Þjóðviljinn - 19.07.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Qupperneq 11
HELGARMENNING Barist í bökkum Erlent fjármagn streymir inn í íslenska kvikmyndagerð sem aldrei fyrr. Það er hins vegar göm- ul saga að peningamir renna ekki eingöngu og sjálfkrafa til allra þeirra listamanna sem eiga skilið að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Jakob Halldórsson heitir 25 ára gamall Akumesingur sem lok- ið hefúr sínu þriðja ári af fjórum við School of Visual Arts í New York borg. Hann sýnir fimm stutt- myndir í Regnboganum 22. og Jakob Halldórsson sýnir 5 stuttar myndir í Regnboganum. 25. júlí og kallar sýninguna Barist í bökkum. Tilgang þessara sýninga segir Jakob vera þann að sýna að ennþá fmnist ungir og sjálfstæðir, ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn sem vilji halda áfram að þróa þessa ungu listgrein. I Regnbog- anum mun Jakob sýna Bráðina. Bráðin er leikin mynd sem hann lauk við nú í vor og fjallar um slæman dag í lífi einstaklings. Ylfa Edelstein kemur aðeins við sögu í myndinni en auk hennar og Jakobs sjálfs em leikaramir í myndinni ffá Equador, Grikklandi og Bandaríkjunum. Ferro Alloy heitir mynd sem tekin er í Jám- blendiverksmiðjunni á Gmndar- tanga og sýnir hún framleiðslufer- il deiglu. Þriðja mynd á sýning- unni heitir Vélin. Þar birtist New York eins og vél sem manneskj- umar hafa flækst inn í. í ljórða lagi verður sýnd mynd sem heitir Kona. Það er stutt tónlistarmynd þar sem „Presto“ úr Árstiðunum eflir Vivaldi er túlkað með mis- munandi hraða í samspili myndar og hljóðs. I fimmta lagi er svo „New York City Best“ sem er stutt heimildamynd sem Jakob og bekkjarfálagar hans gerðu um neyðarþjónustu New York borgar. Áhugafólk um kvikmyndagerð er hvatt til þess að sýna hinum unga kvikmyndagerðarmanni stuðning og mæta á þessa sýningu. -kj Sigrlður Hagaín leikur annað aðalhlutverkið í Börnum náttúrunnar Listgreinar Börnum náttúrunnar leiddar saman hrósað í Noregi Samvinna söngs og mynd- verka er á dagskrá hjá þeim Sól- veigu Eggerz Pétursdóttur og Önnu Júlíönu Sveinsdóttm í Hafnarborg, á morgun, laugar- daginn 20. júli kl. 14.00. Margar af myndum Sólveigar eru nokkurs konar lýsingar á ljóðatextum er Anna Júlíana syngur og tilraun til að skapa bakgrunn fýrir suðræna söngva við gítarundirleik. Sólveig hefur reynt að vinna með vatnslit- um á nokkuð fjölbreyttan máta og við opnun sýningarinnar mun Anna Júlíana syngja nokkur lög úr söngskrá sinni. Anna Júlíana hefur haldið ljóðatónleika bæði hérlendis og Listræn gifting Myndlistarmaðurinn Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson opnar fyrstu einkasýningu sína í Lista- miðstöðinni Hafnarborg, Hafnar- firði á morgun, laugardaginn 20. júlí. kl. 14.00 Guðmundur hefur lokið námi við Myndlista- og handíðaskóla Islands, Fjöltæknideild. Á sýn- ingunni verða 9 verk, öll unnin á þessu ári. Hún ber heitið: „SLÓÐ-Myndir í land“ og verður í skála og kaffistofu Hafnarborg- ar. Á sama stað, kl. 15.00, kvongast listamaðurinn Tinnu Rut Njálsdóttur (Gaflara). Prest- ur verður Sr. Einar Eyjólfsson. Á sýningunni mun jasssveit Kjartans Valdimarssonar leika nokkrar sveiflur ásamt brúðar- marsi. Ásamt Kjartani, sem leik- ur á píanó, er sveitin skipuð þeim Páli Pálssyni á kontrabassa og Steingrími Guðmundssyni á slag- verk. Þá mun Jóhannes Á. Stef- ánsson, þulur, lesa ljóð eftir myndlistarmanninn Kristberg Pétursson -kj ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 erlendis. Hún kennir söng við Tónlistarskóla Kópavogs og óp- erusögu og sögu ljóðalagsins við Tónlistarskólann í Reykjavík og Nýja tónlistarskólann. Á fimmtu- daginn kemur heldur hún tónleika í Hafnarborg kl. 20.30. Þar verða flutt sönglög við gítarundirleik. Það er Þórarinn Sigurbergsson sem leikur á gítarinn en hann lærði að spila á gítar hjá þeim Ey- þóri Þorlákssyni og Luis Gonza- les á Spáni. Böm náttúrunnar heitir ný kvikmynd eftir Friðrik Þór Frið- riksson og „Dagbladet" í Noregi segir að hún sé framúrskarandi. Það eru Gísli Halldórsson og Sig- ríður Hagalín sem fara með aðal- hlutverk í myndinni. Hún verður frumsýnd í Stjömubíó 31. júli, n.k. en á norsku kvikmyndahátíð- inni í Haugasundi í ágúst. Þeir Dagblaðsmenn í Noregi hafa fengið að líta á nokkrar af þeim kvikmyndum sem sýndar verða á hátíðinni og um Böm náttúmnnar segja þeir að erfitt sé að vita hvort réttara sé að gráta eða hlæja yfir henni, þetta sé fal- leg mynd um elli og ást og það komi eins og þmma úr heiðskími lofti að hún hafi verið tekin til sýningar á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi án nokkurrar for- kynningar. 1 fréttatilkynningu ffá Is- lensku kvikmyndasamsteypunni segir m.a. að eftirvinnslan á Böm- um náttúmnnar sé nú á lokastigi og áætlað að ffumsýna hana í Stjömubíó 31. júlí. Myndin segir frá gömlum bónda sem komið er fyrir á elliheimili og hittir þar æskuást sína. Aðalhlutverk em í höndum Gísla Halldórssonar og Sigríðar Hagalín. Meðframleið- endur em Max film Berlin og Metro film Osló. Böm náttúmnn- ar var fýrsta íslenska kvikmyndin sem hlaut styrk úr kvikmynda- sjóði Evrópu. -kj -kj Hjá okkur færðu umhverfisvænar hreinlætisvörur og matvörur sem þú getur treyst. • lífrœnt rœktaöar kornvörur • lífrœnt rœktaö grœnmeti og óvexti • unnar matvörur úr lífrœnt rœktuðu hráefni og án allra aukaefna • umhverfisvœnar hreinlœtis- og snyrtivörur sem hafa ekki veriö prófaðar á dýrum. - sápur, sjampó, olíur, krem o.fl. - þvottaduft í þvottavélina og uppþvottavélina - þvottalög í uppþvottinn Hreinlœtisvörurnar eru án fosfata, án gervi tensíða, án ensíma, án ilmefna, án bleikiefna. YGGDRASILL, Kárastíg 1 - Sérverslun meö heilsuvörur Opiö 12-18 virka daga og laugardaga 11-13, sími 624082

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.