Þjóðviljinn - 17.04.1991, Blaðsíða 12
____________VIÐHOKF
Erindreki „Hansakaupmannau
I
þessum kosningum er kosið um EB. — Það er forsætisráðherra
landsins sem talar. Hver ætti að vita það ef ekki hann? Enn
einu sinni er okkur boðin tröllsvernd. „Hansakaupmenn“ tutt-
ugustu aldar eru enn iðnir við kolann engu síður en áður fyrr.
Og heill flokkur manna - a.m.k. leiðtogar hans - vilja ekkert
fremur en gerast feitir þjónar þýðversks hertogadæmis. „Feit-
ur þjónn er ekki mikill rnaður."
Annar flokkur sem kennir sig
við sjálfstasðið hafði ekki fyrr losn-
að undan Danakonungi en hann tók
að falbjóða landið. Þeim flokki
verður síst treyst. Davíð felur til-
gang sinn með því að bjóða þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Hann hefir aldrei
komið að þjóðmálum fyrr en nú,
enda veit hann ekki í hvora löppina
hann á að stíga og hefir enga stefnu
að boða í þjóðmálum nema að selja
rás 2. Ekki getur það talist merkileg
kosningastefnuskrá.
En Jón Baldvin veit í hvora
löppina hann á að stíga. I Brussel-
löppina.
Tveir Jónar stýra litlum flokki.
Báðir Isfirðingar, báðir fyrrverandi
kúarektorar úr Ögri, báðir hagfræð-
ingar, báðir óðfúsir að selja eða öllu
heldur afhenda. Fyrir hvað? Kann-
ski fyrir „hertogastöðu“ til eigin
handa í „þýðversku keisaradæmi".
Þeir bjóða „tröllsvemd". Er ekki
sagan að endurtaka sig? Hagfræðin
og markaðshyggjan hefir slegið
ryki í augu þessara Jóna. Því hvor-
ugum er vits vant. En stundum hafa
greindir menn farið illa með sitt vit.
Tengsl Alþýðuflokksins við
verkalýð þessa lands er nú liðin tíð.
Síðan hefir flokkurinn engin tengsl
við nokkra íslenska stétt né íslenska
hagsmuni. Flokkurinn er ekki ís-
lenskur lengur. Markaðshyggja
tröllriður þessum mönnum - svo
mjög að því er Iíkast sem þeir séu
gengnir í heiðið berg tröllskapar og
myrkraaflanna. Þeir em á markaðs-
torgi að falbjóða landið í kapp við
flokkinn sem kennir sig við sjálf-
stæði en vill samt ekkert fremur en
selja.
Fyrst Jón „hagspaki": Hann ku
nú þegar hafa varið 600 milj. í það
eitt að koma Suðumesjunum út og
hylja þau álmóðu. Almenningi er til
vorkunnar þótt hann eigi erfitt með
að sjá við bellibrögðum og folsuð-
um útreikningum hins lærða hag-
fjæðings. Þó liggur málið ljóst fyrir.
Útflutningur okkar er aðeins fiskur
og ál (og aðeins örlítið af öðm).
Það er því þegar af þeirri ástæðu
fráleitt að reisa aðra álverksmiðju af
öryggisástæðum. Alverðið er
ótryggt. Það er einnig fráleitt að
reisa allt á sama stað landsins bæði
af félags- og menningarlegum
ástæðum og einnig af öryggisástæð-
um - Reykjanesskaginn er yngsti
og ótryggasti hluti landsins. Og það
er í þriðja lagi fráleitt af mengunar-
ástæðum. Það er upplýst að meng-
unin yrði slík að menn yrðu að
draga úr bílmengun um ég veit ekki
hver ósköp. Samt vill maðurinn ál
og aftur ál. Er maðurinn ála? Er'ann
á mála? Er hann ekki með ölium
mjalla? Hvað hefir komið yfir
manninn?
Saga og hlutskipti Jóns Bald-
vins er hörmungarsaga. Hann var
einu sinni ungur, vel gefínn maður.
Hann er meira að segja fæddur í Al-
þýðuhúsi Isfirðinga. Sonur verka-
lýðshetju. Þannig að heiman búinn
hefir Jón Baldvin tekið að sér að
ráða niðurlögum jafnaðarstefnunn-
ar, afhenda landið og ganga erinda
„Hansakaupmanna" - stórkapitalis-
mans, ég vildi segja ofur-kapitalis-
mans. Jón Baldvin er genginn í
heiðnaberg afturhalds, auðvalds og
„alþjóðahvggju" sem er finna nafn
á landsölu. _
Hver á Island? Von að maðurinn
hafi spurt. VIÐ eigum ísland - Jón
Baldvin. Og VIÐ ætlum ekki að af-
henda þér það. VIÐ ætlum að
þurrka þann flokk út sem einu sinni
var Alþýðuflokkur, en nú er fóta-
skinn „Hansakaupmanna".
Þeir Jónamir þykjast ætla að slá
einhverja vamagla. Ekki til að
tryggja íslensk réttindi, heldur til að
slá ryki í augu bláeygra Islendinga í
hugsanlegum kosningum stjömu-
goðsins Davíðs. Allir vamaglar
ganga þvert á Rómarsamninginn.
Allir vamaglar Jónanna munu gefa
sig undan mætti fjármagnsins. Það
yrði hægur leikur að kaupa ein-
hveija leppa úr hópi þeirra kvis-
linga sem ekkert skilja nema pen-
inginn.
Hann þykist ætla að spara tug-
miljarða á landbúnaði. Ætli honum
hefði ekki verið nær að spara tug-
miljónimar sem hann er búinn að
sóa í Brussel. Jón Baldvin er það
greindur maður að hann veit manna
best að þessi plata hans um land-
búnaðinn er blekking. Fyrst maður-
inn þekkir eitthvert patent til að
reka landbúnað án úgjalda, hvers á
þá faðir hans og bróðir að gjalda að
Jón skyldi halda „patentinu" leyndu
fyrir þeim þegar þeir stúnduðu
landbúnað í Selárdal? Eg veit ekki
betur en eljumaðurinn og sóma-
maðurinn Olafur bróðir Jóns sé
uppgjafa- bóndi. Hvað eiga upp-
gjafa bændur á íslandi að stunda?
Eiga þeir allir að hverfa að Helgar-
póstinum eins og Olafur bróðir?
I stuttu máli: Allar þjóðir styðja
sinn landbúnað. Mér er tjáð flestar
meira en íslendingar. Það á sam-
kvæmt „Alþýðuflokknum" sáluga
(sem nú er búinn að skipta um naín
að hálfu) að flytja inn evrópska
hollustu-snauða offramleiðslu í
samkeppni við lítt eða ekkert
styrkta íslenska ffamleiðslu hollra
landbúnaðarafurða. Síðan eiga
bændur að herða sultarólina uns
þeir flosna upp til að snópa í ál-
brælu Jóns „hagspaka" atvinnulaus-
ir, „barðir þrælar“. íslenskar sveitir
yfir að líta einn yfirgefmn og mann-
auður Selárdalur. Hugsýn utanrikis-
ráðherrans sem fæddist undir heilla-
stj ömu j aftiaðarstefnunnar.
Hann er vissulega dýr landbún-
aðurinn. En bændur sjálfir fá ótrú-
lega lítinn hluta verðsins í sinn hlut.
Mest fer í milliliði. Milliliðakostn-
aðurinn stafar auðvitað fyrst og
ffemst af offjárfestingu (hún er í
öllu allstaðar - það er hagspekin
sem þeir boðuðu komnir ffá skóla-
borðinu). OfTjárfestingunni verður
ekki kippt burt, hún verður ekki af-
skrifúð, hana verður að borga, þrátt
fyrir dagskipun ffá Jóni Baldvin að
spara tug- miljarða. Jón Baldvin
kann ekki að spara eina krónu í
landbúnaði. Hann er nógu greindur
maður til að sjá það sjálfur.
Það eina sem Jón Baldvin kann
til landbúnaðar er að reka alþýðu-
flokks-kýr - ef hann kann það þá.
Hann styðst aðallega við brott-
hlaupna undanvillinga. Engir eiga
síður uppá pallborðið hjá honum en
gamlir alþýðuflokksmenn og er
ekki kyn þareð maðurinn hefír
gengið að jafnaðar- hugsjóninni
dauðri. En hinir brotthlaupnu kom-
ast í framboð hjá honum einsog á
færibandi með splunkunýtt flokks-
skírteini uppá vasann.
Því miður - örlög Jóns Baldvins
em hörmuleg.
Atti menn sig á einfoldum aðal-
atriðum verður enginn vandi að
krossa á kosningadaginn. Það er
einn flokkur sm gegnum alla tíðina
hefur staðið fastast á landsréttind-
um. Jú vissulega - forverar hans
gerðu þau miklu mistök að vera
hallir undir Rússa og marxisma. En
sá tími er löngu liðinn. Eftir „Vorið
í Prag“ og örlög þess 1968 losaði
flokkurinn sig við síðustu dreggjar
kommúnismans. jSíðan er hartnær
aldarfjórðungur. I dag er Alþýðu-
bandalagið eðlilegur, venjulegur,
þjóðemissinnaður jafnaðarmanna-
flokkur („sósíal- demókrat“). „Al-
þýðuflokkurinn" sálugi er hins veg-
ar afsalsflokkur landsréttinda.
Steingrímur hefir lýst yfir að
EB komi ekki til greina. Hann á
heiður skilinn fyrir þá afdráttar-
lausu yfírlýsingu sína. En hér í
Reykjavík kjósum við ekki óheilla-
krákuna Finn.
Persónulega er ég ekki hallur
undir núvrandi formann Alþýðu-
bandalagsins. En eitt verður samt
að játa og virða: Ólafúr Ragnar hef-
ir sem fjármálaráðherra stöðvað er-
lendar lántökur og rétt við hallann á
fjárlögum ríkisins. Með stöðugri
skuldasöfnun (einsog hjá Þorsteini)
hljótum við að glata sjálfstæðinu -
það skilur hvert mannsbam. ÓR
hefir því sem fjármálaráðherra rek-
ið raunvemlega „sjálftæðisstefnu“
til handa þjóðinni. Það hefir kostað
óvinsælar og harðar aðgerðir - og
hlýtur alltaf að gera það hver sem
heldur um stjómvölinn. Hann hefir
því rekið ábyrga stefnu. Ég hef áður
vikið að kvennalistanum. Hann hef-
ir góða stefnu í mörgu og vissulega
þjóðlega. Én hann vill bara ekki
ffamkvæma stefnu sína - a.m.k.
ekki í samvinnu við þá sem hann
ætti samleið með. Hann vill bara
varðveita meydóminn. Fyrren Ingi-
björg Sólrún gerði í bólið sitt þegar
hún steig í vænginn við Davíð
(mann sem hún ætti að þekkja öðr-
um betur) og vill nú alveg eins
vinna með þeim sem alltaf hafa
reynt að losna við sjálfstæðið þrátt
fyrir nafnið. IS virðist ætla að fýrir-
koma hugsjónum kvennalistans.
Kjósendur verða að gera sér
grein fyrir aðalatriðunum: Kosning-
amar snúast um sjálfstæði íslands -
einsog Steingrímur gerir sér ljóst.
VIÐ eigum ísland ennþá. Og
VIÐ ætlum okkur að eiga ísland
áfram. Og þess vegna ætlum VIÐ
hvorki að kjósa Jón Baldvin né
nokkum annan erindreka „Hansa-
kaupmanna“ ffá Bmssel.
Höfundur er yogakennari
„Tengsl Alþýðuflokks við verkalýð þessa lands er
nú liðin tíð. Síðan hefir flokkurinn engin tengsl
við nokkra íslenska stétt né íslenska hagsmuni"
Menningarvaka G-listans
í kvöld, 17. apríl
á Hótel Borg í orðum og tónum
Auður Sveinsdóttir:
Okkar hjartans mál
Ljóð - upplestur - hljómsveitir!
TæVút*rlprttvík- dran
Húsið opnað kl. 21
Dagskrá hefst kl. 22
Búið kl. 00.30
Allir
velkomnir!
Aðgangur ókeypis
▲ Guðmundur Georssson skrifar
Herstöðvamálið
er á dagskrá
S umræðunni um utanríkismál
fyrir þessar kosningar hefur
mest borið á umfjöliun um
samninga um evrópskt efna-
hagsvæði og hvort aðild ís-
lands að Efnahagsbandalag-
inu (EB) sé á dagskrá. Her-
stöðvamálið og aðildin að NATO
hefur fallið nokkuð í skuggann, þó
að þau mál hafi að vísu ekki legið
algjörlega í þagnargildi.
Þetta er að vissu leyti skiljan-
legt, því að með því að gangast und-
ir þau skilyrði sem fylgja aðild að
evrópska efnahagssvæðinu og /eða
EB afsala íslendingar sér sjálfræði í
ýmsum mikilvægum málum og fela
yfirþjóðlegum stofnunum. Enda þótt
aðildin að NATO og herstöðva-
samningurinn hafi ætíð verið okkur
þymir í augum, sem höfum fylgt
hlutleysi og með síðamefnda samn-
ingnum hafi Bandaríkjunum verið
aíhent landsvæði til umráða, þá er
það svo að í báðum samningunum
eru ákvæði sem tryggja rétt ís-
lenskra stjómvalda til að segja þeim
upp einhliða. Það er því ljóst að ís-
lendingar hafa það á sínu valdi,
hvemig þessum málum er háttað.
Annað sem dregið hefur úr um-
ræðunni er þróunin í Evrópu. Það
sýnist þverstæðukennt, að sú þróun
sem hefur leitt til þess að upphafieg-
ar forsendur fyrir tilvist NATO og
hertöðvum hérlendis, a.m.k. þær
sem haldið var að þjóðinni, em
brostnar, virðist hafa dregið úr um-
ræðunni. Skýringar á því kunna að
vera ýmsar, en þó kann að vega
þungt, að því hefur verið haldið
fram af ýmsum, m.a. af félögum
sem hafa sagt skilið við baráttuna
fyrir herlausu og hlutlausu landi, að
hermálið sé ekkert mál lengur því að
herinn muni fara af sjálfdáðum á
næstu 10 til 15 ámm. Þessi fullyrð-
ing, sem er til þess fallin að draga úr
umræðunni og slæva baráttuna, er
hættuleg og villandi. Það ætti að
vera öllum fullljóst að bandaríski
herinn fer seint eða aldrei af sjálfs-
dáðum. Því til stuðnings skal minnt
á útvarpsviðtal við Brehment fýrmrn
sendiherra Bandaríkjanna hérlendis í
fyrra, þar sem hann lét þau orð falla,
að herstöðin hér yrði ein af þeim
síðustu,,sem Bandarikjamenn legðu
niður. Ótrúleg ósvífni en kannski
skiljanleg, að láta sem svo aðþað sé
einkamál Bandaríkjanna og Islend-
ingar ráði þar engu um. Og í fréttum
útvarpsins fyrir nokkmm dögum var
ffá því greint að landvamarráðu-
neytið bandaríska hefði ákveðið að
leggja niður á fjórða tug herstöðva
af spamaðarástæðum, en herstöðin á
Miðnesheiðinni var ekki á þeim
lista. Það ber því alit að sama
bmnni. Herinn fer ekki héðan nema
fyrfrfrumkvæði okkar íslendinga.
Ég hef löngum verið þeirrar
skoðunar að til að ná árangri þurfi
sem öflugasta andstöðu bæði utan-
þings og innan. Um næstu helgi
gefst okkur tækifæri til að hafa áhrif
á styrk andstöðunnar á alþingi. Nýt-
um það tækifæri. Baráttan fyrir hlut-
lausu og herlausu landi mun vera á
dagskrá á meðan hér dvelst erlendur
her og ísland er aðili að hemaðar-
bandalagi.
Höfundur er læknir
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991
12