Þjóðviljinn - 17.04.1991, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Blaðsíða 20
Rækjukvóti verksmiðja verði afnuminn Kristinn H. Gunnarsson efsti maður á framboðslista AI- þýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi hefur lagt það til að rækjukvóti verksmiðja verði afnuminn. Þess í stað verði rækjukvótinn svæðisbundinn, sem þýðir að ef handhafar rækjukvóta vilja selja verði þeir að gera það innan tiltekins svæðis, auk þess sem það mundi leiða til samkeppni milli verksmiðja um hráefnið. Jafnframt leggur Kristinn H. það til að sérveiðar, eins og rækju- veiðamar eru, verði tengdar með ákveðnari hætti en nú er gert við botnfiskveiðiréttindi. Það þýðir að þegar rækjuafli dregst saman fái viðkomandi bátar bætur í botn- fiski, en á því hefur orðið æði oft misbrestur. Eiríkur Böðvarsson fram- kvæmdastjóri bjiðursuðuverk- smiðjunnar hf. á Isafirði er ósam- mála þvi að rækjukvóti verksmiðj- anna verði frá þeim tekinn. Hann segir að það geti leitt til þess að samkeppni verksmiðjanna um hrá- efnið, verði óeðlilega mikil og því sé best að hafa nuverandi fyrir- komulag óbreytt. Að mati Kristins H. Gunnars- sonar hefur verksmiðjukvótinn fært verksmiðjunum mjög svo sterka samningsstöðu gagnvart seljendum, sjómönnum og útgerð, sem verksmiðjueigendur hafa nýtt sér út í ystu æsar. Þess í stað eigi kvótinn að vera svæðisbundinn sem muni leiða til einhverrar sam- keppni miili verksmiðja um hrá- efnið. í því sambandi bendir Krist- inn H. á að á yfirstandandi vertíð hefur afkoman verði betri í niður- suðu rækjunnar en í frystingu. Það hefði því átt að vera þjóðhagslega hagkvæmara að sjóða meira niður í stað þess að frysta sem ekki varð vegna verksmiðjukvótans. En eins og kunnugt er þá hefur rækjufryst- ingin verið rekin með umtalsverðu tapi vegna sölutregðu og verðfalls á undanfomum missemm. -grh Rækjuvertíðinni við (safjarðardjúp fer nú senn að Ijúka. Aðeins er eftir að veiða um 200 tonn af um 3 þúsund tonna kvóta. Vegna lítils botnfiskkvóta er viðbúið að rækjukarlarnir leigi kvóta sína í stað þess að gera út á handfæri í sumar. Kúrdar aðstoðaðir Ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum í gærmorgun að ráð- stafa allt að 70 milj- ónum króna til hjálpar Kúrdum vegna neyðarástandsins sem nú ríldr í Kúrdistan á landamærum Iraks, írans og Týrklands. Ætl- unin er að senda ullarvörur og matvæli. Ríkistjórnin samþykkti að veita fé til aðstoðar Kúrdum og vinnur þetta fólk að skipulagningunni. Frá vinstri: Ein- ar Sigurðsson fjármálaráðuneyti, Sveinn Björnsson utanríkisráðuneyti, Helga Jónsdóttir forsætisráðuneyti og Hannes Hauksson frá RKl. Mynd: Jim Smart. I gærdag hittust á fundi um þetta mál fulltrúar þriggja ráðu- neyta og Rauða kross Islands og verður unnið eins hratt og unnt er að framgangi málsins. Sveinn Björnsson í utanríkis- ráðuneytinu sagði að strax hefði verið brugðist við vegna þess að þörfin á flóttamannasvæðinu væri mest núna. Nefndin sem hittist í gær mun kortleggja stöðuna og fara yfir alla þætti málsins en að- stoðin verður með svipuðum hætti og við Jórdaníu síðast liðið haust. Sveinn sagði að of fljótt væri að segja til um hvenær aðstoð gæti haTist. „En við ætlum að setja hraða í þetta,“ sagði Sveinn. -gpm Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn vinnur verulega á í Reykjavík og fengi meirihluta atkvæða. Hann tapar á Suður- landi, sé miðað við kosn- inparnar 1983, en bætir þó við sig fra kosningunum 1987. G- listinn heldur sínu á Suðurlandi sam- kvæmt niðurstöðu skoðanakönn- unar Gallup sem Sjónvarpið birti í gær. Samkvæmt því fengi Sjálfstæð- isflokkurinn meirihluta í Reykjavík eða 54% en var með 29% í kosning- unum fyrir íjórum árum og 42,9% í kosningunum 1983. Alþýðuflokkur- inn fengi 11,3% en hafði 16,0%. Framsóknarflokkurinn fcngi nú 8,9% en var með 9,6%. Alþýðu- bandalag fengi 9,7%, var með 13,8%, Kvennalistinn 13,0% en var með 14,0% og Frjálslyndir fengju 0,6% en í síðustu kosningum fékk Borgaraflokkurinn 15% atkvæða. Þá fær Þjóðarflokkurinn/Flokkur mannsins 1,6% og aðrir flokkar mun minna. Samkvæmt þessu fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 10 þingmenn í Reykjavík, Kvennalistinn 3, Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag 2 þingmenn hvor floHkur og Fram- sóknarflokkur einn. Urtakið í könn- uninni var 850 manns og svöruðu 596 þða 70%. A Suðurlandi fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 39,1% en var með 32,5% 1987 og 39,9% 1983. Alþýðubanda- lag fengi 11,0% en var með 11,5% í kosningunum 1987, Alþýðuflokkur- inn fengi 8,1% í stað 10,6% síðast. Framsóknarflokkurinn fengi 29,9% en var með 26,9%, Kvennalistinn fengi 7,5% en var með 6,6% og Frjálslyndir fengju 3,2% en síðast fékk Borgaraflokkurinn 10,9%. Aðrir flokkar fá minna en eitt pró- sent. I úrtakinu voru 850 manns, 647 svöruðu eða 76%. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Sjálfstæðisflokkurinn 3 þing- menn, Framsókn 2 og Alþýðu- bandalagið Sé hinsvegar tekið mið af þess- um könnunum á landsvísu með öll- um mögulegum fyrirvörum fengi Sjálfstæðisflokkur 29 þingmenn og bætir við sig 11 þingsætum. Al- þýðuflokkur tapar einu og fengi 9, Alþýðubandalag tapar 2 og fengi 6, Framsókn stendur í stað með 13 þingsæti og eins Kvennalistinn með 6 þingsæti. -grh Svona lítur skútan út í dag, sem Sjó- minjasafninu stendur til boða að kaupa. Fríða aftur í heimahöfn? Sjóminjasafni Islands hefur verið boðin til kaups íslensk skúta frá Englandi. Skútan, sem áður hét Fríða RE 13, var gerð út til fiskveiða frá Reykjavík og Hafnarfirði á árunum 1897-1913. Að sögn Ág- ústs Georgssonar, starfsmanns hjá Sjóminjasafninu, hefur safn- ið sjálft ekki bolmagn til að kaupa skútuna, sem metin er á tæpar 16 miljónir króna. Ætlun- in er því að leita eftir stuðningi almennings og fyrirtækja til að festa kaup á þessari sögulegu arfleifð. Ágúst sagði að skúta sem þessi væri ekki til hér á landi. Að vísu væri til skúta á Akranesi, Kútter Sigurfari, en hún væri ekki sjófær og yrði það sjálfsagt aldrei. Það er skntið að fiskveiðiþjóð eins og við höfum ekki yfir að ráða haffærri skútu frá skútuöldinni. Færeyingar eiga t.d. þrjár skútur frá þessum tíma og allar eru þær í ágætu ástandi, sagði Ágúst. Aðspurður um not af haffærri seglskútu hérlendis, sagði Ágúst að skútan gæti örugglega gagnast við ýmislegt, nú væri hún t.d.Teigð út til skemmtisiglinga við Bretland og Norður-Evrópu á sumrin, en á vetuma væri hún við Kanaríeyj^r. - Það er hægt að hugsa sér að Is- lendingum og erlendum ferða- mönnum gefist kostur á siglingu með henni og fái þar með tækifæri til að kynnast því hvernig sjó- mennskan var hér áður íyrr. Einnig er möguleiki að Sjómannaskólinn fái einhver afnot af henni til kennslu. Gamlir skútusjómenn hafa sagt mér, að það væri hveijum skipstjómanda hollt að reyna sig við stjóm alvöru skútu. Þá gefst þeim betra tækifæri til að átta sig á pví hvernig sjávarstraumar og vindar hafa áhrif á þau skip sem þeir koma til með að stjóma, sagði Ágúst. -sþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.