Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 14
 40 börn í sveit Það var sagt frá því [ fréttum í byrjun júnímánaðar að 40 börn úr Austurbæjar- skóla fóru í 10 daga sveitadvöl. Helmingur barnanna fór á tvo bæi austur í Mýrdal en hinn helmingurinn vestur á Snæfellsnes. Það hefði ekki þótt fréttnæmt fýrir svona tveim til þrem áratugum að íslensk skólabörn færu í sveit að sumri til. Foreldrar þessara barna eru sumir ættaðir úr sveit, eða aldir þar upp, og margir hafa sjálfsagt verið í sveit á hverju sumri. En nú ér öldin önnur. Bændum hefur fækkað, en fólki í bæjum fjölgar stöðugt. Smátt og smátt rofna síðan tengslin á milli fólks í þéttbýli og dreifbýli. En það er háskaleg þróun ef sveitafólk og bæjar- búar hætta að umgangast, hætta að skilja líf hvers annars, Af því bærinn er háður sveit- inni og sveitin er háð bænum. í sveitinni er mest af matnum framleitt og líka efni í fatnað, en í bæjunum er þetta fullunnið og komið á markað. í bæjunum eru flestir neytendur. Tilgangurinn með sveitadvöl barnanna 40 var m.a. sá að þau gerðu sér betur grein fyrir þessum tengslum og lærðu að njóta þess að komast í snertingu við náttúru landsins. Það er yndislegt að hlusta á fuglana syngja um varptímann, en það er líka gaman að læra að þekkja þá og vita hvað söngvararnir heita. Sama er um gróðurinn. Það er æðislegt að leggjast niður í grasið og finna ilminn úr jörð- inni. En það er ekki síður skemmtilegt að vita hvaða jurtir það eru, sem gefa frá sér þessa góðu lykt. Börnin úr Austurbæjarskóla voru þátttak- endur í samstarfsverkefni skólans síns, Landverndar, menntamálaráðuneytisins og bændasamtakanna. Þau áttu að skrifa dag- bók um reynslu sína, og HÆNSNAPRIKIÐ hefur fengið leyfi til að birta brot úr einni þeirra. Seinna er ætlunin að öll íslensk böm fái hliðstætt tækifæri einhvern tíma á skóla- gongu sinm. Kveðja , Ur dagbók Veru Skálinn á Höfðabrekku 2. dagur Ég vaknaði kl. 8.30. Ég fékk mér að borða. Svo fórum við að gróður- setja. Við gróðursettum í kringum all- an skálann. Svo fórum við að borða. Við fórum að veiða. Ég kunni ekki neitt, en svo gekk mér bara vel. Það beit tvisvar á hjá mér, en ég missti þá af. Svo um kvöldið fórum við í ratleik og eftir það fengum við popp og djús og spiluðum. Góða nótt, kæra dagbók (Krakkarnir fóru í fjós og sáu kýrn- ar mjólkaðar. Þau fóru í hrosshaga að skoða nýfædd folöld og þau voru með bóndanum að vinna í heyi. Vera fékk snert af ofnæmi í augun.) 5. dagur Ég vaknaði um hálf níu. Mér var hræðilega illt í augunum. Ég fór til Dúru og sagði henni það. Hún sagði að augað í mér væri að bólgna upp. En þegar liðið var á daginn batnaði það. - Við fórum í nestisferð til Víkur. Við höfðum nestið með okkur að fjör- unni sem er rétt hjá Reynisdröngum. Þar fórum við að vaða. Svo borðuð- um við nestið og átum hundasúrur. Seinna fengum við ís og tyggjó. Eftir ísinn fórum við að skoða næst- stærsta kríuvarp á (slandi. Svo fórum við heim. Við fórum inn að skrifa dag- bók. En allt í einu kom Jóhannes bóndi og sagði okkur að koma og sjá þegar meri væri leidd undir graðfola. En merin var ekki tilbúin, svo við fá- um að sjá það seinna. - Svo kom Jó- hannes aftur og sagði okkur að við ættum að koma og sjá dýralækninn sauma sár á hesti. Það var ógeðs- legt. Svo borðuðum við kvöldmat. Eftir það fórum við í leiki og kvöldið endaði á því að okkur var sagt að við myndum fá að fara í hellisferð. Ég, Valgerður og Þóra sváfum saman og Þóra hélt fyrir okkur vöku langt fram á nótt. Góða nótt, kæra dagbók þín Vera Sunnudagur 9. júní I morgun fengum við að sofa út. En við vöknuðum um 9 og fórum að kjafta... Svo fórum við í hellisferð, þangað sem (kvikmyndin) Hrafninn flýgur var tekin. Þar borðuðum við nesti og tíndum plöntur, sem við ætlum að pressa og líma inn í bók. Þegar við komum heim, spurði Sólveig, hvort við vildum ekki hjálpa til í garðinum. Svo borðuðum við kvöldmat og feng- um að grilla pylsur sjálf. Kl. 10 fór ég, Þóra, Sara, Oddný, Jódís, Valgerður og Þorsteinn upp á fjall að finna gröf- ina hennar Jóku. Það er draugur, sem er einhvers staðar hér á Höfða- brekku. En gröfin hennar er einhvers staðar lengst uppi í fjalli. Við fórum ógeðslega hátt upp og áttum að fylgja rafmagnslínunum. Við héldum að við sæjum kirkjugarðinn, en flestir voru orðnir svo hræddir, að þau ætl- uðu að fara heim. Svo allt í einu heyrðum við flaut. Það var Björgvin, sonur bóndans. Hann sýndi okkur gröfina. Svo fórum við niður fjallið og út á veg. Þá var Sólveig komin að sækja okkur, því þau voru orðin soldið hrædd um okk- ur. Klukkan varorðin 12. Þegar við komum heim fengum við kleinur og mjólk og svo fórum við strax inn að sofa. Góða nótt, kæra dagbók (Krakkarnir héldu áfram að tína jurtir og hjálpa fólkinu við ýmis störf á bænum, m.a. að flysja kartöflur ofan í 20 ferðamenn. Þau fóru í hellaferð og á hestbak og í heimsókn til bónda í nágrenninu, sem framleiðir sjálfur sitt eigið rafmagn með eigin rafstöð í eig- in fossi. En svo leið að heimferð.) Miðvikudagur 12. júní Við vöknuðum allar í hrúgu. Sara hafði hrotið alla nóttina og ég svaf varla neitt. Svo borðuðum við morg- unmat og fórum að taka til. Eftir það fengum við að sjá þegar merinni var haldið undir graðfola. Síðan var há- degismatur og Valgerður spilaði á harmónikku. Svo fórum við inn í strákaslag. Eftir það fórum við í reið- túr og ég var aftur á Tvisti. Við fórum niður í fjöru og afturtil baka. Það var æði. Svo fórum við í kaffi. Svo að tína sprek í brennu. Við héldum brennu og Valgerður spilaði á harmónikku og við dönsuðum. Svo bjuggu strákarnir til fleka og Kalli datt af og rennblotn- aði. Við fengum nýbakaðar vöfflur og þegar Valgerður ætlaði að fá sér rjóma með rjómasprautunni spraut- aðist allt út um allt og allir voru með rjóma alls staðar. Svo fórum við að tala saman. Góða nótt, kæra dagbók þín Vera P.S. Þetta er síðasta nóttin. Grát- ur. 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.