Þjóðviljinn - 17.04.1991, Side 15

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Side 15
YlÐHOKF Framsókn - Bjarghringur íhaldsins? A Helgi Selian. fvrrverandi albing- ismaður skrifar Það sýnist full þörf á því að koma alvarlegri ábendingu til kjósenda um allt land nú þegar kosningar eru rétt að ganga í garð. Ég hef áður varað við íhaldinu og þeirri ótæpu frjálshyggju sem utan efa mun þar ein ráða ríkjum, þegar iangþráð völd hafa verið endurheimt af ráð- húspáfanum - en með aðstoð hvers? spyrja menn, og vissulega er þar óvissa á ferðum. Aðvörun mín varðar einmitt þetta. Framsókn, sem eins og fyrri daginn hefur allar stefnur tiltækar einungis til þess að geta notað hveija sem er þegar til stjómarsamstarfs kemur, segir kjósendum nú að hún sé mótvægið við Ihaldið. Raunar er uppsetningin á þeim bæ enn ein- faldari: Steingrímur gegn Davíð - Dabbi eða / Denni til hægðarauka. Þetta hrifúr eflaust einhveija sem hafa kaldan hroll í herðum hugsandi til þess harða andbyggðakjama sem Davíð hefúr að baki sér og hefúr byggt á. En lítið aðeins aftur. Eg man mæta vel kosningamar 1974, þegar vinstri stjóm hafði að völdum verið og unnið ótrúlega mikið endur- reisnarstarf, einkum f landsbyggðar- málum, en einnig og sér í lagi í mál- Þvf betri úrslit fyrir Framsókn, þeim mun frekar þykir þeim óhætt aö sveifla sér yfir til hægri eftir of mikla „vinstri villu" að undanförnu. efnum öryrkja og aldraðra. Þá börðu Framsóknarmenn sér á bijóst og sögðu: Við leiddum vinstri stjóm - við eram tryggingin fyrir ffamhaldi þess. Muna menn þetta eða hafa les- ið sér til eða heyrt þetta? lnn á þing fór Halldór Asgrimsson út á þetta öllu öðra ffemur. Og til hvers skyldu svo þrir þingmenn Framsóknar af Austurlandi hafa verið nýttir að loknum kosningum? Til að viðhalda vinstri stjóm, því sem fólk vildi? Ekki aldeilis. Ihaldinu vora veitt æðstu lyklavöld í Stjómarráðinu i staðinn. Helmingaskiptin blómstraðu eins og áður. Einstakt dæmi segja menn eflaust. Má þá fara nær okkur i tímanum eða til ársins 1983, þegar Framsókn ætlaði svo sannarlega að mæta íhaldinu albúið til átaka um landsstjómina eftir samstarf við Al- þýðubandalagið undir forystu Gunn- ars Thoroddsen. Þá var talað um val gegn íhaldi - Framsóknarval. En hvað gerðist í ffamhaldinu? Aftur var fetuð sama slóð og 1974 og ástir tókust affur með íhaldi og Framsókn. Og vel á minnzt. Vilja menn annars hugleiða það hver hefur bjargað íhaldinu inn í Stjómarráðið síðastliðin 20 ár. Það skyldi þó aldrei vera að Framsókn sé þar sek - sjálft mótvægið mikla? Sannleikurinn er sá að án tilverknaðar Framsóknar hefði Ihaldinu einfaldlega verið haldið með öllu utan við landsstjóm- ina. Svo sáraeinfalt er það. Og það er i raun auðskilið mál. Framsókn er þannig flokkur að hún þarf að vinna til vinstri og hægri til skiptis til að halda utan um það fylgi sem henni tekst ávallt að ná upp með tvíhyggj- unni sinni og stefnunum ýmsu, sem teknar era effir því sem vindar blása. Það mætti því allt eins búast við því í ljósi reynslunnar að það yrðu einmitt Framsóknarmenn sem tækju sig til að góðum úrslitum fengnum að stauta sig ffam úr Davíðssálmum hinum nýju. Og eitt er alveg ljóst. Því betri úrslit fyrir Framsókn, þeim mun ffekar þykir þeim óhætt að sveifla sér yfir til hægri eftir of mikla „vinstri villu“ að undanfomu. Því jafnvægisins vegna þarf linudansinn að vera í lagi. Hugleiðingar um það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar stefnuskrá A Hallgrímur Þ. Magnússon, skrifar Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur nú sýnt okkur stefnu Sjáifstæðisflokksins sem hann birtir í bækiingi sem hann hefur gefið út og kallar frelsi og mannúð. Allt það sem kemur fram í þessum bæklingi má best lýsa með orðum Biblíunnar, þ.e.a.s. orðskviðum 27:2: Lát aðra hrósa þér og ekki þinn eigin munn, óvið- komandi menn en ekki þinar eigin varir. Nafnið á bæklingi þessum er mjög fallegt en er hér ekki bara um orðin tóm að ræða? Mér hef- ur verið sagt að forsíðan á bæklingi þessum sé hin sama hvar á land- inu sem er, en innviðirnir mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi bæklingurinn er borinn út í. Á forsíðunni er lofræða Davíðs um sjálfan sig og ágæti hans meðal annars sem borgarstjóra í Reykja- vík, en hins vegar á innviðurinn að sýna hin ýmsu stefnumál Sjálf- stæðisflokksins sem eru mismunandi eftir kjördæmum landsins. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert sér grein fyrir því ennþá, að íslenska þjóðin veit að við getum lifað góðu lífi í landinu okkar ef við leggjum öll hönd á plóginn og vinn- um að sameiginlegum hagsmunum allrar þjóðarinnar, en ekki eins og berlega kemur ffam í bæklingi Sjálf- stæðisflokksins að láta eigin hags- muni og fjárhagslega græðgi ráða ferðinni. Bæklingur sá sem ég hef undir höndum er gefinn út til kjós- enda í Reykjaneskjördæmi og er mjög margt í þessum bæklingi sem ekki stendur undir þeim stóra fyrir- sögnum sem þar er að fínna. Eg ætla aðeins að víkja nokkram orðum að því sem stendur á bls. 4 í áðumefúd- um bæklingi og þar er sagt ffá því að Sjálfstæðisflokkurinn ráði með hreinum meirihluta, eða sé í meiri- hluta samstarfi í tólf af fimmtán sveitarfélögum í kjördæminu. Það sýni að fólk treystir Sjðálfstæðis- flokknum fyrir þeim málum sem era brýnust á hveijum stað. Ég bý á Seltjamamesinu. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft hreinan meirihluta ffá öróft alda og era þeir þar af leiðandi sterkastir í að sýna sitt rétta andlit og það sem þeir gerðu nú síðast var að skora á fé- lagsmálaráðherra að flytja burt úr sveitarfélaginu sex einstaklinga sem eru minnimáttar og hafa ekki getu til þess að veija sig sjálfir. En það sem þessir einstaklingar hafa unnið sér til miska er að þeir era fatlaðir og eiga þessvegna ekki að áliti Sjálfstæðis- flokksins heima í venjulegu um- hverft, heldur eigi að geyma þá á einhvers konar hælum svo að hin æðri stétt þjóðfélagsins þurfi ekki að horfa upp á þessa einstaklinga. Er þetta kannski sýnishom af því sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar í dag ffelsi og mannúð? Að mínu áliti ber okkur sérhverjum einstaklingi sem myndum íslenska þjóðfélagið að sýna þeim sem minnimáttar era kær- leika og skapa þeim mannsæmandi aðstæður til þess að búa við sömu kjör og við sem eram fullkomlega heilbrigð og sanna þar með í verki að við höfum hlotið kristilegt upp- eldi og sanna þar með i verki að við höfum ekki hið kristna siðgæði em forysta Sjálfstæðisflokksins stendur vörð um en það er að einstaklingnum sé næstum allt leyfilegt svo lengi sem það geti haft fjárhagslegan ávinning fyrir hann eða samfélagið. Enda kemur það berlega í ljós á bls. 2 í áðumefndum bæklingi þar sem flokkurinn ætlar sér að standa vörð um fjárhagslegt sjálfstæði kirkju og kristinna safnaða og þjóna á þann hátt Mammon eins og hinum eina sanna rétta Guði. Hvað varðar önnur stefnumál sem Sjálfstæðisflokkurinn nefnir í þessum bæklingi þá ætla ég mér að taka á nokkram þeirra. Eins og áður hefur komið fram þá getum við ekki sífellt verið að skera lífið í marga parta því ef við bijótum lögmál á einum stað þá kemur það niður á öðram. Fjallað er um að nauðsynlegt sé að Iandið sé hreint og ómengað. Þetta er það mikilvægasta af mikil- vægu til þess að við getum myndað skilyrði fyrir lífi hér á landi, en þama verðum við að fjalla um allt lif á landi, á sjó, í andrúmsloflinu í kring- um okkur og þar með líf okkar sjálfra, en á þetta hefur Auður Sveinsdóttir formaður Landvemdar marg bent á í ræðu og riti. Við getum aldrei tekið okkur sjálf út úr um- hverfi okkar eða eins og segir í hinni helgu bók: Þér erað salt jarðar, ef saltið dofnar með hveiju á að salta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum. Öll mengun hvar hún er í lífríkinu eykur á sýrastig mannsins og gerir einnig umhverftð súrara og þar með leiðir það til enn súrara ástands hjá öllu líf- ríkinu. En það er einmitt þetta sem við sjáum alls staðar í kring um okk- ur, t.d. í náttúranni þar sem stöðugt eykst gróðureyðingin þrátt fyrir að við aukum fjármagnsstreymi til land- græðslu stöðugt þá dugar það ekki. Við sjáum þetta í sjónum í kring um okkur þar sem hrygning hefur mis- farist ár eftir ár og nú er svo komið að aflakvóti fyrir bolfisk er að fara undir þrjú hundruð þúsund tonn pr. ár, en við Islendingar ætluðum okkur að veiða fimm til sex hundrað þús- und tonn þegar við færðum land- helgina út í tvö hundrað mílur. Ef við lítum á okkur mennina sjálfa þá sjáum við það að við krefj- umst stöðugt meira og meira fjár- magns til heilbrigðismála og það sem nútíma stjómmálamenn hafa viljað kalla velferðarkerfið. En við sjáum engan stórkostlegan árangur í bættu heilsufari þjóðarinnar, því stöðugt er vöntun á læknum hjúkran- arfræðingum, meiri fjármagni í lyf og svona mætti lengi telja. Vitað er að eftir því sem líkaminn verður súr- ari þá myndar hann betri skilyrði til þess að hinir ýmsu sjúkdómar þrosk- ist og dafni. Þeir einstaklingar sem vanrækja líkama sinn era alveg jafn sekir og sjálfsmorðingjar, en nútíma- maðurinn vanrækir stöðugt líkama sinn með því lífemi sem hann liftr nú, þ.e.a.s. stöðugt meiri eftirspum eftir efiiahagslegum gæðum, stöðugt meiri neyslu, stöðugt meiri yfirgangi í umhverfmu. Sólin eða ljósið var það fyrsta sem skaparinn skapaði, geislar hennar sem era öllu Iífi á jörðinni nauðsynlegir hafa minnkað um 10% og últra fjólubláir geislar hafa minnkað um 26% á síðasta ára- tug samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum. En vísindamenn segja að t.d. gróður og lífríki jarðar og sjávar sé háð magni útfjólublárra geisla, en þessi minnkun er aðallega komin vegna mengunar í andrúms- loftinu og þess vegna er ekki réttlæt- anlegt fyrir okkur Islendinga sem er- um svo háðir landinu okkar að við foram og aukum útstreymi á ýmsum lofttegundum frá álveri t.d. eins og koltvísíringri í andrúmsloftið um nokkur tugþúsundir tonna, en þetta gæti einmitt orðið til þess að hrygn- ingastofninn myndi endanlega hverfa úr sjónum og á hverju ættum við þá að lifa? Formaður Alþýðubandalagsins hefur mikið fjallað um þessi mál og segir réttilega að það verði ekki allt keypt fyrir peninga og að við ein- staklingamir sem myndum þjóðfé- lagið verðum að fara að líta í eigin barm til þess að minnka alla mengun hveiju orði sem hún nefhist og verði það jafnframt til þess að ríkisút- þensla geti minnkað og þar af leið- andi skattar okkar. Að mínu mati eigum við ekki að þurfa að borga nema sem svarar 10% af launum okkar til samncyslunnar ef við ein- staklingamir aðgættum að eigin líf- emi. Olafur Ragnar hefur þannig orðið fyrstur nútíma íslenskra stjóm- málamanna til þess að taka undir orð Ólafs heitins Thors frá áramótunum um 1950, en þá var Ólafur forætis- ráðherra en hann er viðurkenndur sem einn af betri sonum íslands, en þessi orð vora: „Ég tel að á þvi ári, þ.e.a.s. árinu 1950 muni annað tveggja ske að höllin hrynur eða risið verður lækkað og grannurinn treyst- ur.“ Okkur bar ekki gæfa til að gera þetta fyrir fjöratíu árum, en nú hefúr Alþýðubandlagið eitt flokka einmitt komið ffam með þá hugmynd að lækka risið og treysta granninn og reyna á þann hátt að bæta allt líf á okkar fagra og auðuga landi, án þess að við þurfúm að vera að selja auð- lindir okkar í hendur útlendingum eða vera háðir þeim á nokkum hátt eins og t.d. við yrðum með samning- um iðnaðarráðherra um álver. Höfundur er læknir Bústjóri Starf bústjóra við Einangrunarstöðina í Hrísey er laust til umsóknar. Búfræðimenntun áskilin. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. maí n.k. til yfirdýra- læknis, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Siða 15 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.