Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 9
HELGARUMRÆDAN
Við höfum aðstöðuna, yfirsýnina, tækin, tólin og tækifærin til að þróa
hér veruiega spennandi og nýstárlega íslenska tónlist. Tónlist sem
yrði stolt þjóðarinnar inn á við sem út á við. Tónlist sem vekti forvitni
um iand og þjóð. Tónlist sem sjálfkrafa og áreynslulaust yrði uppi-
staðan í íslenskri útvarpsdagskrá.
Óformleg regnhlífarsamtök höf-
unda, flytjenda, útgefenda og unnenda
íslenskrar tónlistar standa fyrir sameig-
inlegu átaki um þessar mundir undir yf-
irskriftinni „íslenskt tónlistarsumar“.
Um leið og átaki sem þessu er ætlað að
örva útvarpsspilun og almennan áhuga
fólks á íslenskum hljómplötum og tón-
leikum, þá er megintilgangurinn e.t.v. sá
að vekja fólk til umhugsunar um þann
raunveruleika sem blasir við þeim sem
eru á einhvern hátt tengdir eða jafnvel
háðir tónUst Er þar jafnt átt við hinn al-
menna neytanda sem og útgefendurna,
flytjendurna, höfundana og aðra þá sem
Ufa af rekstri verslana samkomuhúsa og
þjónustu á þessu sviði og þá ekki síst aU-
ar „frjálsu“ útvarpsstöðvarnar sem svo
eru stundum nefndar. Staðreyndin er
nefnUega sú að blessað „frelsið“ eins og
það er nú yndislegt, getur Uka haft sína
annmarka, einkum ef menn dorma í
sætri „frelsis“-vímu vanans og ugga ekki
að sér.
Fijálsu útvarpsstöðvamar sem fylgdu i
kjölfarið á langþráðu útvarpsfrelsi hafa því
miður verið svo frjálsar margar hveijar, að
þær hafa hreinlega gleymt þvi að vera ís-
lenskar. Og við, allir fijálsu litlu útvarps-
fiklamir, höfum notið þess frelsis og þeirra
forréttinda í bráðum áratug að geta rambað
að vild milli stöðvanna og staðnæmst þar
sem hljómfallið kitlar mest hveiju sinni.
Þangað til núna nýlega að kitlið breyttist í
hroll og bransinn hrekkur upp við það að
flestar íslensku útvarpsstöðvamar em að
dæla út erlendri dagskrá að langmestu
leyti, með hlut íslenskrar tónlistar ekki
nema 10- 15%. Á sama tíma átta menn sig
á því, að þó að tónlistin skipi nú margfalt
stærri sess í lífi nútima-íslendings en fyrir
daga fijálsu stöðvanna, þá er tónlistarþörf
þessara sömu nútíma- Islendinga um leið
að langmestu leyti svalað með útvarps-
hlustun. Og hvað þýðir það? Jú, dræmari
plötusölu og keðjuverkun sem hefúr að
sama skapi letjandi áhrif á útgefendur sem
og flytjendur og höfunda, hverra hlutur
rýmar verulega og var þó kannski ekki
burðugur fyrir.
Ekki bætir svo úr skák að tónlist er enn-
þá skilgreind sem munaðarvamingur í
skattalögum meðan allar aðrar listgreinar
em skilgreindar sem skattfijáls menning.
Þetta þarf að sjálfsögðu að laga eins og
margoft hefúr verið bent á.
Hver á aö borga?
Sú þróun sem hér um getur mundi ef
ekkert væri að gert, fýrr eða síðar ganga af
íslenskri tónlistarútgáfu dauðri, og slíkt
mundi þá að sjálfsögðu smám saman
breyta tónlistarútvarpi á lslandi í eitt alls-
heijar Kanaútvarp. Varla er það nú vilji
nokkurs manns og m.a. þess vegna hafa
menn staldrað við, efnt til átaks um „ís-
lenskt tónlistarsumar" í því skyni að reyna
að leysa vandann og komast að niðurstöðu
um hina sígildu en óþægilegu spumingu:
Hver á að borga? Utvarpsstöðvamar þykj-
ast hafa meira en nóg með sig, en em þó yf-
irleitt sammála um að vönduð íslensk tón-
list sé hið þakklátasta dagskrárefhi og
nauðsynlegasta. Hjá báðum sjónvarps-
stöðvunum hefúr sá óskammfeilni hugsun-
arháttur orðið æði algengur að ekki þurfi að
greiða fyrir tónlistareftii, sér í lagi ef um er
að ræða efni af nýútkominni hljómplötu
eða myndbandi sem eytt hefúr verið jafn-
vel milljónum í að ffamleiða. „Þetta er svo
góð auglýsing fyrir ykkur“ er gjaman við-
kvæðið og meira að segja greiðslur fyrir
endursýningar á tónlistarþáttum hafa verið
aflagðar. Hér þarf að koma til aukin sam-
staða og samningaharka hagsmunaaðila.
Á meðan höfúndar em hvað skást settir
gagnvart notkun á tónlist í fjölmiðlum þá
sér ljósa nauðsyn þess að fjölga mörkuðum
fyrir íslenska tónlist, ekki síst með hliðsjón
af nýrri og opnari Evrópu. Þannig hefur
Skífan h.f. ráðið til landsins breskan mark-
aðsmann til að vinna að öflun nýrra mark-
aða, og Steinar h.f. hafa gert útgáfúsamn-
ing í Svíþjóð um dreifingu á Norðurlönd-
um og víðar. Til þess að slíkt megi skila
sem bestum árangri þarf annars vegar að
efla skilning og samstöðu heima fyrir um
mál eins og Rómarsáttmálann, aukna hlut-
deild íslensks útvarpsefnis og niðurfellingu
Því er stundum haldið ffam að reggae-
tónlistin á Jamaica, sem er í senn stolt
heimamanna og ein helsta útfiutningsgrein,
hafi þróast á sinn sérstaka hátt vegna
slæmra móttökuskilyrða á bandarísku út-
varpi, hljóðið hafi dottið inn og út og lagt
þannig línumar fyrir hina skemmtilegu
hrynjandi reggae-tónlistarinnar. Þá má
nefna blúsinn, sem byijar sem röfl og
harmakvæl hijáðra innfiuttra blökkumanna
í ánauð í Ameríku. Aðrar áhrifamiklar tón-
listarstefnur þróast út frá trúarathöfnum,
Hvers vegna
íslenskt
tónlistarsumar?
beijast nú flytjendur og útgefendur fyrir
því að fá hagsmunum sínum borgið á sam-
bærilegan hátt, en til þess þarf Rómarsátt-
málinn að ganga í gildi á Islandi eins og
víðast hvar hefúr gerst. í því máli þarf
menntamálaráðherra að hafa frumkvæði.
Það er einnig á valdi þess sama ráðherra að
leggja línur um hlutfall innlends efnis af
heildardagskrá ljósvakamiðla.
Þá verða stjómendur sömu miðla að
vera til viðræðu um sanngjamari greiðslur
fyrir innlent dagskrárefni, þ.e. tónlist sem
eytt er vikum og mánuðum í að semja, út-
setja, æfa, flytja, hljóðrita og gefa út. Það
getur ekki talist sanngjamt að slíkt dag-
skrárefni fáist ókeypis, sérstaklega ekki
þegar sölumöguleikar sama dagskrárefnis
á hljómplötum hafa snarminnkað við
aukna mettun af völdum útvarpsspilunar.
Hér verða menn að mætast af sanngimi og
gagnkvæmum skilningi.
Stillum saman
strengi
Útgefendur á íslandi em sammála um
nauðsyn þess að treysta forsendur íslenskr-
ar hljómplötuútgáfu, sem hin síðari ár hafa
verið vægast sagt hæpnar. Auk áður-
greindra baráttumála hafa útgefendur gert
vasksins svo eitthvað sé nefnt.
Hins vegar þarf sjálf tónlistin að fá að
þróast og þroskast þannig að íslensk tónlist
verði álíka auðþekkjanleg og t.d. tónlist frá
Jamaica, frönsk tónlist, bresk, afrísk eða
bandarísk. Heildarímynd íslenskrar tónlist-
ar er því miður ákaflega óljós, enda varla
við öðm að búast þar sem Islendingar em
tiltölulega nýbyijaðir að fást við eigin tón-
listarsköpun að einhveiju marki. Hins veg-
ar mun styrkur smáþjóða í framtíðinni fel-
ast í sérstöðu á þessu sviði sem öðmm. Þeir
sem vilja og þora að vera öðmvísi verða
svo að njóta til þess stuðnings og skilnings
meðan verið er að slípa stálið, slíkt mun
síðan skila sér margfaldlega þegar þorps-
búar í heimsþorpi morgundagsins fara að
skima eftir spennandi kúltúr til að kynna
sér. Öðmvísi kúltúr verður nefnilega eflir-
sóttari með degi hveijum í hinu alþjóðlega
flatiendi gervihnatta- og asfaltplánetunnar,
þar sem fólkið, umhverfið og menningin
stefnir allt í sama farveg, sama mót. Hvort
sem íslensk tónlist fer að skarta keðju-
skrölti eða hamarshöggum að hætti Jóns
Leifs, eða rafvæddu langspili með fössi og
vá-vá pedal, þá er ljóst að einhvers konar
einkenni, óvenjuleg hljóðfæraskipan eða
söngmáti mundi auðvelda þá eymamerk-
ingu og efla þá sérstöðu sem okkar tón-
menning þarfnast.
kjötkveðjuhátíðum eða hreinlega léttsukk-
aðri spilagleði.
Við höfúm aðstöðuna, yfirsýnina, tæk-
in, tólin og tækifærin til að þróa hér vem-
lega spennandi og nýstárlega íslenska tón-
list. Tónlist sem yrði stolt þjóðarinnar inn á
við sem út á við. Tónlist sem vekti forvitni
um land og þjóð. Tónlist sem sjálfkrafa og
áreynslulaust yrði uppistaðan í íslenskri út-
vaipsdagskrá. Við erum flest sammála um
nauðsyn og ágæti alls þessa. Galdurinn
felst í að halda umræðunni og samstöðunni
vakandi og markmiðunum skýmm. Þá er
allt hægt.
Islenskt tónlistarsumar er rétt að byija.
Jakob
Frimann
Magnússon
skrífar
Föstudagur 28. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9
ípúj ,8S uJíJsbiLió'-I aAJÖÍIAÍ/TSH TTYK -- A3)8 8