Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 10
faömi fjalla blárra Viðtal við Smára Haraldsson, verðandi bæjarstjóra á ísafirði, þar sem freyðir aldan köld I -Auövitað erum viö andstæðingar Sjálfstæöisflokksins ákaflega kampa- kátir, þegar hann gengur klofinn til kosninga, við erum ekki eins kátir þegar hann sameinast eftir kosningar, Já, hún freyddi köld, aldan, þegar við fjórir félagar á rauða níu tonna pungnum veltumst inn um Djúpkjaftinn og þokuðumst í sí- fellt vægari öldu alla Ieið inn í bæinn góða í faðmi blárra fjallanna. Hann fennti meira að segja ofan í sjó, Breiðadalsheiði lokaðist og hann gekk á með óhuggulega svörtum éljum undan Súganda og Gelti og undarlegt um miðjan júní að horfa á norðan brotölduna steypast inn gegnum iðulausan hvítan vegginn framundan. Heima- menn, sem síðastir manna kalla allt ömmu sína í sjósókn í öllum veðrum, þeir sögðu að þetta væri bara andskotans bræia. Ósköp varð maður feginn eft- ir hálfs annars sólarhrings velting sunnan úr Kópavogi að komast í rólegheitin inn með Óshlíðinni og loks á stilltan sjóinn í höfninni í Sundunum og hef ég þó sjaldan verið minna sjóveikur í vondu síðan ég var að flækjast eins og hver annar ælukjói með strand- ferðaskipunum í gamla daga. Og svo var ég ekki fyrr kominn á land en ritstjóri Blaðsins Okkar bað mig að taka eitt lítið viðtal við hann Smára, verðandi bæjar- stjóra. Auðvitað er ekki hægt að taka lítið viðtal við mann eins og Smára, hann kann frá of mörgu að segja, en ég reyni að reiða fram kjamann úr því sem hann sagði mér. - Jceja, Smári, Alþýðubanda- lagið er gengið til samstarfs við Sjálfstœðismenn hér á Isafirði. Þeim sem ekki þekkja til hér fannst þetta óvœnt og undarlegt nú, þegar mörgum þykir allt betra en íhaldið! Geturðu skýrt þetta, eða er þetta ef til vill ekkert und- arleg sátt höfuðfjendanna í stjómmálum á þessu Iandi? - Já, forsagan er í stuttu máli sú, að í bæjarstjómarkosningun- um 1990 klofhaði Sjálfstæðis- flokkurinn hér og bauð fram tvo lisla, D-Iista og í- lista. Þeir fengu síðan meirihluta, D þtjá menn og í tvo, af níu. Það var mikil pressa á listana tvo að Sjálfstæðismenn notuðu sér það að vera nú komnir með meirihlutann. En þetta var ekki bragð hjá þeim til þess að ná meirihluta, eins og raddir heyrð- ust um. Persónulegur ágreiningur var mjög áberandi. Kratarnir sviknir Höfuðkosningamál I-listans var, að Haraldur L. Haraldsson, fyrsti maður listans, yrði áfram bæjarstjóri. Eftir kosningamar í fyrra gerðist reyndar nokkuð und- arlegt. Búið var að gera málefha- samning milli Alþýðuflokksins og D-listans. Þá snem D-lista- menn við blaðinu og fóm í sam- starf við í-listann. Kratamir vom sviknir þama, einfaldlega. Har- aldur varð bæjarstjóri áfram, en aldrei var gengið frá ráðningar- samningi hans. Þessir listar gátu ekki unnið saman, þegar til kom, upp kom hvert ágreiningsefnið á fætur öðm og fyrirsjáanlegt að meirihlutinn spryngi eftir Alþing- iskosningamar nú, þótt þeir reyndu að halda saman þangað til. I-listamenn gerðu síðan kröfúna um, að gengið yrði frá ráðningar- samningnum, D-listinn neitaði og allt sprakk, öllum til ánægju. Og nú þurfti að mynda nýjan meiri- hluta. Nú em flokkar vissulega í stjómmálum til þess að hafa áhrif og hér hafði Alþýðubandalagið tvo möguleika. Annan að fara með Framsókn og D- lista, hinn að fara með í-lista og Alþýðu- flokknum. Auðvitað vom all- skyns þreifingar í gangi og erfitt að meta hvort væri betra, en við áttum ekki val í raun og vem, því Alþýðuflokksmenn vom tregir, vegna svikanna í fyrra, þegar allt snerist á einni nóttu, þeir vildu heldur ekki Harald sem bæjar- stjóra. — Deilumar standa þá um menn, ekki málefni? - Já, það má segja það. Fæst bæjarmálin hér á Isafirði em flokkspólitísk, ffekar það hverjir geta unnið saman, en auðvitað koma fram mismunandi skoðanir. Nú, við fengum tilboð um við- ræður við D- lista og B-lista, héldum fund á fostudegi fyrir sjó- mannadaginn og veltum þessu mikið fyrir okkur. Niðurstaða okkar varð sú, að ef við færum í þetta meirihlutasamstarf, yrðum við að fá bæjarstjórann. Þar kom tvennt til: Þannig töldum við áhrif okkar tryggð og einnig það, að við gætum stuðlað að því að hér yrði vinnufriður. Við töldum ekki vænlegt að Sjálfstæðismaður yrði bæjarstjóri, né heldur að einhver utanaðkomandi yrði ráðinn. En þetta gekk allt upp og meirihlut- inn var myndaður á hálftíma. — En hvernig getur Alþýðu- bandalagsmaður frekar tryggt frið heldur en einhver annar, t.d. Framsóknarmaður eða þá óflokkspólitískur bœjarstjóri? - Það verður að segjast eins og er, að þar skiptir maðurinn miklu, sá sem ræðst í starfið, og mikil- vægt að hann sé vel kunnugur og viti í hveiju ágreiningurinn felst. Persónugervingur átakanna Auðvitað erum við andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins ákaf- lega kampakátir, þegar hann gengur klofinn til kosninga, við erum ekki eins kátir þegar hann sameinast eflir kosningar, en ég er alveg klár á því, að við vinnum enga sigra á sundrungu pólitiskra andstæðinga. Þessi flokkur er sterkasta stjómmálaaflið hér á Isafirði og ef hann er sundraður, kemur það niður á bæjarfélaginu fyrst og fremst. Ég er svo sem ekki að setja mér það markmið að sameina Sjálfstæðisflokkinn, enda ekki til þess kjörinn. Það er þeirra mál. En verkefni það sem öllu skiptir er að fá frið í bænum. Hér hafa verið margvísleg ágreiningsmál erfið viðfangs með alls konar sárindum og hafa tengst persónu Haraldar bæjar- stjóra. Hann hefúr verið bæjar- stjóri í tíu ár og staðið sig vel, ver- ið ágætur bæjarstjóri, en allt á sitt skeið og hann var orðinn persónu- gervingur þessara átaka í stöðu bæjarstjóra og sem oddviti í-list- ans, þess vegna var hans tími kominn. Þetta var ekki hans sök. - En einhver málefnaágrein- ingur hlýtur samt að vera á ferð- inni, ekki er þetta eintómt ergelsi út afþvi hvernig einhver snýrir sér í bæjarstjóminni, eða hvað? - Eins og það blasir við okkur hinum er það fyrst og fremst það, jú. En vel getur verið um annað og eldra að ræða. Að í-listanum stendur einkum rækjufólkið, út- vegsmenn og sjómenn, þeir vom óánægðir með vissa menn í flokki slnum. Má vera, að þama takist á verslunarvaldið og útgerðarvaldið og sögulegar rætur séu þær, að út- gerðarmenn bmtust undan valdi verslunarinnar. Ekki skal ég þó fúllyrða neitt um það. En sam- setningin er öll undarleg. - Alþýðubandalagið styrkir auðvitað stöðu sina, en málefhi hljóta samt að skipta máli einnig. - Auðvitað er það. En ég vil segja, að yfirmarkmiðið sé að fá frið, svo fólki líði vel í bænum, það þrá allir. Að við fáum að íifa í friði hér í faðmi fjalla blárra, þótt það sé varla heilagt hlutverk Al- þýðubandalagsins að koma því til leiðar. í þessu samstarfi verður tekist á um bæjarmálin, nokkuð sem hefur ekki verið hægt lengi, og þar em í lamasessi mikilvæg mál, já fyrst og fremst þau mál sem Alþýðubandalagið ber fyrir bijósti. Við höfúm til dæmis verið án félagsmálastjóra frá því um áramót og reyndar verið mesta basl í þeim málum um tíma. Við úr fyrri meirihluta eigum ein- hveija sök á því. En þetta er gjör- samlega óviðunandi ástand og er að kaffæra alla þá sem að þessum málum vinna og reyna að leysa brýnasta vandann í frístundum. I annan stað er það svo í dagvistun- armálunum að hér er ein fóstra, þyrffu helst að vera um tíu á þess- um þremur stofnunum, og hún hefúr reyndar sagt upp. Þetta mál var að vísu ekki heldur í nógu góðu lagi hjá okkur í fyrri meiri- hluta, við áttum í útistöðum við fóstrur, því miður. Þá eru skóla- málin mikilvæg, hlynna þarf að innra starfi grunnskólans og þar höfúm við margt til málanna að leggja. Menn eru svo sammála um að nauðsynlegar byggingar- framkvæmdir við skólann séu for- gangsverkefni sem ljúka þurfi. Það eru ekki síst þessir mála- flokkar sem við teljum okkur eiga erindi með í meirihlutann. Annað, sem þessi meirihluti ætlar að vinna, eru ýmsar verkleg- ar framkvæmdir, sem alltaf ber hæst, þótt þær skipti ef til vill ekki mestu máli þegar öllu er á botninn hvolfl. Við viljum ljúka við íþróttahúsið. Samningurinn ffá 1986 gerir ráð fyrir að Ijúka því 1992, en byggingin hefur nánast verið stopp um tíma og það er mál Haraldar bæjarstjóra, sem hefur hægt á íþróttahúsinu og heldur viljað greiða niður skuldir. Það er vissulega góðra gjalda vert, en hins vegar er íþróttahúsið merki- legt mál. Þannig var, að 1986 vildum við í Alþýðubandalaginu, að grunnskólaffamkvæmdir hefðu forgang ffam yfir íþróttahús. Al- þýðuflokkur og Framsókn þrýstu hins vegar mjög á um að íþrótta- húsið yrði byggt. Við sættumst á það að fara í þessar framkvæmdir báðar, þótt auðvitað sé heppilegra að vera aðeins með eina fram- kvæmd í einu. í slíku samstarfi er mjög mikilvægt, að fólk sætti sig við niðurstöðuna. Þegar við vor- um búin að samþykkja þetta hvorttveggja, þurfti ekki að ræða málið frekar, þá átti bara að halda áfram. A slíku máli er mjög mik- ilvæg hlið: Þegar byijað er á framkvæmdum sem þessum, þá bindur fólk vonir við þær. Þegar þetta var samþykkt 1986, sagði fólk: Þetta hús kemst ekki upp fyrir aldamót. Það gerist aldrei neitt héma! Sjáið þið sjúkrahúsið. Það er búið að vera tuttugu ár í byggingu! Ef við nú stoppuðum þessa byggingu, þá væri það til að staðfesta þetta vonleysi fólksins, að hér gerist aldrei neitt. Það er þess vegna, sem það er svo mikil- vægt að bæjaryfirvöld séu ekki að kynda undir óraunhæfum vonum, en standi hins vegar við sam- þykktir sínar og klári málin. Ég held satt að segja, að þetta mál, ásamt fleiri slíkum, sé aðalástæð- an fyrir þessari sundrungu sem hér hefúr verið. Fólkið vantar von. Það verður þreytt. Þess vegna ætlar þessi meirihluti að klára íþróttahúsið og klára grunn- skólann ásamt því að sinna vatns- ffamkvæmdum og halda áffam í hafnarmálunum, sem eru reyndar í nokkuð góðu standi. - Þú talar um vonir manna og vonleysi, og þá vil ég spyrja þig um framtíðina. Nú erum við „Störreykvikingar" búnir að skipta landinu í tvennt: Það er Reykjavík og svo er Landsbyggð- in, sem er einhver staður einhvers staðar fyrir utan Reykjavík. Og Island er á góðri leið með að verða eitt borgríki, en auðvitað stoppa menn ekki þar, þeir halda áfram út í útlandið. Eða hvað sýnist þér? - Ég hef enga trú á því, að slíkt borgríki geti staðið eitt. Landið verður allt að haldast í byggð, innan vissra marka auðvit- að, það er spumingin um að búa á íslandi og fyrir því er auðvelt að færa rök. Þreyta og vonleysi Sko, þessi sundrung sem ver- ið hefúr hér á Isafirði og eyðilagt fyrir okkur bæði út á við og inn á við, fféttir berast af átökum í bæj- arstjóm, um kirkju og á fleiri sviðum, þetta laðar til dæmis ekki fólk til að flytja hingað, eyðilegg- ur fyrir okkur inn á við einnig. Það er mikilvægt að greina vand- ann. Ég er sannfærður um, að ástæður til þess að menn þræta em ekki málin sem rifist er um. Það er annað, sem liggur að baki. Það er þreyta, það er vonleysi, og á þeim málum þarf að taka. Ástæður þessa em ýmsar, m.a. það að menn horfa upp á það á hveiju ári, að Vestfirðingum fækkar. ísafjörður stendur að vísu í stað, en þar fækkar þá hlutfalls- lega. Þetta er eins og innan fjöl- skyldunnar, þegar maður er þreyttur og leiður, rífst maður út af ýmsu því sem skiptir engu máli. Og jafnframt því sem við þurfum að greina vandann, er ákaflega mikilvægt að við ísfirð- ingar og Vestfirðingar og aðrir þeir, sem búa úti á landi, áttum okkur á kostum þeim sem em við það að búa úti á landi. Við þurfúm einnig að greina björtu hliðamar og halda á loft bæði fyrir aðra og ekki síður okkur sjálf. Og hvaða kostir em þá við það að búa hér á ísafirði? Það er ekki víst að auð- velt sé að greina frá því í stuttu máli og einfóldu, þar er oft ffekar um að ræða skilning og tilfinn- ingu en ákveðnar staðreyndir, en við búum hér til dæmis í mikilli náttúm, óspilltri að mestu, við er- um fá, hver einstaklingur er mik- ils virði hlutfallslega, við ættum að vera laus við stórborgarvanda- mál, fólk getur verið ömggt um bömin sín og aðalkosturinn er ef til vill einmitt þessi, að geta alið upp bömin sín við þessar aðstæð- ur. Þetta eigum við að hugsa meira um. 10 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.