Þjóðviljinn - 05.07.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Side 5
JH 1 U KJtL 1 1IJK Fósturskóli íslands „Kennum ekki úti á lóð“ Meira en helmingi fleiri sóttu um skólavist næsta vetur en komast að Meirihlutinn andvígur kvótasölu Afgerandi meirihluti þjóð- arinnar virðist andvígur við- skiptum með fiskveiðikvóta samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup á íslandi gerði fyrir Sjávarfréttir. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu eru 66 prósent aðspurðra and- vígir kvótaviðskiptum en 34 prósent fylgjandi. Könnunin var gerð í maí og var úrtakið valið úr þjóðskrá, úr hópi landsmanna á aldrinum 15 til 70 ára. 884 svör fengust. 48 prósent þeirra voru andvigir kvótaviðskiptum, 25 prósent fylgjandi, 12 prósent hlutlausir en 15 prósent neituðu að svara eða vissu ekki afstöðu sína. Sé litið til kynja kemur í ljós að fleiri karlar eru andvígir kvótaviðskiptum en konur. 66 prósent karla eru andvígir en ein- ungis 63 prósent kvenna. Afstaða þjóðarinnar eftir aldri er einnig skoðuð í könnun- inni. Þar kemur i ljós að andstað- an gegn kvótaviðskiptum eykst því eldri sem menn verða. I yngsta hópnum, aldurinn 15 til 24 ára, er meirihlutinn íylgjandi kvótaviðskiptum, eða 58 prósent en 42 prósent andvígir. 66 pró- sent fólks á aldrinum 25 til 34 ára eru andvígir kvótaviðskiptum, 68 prósent fólks á aldrinum 35 til 44 ára eru andvígir, 76 prósent fólks á aldrinum 45 til 54 ára eru and- vígir og 80 prósent fóiks á aldrin- um 55 til 70 ára eru andvígir kvótaviðskiptum. I könnuninni var einnig spurt hvort fólk fylgdist með umræð- um um kvótakerfi og sjávarút- veg. Rúmlega þriðjungur að- spurðra kvaðst fylgjast alltaf eða oft með umræðum um kvótakerfi og sjávarútveg og álíka stór hóp- ur kvaðst fylgjast sjaldan eða aldrei með slíkum umræðum. Þá kom í ljós að fylgi við kvótasölu er minnst meðal þeirra sem fylgjast best með umræð- unni en eykst eftir því sem fólk fylgist minna með. -Sáf Undir regnhlíf við Sæbrautina heldur Davíð Oddsson, forsætisráöherra og fráfarandi borgarstjóri, tölu við vígslu verksins „Partners- hip“ í gær. Bandarísku sendherrahjónin Cobb færðu Reykjavíkurborg höggmyndina að gjöf í tilefni þess að 50 ár eru liöin síðan formlegu stjórnmálasambandi var komið á milli fslands og Bandaríkjanna. Listamaðurinn Pétur Bjarnason á heiðurinn af verkinu, en það mun vera stærsta bronsafsteypa sem gerð hefur verið hér á landi. Verkið er táknrænt fyrir vinsamlegt samband og náið samstarf þjóðanna tveggja á þessu 50 ára tímabili. - Mynd: Kristinn. Sjúklingaskatturinn verði afturkallaður Fulltrúar ASÍ og BSRB áttu í gær fund með heilbrigðis- og tryggingaráðherra þar sem þeir gertu tilkall tii þess að sjúk- lingaskatturinn yrði afnuminn með því að greiðslufyrirkomu- lag vegna Iyfjakaupa verði aft- ur fært í fyrra horf eða tekið til gagngerrar endurskoðunar. Ráðherra gaf þó alls engin end- anleg svör af sinni hálfu á fund- inum A fundinum minntu fulltrúar ASÍ og BSRB á að kostnaðarauk- inn vegna breytingarinnar á lyfja- kaupum hafi verið metinn til 0,2 til 0,4 prósent skerðingar á kaup- mætti og því augljóst að verð- hækkun lyfja gengi þverl á þjóð- arsáttarfyrirheit stjómvalda. Samtök launafólks telja mjög mikilvægt að ná lyfjakostnaði niður, bæði með ódýrari dreifingu og hagkvæmari lyfjanotkun. Til að ná þeim markmiðum þarf að endurskipuleggja lyfsölu- kerfið og auka kostnaðarmeðvit- und lækna, sem í reynd ráða mestu um hvaða lyf eru valin hverju sinni. Hinsvegar teija sam- tökin að markmiðin náist ekki með því að flytja kostnaðinn frá ríkinu á einstaklingana og hverfa þar með ffá þeirri gmndvallar- stefnu að það séu mannréttindi að geta sótt heilbrigðisþjónustu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaðinum. -Sáf Þorsteinn afskrifar veiðileyfagjald krata Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra afskrifar alveg hugmyndir Aiþýðuflokks- manna, um að breyta kvóta- kerfinu í sjávarútvegi þannig að tekið verði upp veiðileyfagjald, í viðtali við Sjávarfréttir. „Mín afstaða er skýr. Eg hef andmælt þessari hugmynd og raunar heftir Sjálfstæðisflokkur- inn frá upphafi hafnað þeirri hug- mynd að stýra veiðunum með skattheimtu,“ segir Þorsteinn þeg- ar hann er spurður hvort það sé af- dráttarlaus afstaða hans að hann sé andvígur því að veiðileyfagjald verði lagt á. I viðtalinu segir Þor- steinn að hann telji mjög mikil- vægt að núverandi skipan kvóta- kerfisins haldist óbreytt. „Eg hef frá öndverðu talið, að núverandi kerfi sé líklegast til þess að tryggja þau þrjú höfuðmarkmið sem við stefnum að: í fyrsta lagi að vemda fiskistofnana, í öðru lagi að tryggja sem mest athafna- frelsi og í þriðja lagi að ná fram sem mestri hagkvæmni. Kerfið er hins vegar íjarri því að vera galla- laust,“ segir hann. A öðrum stað í viðtalinu segir Þorsteinn: „Núverandi kvótakerfi byggir á því að leyfilegt sé að framselja aflaheimildir og sam- eina þær. Frá mínum bæjardymm séð er vandfundið kerfi sem tryggir meira frjálsræði miðað við þá staðreynd að við þurfum að takmarka aðganginn að auðlind- inni. Það er líka hægt að bjóða veiðileyfin upp. Það fjölgar hins vegar ekki þeim sem hafa aðgang að auðlindinni, en hefði þvert á móti þann megin ókost að beina hagnýtingarrétti til annarra en þeirra sem hafa stundað sjó.“ Hann segir einnig að núver- andi kerfi leiði til meiri hag- kvæmni í veiðum og að skipum fækki. „Hinn kosturinn er sá, að ríkið leggi á skatta, búi til sjóð, komi þessari hagræðingu fram með miðstýrðum aðgerðum og reiði fram eðlilegar bætur. Með slíku kerfi myndu menn ekki ná sama árangri því það hefði á sér alla galla miðstýringar og ofstjómar og yrði þjóðinni miklu dýrara. Kvótasöluleiðin er því ódýrust fyrir þjóðina. Hún kemur minnst niður á skattborgurunum og felur í sér mest athafnafrelsi.“ —Sáf Tæplega 250 manns sóttu um nám í Fósturskóla íslands fyrir næsta vetur en aðeins 114 komast að. Þetta er metaðsókn að sögn Gyðu Jóhannsdóttur skólastjóra. 150 sóttu um 3 ára grunnnám en þar var aðeins hægt að taka inn 80 manns. 98 sóttu um nýja 4 ára námsbraut, þ.e. dreift og sveigjanlegt nám, en hægt var að taka við 34 nem- endum. 23 munu stunda eins árs framhaldsnám. „Við gátum tekið alla sem uppfylltu inntökuskilyrði um stúdendspróf eða tveggja ára framhaldsnám. Við höfurn gert undantekningar á þessum skilyrð- um en gátum ekki gert það nú, einfaldlega vegna þess að hús- næði skólans er löngu sprungið," segir Gyða. „Við höfum raunar tekið inn fleiri en við komum fyr- ir og kennum einum bekk síðdeg- is sem er mjög slæmt.“ Gyða segir vinnuaðstöðu kennara og nemenda mjög slæma. Nemendur hafa hvorki leikfimisal né matstofu og hver kimi í skólanum er nýttur. „Eg er búin að benda ráðamönnum ár- angurslaust á að skólinn er löngu sprunginn og það er mjög erfitt að fá húsnæði hér í kring því það eru allir skólar á Reykjavíkursvæðinu yfirfullir. Ég er búin að biðja um viðbyggingu í sjö ár og nú er ver- ið að skoða málið í ráðuneytinu," segir Gyða. I vor voru 60 fóstrur útskrif- aðar og næsta vor verða 80 út- skrifaðar. „Það hefur mikið verið talað um fóstruskortinn og menn verða að gera sér grein fyrir því að ef hér á að vera fóstrumenntun sem stendur undir nafni þá er ekki hægt að kenna úti á lóð. Brottfall í námi er hverfandi og við getum því ekki tekið inn fleiri með það í huga að einhveij- ir hætti á miðri leið. Um 65 pró- sent umsækjenda nú hafa unnið á dagvistarstofnunum og vita því út í hvað þeir eru að fara. Ég vil líka geta þess að í tíð síðasta menntamálaráðherra var stofnaður þróunarsjóður leikskóla sem fóstnir, sem vilja fitja upp á nýbreytni á vinnustöðum sínum, geta sótt um styrki í. Þetta er mjög kærkomin viðurkenning sem sýn- ir að fóstrustarfið er virt sem fag- legt starf.“ -vd. Föstudagur 5. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.