Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Blaðsíða 21
Fúsk í fyrirrúmi í vikunni höfum við fengið að kynnast dæmum úr stjórn- kerfinu sem sýna hvernig ráða- menn vaða yfir fólk á skítugum skónum. Við höfum líka fengið að kynnast því hvernig mennt- un og kunnátta er forsmáð, ef hún stendur í vegi fyrir áætlun- um þessa þursaflokks. Ráðherrarúlletta kratanna markið að vekja á sjálfum sér at- hygli, hefur það sannarlega tekist! Lára Halla og Sigmundur sýna reisn Sennilega hefur ráðherra ekki grunað, að Lára Halla Maack, réttargeðlæknir brygðist svo við sem raunin hefur orðið á. Hún hefur sjálf sagt að fagmennsku sinni væri stórlega misboðið í utanrikisráðherra að háskólarekt- or skuli leyfa sér að hafa sjálf- stæðar skoðanir á þjóðmálum að hann fór um hann niðrandi orð- um. Jón Baldvin taldi háskóla- rektor svo illa upplýstan, að hon- um veitti ekki af því að setjast aft- ur á skólabekk með nýnemum í Evrópufræðum. Ef svona uppákomur yrðu úti í hinum siðmenntaða heimi, kall- aði almenningsálitið á afsögn ráð- herranna. Hér á íslandi er fólk Hollustuvemd ríkisins var lögformlega réttur aðili til að fjalla um starfsleyfi fyrir fyrir- hugað álver áður en umhverfis- ráðuneytið kom til. Jón Sigurðs- son kaus hins vegar að hafa annan hátt þar á. Hann kom á fót sinni eigin nefhd til að fjalla um um- hverfismálin. Þurftu menn annað hvort að vera kratar eða múl- bundnir embættismenn til að vera gjaldgengir í nefndina (nema hvort tveggja væri). Við stjómarmyndunina í vor var uppi fúm og fát. Svo mikið lá krötunum á að hespa af þessa um- deildu kúvendingu og þagga nið- ur í óánægjuröddum óbreyttra flokksmanna, að þeir gleyptu allt sem að þeim var rétt. Jón Baldvin hafði að orði við fjölmiðla að höfuðtilgangur kratanna með þessari stjómar- myndun væri að koma á ,jiýrri viðreisn“ í helstu atvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og land- búnaði. Að sjálfsögðu byggðist þetta á forræði yfir viðeigandi ráðuneytum. En svo vel tókst borgarstjór- anum fyrrverandi að þræla „karl- inum i brúnni“ út í nokkmm Við- eyjarsiglingum að hann þóttist hólpinn að sleppa með fimm ráð- herra úr öllu volkinu, þegar staðið var upp úr Steffensen-sóffanum í beinni útsendingu. Molamir, sem eftir voru þegar Sjálfstæðisfálkamir voru búnir að gæða sér á feitustu bitunum, vom ráðuneyti heilbrigðismála og um- hverfismála. Innan þingflokks kratanna höfðu menn átt von á einhveiju allt öðm og vom því ó- viðbúnir að velja ráðherra, sem hentuðu þessum embættum. Ég leyfi mér að fullyrða að, að kvöldi hafi þeir Eiður og Sighvatur lítt átt von á að því að vakna að morgni í þeim beð er þeim var þá búinn. Báðir era þeir framtakssamir menn. Fagþekkingu hafa þeir hins vegar litla. í þeirri stöðu er það hygginna manna háttur að fara sér rólega fyrstu mánuðina, afla sér lágmarksþekkingar og leita sér ráðuneytis. Þessir tveir hafa ekki þann „stíl“. Allt á fleygiferö meö Sighvati Allt hefur verið á hvolfi í heil- brigðisráðuneytinu eftir að „sá slasaði" fékk þar lyklavöldin. Hann tók við af gætnum og grandvörum manni, Guðmundi Bjamasyni, sem unnið hafði markvisst að merkilegum endur- bótum í heilbrigðisgeiranum. Til þess hafði hann tekið sér þann tíma, sem eðlilegur má teljast og mælist í árum. En Sighvatur hugðist hrinda þessu öllu í ffamkvæmd á nokkram mánuðum. Svo fast hef- ur hann brotist um undanfamar vikur, að hver einasti fféttatími er undirlagður. Heilsuhælismálin, sjúklingaskatturinn, deilur við landlækni, deilur við réttargeð- lækni. Allt em þetta mál, sem bera vott um flumbmgang og vankunnáttu ráðherrans. Sé tak- Einar Valur Ingimundarson Fúskarar: Sighvatur, Jón, Eiöur ::gum mattui Fagmenn: Lára Halla, Sigmundur samskiptum sínum við ráðherr- ann. Lára Halla hafði þá virðingu fyrir sinni menntun og sínum starfsskilyrðum að hún kaus ffemur að segja stöðu sinni lausri en að láta þjösna sér út í fyrirsjá- anlegar ógöngur af æðsta yfir- manni heilbrigðismála í landinu. Ég tek ofan íyrir svona hrein- skilni og á Lára Halla þakkir skildar fyrir slíkt fordæmi. Hins vegar er það staðreynd, að alls staðar í stjómkerfinu er hægt að finna vel menntað fólk, sem hefur látið þursana svin- beygja sig til þess eins að halda stöðu sinni til geta ffamfleytt fjöl- skyldum sínum. Það er vel við hæfi að minna hér á ummæli annars snillings í ráðherrastól, Jóns Baldvins Hannibalssonar, við útskriftar- ræðu dr. Sigmundar Guðbjamar- sonar háskólarektors, þar Sig- mundur viðraði athyglisverðar skoðanir sínar á neikvæðum hlið- um íslenskrar aðildar að Evrópu- samfélaginu. Svo illa fór það fyrir brjóstið á hins vegar vant því að ráðherram- ir misnoti vald sitt til að ryðja öll- um úr vegi, sem standa í vegi fyr- ir þeim og þeirra metnaði. Gildi menntunar og reynslu er rómað í hátíðarræðum: „Ungt, vel menntað fólk er mesta auðlind hverrar þjóðar". Þegar þetta unga, vel mennt- aða fólk leyfir sér að koma fram með skoðanir sem falla ekki að á- formum íslenskra stjómþursa er menntafólkinu alltaf mtt í burtu. Hér talar einn af reynslunni og er þá mál að víkja aðeins að um- hverfisráðherranum, Eiði Guðna- syni. Starfsleyfiö ekki sýnt umhverfis- nefnd Alþingis Málsmeðferðin í samninga- viðræðum íslenskra aðila við full- trúa Atlantal-hópsins vísar mönn- um veginn til þeirrar ffamtíðar, sem Jónamir sjá fyrir sér í Evr- ópudraumalandi ffamtiðarinnar. Þar er nú ekki verið að hafa fyrir því að vesenast með einhveijar ó- þægar vísindastofnanir eða há- skólahyski í þjóðþrifamálum eins mati á nýju álveri. Var þetta mjög gagnrýnt og hefur m.a. fyrrverandi forsætis- ráðherra nýlega látið þau orð falla að inn í fyrsta „heiðursmanna- samkomulag“ Jóns Sigurðssonar við Atlantal-hópinn hafi slæðst orðalag sem fyrsti umhverfisráð- herrann, Júlíus Sólnes, varði miklum tíma og mörgum utan- ferðum til að reyna að fá breytt. Nú veit íslenskur almenningur ekki, hvort Eiði Guðnasyni hefur tekist betur til en forveranum. En það er hins vegar augljóst af allri leyndinni með fyrirhugað starfs- leyfi að þar er eitthvað að finna, sem ekki er víst að allir gleðjist yfir. Talsverða athygli vekur að sá starfsmaður umhverfisráðherrans, sem fer með gerð þessa starfsleyf- is hefur enga menntun á þessu sviði. Sérfræðingar í loftmengun hjá Hollustuvemdinni em ekki spurðir. Ástæðan er einföld. íslenskir aðilar taka ekki ákvarðanir í þessu máli. Atlantal hópurinn hefur ein- faldlega tilkynnt heiðursmannin- um Jóni Sigurðssyni hvaða kröfur þeir geti sætt sig við, ýmissa hluta vegna, og það séu kröfumar sem þeir em vanir frá heimaslóðum. Fulltrúar Alumax vom jafnvel svo harðsvíraðir síðastliðið sum- ar, þegar efnt var til sýndarsam- keppni á meðal sveitarfélaganna um staðsetningu fyrirhugaðs ál- vers, að þeir vildu láta sveitarfé- lögin bjóða niður umhverfiskröf- umar fyrir hvert öðra. Hafnar- fjörður komst þá um hríð inn í umræðuna vegna þess að þar á bæ höfðu menn eitt álver fyrir í tún- fætinum og því engin þörf á ströngum loftgæðakröfum. Full- trúar Granges og Hoogovens stöðvuðu þennan ljóta leik því þeir sáu fyrir neikvæð viðbrögð á heimaslóðum hjá umhverfis- vemdarfólki gagnvart svona „ný- lenduherraaðferðum“. Islensku heiðursmönnunum þótti þetta hins vegar ekkert at- hugavert, ffernur en þeim þyki það athugavert að Alþingismenn fái ekkert um starfsleyfið að vita fyrr en „allur pakkinn er tilbú- inn“, svo notuð séu orð ál-Jóns. Lakari loftgæöi fyrir aukin lífsgæöi Niðurstaðan er því m.a. sú að ekki verður krafist hreinsibúnaðar fyrir brennisteinsoxíð frá álver- inu. Það kemur til með að marg- falda það magn mengunarefha, sem aðrar þjóðir em að berjast við að draga úr með alls kyns aðgerð- um. Embættismenn úr taglhnýt- ingahópnum segja við þessu: „Ef við tökum ekki þetta álver hingað, verður það bara byggt einhvers staðar þar sem orkunnar er aflað með kolakyndingu og þá verður miklu meiri mengun. A Is- landi er þó verið að nota hreina orku“. Þetta er slíkur reginþvætting- ur að hann er vart svara verður. í þriðja heiminum er boðið upp á gríðarlega orku frá fallvötnum fyrir álver ffamtíðarinnar (t.d. í Venezuela) og í iðnríkjunum fær ekkert kolaorkuver svo starfsleyfi af það setji ekki upp fullkominn vothreinsibúnað til þess að hreinsa brennisteinsoxíð úr út- blæstrinum. Sennilega sleppur mun minna af brennisteini ffá þeirri hreinsun en frá hinu ný- tískulega álveri, sem rísa skal á Keilisnesi með góðu eða illu. Þetta er nú sá bitri sannleikur sem menn skulu sætta sig við. Fleira góðgæti mun reynast í starfsleyfinu, þegar að verður gáð. Starfsaðferðir ráðherrans em hins vegar lítt til eflirbreytni og til þess eins fallnar að veikja tiltrú almennings á því að í ráðuneyti umhverfismála sé hagur framtíð- arinnar borinn fyrir bijósti. Þótt Eiður Guðnason tæki á móti blaðamanni Morgunblaðsins á vordögum með útbreiddan faðminn í grænum reit held ég að landsmenn séu ekki svo „grænir“ að telja umhverfismálin mikil- vægust landsmála af því að nýr ráðherra var sestur þar í stólinn. Fremur: Þrátt fyrir að... Föstudagur 5. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.