Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Blaðsíða 4
Tilgangslaust nudd Fyrr í sumar hélt Jón Baldvin Hannibalsson því fram að ef ekki næðist samkomulag um Evrópskt efna- hagssvæði fyrir sumarfrí í Brussel væri málið úr sög- unni. Svo fór að kontórum Evrópubandalagsins var lokað án þess að samningar næðust, en ekki er hug- myndin um EES dauð af þeim sökum enn. Á hinn bóginn gerist nú Ijósara með hverjum deginum sem líður að Evrópubandalagið er algerlega ófært um að semja ef samningar þurfa að fela í sér einhvern af- slátt frá grundvallarstefnu bandalagsins. Því virðist komin upp sú staða nú að ekkert verði af Evrópsku efnahagssvæði nema því aöeins að EFTA-löndin, einkum Noregur og ísland, gefi enn meira eftir þann- ig að Evrópubandalagið fái nánast öllum sínum kröf- um framgengt. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, tók mjög í þennan streng fyrir skömmu og eggjaði granna sína að gefa meira eftir til að ná samkomu- lagi. Þessi afstaða Svía er skiljanleg, en ekki að sama skapi heppileg fyrir íslenska og norska hags- muni. Svíar eru á leið inn í bandalagið. EES er því einungis millistig fyrir þá, því nær sem EES-samn- ingurinn er kröfum Evrópubandalagsins því betra fyr- ir þá. Með þessari áskorun setti Ingvar Carlsson flokkssystur sína í Noregi, Gro Harlem Brundtland, í mikinn vanda. Norski Verkamannaflokkurinn er klof- inn í afstöðu sinni til EES og/eða aðildar að Evrópu- bandalaginu. Gro hefur reynt að stýra málum þannig að ekki komi til samskonar uppgjörs í flokknum og varð þegar Norðmenn höfnuðu aðild að EB í þjóðar- atkvæðagreiðslu, en þá snerist stór hluti flokks; manna gegn forystunni sem mælti með aðild. Úrslitin í norsku sveitarstjórnarkosningunum á dögunum staðfesta enn frekar þann vanda sem norska ríkis- stjórnin og Verkamannaflokkurinn eru komin í. Kosn- ingar til sveitarstjórna snerust upp í uppgjör milli þeirra sem eru hlynntir EES og hinna sem eru á móti. Niðurstaðan varð ótvíræð. Flokkarnir sem for- takslaust eru andvígir EES tvöfölduðu fylgi sitt, en Verkamannaflokkurinn fékk verstu útkomu frá stríðs- lokum. Þetta þýðir að svigrúm Norðmanna til að verða við óskum Svía um meiri tilslakanir í EES- samningum er bókstaflega talað ekki neitt. Forsætisráðherra Noregs er ekki í aðstöðu til að bjóða meira öðru vísi en að taka þá áhættu að flokkurinn tapi varanlega öflugustu vígjum sínum í landinu og Verkamanna- flokkurinn hreinlega klofni. Því bendir nú margt til þess að norskir kjósendur hafi greitt EES- hugmyndinni náðarhöggið þar í landi, ekki séu nein skilyrði til þess að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. En er þá EES úr sög- unni? Um það skal ekkert fullyrt að svo stöddu en vissu- lega má leiða að því líkur. Eins og áður sagði virðist Evrópubandalagið ófært um að gera nokkra samn- inga sem fela í sér tilslakanir af þess hálfu. Um þetta vitna ekki aðeins samningarnir um EES, heldur einn- ig samningar við ríki Austur-Evrópu. Hafi þau ríki bú- ist við einhverjum rausnarskap af hálfu bandalagsins þá hafa þau orðið fyrir miklum vonbrigðum. í hörðum heimi viðskiptahagsmuna er EB eins og hver önnur brjóstvörn evrópskra stórfyrirtækja fyrir utan að verja landbúnað aðildarríkjanna af hörku, en hið síðar- nefnda kemur einnig fram í afstöðu bandalagsins í GATT-viðræðunum. Norskir kjósendur hafa komið EES- samningunum í hnút. Sú hætta blasir auðvitað við að með því aukist þrýstingurinn á íslensk stjórnvöld að gefa meira eftir. Hvað ríkisstjórnin hyggst fyrir í þeim efnum er ekki Ijóst. Henni væri vissulega trúandi til þess að beygja sig í stað þess að taka þá einu afstöðu sem rétt er - að hætta því tilgangslausa nuddi sem EES-samning- arnir hafa sýnilega verið frá upphafi. hágé Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á.Friðþjófsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Sævar Guðbjörnsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla: »68 13 33 Auglýsingadeild: »68 13 10-68 1331 Símfax: 68 19 35 Verð: 17 0 kr. I lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Síðumúla 37, 108 Reykjavík Helgarpistill sem allt Fátt er jafn leiðinlegt og niðurdrepandi og tískan. Ekki endilega fatatísk- an sem manni finnst stundum gefast upp á að vera til vegna þess að við lifum í stílleys- inu miðju sem segir: allt getur gengið. Heldur miklu fremur hugmyndatískan. Hugmyndatískan sem leggur undir sig nýja kynslóð, lætur hana dansa með sér langt út í fáránleikann, ræn- ir menn hugsun og sjálfstæði. Vegna þess að þeir vilja berast með straumnum, hvað sem hann heitir. Tískan Stundum er það byltingin Stundum er byltingin í tísku. Ekki endilega Sovétríkin eða þá seinna Kína eða eitthvert slíkt ríki, heldur Byltingin. Að velta við hveij- um steini. Að afneita sem harðast mælikvörðum samfélagsins. Að af- neita áhrifavaldi, borgaralegum sið- um, neyslugleði og hvaðeina. Vera öðruvísi en foreldrakynslóðin, vera frjáls, gera hvað sem manni sýnist, lesa sem allra róttækastar bækur. Svo allt í einu er tískan búin og eitthvað allt annað tekið við. Sú formúla sem ný tíska hefúr á lofti er ekki bylting og sameign, heldur kap- ítalískur markaðsbúskapur, sem mun allan vanda leysa með sínum miklu afköstum. Og rétt eins og róttækling- arnir sköpuðu sér „fronta“ með klúbbum og útgáfúm og lærimeistur- um og trúboði, þá gera frjálshyggju- menn slíkt hið sama, að minnsta kosti á uppsveiflutímum sinnar tísku. Marx, Hayek og Michael Og maður sem kemur til tísku- borgar eins og Kaupmannahafnar, til dæmis upp úr 1970, hann getur ekki þverfótað fyrir Karli Marx, allir eru að lesa Marx, kenna Marx, draga af honum lærdóma, leita að skástu læri- sveinum hans í samtíðinni. Og svo framvegis. Og sá sami maður getur komið til þeirrar sömu Kaupmanna- hafnar nokkrum árum síðar, og þá er eins og Karl þessi Marx hafi aldrei verið til og aldrei sagt neitt af viti og eins dónalegt að nefna karlgreyið og að koma vitlaust til fara í uppasam- kvæmi. í staðinn fyrir Karl eru þá komn- ir markaðsgarpar eins og Hayek og Friedman, og svo þegar menn eru orðnir þreyttir á þeim, þá koma ný- aldarspámenn: galdur, stjömuspeki, taó, jógi, Michaelsfræði, miðlar.... Og loks er eins og ekkert hafi gerst. Ríkra manna tíska Eitt er mjög í tísku um þessar mundir og það er ríkidæmi og vel- gengni. Að minnsta kosti verður ekki betur séð en Ijölmiðlaheimurinn snú- ist hring eftir hring í kringum þá sem eru að gera það gott. Gera það gott í íssölum, gosframleiðslu, hlutabréfa- galdri, tískusýningum, fýrirsætuhlut- verki, pólitík. Eru ofan á í samfélag- inu. Geta staðið undir fallegum myndum með fallegri fjölskyldu í ríkulegum umbúnaði. Geta reitt fram eitthvað jákvætt og banalt um atorku og einbeitni og trú á sjálfa sig og sjálfsþroskann og margt þesslegt. Þetta fólk er ekki bara í viðtölunum endalausu, það er náttúrlega (á al- þjóðlegu plani) persónur í öllum sápuóperum heims, öllum þessum endalausu sjónvarpsþáttum sem eru öðrum þræði fatasýning og mublu- sýning og innréttingasýning. Blygðunarleysið nú Þetta fólk hefúr alltaf verið til og það hefúr alltaf verið áberandi á þeim vettvangi sem áður var nefnd- ur. En nú er kominn nýr tónn í það allt saman. Kommúnisminn er hrun- inn og sósíalisminn (eins þótt kra- tískur sé) feiminn og ráðvilltur og þorir varla að brydda upp á sköttum á efnafólk hvað þá meir, þá fá jafn- vel allra stilltustu sósíaldemókratar orð í eyra fyrir að vilja leggja aftur af stað í langferð rnn í Gúlagið Rúss- anna. Og þeir ríku, þeir eru í fyrsta skipti síðan á Viktoríutímanum ekki feimnir við ríkidæmið. Þeim finnst þeir ekki hafa neitt að óttast. Þeir draga þá ályktun af hruni rússneska ríkiskommúnismans að tekjuskipt- ingin eins og þeir riku vilja hafa hana sé náttúrulögmál sem aldrei verði haggað. Þeir eru ekki í felum. Og enginn er sá til sem hafi þor eða myndugleika til segja að ekki sé allt með felldu. Eins og þegar til dæmis bandarískir forstjórar þéna hundrað sinnum meira en meðallaunþegi í Bandaríkjunum gerir. (Og hafa aukið sinn hlut mikið: á miðjum áttunda áratugnum þénuðu þeir 34 sinnum meira en meðallaunþeginn - að því er skýrt er frá í nýlegri grein í Morg- unblaðinu). Að forðast spurningar Það er í tísku að dást að þeim ríku. Það er ekki í tísku að tala um að þeir beri minnstu ábyrgð á með- bræðrum sínum. Það er ekki í tísku að minna á þá einföldu staðreynd að það er ekki þeim ríku „að þakka“ að þeir eru ríkir. Ekki nema nokkrum hluta þess liðs kannski. Það er heldur ekki þeim snauðu að kenna að þeir eru fátækir. En sem fyrr segir: þetta eru allt óþægilegar spumingar og þeim er strax vísað út í hafsauga. Það er margt sem minnir á þessa tísku. Til dæmis sjónvarpsheimsókn bresks fréttamanns til Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann kom reyndar aðeins við í fátækrahverfi. En hann gerði þar stuttan stans. Hann var mest að drepur tala við það fólk sem leigir sér glæsi- legar svítur til kvennafars á siest- trnni, sem stundar rándýra fegrunar- lækna og býr í villum. Býr í villum í hverfúm sem eru lokuð bak við múra og vopnaðir menn og hundar og jámgrindur veija fyrir eymdinni allt um kring. Og þegar sjónvaipsflakk- arinn breski spurði eina villufrúna (það er aðeins til að spurt sé) hvort henni þætti ekkert að því að lifa í slíkum munaði með alla eymdina f kringum sig, þá brást hún gröm við. Er ekki allt í lagi að vera ríkur, sagði hún, ef maður hefur ekki brotið lög? Ríki maðurinn og Lasarus Jú, mundu flestir segja. Það hlýt- ur að vera í lagi. Lög eru lög. Og allir virðast búnir að gleyma einni merkilegri hefð sem gefur ekki mikið fyrir hið formlega réttlæti lag- anna „sem í hátign sinni banna jafht ríkum sem fátækum að betla á göt- unum og sofa undir brúnum“. Hér er átt við þá kristilegu hefð sem byggir á þeim augljósa fjand- skap sem Jesús ffá Nasaret sýnir auðsöfnun. Og nægir í því sambandi að vitna í eina sögu: söguna um Las- arus sem betlaði mola af borði hins rika manns og fór til himna og ríka manninn sem fór raldeitt til heljar og píndist þar. Þetta er afskaplega grimm saga. Hún segir nefnilega ekkert um það hvemig sá riki komst yfir sín auðæfi. Hvort hann var ræningi eða heppinn í viðskjptum eða hvaðan það var sem honum kom auðurinn. Dómurinn grimmi sem dæmisagan fellir yfir honum, hún byggir á því blátt áffam að hann lifði í munaði og lét neyð annarra afskiptalausa. Eins og þeir gera í Ríó og svo mörgum borgum öðrum. Og við erum stödd mitt í svo öfl- ugri tísku að hvers sá sem fer'að leggja í alvöru út af þessari grimmd og dómhörku Krists, hann mun fá á baukinn fyrir að trufla andann í elskulegu samkvæmi. Misnota guð- spjöllin í pólitískum tilgangi. Eða eitthvað þaðan af verra. Þar erum við á vegi stödd - eins og er. NYTT HELGARBLAÐ 4 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.