Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 21
Skipulagt fyrir bíla Nú glymur sú auglýsing í eyrum fólks að einstakar gerðir bfla séu „umhverfisvænar". Hvernig á að bregðast við þess- um ósköpum? Bílamenningin er ómenning Hvemig geta bílar nokkru sinni verið „vænir“ í skilningi umhverfisvemdar? Ættu íyrirtækin ekki fremur að auglýsa „skárri“ bíla og leggja þá kannski mest upp úr eyðslunni, en minna upp úr svokölluðum mengunarvamarbúnaði? Skipuleggjendur borga og bæja gætu líka kallast „umhverf- isvænir“, ef þeir reyndu að taka minna tillit til endalausra þarfa einkabílsins og meira til þarfa þeirra vænu borgara, sem ekki eiga bíla eða vilja nota þá i hófi. Við könnumst öll við tækni- kratana, sem yppa öxlum, glotta út í annað og segja: „Nú, fólk vill þetta“, þegar reynt er að reka áróður fyrir annars konar skipu- lagi. Ef fólki væri hins vegar leyft að velja á milli nútímalegrar raf- brautar sem tengja mundi saman þéttbýlissvæðin á Stór-Reykja- vikursvæðinu: Mosfellsbæ, Ár- bæ, Breiðholt, um Umferðarmið- stöð við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð, og hins vegar hrað- brautarlagningarinnar sem virðist eiga að þjösna um Hlíðarfót, Fossvogsdal og viðar, er ég ekki viss um að allur almenningur myndi velja hraðbrautimar. Stofnkostnaður hins fyrirhugaða hraðbrautakerfis er álíka mikill og kostnaður við ofangreinda raf- braut og rekstrarkosmaður áreið- anlega ekki hærri í rafbrautar- dæminu, þegar umhverfisspjöll bílamenningarinnar em tekin með í reikningsdæmið. Um þessi mál hefur mikið verið deilt um árabil, og hvet ég hér með fólk til að kynna sér mal- bikunaráform borgaryfirvalda, sem nú em til sýnis hjá Borgar- skipulagi og gera við þau athuga- semdir. Mótmæli græn- ingja á Miljö ‘91 Það vakti talsverða athygli norrænna þátttakenda á ráðstefn- unni Miljö ‘91, þegar hópur græn- ingja kom mótmælum sínum á ffamfæri í umræðuhópnum „Manngert umhverfi“. Þar höfðu Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórar- inn Hjaltason, Jóhann Pálsson og Reynir Vilhjálmsson keppst við að lofa og prísa umhverfismála- stefhu íhaldsmeirihlutans i Reykjavík. Sú spuming var upp borin hví hjólreiðamenn í Reykja- vík fengju lakari þjónustu en hrossaeigendur. Það væm þó alt- ént 70.000 hjólhestar í umferð á höfuðborgarsvæðinu og þeim væri hvergi ætlaðar neinar skipu- lagðar brautir, á sama tíma og aðr- ir hestar hefðu sínar reiðgötur allt ffá Arbæjarhverfi og um allar lendur Reykjavíkurstiftis effa. Fátt varð fyrst um svör, en brátt spratt Þorvaldur S. Þorvalds- son, forstöðumaður Borgarskipulagsins upp og lýsti myrkum vetrar- nóttum á Islandi fyrir ráðstefnugestum. „Látið ekki blekkjast af sólinni núna. Svona er þetta sjaldan á landi hér. Flesta mánuði ársins er ófært fyrir reiðhjól á Is- landi.“ Þá kvaddi norskur fundargestur sér hljóðs og Iýsti góðum aðstæð- um hjólreiðamanna í Tromsö og Hammerfest 10 mánuði ársins. Að lokum sagði hann sposkur á svip: „Ég hélt alltaf að við lægjum norðar en Reykjavík. Nú þarf ég að kíkja aftur á kortið, þegar ég kem heim.“ Mikið fát kom á embættis- mennina við þessa óvæntu uppá- komu. Þegar græningjamir gerðu sig líklega til að spyrja fleiri „óþægilegra" spuminga í viður- vist hinna norrænu gesta rufu fundarstjómendur umræðuna og drifu alla í vettvangsferð í grasa- garðinn i Laugardal. Töluverða kátínu vakti á með- al fundargesta að fyrsta skiltið, sem blasti við er komið var í Laugardalsgarðinn var: HJÓLREIÐAR BANNAÐAR! Sænskur ráðstefnugestur hafði að orði við þann er þessar línur ritar að sér virtust íslending- ar vera 10-15 ámm á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum í almennri þekkingu á málefúum umhverfis- ins. Hlýt ég að vera honum sam- mála um þetta. Vonandi verða svo jákvæð áhrif af upplýsingum sem miðlað var á Miljö ‘91 að vitneskja al- mennings vaxi hröðum skrefum. Ekki veitir af. Skemmtileg vinna íslenskra skólabama sem sýnd var í Mela- skóla á meðan á ráðstefnunni stóð bar vitni um þáð að eitthvað hefur nú síast inn í unga kolla um mál- efni umhverfisins. Er það vel. Þeim tilmælum skal hins veg- ar beint til skipuleggjenda Miljö ‘91 að leyfa öðrum fróðleiksfus- um nemendum að beija þessa ágætu vinnu augum á komandi hausti. Allt í rusli Við háskólann í Arizona starfar mannfræðingur að nafni Wiiliam Rathje. Helsta rannsóknarverkefni hans er að gramsa í gömlum ruslahaugum víðsvegar um Bandaríkin. Ein athyglisverðasta niðurstaða hans frá sjónarhóli umhverfis- verndar er að rotnun á haugum þessum er miklu hægari en menn höfðu áður haldið. Hann fann m.a. mjög gott sýnishorn af þjóðarréttinum, pylsu í brauði. A sama stað fundust heillegir stönglar maískorns, vínber og vel læsilegt dagblað frá 1952. Þetta hafði allt legið á kafi í 35 ár, þegar það fannst og hafði breyst ótrúlega lítið í út- liti, hvað þá rotnað. Niðurstaða mannfræðingsins var eftirfarandi: „Þar sem rusl er grafið í jörðu niður á sér sáralítil rotnun stað. Það er kannski eins gott, því það tefúr fyrir útskolun alls kyns eiturefna, svo sem prent- farva og málningarleifa út í grunnvatnið." Þessi staðreynd hefúr valdið mörgum áhyggjum um heim all- an. Vatnsbol eru víða í mikilli hættu vegna þessarar útskolunar. Ruslahaugamir eru tímasprengjur eiturs. Þeir halda samt áfram að vaxa með ógnarhraða. Þar sem áður vom djúpir dalir em nú kom- in fjöll af rasli. Þetta ófremdarástand er eitt af aðaleinkennum hins iðnvædda og markaðstryllta nútíma. Nýjustu fféttimar em þær að hver einasti Bandaríkjamaður losi sig að meðaltali við 1600 g af rusl.i á dag. Samsvarandi tölur fyr- ir ísland em 1200 g, Vestur- Þýskaland 1040 g, Japan 860 g og Frakkland 770 g. Aðalskýringin á þessum mismun liggur í ólíkri meðferð þessa hráefnis, sem sum- ir kalla rusl. Skilningur manna á mikilvægi endumýtingar eða skynsamlegri nýtingar á þessum „afurðum“ siðmenningarinnar er smám saman að vaxa um heim allan. Það mælir reyndar flest með þvi að þessi mál séu endurskoðuð rækilega. Það er náttúrlega ekkert annað en röng verðlagning hinna fjöl- mörgu afúrða náttumnnar, sem þama býr að baki. Skógum neimsins er eytt með ógnarhraða, því allt sem menn hugsa verður að prenta á blað til að hægt sé að nugsa það aftur. Tölvumar, sem áttu að spara svo mikinn pappír, Einar Valur Ingimundarson skila þveröfugum árangri. í eitt eintak af helgarútgáfu New York Times em menn famir að nota eitt kíló af pappír. Þama hefur geð- veikin náð hámarki. Pappír og pappi em nálægt fjórðungi sorps- íns, sem á haugunum lendir. Auk þess er tíundi hluti sorpsins timb- ur í einu eða öðm formi. Samtals á því þriðjungur sorpsins á rusla- haugum hins „siðmenntaða“ heims tijákenndan uppmna. Langmest af þessum pappír má endumýta eins og áður sagði og mundi rétt verðlagning fmm- hráefnisins ýta undir slíka iðju. Málmur og gler, sem á haug- ana fer, er víðast nálægt 10 % sorpsins. Eins og mönnum er kunnugt er ffamleiðsla beggja þessara afúrða mjög orkufrek. Þegar framleidd er ein áldós úr hrááli þarf tíu sinnum meiri orku en til að bræða þessa sömu dós aftur. Bandaríkjamenn fóm í áróð- ursátak fyrir nokkra: „Með því að endumýta eina einustu áldós spar- ast sú orka sem þarf til 3 tíma notkunar sjónvarps.“ Þar í landi hefur því sá árangur náðst að helmingumn af tómum áldósum er bræddur og endumýttur eða samtals 42.500.000.000 dósir á síðasta ári. Hinn helmingurinn er grafinn í jörðu niður. Það magn er svo gríðarlegt, að úr þriggja mán- aða urðun gætu Bandaríkjamenn endurbyggt allan flugflota sinn. Ef tekin væri afgerandi ákvörðun hjá hinum leiðandi drykkjarvömframleiðendum að skipta um umbúðir hefði það í för með sér verðhmn og þar með framleiðsluhmn á áli um neim all- an. Sænsku drykkjarvömlfam- leiðendumir Pripps nafa gert sig klára að skipta úr áli i plast innan fjögurra mánaða. Vaxandi áhyggjur, sem menn hafa orðið af sambandi áls við sjúkdóminn Alzheimer gætu líka orðið afger- andi þáttur í þessari ákvörðunar- töku. Endumýting glers og jafnvel ákveðinna tegunda af plastflösk- um er líka mjög auðveldur og raunhæfur kostur. Glerflöskur ma einfaldlega þvo til að gera þær jafngóðar og nýjar og ýmsar gerð- ir af plasti, t.d. PET (póly-efylen- tereþalat) má tæta í sundur, bræða og móta úr ný ílát. Stórfyrirtækið Procer & Gam- ble hefur náð góðum árangri á þessu sviði, sem og fleiri fyrir- tæki. Önnur plastefni, t.d. PVC (póly-vinyl-klóríð), sem em skað- legri umhverfinu, er unnvörpum verið að banna í umbúðaiðnaðin- um hjá ábyrgum þjóðum. Umbúðir utan um viðkvæmari drykkjarvömr, t.d. mjólk, em líka í gagnrýninni endurskoðun. Mik- ilvægt er að geta staðlað slíkar umbúðir, hvort sem um mjólk eða bjór er að ræða. I Svíþjóð horfa menn ákveðið til 1,5 lítra PET endumýtingar- flösku, sem verið er að prófa í Þýskalandi og Hollandi hja Hein- eken og PepsiCo. Þá flösku er gert ráð fynr að nýta megi 10 sinnum áður en hún fer í tætarann. Verðlagning á slíkum ílátum til endumýtingar verður ætíð að vera rétt og er gert ráð fyrir 25 kr. á þessar flöskur. Reyndar virðist skilagjald í nágrannalöndunum vera orðið mun hærra en hér á Islandi. í Þýskalandi er plastflöskuverðið komið í 50 pfenninga (18 kr.) og erþað mun hærra hlutfall af heild- arverði vömnnar en hér. Skila- gjaldinu var komið á sem lið í umhverfisvemd, og slái menn af verðinu, slá menn af kröfunum um hreinni náttúm, að mati þeirra,,sem til þekkja. A Italíu em menn nú famir að selja burðarpoka úr plasti og þyk- ir ekki duga að selja þá fyrir minna en 200 lírar (9 kr.) til að r r gjaldtakan hafi tilskilin umhverf- isverndaráhrif. Italimir þckkja nú líka vel til sorpvandamála frá fomu fari. Allt ffá tímum Rómveija em til himin- háir haugar af brotnum leirkrús- um undan víni og olíu. Frægust er hin 30 metra þykka brotahrúga hjá Rómarborg, sem kölluð er Monte Testaccio. Sorpvandamál nútímans em óvíða verri en í Rómarborg. Þar vita menn aðeins um afdrif 5 prósenta af þeim eit- urúrgangi sem til fellur. Öllu hinu er fargað ólöglega. Margan ís- lenskan ferðamanninn hefur líka rekið í rogastans, þegar ýmis um- hverfisvandamál Italíu hefúr bor- ið fyrir augu. Það er alls staðar verið að við- urkenna að skattlagning eða gjaldtaka til vemdar umhverfinu er mjög heppileg leið til að beina markaðinum í rétta átt. Græn- ingjaflokkurinn þýski hóf baráttu fynr umhverfisvemdarskajti (Ök- osteuer) strax árið 1982. I fyrstu vom þetta taldar ffáleitar hug- myndir. Nú styðja allir flokkar Þýskalands hugmyndina og sam- tök þýskra iðnrekenda mega vart vami halda fyrir hrifningu. Þau beijast nú hatrammlega fyrir upp- töku þessa skatts hjá Evrópu- bandalaginu. Umhverfismálaráð- herra EB, Carlo Ripa di Meana, hefur komið fram með fimm ára áætlun hvemig draga megi úr sorpflaumnum, hreinsa til á ill- ræmdum sorphaugum og hamla gegn flutningum á sorpi yfir iandamæri. Þama gæti verið um að ræða sjóði, sem veittu fjár- magni til tiltekinna hreinsunar- verkefna, mengunarvamarbúnað- ar eða landvemdaráforma. Föstudagur 28. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.