Þjóðviljinn - 05.07.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Síða 2
Hreyfing er fyrir ölíu - Ætli maður gæti ekki hlaupið smásprett, sagði fijálsíþróttaleiðtog- inn Jóhann Jóhannesson í gasr. En þann 30. júlí efnir Glimufélagið Ár- mann til hlaups-skokks-göngudags til heiðurs Jóhanni og fleiri köppum, sem gerðu garðinn frægan með íþróttaafrekum sínum íyrr á árum. Síðasta dag júlímánaðar heldur Jóhann upp á 85 ára afmælið sitt og þá heldur fijálsíþróttadeild Armanns mót honum til heiðurs á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Þótt árin séu orðin mörg er Jóhann hress og segist hann þakka íþróttunum hversu unglegur hann er. - Hlaupið hefur verið mín della i lífinu, og ég var svo heppinn að kona mín hafði ekki síður áhuga á íþrótt- unum en ég. Ég varð fjórfaldur meistari á meistaramótinu árið 1930, en þótt ég hafi lítið keppt eftir að ég tók að eldast þá hef ég verið viðloð- andi íþróttimar. I 60 ár hef ég verið i stjóm fijálsíþróttadeildar Armanns, og í ein 50 ár var ég formaður deild- arinnar. Ég losnaði íyrst úr stjóminni í fyrrahaust. I heiðurshlaupinu verða hlaupnir tveir til tólf kílómetrar í nágrenni Ár- mannssvæðisins og er öllum vel- komið að taka þátt. Kjörorð beggja mótanna verða: hreyfing, vellíðan, bindindi og heilbrigði. Eða eins og Jóhann sagði: Hreyfmg er fyrir öllu. Hressir [þróttakappar á besta aldri. Þeir Guðmundur Arason, Jóhann Jóhannesson og Þorsteinn Einarsson. Hlaupið verður að auki haldið til verður einnig heiðmð minning iát- Gunnars Eggertssonar og Stefáns heiðurs stórvinum hans Guðmundi inna Ármenninga, þeirra Jens Guð- Kristjánssonar. Arasyni og Þorsteini Einarssyni. Þá bjömssonar, Jóns Þorsteinssonar, BE Lágværar lágmyndir og aggressívir skúlptúrar Kollegamir Sveinn Þorgeirsson og Daníel Magn- ússon em búnir að leggja undir sig Nýlistasafhið. Þeir sýna alls ólík verk; Sveinn hefur komið fyrir tröllvöxn- um skúlptúrum og veggskreytingum á neðstu hæðinni og salnum inn af henni, en Daníel hefur hengt upp lág- myndir sínar uppi á lofti, þar sem er skemmtilegt útsýni yfir bakgarðinn og skrítnu svalimar á húsinu á móti. Sýning þeirra félaga stendur til 14. júlí. Uppi á lofti við lágmynd, hattlaus en með fortáta húfu, listamaðurinn Daniel Magnússon. Mynd: Kristinn. Franskur saxófónn Heitt var í kolunum á Púlsinum á miðvikudagskvöldið. Blés þá í saxófón Frakkinn Daniel Beaussier ásamt kvartett sínum við mikinn fögnuð djassara á staðnum. Með honum í hitanum vom auk þess landar vorir, þeir Eyþór Gunnars- son á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Pétur Grétarsson trommuleikari. Daniel þessi er mjög fjölhæfur blásari og fátt sem hann getur ekki Ieikið á. Hann spilar á tenór og sópransaxófón, flautu, óbó og bassaklarínett. Kristinn myndasmiður rak inn nefið á Púlsinn og smellti þessari mynd af Frakkanum snjalla. ÍRÓSA- •GARÐINUM OG ÉG SEM HELT ÞAÐ VÆRI STARRI í GARÐI Köld vor verstu óvinir Kísil- iðjunnar við Mývatn (DV) ÞAÐ VANTAR AÐHALD í RIKIS- REKSTURINN Jón Óttar verði útvarpsstjóri (DV) ER STRIGAKJAFT- URINN AÐ LINAST? „Ég má ekkert, vil ekkert og get ekkert um þetta sagt,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri í morgun. (DV) HVER SKER ÚR UMÞAÐ? Sjúklingar en ekki skrimsli. (Þjóóviljinn) BÚIST ÞIÐ VIÐ KRAFTAVERKI? Ætlar ríkisstjómin að ákveða sig í dag? (Tíminn) EÐLILEG SJÚK- DÓMSEINKENNI - Þegar geðsjúkir eiga í hlut vísar hver á annan (Alþýóublaóió) lítill glans það Glansbrúðkaupið sem ekkert varð úr (MorgunblaóiQ ÞAÐ ER MARGT ROTIÐl. „Samstarf* íslands og Banda- ríkjanna afhjúpað í dag (MorgunbtaóiO) ÞEGAR NEYfMN ER STÆRST... Fjöldi íslendinga sem ég veit um hefir hjálpað landinu sínu með því að kaupa íslenzka vodkað dyggilega. (Morgunblaóió) 2.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.