Þjóðviljinn - 05.07.1991, Síða 10

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Síða 10
Birtu brugðið á brjóstastækkanir íslenskar konur fara í síauknum mæli í fegrunaraðgerðir á brjóstum Brjóstastækkanir hafa verið framkvæmdar hér á landi i um 20 ár og hefur á þeim orðið mikil aukning á s.I. tíu árum. Þróunin hefur verið það mikil að stððunni má nú h'kja við þá sem ríkir ann- ars staðar i hinum vestræna heimi, þar sem aðgerðir hafa ver- ið gerðar í mun lengri tíma. í þessari grein verður rætt við lækni sem hefur framkvæmt brjóstaaðgerðir á íslandi í um 15 ár. Hann segir frá því hvernig að- gerðirnar ganga fyrir sig og ýmsu sem þeim fylgir. Ekki lengur feimnismál Sigurður E. Þorvaldsson er læknir og hans sérgrein er almenn- ar skurðlækningar og plastikskurð- lækningar. Sigurður starfar á Borg- arspítalanum, en hann hefur einnig sína eigin stofu á læknastöðinni í Glæsibæ þar sem hann framkvæm- ir bijóstaaðgerðir. A biðlista hjá honum nú eru alls um 15 íslenskar konur sem vilja láta stækka bijóst sin. Bijóstastækkanir fara einnig fram á gamla fæðingar- heimilinu og á St. Jósefspítalanum í Hafnarfirði. Þar eru svipaðar tölur sem um er að ræða. ,3tjóstastækkun er ekki lengur eins mikið feimnismál og hér áður fyrr,“ sagði Sigurður. „Þetta hefur breyst mikið á þeim 15 árum sem ég hef starfað við þetta. Þó eru enn- þá stúlkur sem koma til mín sem eru örlítið feimnar við að ræða um þetta.“ Hann sagði að margir litu bijóstastækkun neikvæðu auga. „Það hefur komið fyrir að þær kon- ur sem töluðu hvað neikvæðast um bijóstastækkun, hafi setið inni á stofú hjá mér seinna til að biðja um þessa aðgerð.“ Sigurður sagði að stúlkumar sem til hans kæmu, væru ekki með neinar ákveðnar hugmyndir um hvemig aðgerðin væri gerð. „Þær hafa annað hvort talað um þetta við vinkonur sínar eða iesið sig til í einhveijum erlendum kvennablöð- um.“ Hvernig fer brjóstastækkun fram? Sigurður sagðist byrja á því að tala um aðgerðina við þær konur sem til hans leituðu og sýna þeim myndir af aðgerðum sem gerðar hafa verið. Þannig gerðu þær sér betur hugmynd um hvað þær væm að fara út í. „Þær konur sem finnst óþægi- legt að sjá myndimar ættu ekki að fara i svona aðgerð.“ Rétt er að leiðrétta þann al- genga misskilning að Silikonefn- inu, sem notað er til bijóstastækk- unarinnar, sé__ sprautað beint í bijóstið. Sú aðferð var notuð nokk- uð eftir lok seinni heimsstyijaldar- innar í Japan, en hún er ekki talin góð aðferð þar sem hún stuðlar að mikilli bandvefsmyndun í bijóst- inu. Skurðaðgerð er talin betri að- ferð og það er sú aðferð sem notuð er í dag. Hér er silikonpoka komið fyrir undir brjóstinu. Það er mismunandi hvar skorið er í-brjóstið fyrir brjóstastækkun. Hægt er að gera skurð á mörkum vörtubaugs og húðar, undir bijóst- inu eða i holhöndinni. Sigurður sagðist yfírleitt kjósa það fyrst nefnda, því litabrigði vörtubaugs og húðar hjálpa mjög til við að hylja skurðinn. Eftir að búið er að skera, er bú- ið til pláss á bak við bijóstið og Silikonpoka komið þar fyrir. Þetta gerir það að verkum að bijóstið þrýstist fram og verður stærra. Silikon er efnasamband og það getur verið fljótandi efni, seigt, eða fast í mjúku eða þá hörðu formi. Aðgerðin tekur oftast 1 1/2-2 tíma og konumar geta farið heim síðar um daginn, séu þær í góðu ástandi. Eftir 2-4 daga koma þær svo aftur og þá tekur læknirinn um- búðimar af og setur léttari umbúðir á. Eftir viku til tíu daga koma þær í annað skiptið og þá kennir læknir- inn þeim að gera vissar æfingar sem em fólgnar í því að þrýsta á bijóstið. Með þessum æfíngum er verið að hamla á móti bandvefnum í bijóstinu þannig að hann þrengi ekki að efninu. Konur geta oftast mætt til vinnu vikuna á eftir aðgerðina, en Sigurður sagðist þó mæla með því að að þær biðu eitthvað lengur ef , um erfiða vinnu er að ræða. Hann sagði ráðlegt að konur færa ekki berbrjósta í sólina eða í sólarbekki, nema þá að setja eitthvað yfir skurðinn sjálfan, því það væri al- mennt taiið að útQóIubláir geislar hefðu þau áhrif á ör að þau yrðu meira áberandi. Hættulausar aögeiöir? Silikonpokinn er aðskotahlutur og þá er alltaf einhver hætta á ígerð. Til að fyrirbyggja slíkt setur Sigurður stúlkumar á fúkkalyf í fá- eina daga eftir aðgerðina. I sambandi við krabbamein sagði Sigurður að það væri almennt talið að það sé ekki aukin krabba- meinshætta hjá þeim konum sem gengist hafa undir þessar aðgerðir. Hann sagði einnig að það væri engin hætta fyrir þær að fara í bijóstamyndatöku. Hinsvegar þyrflu röntgenlæknamir að vita af því ef svona aðgerð hefði verið gerð, því þá þyrfti að taka bijósta- myndimar á annan hátt. Sigurður sagði að ef svo illa vildi til að konumar lentu í slysi, þar sem miklir áverkar kæmu á brjósthol, og gat kæmi á silikon- pokann, sem síðan læki út í sárið, væri það í sjálfu sér ekki hættulegt. Efnið yrði þá aðeins hreinsað burt eins og hver önnur óhreinindi. „Þá er sárið bara látið gróa og einhveij- um mánuðum seinna, ef konan ósk- ar eftir því, þá er hægt að fram- kvæma bijóstastækkunina aftur.“ Hann sagði að ef af einhveijum sökum kona sæi eftir því að hafa farið í svona aðgerð, þá væri það tilltölulega einfalt mál að fjarlægja efnið. „Það er alveg hægt að hafa bam á bijósti þó svo að farið sé í svona aðgerð. Stundum er örlítill dofi í hluta geirvörtunnar sem er venju- lega tímabundið og gengur til baka.“ Eitt aðalvandamálið við að- gerðimar, sagði Sigurður, væra þær bandvefsmyndanir sem gætu gert það að verkum að bijóstin yrðu óeðlilega stinn. „Eg man ekki eftir dæmi um það að ígerð hafi myndast þar sem þurft hefur að fjarlægja efhið,“ sagði Sigurður. „Hinsvegar hefúr það komið fyrir, hjá mér og öðram, að æð hafi opnast sem við höfðum Sigurður E. Þorvaldsson hefur stundað brjóstastækkanir f um 15 ár. Mynd: Kristinn. talið að væri alveg þurr og búið að loka fyrir. I þeim tilvikum höfúm við þurft að svæfa sjúk- linginn aftur eftir að- gerðina, taka efnið út og finna blæðingar- staðinn. Eftir að það hefúr verið gert er eftiið siðan sett inn aftur. Þetta era samt það litlar æðar að það er aldrei nein bein hætta á ferð- um.“ Sigurður sagði að þó svo að hann hefði aldrei upplifað þær hryllingssögur sem sæjust í sumum blöð- um, um þessar aðgerð- ir, þá væri eflaust eitt- hvað til um þær. „Ég get ekki svarað fyrir svona aðgerð- ir, en þær hljóta að vera vanhugsað- ar og árangurinn eftir því.“ En hvað verður síðan um Sili- konið í líkamanum? Á það eftir að haldast í mörg ár eða fer það að gefa eitthvað eftir þegar líður á eftí árin? Sigurður sagði að bijóstin ættu eftir að sitja nokkuð eðlilega, en þau hefðu ekki sama ellibrag og á konum sem ekki heíðu farið í bijóstastækkun. „Bijóstin á þessum konum visna, en efnið situr eftir, stinnt sem áður. Þá getur kannski viðkomandi kona verið öldruð, en haft samt tíguleg ung bijóst.“ Ekki krabba- meinsvaldandi Blaðamaður fékk Valgerði Sig- urðardóttur, lækni hjá Krabba- meinsfélaginu, til að tjá sig um það hvort áhættan á krabbameini væri meiri hjá þeim konum sem gengist hefðu undir bijóstastækkun. „Skyldleiki þar á milli hefúr ekki verið sannaður á neinn hátt,“ sagði Valgerður. „Við hjá Krabba- meinsfélaginu höfúm ekki sett okk- ur, á nokkum hátt, á móti bijósta- stækkunum.“ Valgerður sagði að það væri al- veg hægt að þreifa og mynda Sili- konbijóstið eftir á, þó svo að það væri kannski ekki eins auðvelt og með venjulegt bijóst. Hún sagði að það sem væri aðallega erfitt væri að taka ástungusýni úr svona bijósti. ,30 verður að fara mjög gætilega og passa að stinga ekki í silikon- pokann sjálfan." Valgerður sagði að lokum að samkvæmt vitneskju læknavísind- ana í dag, þá þyrftu viðkomandi konur ekki að hræðast aukna hættu á krabbameini. Hvers vegna brjósta- stækkun? Þær konur sem fara í bijósta- stækkun era á aldrinum 20- 50 ára. Sigurður sagði að margar kon- ur færa í bijóstastækkun því þær hefðu löngun til að klæðast öðra- vísi og bera sig fijálslegar. „Það era sjaldan einhver djúp sálfræðileg vandamál að baki þessari ákvörðun þeirra. Fjölmiðlar eiga líka sinn þátt í þessu því þeir hafa skapað ákveðna ímynd um kvenlega feg- urð. Því vilja margar konur líkjast þeirri ímynd betur og gera það með viðkomandi hætti." Hann sagði að eftir svona að- gerð virðist sem konumar verði ánægðari með sig og á einhvem hátt frjálslegri. „Það liggur kannski í hlutarins eðli að þetta sé líka einhver skortur á sjálfsöryggi." Að eltast við kvenímyndir Bára er 26 ára ung og falleg stúlka. Hún ber sig fijálslega og er ákveðin í fasi. Hún var mætt í vitj- un þennan sama dag og blaðamað- ur tók viðtalið við Sigurð lækni. Bára hafði pantað bijóstastækkun hjá honum og féllst á að ræða við blaðamann og segja frá því hvers vegna hún tók þessa ákvörðun. Stúlkan vildi gæta nafhleyndar og því köllum við hana bara Bára. Hún sagði að það væri langt síðan hún hefði tekið þessa ákvörð- im. „Eftir að ég hafði átt fyrsta bamið mitt, varð ég enn ákveðnari, því þá fannst mér bijóstin á mér ekki vera eins stinn og falleg." Hún sagði að fólk sem hún hefði rætt við væri annað hvort mjög á móti þessu eða þá mjög með þessu. Bára er f sambúð, en hún segir að þetta hafi algerlega verið hennar ákvörð- un og það væri ekki kærastinn hennar sem hefði ýtt á eftir henni. „Ég er ekki að eltast við ein- hveija kvenímynd með því að fá stærri bijóst. Þetta er einfaldlega eitthvað sem ég vil sjálf og ég veit að ég á eftir að líta betur út.“ Bára sagðist þekkja þó nokkuð af stúlkum á hennar aldri sem hefðu farið í svona aðgerð og þær hefðu verið ánægðar með útkom- una. „Minn árgangur pælir meira í útliti og stundar mikla líkamsrækt, og á það á allt sinn þátt í því að stelpur fari í svona aðgerð.“ Hún sagðist vera búin að segja flestum vinkonum sínum frá ákvörðun sinni og það hafi ekki verið neitt feimnismál fyrir hana. „Mér er alveg sama hvað fólk á eft- ir að segja um þessa ákvörðun mína. Ég er búin að ákveða að þetta sé það rétta fyrir mig og þar við stendur." Brjóstagerð Bijóstastækkanir, sem fegran- araðgerðir, eru ekki einu bijóstað- 10.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.