunina yrðu endurskoðaðar og meira tillit tekið til tillagna samgönguráðherra. Fjórir nefnd- armanna voru á móti og vildu að ákvörðun nefndarinnar stæði óbreytt. Það voru þeir Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokki, Frið- jón Þórðarson og Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokki og Alexander Stefánsson Framsóknarflokki. Tveir nefhdarmanna sátu hjá, þeir Olafur Þórðarson Framsókn- arflokki og Asgeir Hannes Ei- ríksson Borgaraflokki. I ljósi þess að ekki varð sam- komulag í fjárveitinganefndinni verður það skoðað í samgöngu- ráðuneytinu hvort ráðuneytið geti úthlutað 100 miljónunum án samþykkis hennar. Eins og fram hefur komið óskaði Steingrímur J. Sigfusson samgönguráðherra eftir lögfræðilegri álitsgerð um vald og vinnubrögð fjárveitinga- nefhdar. Samkvæmt bráðabirgða- áliti er það dregið i efa að fjár- veitinganefhd geti úthlutað fénu í blóra við framkvæmdavaldið. Það styður það sem Ragnar Am- alds, þingmaður og fyrrverandi fj ármálaráðherra, hefur sagt, að Qárveitinganefnd geti aðeins samþykkt eða hafnað tillögum samgönguráðuneytisins, en ekki komið fram með eigin tillögur um skiptingu fjársins, eins og hún gerði á sinum tima. —grh Vatn er tíu sinnum verömeira e Iframtíðinni gæti á íslandi risið öflugur iðnaður vatns- átöppunar, sem skapað gæti miklar gjaldeyristekjur. Þetta kemur fram í greinar- gerð Kristjáns Jóhannsson- ar rekstrarhagfræðings, sem gerði ítarlega athugun á stöðu og framtíðarmöguleikum vatnsút- flutnings frá Islandi að beiðni Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð- herra. Þijú fyrirtæki hafa þegar hafið tilraunaútflutning á vatni: Akva (Mjólkursamlagið á Akureyri), ís- lenskt bergvatn (Sól hf.) og Thor Iceland í Reykjavík (Vifilfell hf., Hagkaup hf. og Vatnsveita Reykja- víkur). Þá hafa níu fyrirtæki og áhugamannahópar víðsvegar um landið athugað möguleika á vatns- útflutningi. Undanfarið hefur borið mest á mönnum sem sýnt hafa áhuga á að flytja vatn úr landi Hafnarfjarðarbæjar með tankskip- um til útlanda. Guðmundur Ami Stefánsson bæjarstjóri sagði þær umræður enn vera á byrjunarstigi. Hins vegar væru umræður við menn sem vilja koma á fót átöpp- unarverksmiðju í bænum lengra komnar. Hugmyndina um að flytja vatn út í tönkum sagði Guðmundur Ami ekki vera nýja af nálinni. Ragnar Halldórsson, fyrrverandi forstjóri álversins, hefði rætt þær hugmyndir fyrir mörgum ámm að nota skipalest álversins til þess að flytja vatn úr landi. I greinargerð iðnaðarráðuneyt- isins kemur fram að vatn sem flutt er út með tankskipum uppfýllir ekki reglur EB um gæði, og í Bandarikjunum yrði slíkt vatn hreinsað og væri því ekki lengur talið hágæðavara. Einar Kristinn Jónsson hjá Sól hf. sagðist telja út- flutning á vatni með þessum hætti þjóðhagslegan skandal. Bæði gætu Islendingar átt á hættu að vatninu i olía yrði blandað við vatn af minni gæðum, en samt sem áður selt sem íslenskt vatn, og slíkur útflutningur myndi skapa mun minni verðmæti hér heima. Það var einnig niður- staða athugunar Kristjáns Jóhanns- sonar. Þá óttast menn, sem kynnt hafa sér útflutning á vatni, að út- flutningur með tankskipum geti skemmt þá ímynd sem verðmæti íslensks vatns byggja á. Að sögn Einars hjá Sól hf. hefur þeim tekist að selja íslenskt vatn sem hágæða- vöru og selst það jafnvel dýrar en franska ölkelduvatnið Perrier. Hann nefndi sem dæmi að í Bandaríkjunum kostaði lítil dós af íslensku bergvatni jafnmikið og gallon af bensíni. Mikil samkeppni ríkir á vatns- markaðinum, flest stærstu fyrir- tækin í vatnsátöppun treysta á sterka heimamarkaði. Má nefna sem dæmi að einungis 3 prósent af þeim 7600 miljónum lítra sem Bandaríkjamenn innbyrða á ári eru innflutt. Hérlendis er átöppun og útflutningur á vatni enn á tilrauna- stigi. Hjá Sól hf. fengust þær upp- lýsingar að fyrirtækið gæti fram- leitt allt að 700 þúsund lítrum af vatni og selzer á mánuði. Væri nú unnið að því í áföngum að þrefalda þessa afkastagetu. Er hér kannski komin töfra- lausn framtíðarinnar í atvinnumál- um landsins? Einar hjá Sól hf. taldi mikilvægt að kunnáttumenn kæmu á fót verksmiðjum og sæju um út- flutning á vatni héðan. Hann benti á að þau þrjú fyrirtæki sem hafið hafa vatnsútflutning hefðu samtals 200 ára reynslu í framleiðslu drykkjarvara. Vatnsútflutningurinn var ræddur á ríkisstjómarfundi í gærmorgun, en ekki náðist í iðnað- arráðherra vegna málsins. BE Skrifað undir samning um smfði nýs Herjólfs. I gær var merkum áfanga náð I samgöngumálum Eyjamanna þegar skrifað var undir smíöasamning um nýjan Herjólf. Skipið veröur tilbúið næsta vor en þaö er 70,5 metrar að lengd. Það mun taka um 500 farþega og 70 fólksbíla. Nýja ferjan veröur smíðuð hjá skipasmíðastöðinni Simek I Flekkefjord f Noregi og mun kosta um 1100 miljónir króna. Gangharði verður um 17 sjómílur á klukkustund og ferðin á milli Þoriákshafnar og Eyja mun því taka um 2 tíma og 40 mínútur. Á myndinni eru f.v. Öyvind Ivarsen, framkvæmdastjóri Simek, Ragnar Óskars- son, stjórnarformaður Herjólfs, og Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra. Mynd: Jón Ottó Gunnarsson. Brot á mannréttindum að flytja heimili einhverfra Stjórnir Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags íslands skora á bæjarstjórn Seltjarnarness að afturkalla áskorun sina til félagsmálaráðherra um að flytja heimili einhverfra frá Seltjarnarnesi. Stjórnirnar átelja harðlega afstöðu bæjarstjórnarinnar og benda á að það að eiga heimili sé grundvallarmannréttindi sem allir þegnar landsins eigi að njóta, einnig fatlaðir. Þá segir í áskorun stjómanna að afstaða bæjarstjómarinnar sé með öllu óskiljanleg í ljósi þess að verulega hafi verið komið til móts við tillögur til lausnar á málinu. Það var að undirlagi nágranna meðferðarheimilisins að Sæbraut sem meirihluti bæjarstjómar sam- þykkti áskomn sína. „Við teljum mjög alvarlegt að það skuli tekið tillit til þess að íbú- ar í nágrenninu halda þvi fram að það sé nauðsynlegt að heimili sem þetta flytjist brott meðal annars til þess að verðgildi húsanna haldist,“ sagði Amþór Helgason, formaður Öryrkjabandalagsins. „Þess vegna spyrjum við hvort sé dýrmætara, verðgildi íbúðarhúsa eða mann- gildi,“ sagði hann. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur sagt að heimil- ið verði ekki flutt en hinsvegar verður hcimilisfólki fækkað úr sex í íjóra og heimilinu breytt í sam- býli. Amiþór sagði að bmgðist væri hart við í þessu máli vegna þess að þetta væri spuming um grundvall- armannréttindi. Stjómimar ályktuðu að þær myndu standa vörð um þessi mannréttindi fatlaðra með öllum tiltækum ráðum. -gpm Leitað leiða til að bæta hag þeirra allra lægst launuðu Undirnefnd undir- búningsnefndar hjá Alþýðusambandi íslands hefur að undanförnu verið að ræða leiðir til að breyta skattkerfinu á þann veg að byrðar verði færðar af lág- launafólki á þá sem hærri tekjur hafa. Innan nefndarinnar eru skiptar skoðanir um hvaða leiðir sé best að fara. Málið er samt langt frá því að vera komið á til- lögustig. Staif undimefndarinnar hefur beinst að því að finna færa leið til þess að bæta hag þeirra sem lægst em launaðir í þjóðfélaginu eða innan ASI, sagði Snær Karlsson hjá Verkamannasambandinu en hann á sæti í nefndinni. Þar koma til álita margir hópar og þeir em ekki allir undir skattleysismörkun- um, bætti hann við. Leiðimar sem ræddar hafa verið em meðal ann- ars að færa til skattbyrðina, sjá út sanngjamar tekjuöflunarleiðir svo sem með skattkúrfu eða hátekju- skatti, sagði Snær og bætti við að einnig hefði verið rætt um fjár- magnstekjuskatt og afnám hluta- bréfaafsláttarins. Menn em ekki einu sinni famir að ræða hvemig því svigrúmi sem við þetta skapað- ist yrði varið, sagði hann. Menn vom sammála um að þessi umræða væm á algeru byrj- unarstigi og benti Snær á að þetta ætti alveg eftir að ræðast innan verkalýðshrey fingarinnar. Ásmundur Stefánsson forseti ASI sagði að fyrsta skrefið væri að átta sig á hlutunum. Hann sagði að fyrst og fremst væri verið að ræða um tekjuskattinn, virðisaukaskatt- inn og þá sérstaklega matarskatt- inn. Þá benti hann á að skattleysis- mörkin hafi í raun lækkað úr 65.000 krónum 1988 í 57.000 krónur nú og væri afar eðlilegt að þessi hækkun gengi til baka. Ás- mundur sagði að kostnaður ríkis- sjóðs við að hækka skattleysis- mörkin í 70.000 krónur myndi verða um sjö miljarðar króna. Hann sagði tekjutap rikissjóðs af því að fella niður virðisaukaskatt af til dæmis fatnaði myndi verða 4,5-5,0 miljarða króna. Ásmundur ítrekaði þó að þessi umræða væri einungis um einn þátt og bæði hann og Snær sögðu að ekki væri verið að falla frá kröfum um launahækkanir þó þetta væri rætt. Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Iðju sagði að hækkun skatt- leysimarka dygði ekki ein og sér fyrir þá sem raunvemlega þurfa á kjarabótum að halda það er að segja þeim allra lægst launuðu. Guðmundur á sæti í undimefndinni og tók fram að ekki væri eining innan nefndarinnar um allar hug- myndimar. Ásmundur tók undir þetta og sagði að fyrir þá allra tekjulægstu væri enginn ávinningur af hækkun skattleysismarka. Það er reiknað með að um 18-20 prósent land- verkafólks innan ASÍ sé undir skattleysismörkum og yrði um þriðjungur landaverkafólks undir mörkunum ef þau yrðu hækkuð í 70.000 krónur. Ásmundur benti þó á að hærri mörk myndu nýtast ein- hveijum hluta þessa fólks sem frá- dráttur hjá maka. Ásmundur sagði að ljóst væri að þessu fólki kæmi betur að lækka skattlagningu á matvöm og jafnvel fatnaði. -gpm Sjómenn ávíta forsætisráðherra Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur lýsir yfir áhyggjum sín- um og undrun á þeim ummælum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum, að hvalveiðistefna íslendinga geti orðið landanum fjötur um fót á heimssýningunni í Se- villa á Spáni. Að mati Sjómannafélagsins hefur forsætisráðherra augljóslega látið glepjast af öfgakenndum áróðri þar sem reynt er að blanda saman eðjilegri umhverfisvemd og nýtingu Islcndinga á sjávarspen- dýmm við landið. Sjómannafélag Reykjavíkur telur að málflutningur erlendra öfgasinna af þessu tagi eigi lítið skylt við vemdun lífríkis jarðarinnar og byggist á annarleg- um forsendum ýmissa samtaka sem kenna sig við umhverfisvemd. Sjómannafélagið krefst því skýr- inga forsætisráðherra og ráðgjafa hans á því hvaða nýju „ímynd“ þeir hyggist búa til af Islendingum í Sevilla til að kynna fyrir um- heiminum. Félagið vill undirstríka að á heimssýningunni á Spáni megi ekki undir neinum kringum- stæðum eyðileggja mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar. Jafnframt áréttar Sjómannafélagið að gmnd- völlur efnahagslegs sjálfstæðis ís- lands og menningar séu veiðar og nýting auðlinda hafsins og þeirri heiðarlegu ímynd sé algjör óþaríl að 'breyta. íslendingum sé nefhi- lega\alveg óhætt að koma til dyr- anna eins og þeir era klæddir. -grh Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.