Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 5
FOSTUDAGSFRETTIR
Ríkisstjórnin áformar að
losa sig við ríkisbankana
Páll hættur á
Bylgjunni
Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri
Bylgjunnar, lét af störfum þar í
fyrradag, „í góðu samkomulagi
okkar beggja," eins og Páll Magnús-
son sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 orðaði
það í gær. Ovíst er hver tekur sæti
Páls Þorsteinssonar, en hann mun
ekki vinna neinn uppsagnarfrest.
„Það verður ekki ráðið inn í akkúr-
at þetta starf. Það er hins vegar verið
að endurskoða skipulagið á þessu,"
sagði Páll Magnússon.
Bylgjan mun flytja á Lyngháls 5
þar sem Stöð 2 er til húsa nú um næstu
helgi. Áður var búið að flytja aðra
starfsemi Bylgjunnar á Lyngháls, aðra
en dagskrárgerð.
Hlustendur stöðvarinnar urðu
nokkuð hissa á að heyra í Jóni Ársæli
Þórðarsyni á ný í þættinum Island í
dag, en Jón Ársæll hafði þegar kvatt
skútuna með pomp og prakt. Ástæðan
mun hafa verið sú að þátturinn gat
ómögulega án hans verið og því féllst
hann á að vera um kyrrt þar til Bjami
Dagur Jónsson kemur heim frá Spáni í
næstu viku. Annars mun Jón Ársæll
hefja störf á ftéttastofú Stöðvar 2 inn-
an tíðar.
-þóm./-vd.
Búnaðarbankinn og
Landsbankinn verða lík-
lega næstir í röðinni í upp-
boðsverkefnum ríkisstjórnar-
innar. Fyrirhugað er að breyta
báðum bönkunum í hlutafélag.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, segir að málið sé á at-
hugunarstigi og markmiðið
með þeim athugunum sé að
bankanir komi til með að
standa fjárhagslega á eigin fót-
um.
Jón Sigurðsson óskaði eftir
því vorið 1990, að Seðlabankinn
léti kanna kosti og galla þess að
breyta ríkisbönkunum í hlutafé-
lög og hugsanlega að selja í þeim
hluti. Erlenda fyrirtækið Spier &
Oppenheim tók að sér að athuga
þetta mál fyrir Seðlabankann.
í niðurstöðu skýrslu þeirra
segir að sala ríkisbanka sé æski-
leg og að rikið eigi ekki að eiga
viðskiptabanka úr því sem kom-
ið er í íslenskum fjármagns-
markaði. Einnig segir í skýrsl-
unni að engin rök séu talin fyrir
því að rikið eigi að hafa afskipti
á dreifingu lánsQár á fijálsum
markaði.
Seðlabankastjóri, Birgir ís-
leifúr Gunnarsson, og Sigurður
B. Stefánsson hjá Verðbréfa-
markaði Islansdsbanka hafa nú
skilað ráðherra greinargerð um
málið. Akveðið hefúr veriða að
koma á fót ráðherranefnd sem
komi til með að fjalla um tilvon-
andi einkavæðingu ríkisbank-
anna. Þeir sem sitja munu í
nefndinni eru: Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, Friðrik Sop-
husson, fjármálaráðherra og Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Jón Sigurðsson segir að álit
Seðlabankans hafi komið fram í
febrúar sl.
- Ég kynnti síðan stjómum
og ráðum ríkisviðskiptabank-
anna málið og hef í hyggju að
taka nú upp rólegar og yfirveg-
aðar athuganir á málinu. Það er
ekkert sem knýr á um þetta, ann-
að en yfirvegað mat á því hvort
þetta sé skynsamlegt og bæti
bankakerfið, sagði Jón.
Viðskiptaráðherra segið að
þær breytingar sem verði með
þessu felist helst í því að bank-
amir standi fjárhagslega á eigin
fótum og þeir geti ekki treyst á
að ríkið bjargi þeim þegar í óefni
er komið.
— Ríkieignaraðild á bönkun-
um hefúr einmitt aðallega snúist
um það atriði með æmurn kostn-
aði, eins og dæmi Utvegsbank-
ans sáluga sýndi. Rikið hafði
engan hag af bankanum, en þeg-
ar á bjátaði þá þurfti það að
mæta þeim áföllum. Ef bönkun-
um yrði breytt í hlutfélög, þýðir
það aukið aðhald fyrir bankana,
og einnig tel ég að í því fælist
skipulagsbreyting og samræm-
ing rekstrarskilyrða til jafhs við
nágrannaríki okkar. Það er margt
í þessu sem athuga þarf, kostim-
ir em ótvíræðir og vafalaust lika
gallar, og þar með hvort það sé
heppilegt að halda einhveijum
lánastofnunum í eigu rikisins
þrátt fyrir allt, sagði Jón.
Aðspurður hvort ekki væri
hætta á að hlutafé í bönkum
safhaðist á fárra manna hendur
með breytingunum, sagði ráð-
herra að fyrir því mætti nefna
einhver rök. - Hins vegar tel ég
að svo mikil ítök ríkisins í lána-
stofnunum sem hér tíðkast séu
ekki heppileg. Það kerfi er alls-
staðar á undanhaldi. Og ekki
neitt ríki sem hefur það að meg-
inreglu að ríkið eigi bankana.
Þetta er spuming um að bankan-
ir þjóni því hlutverki að miðla fé
til arðvænlegra verkefna og
varðveita sparifé fólks með ör-
uggum hætti. Þetta er fyrst og
fremst spuming um hvaða bú-
skaparlag er best frá sjónarmiði
almannaheilla, það er ekkert
annað sem vakir fýrir mér i
þessu máli, sagði Jón.
-sþ
Grjót í geymslu í Nauthólsvík
Tilgangur grjótgarðsins
við Kýrhamar í Naut-
hólsvík hefur verið upplýstur.
Þetta er reyndar ekki grjót-
garður heldur gijót úr bryggju
sem var rifin í Nauthólsvíldnni í
fyrra. Tilhöggvið gijótið þótti
gott efni i framtíðarhleðslur í
Nauthólsvíkinni og þess vegna
var því komið fyrir meðfram
hamrinum að sögn Ómars Ein-
arssonar ftamkvæmdastjóra
íþrótta-og tómstundaráðs sem
hafði samband við blaðið eftir
að hafa kannað þetta mál.
Ómar kvaðst vilja upplýsa
að umhverfismálaráð heföi gef-
ið heimild fyrir rúmu ári til að
rífa gamla bryggju í Nauthóls-
vfkinni sem var að hruni komin.
Þegar framkvæmdir hófúst í maí
i fýrra kom í ljós að efhið í
bryggjunni var nýtanlegt til
frekari framkvæmda í Nauthóls-
vík á næstu misserum. Því var
ákveðið að varðveita það og
flytja það til, að hamrinum vest-
anvert við víkina. „Þar er þetta
efhi enn en verður ekki þar til
frambúðar," segir Ómar. „Til-
gangurinn er ekki að taka haf-
ölduna frá Nauthólsvík, til þess
þarf vamargarð út í víkina við
enda flugbrautarinnar út frá
Kýrhömrum. Ekki er heldur sjá-
anlegt að neinn skaði hafi hlotist
af á setlögum við það að gijótið
var sett þama í tímabundna
geymslu. Hins vegar hafa starfs-
menn ÍTR margoft bent á að
hamarinn er í mikilli hættu
vegna landrofs. íþrótta-og tóm-
stundaráð mun fyrir sitt leyti
stuðla að því að þau merku og
jarðsögulegu setlög og steing-
erfingar eða fomskeljar sem em
i Nauthólsvík verði varðveitt
þannig að borgarbúar og inn-
lendir sem erlendir jarðfræðing-
ar geti áfram skoðað þessar
jarðsögulegu minjar.“
-vd.
Landshlaupi Frjálsíþróttasambands íslands 1991 lauk síðdegis í gær eftir að hlaupnir höfðu verið 2902 km. síðan hlaupið hófst
þann 17. júní sl. Tilgangur hlaupsins var að kynna starfsemi FRI og auka áhuga á almenningsíþróttum í landinu og virðist það hafa tekist,
því ríflega 1700 manns tóku þátt í hlaupinu. Myndina tók Þorfinnur af síðustu hlaupumnum á lokasprettinum að Laugardalsvelli.
Föstudagur 28. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5
Mikið vill
meira
— Ég óttast að með þeim hug-
myndum sem reifaðar hafa verið í
samningaviræðunum um sameig-
inlegt efnahagssvæði Evrópu um
gagnkvæmar veiðiheimildir hafi
Evrópubandalaginu verið gefið
gult Ijós á að við kynnum að gefa
frekar eftir í þessu máli. Það kann
að skýra út hversvegna Evrópu-
bandalagið dregur á eftir sér
lappirnar í þessum viðræðum,
sagði Jóhann Ársælsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins, við
Þjóðviljann í gær að afloknum
fundi í sjávarútvegsnefnd Alþing-
is, en á fundinum greindi Þor-
steinn Pálsson, sjávarútvegsráð-
herra, frá stöðu mála í samninga-
viðræðum EFTA og EB.
Jóhann sagði að helst vildi hann
ekki sjá samninga þar sem gefið
væri eftir varðandi aðgang Evrópu-
bandalagsflotans inn í íslenska
landhelgi. - Fyrst íslenskir ráða-
menn hafa boðið upp á gagnkvæm-
ar veiðiheimildir uppá jafngildi
1600 tonna þorskígildiskvóta, óttast
ég að það líði ekki á löngu áður en
að stíft verði sótt að fá þær veiði-
heimildir rýmkaðar. Það er löngu
vitað að mikið vill meira.
Ég geri mér þó alveg ljóst að
það kann að vera nauðsynlegt að
fóma einhveiju til þess að ná hag-
stæðari samningum á öðrum svið-
um sem kunna að varða okkur
meiru, sagði Jóhann.
Hann sagði að sér þætti ansi hart
að Islendingar þyrftu að kaupa sér
fijálsan tollaðgang að markaði Evr-
ópubandalagsins.
- Ég hefði haldið að það væri
nóg fyrir okkur að tryggja tollfrelsi
varðandi innflutning jafhvel þótt
skilyrt sé, gegn því að við fengjum
tollfrjálsan aðgang með okkar sjáv-
arafúrðir að markaði Evrópubanda-
lagsins. Slíkt hefði verið jafnræði
milli samningsaðila. Það felst lítið
jafnræði í því að við þurfúm að láta
svo og svo miklu meira af hendi
heldur en hinn samningsaðilinn,
sagði Jóhann.
-rk