Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 16
Margréí Lóa Jónsdóttir Hryllingsónæmi Ég hef alltaf haldið því fram að ég væri laus við aila hjátrú, en þegar að þessum pistlaskrifum kom uppgötv- aði ég hið gagnstæða. í síðustu viku þegar ég skrifaði pistil fyrir Helgarblað Þjóðviljans var glampandi sól- skin og þá átti ég tiltölulega auðvelt með að skrifa. í dag áttaði ég mig á því að ég hef ómeðvitað verið að biða eftir því að sólin léti sjá sig svo ég gæti skrifað pistil undir svip- uðum kringumstæðum og þá. Líklega væri eitthvað annað hér á síðunni ef skýin hefðu ekki verið svo vinsamleg að færa sig örlítið til í morgun. Einu sinni var ég spurð að því hvort ég væri haldin ein- hverri sérvisku í sambandi við það að skrifa, hvort ég notaði sérstakan pappír eða penna, en ég svaraði því til að slíkan hjá- trúarofsa væri örugglega frem- ur að finna meðal handbolta- kappa eða sjómanna. I morgun eyddi ég samt einni og hálfri klst. í að leita að blekpennag- armi sem ég er búin að eiga ffá því árið 1982. Það er nokkuð sérstakt. því ég týni yfirleitt öllum sköpuðum hlutum. Penni þessi er því líklega með því elsta í eigu minni, af fyrr- greindri ástæðu. Ég skrifa sum sé aldrei neitt, nema með þess- um eina penna! Og þegar mað- ur er í slíkum ham þá skjótast hugsanimar til og frá eins og þegar Ijós er kveikt um nótt og silfurskottur eru staðnar að einhveiju slæmu. Núna sit ég í garðinum mínum, nýbúin að lesa Mogg- ann og borða hrökkbrauð með marmelaði og er að hugsa um styrjaldir. Hvað þær eru fárán- legar og eins hversu fáránlegt sé að hugsa um þær á sólríkum degi sem þessum. Stríð virðist ekki hafa neinn sjáanlegan til- gang. Það bitnar alltaf á sak- leysingjum. Ofbeldi og pynt- ingar eru fylgifiskar styijalda, og þrátt fýrir það hversu vel upplýst við erum og hversu vel við getum fylgst með alls kyns hryllingi virðist það hafa furðu lítið áhrif á okkar daglega iíf. Stríðinu sem háð var fyrir botni Persaflóa telst nú vera lokið. Og það stríð hefur víst dregið dilk á eftir sér. Stríðs- hijáðar þjóðir eru i óða önn að byggja upp eftir eyðilegging- amar og hungur og vannæring em örlög fólksins. En hver man ekki fjaðra- fokið Sky- Chanelinn, viðtöl við sólbrúnan hershöfðingja sem kallaði ekki allt ömmu sína, skriðdrekana og Skud- flaugamar. Var talað um nokk- uð annað? Fréttimar vom und- irlagðar, en sem betur fer er nú aftur farið að segja okkur fiskifréttir, að ógleymdum fregnum af Álafossi og glæpa- heilsuhælinu í Hveragerði. Þegar Saddam og Bush deilan stóð sem hæst vom matartímar, sundlaugar og jafnvel almenningssalemi vettvangur stríðsumræðna. Ja, ekki ósvipað og þegar Dallas þáttaröðin var upp á sitt besta í sjónvarpinu. Nú hafði fólk eitthvað til að tala um. Og auð- vitað unnum við stríðið! Grýla og Leppalúði lentu í rifrildi og Leppalúði lamdi Grýlu, svo nú getum við veiað yfir hinum follnu borgurum. En hvað um framhaldið? Vanaleg hungursneyð og böm sem deyja drottni sínum. Og við sem vitum ekki einu sinni hvað svengd er! Og höfum því sjaldan raunvemlega ástæðu til að kvarta. Megrunarkúrar og heilsurækt hafa fyrir löngu tekið völdin. Þættir um slíkt virðast til að mynda eitt það þýðingarmesta sem sjónvarpið býður upp á um þessar mundir. Þeir em endursýndir ef ein- hveijir sem vilja breyta lifiiað- arháttum sínum missa af þeim. Auðvitað er öll heilsurækt góðra gjalda verð, en væri ekki nær að taka þetta í smærri skömmtum? Ég trúi því hrein- lega ekki að fólk sé svo illa upplýst um almennt heilbrigði eins og þessir þættir gefa í skyn. Við vitum heilmikið um líkamsrækt ef okkur er ljós sú einfalda staðreynd að ef við borðum meira en við þurfum, þá sest utan á okkur fitulag og eins að ef við hreyfum okkur lítið þá stirðnar Iíkaminn. Get- um við síðan ekki séð um af- ganginn sjálf? Nei! Það þarf ATAK. ÁTAK þetta og ÁTAK hitt. Allt þarf að tengjast átök- um. Væri ekki heillavænlegra ef Reykvíkingar væm duglegri að hjóla í borginni? Og ekki sakaði ef oftar væri drepið á kyrrstæðu bílunum sem fylla borgina mengun. Mér finnst heldur kaldhæðnislegt að hugsa til þess að þó Reykjavík teljist ekki til stórborga þessa heims þá gæti hún hæglega orðið álíka menguð og ein slík, ef ffam fer sem horfir. Jafhvel Neskaupstaður skákar Reykja- vík í þessum efnum, þar em uppi skilti sem benda mönnum á að hafa ekki kyrrstæða bíla í gangi. Kannski emm við orðin ónæm fyrir umhverfinu. Við emm alla vega með ákveðna tegund af hryllingsónæmi. Framleiðendur nýrra spennu- mynda keppast við að láta sem mest af heilasellum fjúka í myndum sínum. Þeir finna upp hina viðbjóðslegustu dauðdaga því það er tiskan í kvikmyndum um þessar mundir. Smám saman hættir þetta að hafa áhrif. Skiptir nokkm hvort um fréttir eða bíómyndir er að ræða, við hristum bara höfuðið, hvað annað getum við gert? Það er sama hvaða hugtök em notuð. Hagsmunabarátta, pyntingar, allsnægtir, örbirgð og síðan fyrir utan allt þetta: Okkar eig- ið tilvemsvið, heimilin og brauðstritið. Heimurinn sem við sköpum okkur til þess að nálgast hamingjuna, því við getum ekki endalaust hryllt okkur yfir þessari veröld. stend á sviði og rœði um sjávargróður enginn hlustar á mig jarðskjálftar og hungurs neyð prýða veggina og inn á milli er orðið strið skrifað með bleiku á sleikipinna ég hef nýlokið við ritgerð um neikvœðar forsendur og veit að dauðinn á sér sjálfstætt líf (M.L.J.) 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júní 1991 / \ i miíio — vlr/ua/iMCJari i i t rt Danir hrífast af Einari Kárasyni Fyrirheitna landið eftir Einar Kárason er nýlega komið út í Danmörku. Bókin hlýtur jákvæða dóma og það verður að teljast fagnaðarefni. Kynning á íslenskum bók- menntum erlendis er að öðm jöfhu verulega slæm og þar er fyrst og fremst við útgefendur að sakast. Ýmislegt bendir þó til að þau mál stefhi í átt til ffamfara og það er vel. I Berlingske tidende skrifaði Niels Houkjær rit- dóm um Fyrir- heitna landið. Titil greinarinnar mætti þýða svo: Á ferð með mglurum í fyr- irheitnu landi. Niels segir að sjaldgæft sé að finna annað eins fyllerí og kvenna- far, jafn blóðug slagsmál og þvíum- líkt orðbragð eins og geti að líta í bók Éinars. Hann rekur það einnig hvemig sögumaðurinn Mundi reynir að halda jafnvægi með því að líta til baka í bemskuna og greiða úr flækjum á nútíðarsviðinu. Mundi ætlar að standa á eigin fót- um, segir þar, en það tekst ekki. Hins vegar tekst að halda bjartsýnina og sem betur fer verð- ur lesandinn fyrir áhrifum af henni, segir Niels Houkj- ær í Berlingske ti- dende. í Politiken skrifar Claes Kastholm Hansen. Grein hans heit- ir: Pissað á Meðaljón i jakkafotum. (Þetta er líka fijálsmannlega þýtt.) Claes er ekki eins ánægður með bókina eins og Niels. Hvað knýr þetta fólk áff am, annað en brennivín og almennur lífsleiði, spyr Claes og segist ekki hafa fengið að vita það við lestur bókarinnar. Hann lætur að því liggja að fullmikið beri á flat- neskjulegum bröndurum á borð við það að fullur Islendingur pissi á negra i jakkafötum. Það er auðvitað ansi fyndið, segir Claes, en það verður ekkert meira vegna þess að öll sagan er í þessum dúr. Claes lýk- ur þó engu að síður grein sinni á þvi að ekki sé annað hægt en hrífast af Kárasyni og fjölskyldu hans. Það er nóg sagt af skuggaverum og dapur- legum smáborgurum í heimi hér, segir Claes. Það er Preben Meu- lengracht sem skrifar í Jyllandspost- en og hann er jákvæðastur þessara þriggja. Grein sína kallar hann: ís- lenskur rithöfundur gerir flatneskju að fagurri list. Preben segir meðal annars að Einar hafi greinilega verið lærisveinn Guðbergs Bergssonar en nú hafi lærisveinninn skákað meist- ara sínum. I þessu skáldverki, segir Preben og er að tala um Fyrirheitna landið, gerist það undur að allt rugl- ið, allt það hallærislega og klikkaða fær æðra gildi vegna þess að höf- undurinn gerir það mannlegt og jafhvel fagurt. Höfundar þessara greina eru á einu máli um að þýðing Peter Söby Kristensens sé mjög góð. -kj Franskur útlagi Rithöfundur og andófsmaður frá Mórokkó hefur verið rekinn úr Frakklandi fyrir að gagnrýna Hassan konung II. Rithöfundurinn Abdelmoumen Diouri var í þann veginn að gefa út bók með nákvæmri úttekt á auðæv- um Hassans þegar innanrikisráðu- neytið rak hann til Gabon. Diouri er pólitískur flóttamaður og sam- kvæmt því opinbera þar í Frakklandi er hann rekinn úr landi í skjóli laga sem banna pólitískum flóttamönn- um að reka áróður í Frakklandi. Af franska flugvellinum berast þær fregnir að honum hafi verið komið f flugvél seint á fimmtudags- kvöld. Samskipti Frakklands og Mórokkó versnuðu í fyrrasumar þegar ffanskur rithöfundur gaf út bók þar sem hann gagnrýndi Hassan fyrir brot á mannréttindum. Þá varð Roland Dumas, utanríkisráðherra, að bregða sér til Mórokkó til þess að sefa reiði stjómarinnar. Frönsk mannréttindasamtök undir stjóm Danielle Mitterrand, eiginkonu ffanska forsetans, hafa lýst yfir áhyggjum vegna útlegðar Diouri. -kj Ljóóabækur í blaðinu í gær urðu þau mis- tök að rangur texti birtist með myndum af ljóðabókunum „Glit- korn“, eftir Valgarð Bragason og „Fyrir utan gluggann“ eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Valgarður Bragason hefur sent frá sér bók sem hann nefhir: Glit- kom. Bókin er 25 bls. að lengd, prentuð hjá Stensli hf. Þetta mun vera fýrsta Ijóðabók Valgarðs. Örlít- ið vottar fýrir því að Sjón hafi haft áhrif á þetta unga skáld, sérstaklega í síðasta kafla bókarinnar sem ber heitið: Dauðastríð auglýsingakúrek- ans. Til dæmis um skáldskap Val- garðs má taka þetta fossakvæði: Einmana foss Biðandi lengst uppi hlíðinni lengst fussandi. Klœddur i gráa þoku biðandi aleinn og augljós i huga einhvers sem er á leiðinni upp hliðina leitandi. Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent ffá sér ljóðabókina „Fyrir utan gluggann“. Bókin er gefm út hjá Hringskuggum. Hún er tæplega 40 bls. að lengd og fallega ffá gengin ef litið er framhjá nokkmm leiðum stafsetningarvillum. Unnur yrkir einna mest um bjartar tilfinningar bemskunnar og ástina sem getur kviknað milli manna. Þetta em sérlega erfið við- fangsefhi vegna þess hve oft og mikið hefur verið um þau fjallað. Unnur Sólrún yrkir líka um jafhréttisbaráttuna: Jafnréttisbaráttan Sokkar öskraði Sófus. En ég skopgreind kona sem hló innra með mér. Þarna stóð hann með heljartœrnar út úr. Hann fyllti þó altént i götin sjáljúr I gráböhvðu karlrembu samfélaginu. Meira en margur getur sagt. -kj iC’ísi ifiui njytnjuáwji

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.