Þjóðviljinn - 17.04.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.04.1991, Blaðsíða 8
Fréttbr I Djúpuvík á Ströndum er margt gamalla minja frá velmektarárum þessa síldarvinnslubæjar. Nú er þaö spurning hvort þetta flokkast sem drasl eða hvort hér er um sögulegar minjar að ræða. Ætli ferðamaður myndi ekki sakna bryggjunnar þótt hún sé að hruni komin. Tiltekt á vegum umhverfis" ráðuneytis JJúlíus Sólnes, umhverfisráðherra hefur sagt gömlum mann- virkjum sem er að finna vítt og breitt um landið og eru í niður- níðslu og engum til gagns stríð á hendur. í því skyni hefur hann skipað nefnd sem ætlað er að „kanna umfang þeirra mann- virkja, sem æskilegt væri að fjarlægja og gera framkvæmda- áætlun fyrir slíkar hreinsunaraðgerðir“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Athygli vekur að enginn nefnd- armanna hefur menntun á sviði fornleifafræða eða frá Þjóðminja- safni. Að sögn Guðmundar Ölafsson- ar, fomleifafræðings hjá Þjóð- minjasafni, verður ekki annað séð en að sumt af þeim mannvirkjum sem talin em upp í fréttatilkynn- ingu ráðuneytisins, heyri undir fomminjalög eins og gamlar fjár- borgir. —Slík mannvirki heyra und- ir fomminjalög, sagði Guðmundur, -og ég vil meina að slíkt hið sama gildi um t.d. mannvirki ftá stríðsár- unum. Sögunni lauk ekki með endalokum torfbæjarins. Guðmundur sagði að þjóð- minjavörður muni spuijast fyrir um hlutverk og skipan þessarar nefndar umhverfisráðherra. I fréttatilkynningu ráðuneytis- ins segir að nefndinni sé ætlað að kanna kostnað og meta umfang við að fjarlæga gömul mannvirki sem em til lýta í landslagi og verði eng- um til gagns. Þá segir að nauðsyn- legt sé „að nefndin hafi gott sam- ráð við sveitarfélögin í landinu og hafi forgöngu um að þau beiti sér í málinu“. Engu orði er vikið að Þjóðminjasafninu. Júlíus Sólnes sagði í samtali við Þjóðviljann, að viða um land mætti sjá mannvirki sem væm i hirðuleysi og væm til lýta i lands- lagi og jafnvel hættuleg umhverfi sínu, s.s. skúrar, bryggjur og girð- ingar á eyðijörðum. - Það er ekki meiningin að hróflað verði við mannvirkjum sem hafa þjóðmenn- ingarlegt gildi. Eg geri ráð fyrir því að nefndin muni leita álits hjá Þjóðminjasafhi um þau mannvirki sem líkur em á að kunni að hafa sögulegt gildi áð- ur við þeim verður hróflað, sagði Júlíus. Formaður nefndarinnar er Hrafn Hallgrímsson, Umhverfis- ráðuneyti. Aðrir nefndarmenn era Gunnar M. Jónasson, Stofnlána- deild Iandbúnaðrains, Magnús Sig- steinsson, ráðunautur hjá Búnaðar- félaginu, Níels Ami Lund, Land- búnaðarráðuneyti, Gisli Einarsson, oddviti, Sambandi sveitarfélaga og Sigtryggur Stefánsson, tæknifræð- ingur Akureyri. -rk Réttur verður ekki byggður á ólöglegum aðgerðum Síðastliðin föstudag afhenti Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra sendiherra Sovétríkjanna á íslandi greinargerð um þá ákvörðun ís- lensku ríkisstjórnarinnar frá 23. janúar, að hefja viðræður við ríkis- stjórn Litháens um að taka upp stjórnmála- samband á milli ríkjanna. Akvörðun þessi og stuðningsyfirlýsing Al- þingis við hana frá 11. febrúar, þar sem kveðið var á um að stjómmálasamband yrði myndað „svo fljótt sem unnt þykir“, vakti sem kunnugt er mótmæli sovéskra stjómvalda og var krafist skýringa um leið og sendiherrann var kallaður heim í mótmælaskyni. Jón Baldvin Hannibalsson fór þá fram á fund með sovéska utanríkisráðherranum eða fulltrúa hans til þess að skýra málstað íslend- inga. Samkomulag náðist ekki um slíkan fund, og því hefur utanríkisráðherra nú afhent sov- éskum stjómvöldum greinargerð um málið, þar sem þjóðréttarlegar forsendur fyrir afstöðu Is- lands era raktar, um leið og látin em i ljós von- brigði með að utanríkisráðuneyti Sovétríkjanna líti svo á að ákvarðanir Alþingis og ríkisstjómar séu Sovétrikjunum óvinsamleg. Jafnframt er Litháenmálið er ekki sovéskt innanríksimál... því lýst yfir að Islendingar hafi failist á að miðla málum á milli Eystrasaltsríkjanna og sov- éskra stjómvalda. *** Meginröksemdir Sovétstjómarinnar byggja á því að með afskiptum sínum af þessu máli hafi íslensk stjórnvöld brotið gegn skuldbind- ingum sinum sem felast í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og Helsinkisáttmálanum og haft óvið- eigandi afskipti af sovéskum innanríkismálum. í Helsinkisáttmálanum er meðal annars kveðið á um að „þátttökuríkin muni virða landamærahelgi hvers einstaks þátttökuríkis“ og ekki „grípa til neinna aðgerða, sem em í ósamræmi við markmið og meginreglur stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna gegn landamæra- helgi, pólitísku sjálfstæði eða einingu nokkurs þátttöloiríkis...“ *** Meginatriðin í svari utanríkisráðuneytisins em þau, að viðurkenning íslands á sjálfstæði Litháen frá 1922 sé enn í gildi og að sú gmnd- vallarregla þjóðarréttar sé virt, að ekki megi byggja neinn rétt á ólöglegum aðgerðum, eins og hemám og innlimun Eystrasaltsríkjanna var á sínum tíma. Er í því sambandi vitnað til álits flestra vestrænna þjóða sem og ályktunar full- trúaþings Sovétríkjanna frá 24. desember 1989, þar sem samningur Molotoffs og Ribbentrops um tikall Sovétríkjanna til Eystrasaltsríkjanna og hemám þeirra sem fylgdi i kjölfarið em lýst ólögmæt. 1 greinargerðinni segir jafnffamt, að meta verði afstöðu Islands til þessa máls út frá þeim breytingum sem orðið hafi á síðari ámm í sam- skiptum Evrópuríkja. Þessar breytingar hafi m.a. komið fram í Parísaryfirlýsingunni um nýja Evrópu, sem undirrituð var 21. nóvember 1990, en þar undirrituðu bæði Sovétríkin og Is- land yfirlýsingu þess efnis að forsendur friðar og öryggis í álfunni séu efling lýðræðis og virð- ing fyrir mannréttindum. Bent er á að ríkisstjóm Litháens hafi verið kosin í fijálsum kosningum, og að þjóðarat- kvæðagreiðslan í Litháen 9. febrúar 1991 hafi sýnt að þorri íbúa landsins vilji endurreisa sjálf- stæði þess að fullu. Það er viðurkennt í greinargerðinni að Lit- háen búi nú við heft sjálfstæði, en jafnframt tekið fram að „vegna eðlis þeirra kringum- stæðna sem leiddu til þeirra hafta hafi þær ekki þýðingu að alþjóðalögum“. Er því jafnframt haldið fram, að frá þjóðréttarlegu sjónarmiði sé ekki hægt að „útiloka Islendinga frá því að koma fram við Lilháen sem þjóðréttaraðila“. Þá segir í greinargerðinni að, afstaða íslands sé byggð á vandlegri könnun á því hvaða skil- yrði samfélag þurfi að uppfylla til þess að geta talist ríki. Hefðbundnar viðmiðunarkröfur í þeim efnum em að landsvæði sé skilgreint, íbúatala og að fyrir hendi sé virkt ríkisvald. A það er hins vegar bent að ekki sé hægt að ein- kenna ríki á altækan hátt, því dæmi séu um að samfélög sem uppfyllt hafi slíka skilmála hafi ekki hlotið alþjóðlega viðurkenningu, sem og að samfélög sem ekki höfðu til að bera eitt eða fleiri viðurkennd eðliseinkenni ríkja hafi verið viðurkennd. Því sé alltaf um að ræða „áiitaefni um staðreyndir og lagaatriði". Ríkisstjóm ís- lands ætli sér því ekki að setja fram almenna skilgreiningu á lagalegu eðli ríkishugtaksins, heldur vilji hún sýna fram á að þjóðréttarleg staða Litháens sé þess eðlis, að hægt sé að koma á stjómmálasamskiptum. I þessu sambandi er bent á mikilvægi laga- setningar þjóðkjörins þings Litháen frá 11. mars 1990, þar sem kveðið er á um endurreisn sjálf- stæðis Litháens og samþykkt stjómarskrár til bráðabirgða. Lög þessi sýni, að hinir hefð- bundnu viðmiðunarskilmálar um landsvæði, íbúa og, að því er virðist, virkt ríkisvald, séu fyrir hendi. Hins vegar þurfi að taka til athug- unar lagalegar afleiðingar þess, að Sovétríkin hafi heft Litháen i virkri beitingu ríkisvaldsins og takmarkað getu þess til að eiga samskipti við önnur ríki. Þótt Litháen sé þannig hindrað í því að beita sjálfstæði sínu verði að vega og meta hvort slíkt hafi áhrif á það formlega sjálfstæði, sem ísland viðurkenndi þegar 1922. Bent er á fordæmi í samskiptum við útlaga- stjómir og ítrekað að aldrei megi byggja rétt á ólöglegum aðgerðum eins og hemámi eða ólög- mætri innlimun. Þá er einnig varpað fram þeirri spumingu, hvort neita megi Litháen um réttinn til að með það sé farið sem ríki. Vegna ásakana um brot á Helsinkisam- ísland hefur ekkí brugðist aiþjóðlegum skuldbindingum með viðurkenningu Litháens... komulaginu er vitnað til þeirrar greinar loka- samþykktar ráðsteíhunnar, þar sem segir að að- ildarríkin telji „að landamæmm þeirra sé unnt að breyta í samræmi við alþjóðalög, með frið- samlegum hætti og með samkomulagi". Segir að þetta eigi að taka af allan vafa um að aðildar- ríkin hafi viðurkennt, að gildandi landamæmm aðildarrikja mætti ekki breyta, og vísað til sam- einingar Þýskalands í því samhengi. I lokakafla greinargerðarinnar er síðan tekið fram að núverandi ástand í málefnum Litháens sé að mörgu leyti „óviðkomandi mati á núver- andi stefnu Sovétríkjanna eða nýrri þróun í stjómskipun þeirra“ heldur megi rekja það til atburða er áttu sér stað fyrir meira en 50 ámm. Því má að lokum bæta við, að greinargerðin i sinni íslensku mynd er skrifuð á ólæsilegu og á köflum illskiljanlegu stofnanamáli, en þess er kannski að vænta að sovéskir starfsbræður emb- ættismannanna í utanríkisráðuneytinu skilji slíkt tungutak betur en venjulegt mannamál? -ólg. Þorskafli dregst saman Fyrstu þrjá mánuði ársins er þorskafli landsmanna um tíu púsund tonnum minni en á sama tíma í fvrra, eða rúm 86 túsund tonn a mótí rúmum 96 úsundum, samkvæmt ,bráða- birgðatölum Fiskifélags Islands. Þá er heildaraflinn aðeins 373 þúsund tonn á móti 780 þúsund tonnum í fyrra og munar þar mest um loðnubrestinn. Við síðustu mánaðamót var þorskafli togara orðinn um 29 þús- und tonn á móti 41 þúsundi á sama tíma í fyrra. Hinsvegar hefúr orðið umtalsverð aukning í karfa eða um tæp 7 þúsund tonn. Það er því spuming hvort togaraflotinn er að geyma sér þorskinn til seinni tíma. Þorskafli allra skipa í mars- mánuði var rúm 42 þúsund tonn á móti rúmum 47 þúsund tonnum í sama mánuði í fyiTa. Hér þarf ekki endilega að gæta aflabrests, heldur páskastoppsins hjá bátum og smá- bátum. _grh Leiðrétting í forsíðufrétt Þjóðviljans í gær var ranglega borin saman hækkun skatta hjá ríki og Reykjavíkurborg í krónutölu. Hækkun skatta hjá borginni á tímabilinu 1982 til 1990 samsvarar 92.000 krónum á fiögurra manna fjölskyldu. Hefði ríkið hækkað skatta sína hlutfallslega jafhmikið og gert var hjá borginni hefði það jafhgilt hækkun skatta um 96.000 krónur á hvem landsmann eða 384.000 krónur á hveija fjögurra manna fjölskyidu í landinu. Hækkunin hjá ríkinu varð hinsvegar tæplega þriðjungur þessa eða 33.000 krón- ur á hvem landsmann. Hafa ber í huga að skatttekjur ríkisins em mun hærri í krónutölu. Raunaukning skatttekna á ibúa varð 31,6 prosent hjá Reykjavíkur- borg miðað við 10,9 prósent hjá ríkinu. Einnig ber að athuga við lestur línurits á baksíðu i gær aðumer að ræða raunskatta á nvem íbúa. Þá slæddist prentvillupúkinn í leiðarann, þar stóð að útgjöld borgarinnar hefðu aukist um 27% sl. tvö ár, en átti að vera 12%. Lesendur er beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. rítstj. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. apríl 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.