Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 22
 Z ¥ s~ (o 5 7 V Y~ 7 )V 77— T )2 /3 1 V H 15 IC 7T 5? 7* /I )2 20 'i l<* 2/ )7 VT~ 23 T 10 Jl y ](o 27 /8 77 ts £ Ý s~ Ý lU 5 W~ W b V J 8 lí 7 18 T Z ÍT )é 25 T 7 23 23 5 7 /7 18 S’ Z) 10 V\ (* 1? Tl ÍO 23 2o nr y )<o /? T 1 2S~ 1? V H? t( 23 2<* T 1 18 (d W 8 )(o V )0 T~ l7 23 7 T/ Xh 7 V 17 / 12 1Ö 23 )8 )0 Z )(, IC, V /7 l(p 22 23 12 V )(> 7 ) 25 3 28 21 )(o é 7 S? ié 23 27 18 2S 17 T T 17 11 S? 2J 5 17 T V yS V ih zJi 2iT 2T l(s> 30 3/ °) i W ísr ICp 17 V )f 32 1 )7 £2 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Krossgáta nr. 153 Setjiö rétta stafi ( reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjamafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 37, 108 Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 153“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2! 32 22 7 Jé 9 H 2 5 Lausnarorð á krossgátu nr. 149 var Smiðjuholt. Dregiö var úr réttum lausnum og upp kom nafn Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, til heimilis að Sæbraut 17, Seltjarnamesi. Hún fær senda bókina Kafarinn eftir Siegfri- ed Lenz f þýöingu Baldurs Ingólfssonar. Almenna bókafélagið hf. gaf út 1991. Verölaun fyrir krossgátu nr. 153 eru Duldir heimar. Almenna bóka- félagiö hf. gaf út 1991. MEÐ FLUGU IHÖFÐINU Sipurður Palsson Coronation Nú er lítið að frétta af veiði- skap. Margir koma daufir heim, en hafa þó orð á að félagamir hafi verið góðir, enda sé það mest um vert. Þetta er auðvitað alveg rétt, enda mun fátt leiðara en önugir félagar í veiðiskap. Sem betur fer er það nú sjaldgæft og það er reynsla mín að langflestir em reiðubúnir að greiða fyrir veiðifé- lögum sínum á allan hátt og em glaðir og skemmtilegir. Við fféttum af ágengum flug- um á Amarvatnsheiði. Þá er flug- an að ná sér í heitt blóð til að ná kynþroska í annað sinn áður en hún deyr. Kunningi minn lenti í góðri veiði í vatni norðarlega á þessum miklu heiðum. Hann átti eina flugu sem engin bleikja virt- ist geta látið i friði. Þetta var Black Demon númer 6. Flugan sú er afburðafalleg, en er ekki góð í gijótmulning. Ongullinn brotnaði líka áður en gijóthrúgan aftanvið veiðimanninn molnaði vemlega. Hann veiddi síðan þokkalega á þessar algengu gömlu flugur, en ekki var sami slagurinn um þær. Fluga vikunnar er frábært agn fyrir lax og sjóbirting, enda ætluð til veiða á Coho Salmon á vestur- strönd Norður-Ameríku. Hún heitir Coronation. 1. Öngull er CS 17. Stærð 2- 4-6. 2. Búkur: Fyrst er flatt Myl- ar- tinsel, tvívafið og lakkað und- ir og á milli. Síðan kemur ávalt tinsel í spíral. Lakkið svo allt með glæm. Bíðið meðan lakkið þom- ar. 3: Vængur: Hér var notað kálfshár. Fyrst hvítt, svo rautt og síðast blátt. Lengdin sést af myndinni. 4. Haus er svartur með hvítu auga með svörtum punkti í. Uppskriftin getur um ísbjam- arhár í væng, en það þorir nú eng- inn maður að hárreyta bjössana. Við notum því hár af íkoma og kálfi eða hjartarhala. Allt hefur það reynst vel. Farið með þessa flugu að Hrauni i Ölfusi eða á sambærilega staði. Þá fáið þið sjóbirting. Einnig verður hún lax- inum skeinuhætt þegar hann fer að ganga. Flugan dugar jafnt í tæra vatni og skoluðu. Ari Guðmundsson okkar gamli sundkappi hnýtti þessa flugu '84 eða '85 upp úr straum- flugubókinni hjá Bates og vakti síðan athygli mína á henni. Ég veit um marga fallega fiska sem veiðst hafa á hana. Glæsilegur árangur á EM Er þetta er skrifað, em íslend- ingar í 4. sæti á Evrópumótinu á ír- landi, eftir 22 umferðir af27. Glæsi- leg frammistaða, svo ekki sé meira sagt. Um tíma leiddu þeir mótið, eft- ir hreint afbragðs byijun. Urslit leikja okkar hafa verið eftirfarandi: Gcgn Brctum: 3-25 - Júgósl.: 23-7 - Frakkl.: 25-3 - Búlgaríu: 25-4 - Lichenst: 25-1 - Yfirseta: 18-12 - Tyrklandi: 21-9 - Póllandi: 8-22 - Þýskalandi: 21-9 - Austurríki: 25-3 - Sviss: 25-5 - Svíþjóð: 16-14 - Tékkósl.: 17-13 - Grikkl.: 24-6 - Ungverjal.: 14-16 - Yfirseta: 18-12 - Sovétríkj.: 15-15 - Portúgal: 23-7 - Spáni: 17-13 - ísrael: 9-21 - Finnlandi: 25-3 - Noregi: 9-21 Og eftir 22 umferðir hafa okkar menn 406 stig. Efstir em Bretar með 446,5 stig, þá Svíar með 432 stig, Pólveijar em komnir í 3. sætið með 412 stig og ísland með 406 stig. Holland kemur svo 1,5. sæti. A fimmtudag mætum við ímm og ítöl- um. Spái ég að okkar menn nái um 40 stigum út úr þeim leikjum. Með þá stöðu eigum við eftir Holland, Dani og Belga og baráttan um 3. sæti verður í algleymingi á milli Pól- veija, íslendinga og Hollendinga. Norðmenn gætu einnig blandað sér í baráttuna. Tvö efstu sætin tel ég vera ffátekin. Bretar gefa ekki eftir í þess- ari stöðu og Svíar em minnugir ófar- anna í Turku '89, þegar þeir „áttu“ mótið, en glutmðu því niður í 3. sæt- ið eftir frídaginn góða í miðju móti. Hvort sem oldcar menn ná verð- launasæti eða jafna árangurinn ffá Brighton '87 (4.-5. sætið), hefur þetta mót gcfið íslensku bridge- áhugafólki byr undir báða vængi. Japansförin verður þó að bíða að sinni, eða á Evrópa meir en 2 full- trúa á næsta HM? Mótinu verða gerð tæmandi skil í næsta þætti. Er þetta er skrifað, er lokið 4 leikjum í Bikarkeppni BSÍ. í I. um- ferð spila alls 32 sveitir, þannig að leikimir em 16 í þeirri umferð (út- sláttarfyrirkomulag). Sveit Ævars Jónassonar Tálkna- firði sigraði sveit Aðalsteins (Alla) Jónssonar ffá Eskifirði, í mjög jöfh- um leik. Spilað var fyrir vestan. Sveit Myndbandalagsins í Reykja- vík (Blöndals-bræður með styrk ffá gömlum refum) sigmðu léttilega sveit Bjama Brynjólfssonar ffá Sauðárkróki. Spilað var vestra. Sveit Lúsifers (nafnið verður að teljast ffekar óffumlegt, en sveitarmeðlimir þykjast geta lesið eitthvað á ensku lesmáli úr nafninu) skipuð yngri landsliðsspilumm okkar, Sveini og Steingrími, auk þeirra Svavars Bj., Sigurðar Vilhj. og ísaks Sig., sigraði sveit Oskars Sigurðssonar Reykja- vík nokkuð ömgglega. Og sveit Ei- riks Hjaltasonar Kópavogi sigraði sveit Neons Reykjavík, eins og áður hefúr komið ffam. Landslið okkar í yngri flokki, skipað Hrannari Erlingssyni, Matt- híasi Þorvaldssyni, Sveini R. Eiríks- syni og Steingrími Gauta Péturssyni, heldur til Finnlands um þessa helgi, til þátttöku í Norðurlandamóti yngri spilara. 9 sveitir taka þátt í mótinu, tvær ffá hveiju hinna Norðurland- anna, en ein sveit frá okkur. Liðs- stjóri í ferðinni verður Guðmundur Sv. Hcrmannsson, stjómarmaður í BSÍ. hafði mótið raunar legið niðri ffá 1939, af orsökum sem flestum munu kunnugar. í þau 39 skipti sem mótið hefur farið ffam (þetta er 40. mótið) hafa aðeins 7 þjóðir unnið sigur. ítal- ir oftast eða 12 sinnum. Þá Frakkar 8 sinnum, Bretar 6 sinnum, Austurrík- ismenn 5 sinnum, Sviar 4 sinnum, Pólverjar 2 sinnum og já, Ungveijar 2 sinnum. Okkar árangur hefur oftast verið ffekar slakur. 17 sinnum höfum við hafnað fyrir neðan miðju. Besti ár- angur er 3. sætið í Brighton (af 11 þjóðum) 1950. Þar á eftir kemur ár- angurinn á sama stað, í Brighton 1987, 4.-5. sætið. Síðustu 11 mót eða ffá 1971, að undanskildu mótinu í Brighton, hefur liðið alltaf hafnað fyrir neðan miðju. Því er árangur okkar manna á Irlandi þessa dagana vissulega tilbreyting og ánægjuleg. Það er ekki úr vegi að rifja upp viðureign okkar manna við Breta á síðasta Evrópumóti, i tilefni stöð- unnar, er þetta er ritað. Sá leikur var í fjörugra laginu. Til dæmis þetta spil: S: ÁKG2 H: Á73 T: K863 L:G3 BRIDGE Ólafur Lárusson Evrópumótið í Killamey á ír- landi er hið 25. í röðinni sem við tökum þátt í. Evrópumót í bridge var fyrst haldið 1932 í Hollandi, en það er ekki fyrr en 1948, í Kaupmanna- höfn, sem við komum til leiks, en þá S: D1076 H: G94 T: D74 L: 962 S: 8542 H: K10 T: 2 L: ÁKD1075 S: 9 H: D8652 T: ÁG1095 L: 84 Sagnir gengu: Austur Suður Vestur Norður G.Páll Kirby Þorl. ForresL 1 lauf lhj. pass 2 lauf 3 lauf (krafa) pass pass 4 hjörtu pass pass pass Útspil Þorláks var laufatvistur. Kirby spurði um útspil, í „lit mak- kers“ og Guðmundur skýrði ffá eins og var, hátt-lágt með tvílit, en lægsta með þrílit, sem er öfúgt við þeirra hefðbundnu reglu í ósögðum lit. Nú, Guðmundur tók sína tvo slagi á lauf og skipti síðan yfir í spaða. Gosi blinds átti slaginn. Lesendur sjá það i hendi sér, að 10 slagir em auðsóttir í spilinu,,með einfaldri talningu á Austur. Út kom laufatvistur, sem segir sagnhafa að Vestur heldur á þremur laufúm. Norður á 2 lauf, sama á sagnhafi og hvað em þá mörg eftir fyrir Austur? Jamm, 6 lauf. Síðan tökum við á hjartaás og meira hjarta. Austur lendir inni á kóng og spilar þá væntanlega laufi eða meiri spaða. Hvort heldur, þá lendir Suður inni og tekur hjartagosa af Vestur. Þá er Austur sannaður með 2 hjörtu, til viðbótar laufinu. Spaðann má alltaf reyna í leiðinni, þannig að í raun getur Suður talið hendi Austurs upp í 12 spil. Með því að leggja niður tígulkóng í lokin, er daman „sönnuð" þriðja í Vestur og sagnhafi fær sína 10 slagi. En, í þessu tilviki „toppaði" Kiiby tigul- inn og fór einn niður. Og Forrester í Norður var ekki ánægður. Eftir hálf- leikinn skellti hann á Kirby: ,J>etta var svo sannarlega lélegasti hálfleik- ur, sem ÞÚ hefúr spilað." Er þetta er skrifað, em þessir sömu menn (Bretar) efstir á EM. 22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júní 1991 .♦ ,f 4 .» .* .# .* 4 M-M M M MMMM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.