Þjóðviljinn - 05.07.1991, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Qupperneq 6
Atvinnuleysi tvöfaldast Nú horílr Klaus Dworschak með söknuði um öxl til Berlínarmúrsins D: Iag einn fyrir um það bil ári fór Austur-Berlínarbúinn Klaus Dworschak snemma á fætur til að sækja fyrstu raunveruiegu peningana, sem hann hafði eignast á ævinni, eða það fannst honum. Það var fyrsta júlí 1990 og vesturmarkið hafði um mið- nætti haldið innreið sína í Austur- Þýskaland. „Ég gleymi þeim degi aldrei,“ segir Dworschak. „Ég var óstyrk- ur á taugum og sveittur á hönd- um.“ Hann segir síðan frá fram- tíðardraumum og fyrirætlunum sem hann og ótalmargir fleiri voru gagnteknir af á þessum dög- um vonar. Nú er hinsvegar svo komið að Dworschak horfir með söknuði um öxl til Berlínarmúrsins og austurþýska ríkisins gamla. Helst vildi hann að sú tið kæmi aftur. Þá þurfti ekki að óttast atvinnuleysi, húsaleigan var lág og menn höfðu peninga afgangs til að fá sér eitt eða tvö glös af bjór á kránni hinu- megin við homið. EBFSS ESSUNNI Ef þú ert fóstra.................. sem hefur áhuga á að breyta til, þá vantar okkur liðsauka á leikskólann Sólvelli í Neskaupstað. Við munum taka vel á móti þér og útvega þér hús- næði á góðum kjörum. Á sumrin er hér mikil veðursæld og svo búum við nálægt einu besta skíðasvæði landsins. Leitaðu frekari upplýsingar hjá Guðrúnu yfirfóstru í síma 97-71485 eða félagsmálastjóra í síma 97- 71700. Börn og starfslið Sólvalla Atvinna - útkeyrsla Þjóðviljinn vantar starfsmann í útburð og útkeyrslu blaða. Þarf að vera léttur í spori og hafa bíl til um- ráða. Starfstími frá ca. kl. 04.00 til 08.00 f.h. Nánari upplýsingar veitir afgreiðslustjóri. Þjóðviljinn Atvinna Okkur vantar starfsmann á afgreiðslu blaðsins, við símavörslu og fleira. Um er að ræða hálft starf til að byrja með. Nánari upplýsingar hjá afgreiðslustjóra. Skriflegar umsóknir sendist framkvæmdastjóra Þjóðviljans fyrir 10. júlí. Þjóðviljinn Aðalfundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans fyrir árið 1990 verður haldinn að Hverfisgötu 105, mánu- daginn 8. júlí, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Samningur við Útgáfufélagið Bjarka hf. 3. Niðurstöður úr lesendakönnun Þjóðviljans. 4. Önnur mál. Stjórnin Á þeirri horfnu tíð vann Dworschak hjá stóru fyrirtæki i rafeindaiðnaðinum, Werk fur Femsehelektronik, í Austur- Berlín. Það var þá ríkiseign, en nú stjómar því Treuhandstofhunin, sem hefiir það hlutverk að einka- væða austurþýska atvinnulífið. Og nákvæmlega ári eftir að Dworschak sótti sín fyrstu vestur- mörk var honum sagt upp vinn- unni þar. Hann var búinn að vinna hjá þessu fyrirtæki samfleytt í 29 ár. Nú er líf hans „kaputt", eins og hann orðar það. Kohl á dögum endursameiningar- innar - lofaði að næstum allir skyldu hafa það betra en áður. „Ég er orðinn fimmtugur og því verðlaus á vinnumarkaðnum. Það er ekki annað að gera en sitja heima og reyna að drepa tímann við ekkert. Hafi ég svolítið af heppni með mér, kemst ég kann- ski í endurmenntun og síðan á eft- irlaun nokkrum árum fyrir tím- ann.“ Klaus Dworschak er einn af um 4000 starfsmönnum Werk fiir Femsehelektronik sem misstu at- vinnuna fyrsta júlí. Þann eina dag fækkaði starfsmönnum þess fyrir- tækis um næstum helming. Og það er bara byrjunin á þeim breyt- ingum á rekstri þess, sem nauð- synlegar eru ef það á að hafa ein- hverja möguleika á heimsmark- aðnum, að áliti Manfreds Hytry, sem er í stjóm sambands málm- iðnaðarmanna. Þetta er dæmigert fyrir það, sem skeður þessa dagana og vik- umar um allt hið fyrrverandi aust- urþýska ríki. Fyrsta júlí féllu úr gildi atvinnuöryggislög, sem urðu til samkvæmt samkomulagi vest- urþýsku stjómarinnar og þeirrar austurþýsku og ætluð vom til að auðvelda Austur-Þjóðveijum breytingu tilskipanaefhahagslífs þeirra í markaðskerfi. Víða í Austur-Þýskalandi fjölgaði atvinnulausum við þetta um helming á einni nóttu. I stál-, efna- rafeindaiðnaði o.fl. iðn- greinum er fimmti hver maður at- vinnulaus. Á sumum þeirra svæða, þar sem ástandið er verst, er næstum helmingur vinnufærra manna án atvinnu. ,TImn efnahagslífsins á svæð- inu er yfirvofandi,“ tilkynnti um helgina vinnumiðlunarskrifstofan í Erfurt. Höfðu Austur-Þjóðveijar hugsað sér að endursameiningin yrði með þessum hætti? Með at- vinnuleysi í auslri og ofurþenslu á atvinnumarknum í vestri? Með hækkandi verðlagi og húsaleigu? „Ég minnist þess er við sóttum búnka af bæklingum á ferðaskrif- stofumar og sátum síðan á kvöld- in og skipulögðum ferðalög. En svo missti maðurinn minn vinn- una og nú er ég atvinnulaus Iíka,“ segir kona að nafni Christa Dauer. Hún er 55 ára og hefur unnið í yfir 30 ár hjá sama fyrirtækinu. Nú stendur hún í biðröð við skrif- stofu starfsmannafélagsins þar til að fá upplýsingar um hvemig hún eigi að ná í atvinnuleysisbætur. Reiði í garð Kohls „Ég verð svo yfirgengilega reið er ég hugsa um það, sem Helmut Kohl sagði fyrir endur- sameiningima og kosningamar. Þá lofaði hann því að enginn skyldi búa við verri kjör en áður og að kjör næstum allra skyldu batna,“ segir Christa Dauer. Nú afsakar Kohl sambands- kanslari sig með því að hann hafi vanmetið vandamálin, en það hafi einnig aðrir gert. Enginn hafi fyr- ir ári getað áttað sig á, hvílíkt þrotabú Austur-Þýskaland hafi verið, segir kanslarinn. Nú er hverjum miljarðinum á fætur öðmm dælt inn í austurfylki Þýskalands til að koma atvinnu- lífinu þar á skrið og koma í veg 'fyrir að atvinnuleysi og vonleysi breyti þessum hluta landsins í púðurtunnu. Austur-Þjóðveijamir kreppa hnefana, en enn sem komið er að- eins í vösunum. Fyrr á árinu var talsvert um mótmælafundi og - göngur, en það hefur lagst af. „Það þýðir ekki annað en að horfast í augu við það, að við gæt- um ekki þótt við reyndum komið af stað mótmælafiindum gegn fjöldauppsögnunum,“ segja tals- menn málmiðnaðarmannasam- bandsins í Berlín, er þeir em spurðir hversvegna því sé ekki mótmælt að áðumefnd lög um at- vinnuöryggi vom felld niður um mánaðamótin. Á hinn bóginn er hætta á að óttinn við ffamtíðina leiði af sér drykkjuskap, ofbeldi á götum og aukna glæpatíðni. Manfred Hytry óttast að svo kunni að fara og bendir á vaxandi fylgi nýnasista meðal atvinnulausra ungmenna. Jafhffamt er í vexti þykkja milli Þjóðverja í austri og vestri. Vestur-Þjóðveijar em gramir út af hækkunum á sköttum og afgjöid- um, sem ákveðnar vom til að fjár- magna endursameininguna. I hinu fyrrverandi Vestur-Þýska- landi fer þeim fjölgandi, sem ótt- ast um velferð þá, er þeir hafa bú- ið við í fleiri áratugi, og óska þess að Múrinn væri ennþá á sínum stað. Óvelkomin sníkjudýr Austur-Þjóðveijum finnst hinsvegar að í Þýskalandi hinu nýja sé litið á þá sem óvelkomin sníkjudýr. Það leiðir til þess að þeir leggja oft fram kröfur sínar af nokkurri hörku, og það eykur bara þykkjuna milli þeirra og hinna. „Hefði einhver sagt við mig fyrir ári að ég yrði atvinnulaus eftir 12 mánuði, að ættingjar mín- ir fyrir vestan myndu þá setja upp ólundarsvip við að sjá mig og að ég hefði ekki hugmynd um hvem- ig ég ætti að borga húsaleiguna fyrir næsta mánuð hefði ég skelli- hlegið,“ segir Christa Dauer og er nú gráti nær en hlátri. (Eftir Tomas Lundin hjá Svenska Dagbladet. Myndatextar eru Þjóð- ’viljans.) Heimilisleysingjar drepa tlmann á testofu I Leipzig. Þeim hefur slðustu mánuði hraðfjölgað I austurþýska r(k- inu fyrrverandi. Margir, sem misst hafa atvinnuna, hafa ekki lengur efni á að borga húsaleiguna, sem hækkar óðum til jafns við það sem er I vesturhluta Þýskalands. 6.SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.