Þjóðviljinn - 05.07.1991, Side 15
HELGARMENNINGIN
Sonur
duftsins
Einar Benediktsson skáld: Með gull og með kransa frá landi til lands / hans leikarasigur var unninn
Félag áhugamanna um bók-
menntir heldur þing um Einar
Benediktsson í Norræna húsinu á
morgun, laugardaginn 6. júlí.
Þingið hefst kl. 10.00 og dagskrá-
in er glæsileg. í þeirri samantekt
sem hér fer á eftir er einkum
stuðst við „Væringjann mikla“
eftir Gils Guðmundsson. Sú bók
kom út hjá Iðunni í fyrra.
Einar Benediktsson (1864-
1940) var einhver dramatískasti
fúlltrúi aldamótakynslóðarinnar á
íslandi. Hann var þversagnakennd
persóna, stórbrotið skáld og myrk-
fælinn heimsborgari sem náði að
risa hátt og falla lágt að veraldar-
gengi.
Faðir Einars var Benedikt
Sveinsson, sýslumaður og alþingis-
maður. Benedikt var sonur Sveins
Benediktssonar, prests á Mýrum í
Álftaveri og Kristínar Jónsdóttur.
Sveinn var drykkfelldur úr hófi
ffam, þótti undarlegur í háttum en
greindur maður. Benedikt ólst upp
við mikla fátækt en var þó settur til
mennta og skaraði ffam úr í námi.
Hann var um tíma heimiliskennari
ríks bónda, Einars Stefánssonar ffá
Reynistað í Skagafirði. Einar
styrkti þennan efnilega námsmann
til lögffæðináms í Kaupmannahöfh
og fastnaði honum dóttur sína tólf
ára gamla. Þessi litla stelpa varð
síðar móðir Einars Benediktssonar.
Hún hét Katrín Einarsdóttir ffá
Reynistað. Þau Benedikt giffu sig
þegar hann kom heim aftur með
glæsilegt próf. Hún var þá átján ára,
hann 33 ára.
Katrín ffá Reynistað var falleg
stúlka, gáfuð og listfeng, stórættuð
og stórlynd. Þau Benedikt eignuð-
ust sex böm, fjögur þeirra lifðu og
Einar Benediktsson var sá þriðji í
röðinni.
Hjónaband Katrínar og Bene-
dikts var stormasamt. Aldursmunur
var mikill, bakgrunnur hjónanna
ólíkur, skapsmunir miklir á báða
bóga, en Benedikt æpti og æsti sig,
Katrín beitti háði og kulda. Hún
lagði með sér mikinn auð í hjóna-
bandið, fyrst heimanmund, síðar
foðurarf. Benedikt sóaði öllum
þeim fjármunum. Hann drakk sér til
vansa og drakk ffá sér embætti yfir-
dómara, fjárfesti vitlaust og var
óheppinn. Þegar þau hjónin skildu
eftir 13 ára hjónaband, árið 1872,
var Katrin öreiga.
Heimilið hafði verið í upplausn
í tvö ár fyrir skilnaðinn. Einar hafði
þann tíma verið að mestu í vörslu
vinnufólksins sem lét ýmislegt
fjúka og sem gamall maður rifjaði
hann þetta upp og sagði: „Heldurðu
að þetta hafi haft góð áhrif á mig?
Eg, sem var allur eitt skilningar-
vit!“ (GG26).
Þegar Benedikt Sveinsson fékk
sýslumannsembætti í Þingeyjar-
sýslu varð það að samkomulagi að
tvö elstu bömin fylgdu honum
norður, þau Ragnheiður og Einar.
Tvö yngstu bömin, Kristín og Ólaf-
ur Haukur, fylgdu móður sinni.
Einar ólst síðan upp á Héðins-
höfða hjá föður sínum, en sam-
komulag þeirra var slæmt ffaman
af, Einar baldinn og einráður, Bene-
dikt óþolinmóður og fautalegur.
Smám saman jafhaðist samband
feðganna, enda virðist Benedikt
hafa þótt æ vænna um strákinn þrátt
fyrir sjálffæði hans. Hann skrifar
stoltur til Tryggva Gunnarssonar
um uppátæki ,3insa litla“.
r
Skáldið á yngri árum.
Einsi litli var settur til mennta
og lauk lögfræðiprófi i Kaup-
mannahöfh árið 1892 með sæmi-
legri annarri einkunn, sem þótti
ffemur gott miðað við það að hann
hafði haft öðmm hnöppum að
hneppa á Hafnarárunum, var byij-
aður að yrkja, stundaði krámar
óspart og lærði af lífinu. Hann mun
líka ásamt fleiri íslendingum hafa
sótt fyrirlestra Brandesar um kenn-
ingar heimspekingsins Nietzsche.
Árið 1891 birtust í tímaritinu Sunn-
anfara fyrstu ljóð Einars undir fullu
nafni en það vom: Grettisbæli,
Draumur, Hvarf séra Odds ffá
Miklabæ og Snjáka.
Þegar heim kom gerðist Einar
aðstoðarsýslumaður föður síns sem
þá var kominn á effi ár og heilsu-
veill. Einar var settur sýslumaður
um skeið og á þessu tímabili, nánar
tekið árið 1893 lenti hann í hinu
skelfilega Sólborgarmáli. Hann var
kallaður að Svalbarði í Þistilfirði
þar sem systkini höfðu verið haod-
tekin, grunuð um sifjaspell og
bamsmorð. Stúlkan Sólborg var
sett í gæsluvarðhald á bænum.
Kvöldið eftir að sýslumaður kom
játaði bróðirinn og næsta dag átti að
yfirheyra Sólborgu. Um nóttina
vöknuðu heimamenn við skerandi
kvalaóp og enginn virðist hafa gert
sér grein fyrir hvað var að gerast,
minnst af öllum hinn ungi sýslu-
maður. Hann lét sækja fjögurra ára
dóttur Sólborgar ef það mætti róa
hana, en það bar engan árangur.
Stúlkan dó um morguninn. Hún
reyndist hafa tekið inn refaeitur.
Þessir atburðir em uppistaða í verð-
launasögu Thors Vilhjálmssonar,
Grámosinn glóir, þar sem hann
túlkar þennan harmleik listilega.
Margir hafa líka orðið til að
tengja hann við ljóð Einars: Hvarf
séra Odds ffá Miklabæ, og benda á
að skáldskapurinn hafi hér „skrif-
að“ vemleikann.
Ekki undi Einar sér lengi sem
aðstoðarmaður foður síns og árið
1894 gerist hann fijáls og óháður
lögfræðingur og málafærslumaður í
Reykjavík.
Öfugt við spár flestra hagnaðist
Einar Benediktsson mjög á fast-
eignaviðskiptum sínum og var nú
kominn i álnir, auk þess að vera
áberandi maður á allan hátt. Það var
kominn tími til að festa ráð sitt.
Hann var 34 ára þegar hann festi sér
Valgerði Zoega sem þá var 17 ára,
fædd 1881.
Árið 1904 sótti hann um sýslu-
mannsembættið í Rangárvallasýslu
þó að tekjur hans lækkuðu vemlega
við það. Hann var ffægur maður og
Rangæingar vissu eiginlega ekki á
hveiju þeir áttu von: „Allir könnuð-
ust við nafnið. Þetta var skáld og
hafði gefið út sögur og kvæði og
þýtt „Pétur Gaut“ og selt hvert ein-
tak á hundrað krónur... Og svo hafði
hann gefið út blað og stofnað
stjómmálaflokk. Hvemig átti svona
maður að geta verið sýslumað-
ur?“(159)
„Svona maður“ átti svolítið
bágt með að vera sýslumaður í því
réttarkerfi sem hér var kringum
aldamótin.
Einar fékk lausn frá embætti
sínu árið 1907 og næstu tuttugu ár-
in dvöldu hann og fjölskylda hans
að mestu erlendis, lengst af i Bret-
landi. Nú hófst ferill Einars sem
viðskiptajöfurs eða „athafha-
skálds". Sá ferill verður ekki rakinn
hér.
Ár Einars í útlöndum vom
sveipuð miklum ævintýraljóma í
augum íslenskra sveitamanna sem
ekki höfðu hugmynd um hvað orð-
ið „kaupsýsla" þýddi. í bókinni
Væringinn mikli eftir Gils Guð-
mundsson sem stuðst er við hér má
þó sjá að það er fátt dularfullt við
feril eða velgengi Einars í útlönd-
um. Hann hefur verið hugmynda-
ríkur, trúað á verkefnin sem hann
braut upp á og unnið eins og hestur
ffaman af. Sannfæringarkraftur
hans hefur trúlega oft verið vel
heppnaður leikur - en það verkefni
sem hann lagði mesta alúð við eða
virkjun íslensku fossanna virðist
hafa verið honum raunvemlegt
hjartans mál.
Þegar ffá leið fór Einar hins
vegar leið afa síns og foður, varð
drykkjumaður og smám saman
missti hann allar sínar eigur. Síð-
asta tímabil ævi sinnar var hann fá-
tækur, einmana maður sem var háð-
ur ást Hlínar Johnsen sem annaðist
hann og sá fyrir honum síðustu ár
ævi hans. Hann dó 12. janúar árið
1940.
Þrátt fyrir sviptingasamt líf
Einars Benediktssonar og litrikan
persónuleika sem gerðu hann að
goðsögn í lifanda lífi er það skáld-
skapur hans sem mun halda nafni
hans á lofti um ókomna tíð. Ljóða-
bækur Einars urðu fimm: Sögur og
kvæði (1897), Hafblik (1906),
Hrannir (1913), Vogar (1921) og
Hvammar (1930). Auk þess þýddi
harrn Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen,
samdi ótölulegan fjölda ritgerða -
og revíuna Við höfnina.
í ljóðum sínum tekst Einar á við
sjálfan sig og samtíð sína, kafar
djúpt og flýgur hátt. Þar má sjá hve
mikið og hve lítið hann treysti
tungumálinu, þar má sjá innsæi
hans og þekkingu, en líka yfir-
borðsmennsku og leikaraskap. Fáir
eða engir hafa tjáð spennu áratug-
anna kringum aldamótin eins vel og
hann, enda lærðu þrjár kynslóðir ís-
lendinga ljóð hans utanbókar og
fannst hann tjá sína eigin reynslu.
Allt þetta verður til umræðu á þingi
Félags áhugamanna um bókmenntir
um Einar Benediktsson í Norræna
húsinu á morgun, laugardaginn 6.
júlí.
-kj
Þannig var Einar Benediktsson
í augum samtíðarmanna sinna:
Um Einar og móður hans:
Kristín (Benediktsdóttiij taldi það lífsógæfu þeirra systkina, hvemig þess-
um málum var ráðstafað. Einar var uppáhald móður sinnar, ákaflega hændur að
henni og þau skaplík. Sjö ára gamall hraktist hann til ókunnugra og sagði
Kristín, að það helði verið æviharmur Katrinar móður hennar. (256)
Einar í menntaskóla:
Sérstaklega dáðist ég að hjartagæsku hans. Hann var allra manna hjálp-
samastur, henti aldrei skop að skólabræðrum sínum sem miður stóðu sig. Það
var þó ætíð löstur í skóla á þeim tímum. (34)
Meðal skólabræðra minna féll mér einna lakast við Einar Benediktsson,
enda var hann lítt þokkaður í skóla vegna yfirlætis, kaldyrða og kerskni jafnt
við kennara sem skólabræður sína.
Um háskólaár Einars:
Þá var meira um þunglyndi en nú á tímum. Margir skólapiltar voru þung-
lyndir. Það bar kannski ekki á því á yfirborðinu. En það kom frarn í samtali
pilts við pilt. Mest var þá talað um andlegu málin, og flestir voru efandi um til-
veru guðs og annars lífs. Af efasemdunum og tilgangsleysinu urðu þeir bölsýn-
ir og þunglyndir. Og þá fóru ungir menn að fyrirfara sér. Brandes drap Bertel
Þorleifsson. Hann drap líka Sigurð Jónasson. Og hann drap Gísla Guðmunds-
son frá Bollastöðum.
Úr ritdómum:
Um Kvæði og sögur:
Það er rétt sem Þjóðólfur bendir Einari á, að hann ætti að gefa sig allan við
skáldskapnum en hætta sínum pólitísku rassaköstum. Þar getur hann aldrei
unnið nokkurt gagn, verður þar aldrei annað en skúrra og skoffm. Og faðir
hans gæti fengið ótal menn til að skrifa fyrir sig, sem gerðu það mikið betur.
En á hinu verksviðinu hefur hann hæfileika til að vinna gagn. Ef hann verði
kröftum sínum rétt, gæti hann vafalaust náð sómasamlegu sæti í bókmennta-
sögu okkar. Þó er hann ekkert stórskáld, ekki einu sinni þótt miðað sé aðeins
við íslensk skáld. Og það sem eftir hann liggur nú hálffertugan, er mjög lítið að
vöxtunum. (Þorsteinn Gíslason, 114)
Um Hrannir:
Annar löstur á mörgum kvæðum Einars Benediktssonar er bombastið, ofs-
inn og íburðurinn, hið taumlausa andríki - að ætla sér að hafa tólf í höggi eins
og Úlfar sterki. Þessi andríkis íburður... þessir ragnarakaformálar - þetta djúp-
setta reginmoldviðri á undan aðalefninu... fipar svo fyrir lesaranum, að öll
naum, öll hrifni kafnar í umþenkingum (reflectíónum). (Matthías Jochumsson)
232.
Föstudagur 5. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15