Þjóðviljinn - 17.04.1991, Side 6
m
Tekurðu mark á
skoðanakönnun-
um?
Soffía Björgvinsdóttir
nemi:
Voða lítið. En fólk ákveður
sig oft í samræmi við niður-
stööuna og þannig hafa
þær áhrif.
lan Lowdon
verkamaður:
Já, þó ég eigi í miklum erf-
iðleikum með að skilja ís-
lenska pólitík þá virðast
skoðanakannanirnar vera
nákvæmar.
Sigurður Einarsson
trésmiður:
Já, ég tek mark á skoðana-
könnunum. Þær passa þeg-
ar við á, það er þá stund
sem er hverju sinni.
Bergþór Júlíusson
matreiðslunemi:
Já, ég geri það. Ef úrtakið
er nógu stórt þá eru þær
marktækar.
Kristinn Buch
sjómaöur:
Nei, sáralítið. Þetta er óút-
reiknanlegt.
Fméttir
Jói og ég erum sterkir
og borðum hollan mat
Borðin, á fundi heilbrigðisráöherra meö skólamönnum I gær, svignuðu undan girnilegum og hollum kræsingum. Nem-
endum skólanna, sem þátt tóku í heilsudögunum nýverið, þótti sá tími einkar skemmtilegur ef marka má fyrstu niður-
stööur úr könnun sem gerð var til að meta áhrif fræðslu um mikilvægi hollrar fæðu og útivistar ( nokkmm skólum lands-
ins. Mynd: Jim Smart.
ið borðum hollan mat
til þess að við stækkum,
setjum fisk á fat
og sætindum því fækkum,
skrifar Heiðrún Helga í 3-B í
Grunnskóla Borgarness í vinnu-
bók sína um kosti hollrar fæðu.
Eins og lesendur Þjóðviljans
muna kannski var á vegum heil-
brigðisráðuneytisins efnt til heilsu-
daga í nokkrum grunnskólum
landsins. Þeir sem unnu að verk-
efninu hittust í gær til að bera sam-
an bækur sinar og ræða kosti og
galla slíkra heilsudaga í skólum.
- Ekki er hægt að segja annað
en heilsudagamir hafi skilað um-
talsverðum árangri, sagði dr. Þór-
ólfur Þórlindsson, sem kynnti
fyrstu niðurstöður könnunar sem
gerð var á vegum Rannsóknastofn-
unar í uppeldis- og menntunarmál-
um meðal þeirra bama og unglinga
sem tóku þátt í átakinu. - Þegar á
heildina er litið hefur sú fræðsla
sem fram fór í skólunum á heilsu-
dögunum áhrif á hugarfar nem-
enda en minni áhrif á neyslu
þeirra. Þá hafði fræðslan töluvert
meiri áhrif á stúlkur en drengi, en
einnig meiri áhrif á yngri bömin
en unglinga. Sú niðurstaða ætti að
benda fólki á að eftir því sem slík
fræðsla byijar fyrr í skólum því
betra, sagði Þórólfur.
Könnunin var gerð fyrir og eft-
ir heilsudagana svo hægt væri að
meta áhrif þeirra. Fyrir heilsudag-
ana tóku rúm 75 prósent nemenda
nesti með sér í skólann en eftir þá
rúm 80 af hundraði þeirra. Fjölg-
unin er næstum öll meðal stúlkna.
Fyrir dagana komu tæp 80 prósent
stúlknanna með nesti i skólann,
eftir þá tæp 90 prósent. Hjá drengj-
um var aukningin aðeins um eitt af
hundraði. Þá var einnig greinilegt
af könnuninni að íþróttaáhugi er
mikill, en eftir heilsudagana tóku
margar stúlkur, sem engar íþróttir
höfðu stundað fyrir dagana, sig til
og fóru í einhverskonar líkams-
rækt. Fjölgunin meðal stúlkna var
úr rúmum 60 af hundraði í um 75
prósent. Þá óskuðu böm og ung-
lingar þess í mun meiri mæli eftir
heilsudagana að ávextir, skyr, jóg-
úrt og súrmjólk væri á morgun-
verðarborði þeirra en áður. Hins
vegar var greinilegt á þeim niður-
stöðum sem liggja fyrir á þessu
stigi að mun erfiðara er að hafa
áhrif á neysluvenjur unglinga en
barna. Einn hússtjórnarkennari
benti á að mjög útbreiddir fordóm-
ar meðal unglinga væru að hollur
matur væri vondur matur. Hins
vegar virtust allir sem unnu að
heilsudögunum og tóku þátt í þeim
með nemendum vera sammála um
að þeir hefðu haft töluverð áhrif,
og böm og unglingar hefðu t.d.
lýst yfir ánægju sinni með það
hversu góður hollur matur reyndist
vera. I könnun Rannsóknastofnun-
arinnar kom einnig fram að um 80
prósentum nemenda þóttu heilsu-
dagamir skemmtilegir.
Skólarnir sem þátt tóku í
heilsudögunum voru: Gmnnskóli
og gagnfræðaskóli Selfoss, Gmnn-
skólinn á Borgamesi, Olduseis-
skóli í Reykjavík og Lækjarskóli í
Hafnarfirði. Skólamir héldu
heilsudaga og viku hver með sínu
sniði þótt markmiðin væm alls
staðar þau sömu. A Selfossi tóku
allir 525 nemendur skólanna þátt í
heilsudögunum en í hinum skólun-
um var valin sú leið að velja
nokkra árganga, enda var hér að-
eins um tilraunaverkefni að ræða.
Guðmundur Bjamason heilbrigðis-
ráðherra sagðist vona að framhald
yrði á slíkri fræðslu í skólunum og
sem flestir þeirra fengju tækifæri
til að efna til heilsudaga með svip-
uðu sniði. Hann ræddi einnig um
mikilvægi forvamarstarfs og fyrir-
byggjandi aðgerða á vegum ráðu-
neytisins, sem oft hefðu legið
óbætt hjá garði. Heilsudagamir
vom haldndir að frumkvæði ÆSK-
nefndarinnar, sem starfar innan
ráðuneytisins og samsett er af fúll-
trúum ýmissa félaga sem starfa að
málefnum ungmenna. Verkefna-
stjóri var Unnur Stefánsdóttir,
starfsmaður ráðuneytisins.
Fulltrúar skólanna á fúndinum
í gær vom sammála um mikilvægi
þess að bjóða bömum upp á hollar
máltíðir í skólunum.
Jói og ég erum sterkir
og borðum góðan mat,
af því verðum við sterkir.
Þessi vísa er innlegg Kristjáns,
bekkjarfélaga Heiðrúnar Helgu frá
Borgamesi, i umræðuna um mikil-
vægi hollustu. BE
nr J
ZD >
2 \
WBBBdP
(f)
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1991
Síða 6
/