Þjóðviljinn - 13.09.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Side 7
Bresk stjórn í Púlsinum Rut+ lætur móðan mása Breska fönkhljómsveitin Government er komin til landsins; spilaði í fyrsta skipti á Púlsinum í gærkvöldi, en verður aftur á ferðinni á Púlsinum í kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöldið. Hljómsveitin hefur verið mikið á rúntin- um; er nú í miðjum Skandinavíu-túr og fer héðan beint til Svíþjóðar. Þar hefur sveitinni tekist að skapa sér nokkurt nafh og verður þetta í annað skipti á árinu sem Govemment spilar fyrir frændur okkar Volvo-eigenduma. Það skal fara varlega í sakimar þegar lesið er að The Govemment sé fönkhljómsveit, því það fönk sem þeir spila er nokkuð fjarri al- faraleið fönksins. Sjálfir segjast þeir „vera að kanna dekkri hlið fönksins“, og í erlend- um blaðagreinum hefur þeim einatt verið líkt við hljómsveitimar Defunkt (sem spilaði hér um árið), Was (Not Was) og The Red hot chili peppers. Ymsum stílbrigðum hefur ver- ið hrúgað á hljómsveitina; þeim er sagt hafa tekist að gifta fönk og rokk farsællega og bræða djass og pönk í fúllkominn bræðing. Það dugar því ekkert nema að sjá sveitina með eigin augum og mynda sér eigin skoð- un. Govemment fjórmenningarnir; Brian Foley, sem syngur og blæs í saxafón, Paul Huges, sem spilar á gítar, Roger Leece, sem E.t.v. má kalla hljómsveitina RUT+ súpergrúppu í íslenska „neðanjarðar" popp- inu. Líkt og meðlimir úr nokkrum „rokksprengingar" hljómsveitum hrönnuðust í KUKLið 1983, hrönnuðust Árni gítarleikari úr Vonbrigðum, Atli gítarleikari úr Wapp og Múzzólíní, Ari bassi úr Bless og Sogblettum, og Maggi trommari og Bjössi barki úr Bleiku böstunum í hljómsveitina RUT+ snemma á þessu ári. Hljómsveitin kallar sig eftir samnefndri plötu Rutar Reginalds og býður nafnið einnig uppá að hægt sé að notast við það á ensku. RUT+ hefur djammað í ban- anageymslu í allt sumar en nk. fimmtudag ætlar hljómsveitin að spila í fyrsta skipti opinberlega á Tveim vinum. í tilefni opinberunarinnar var tekið viðtal og fyrsta spurningin hljómaði: RUT+ súpergrúppa? trommar, og Steve Jones bassaleikari hafa í tilefni lslandsfararinnar æft upp stuðpró- gramm með lögum Bowie, Stones, Hendrix og fleiri kappa, og munu auk þeirra að sjálf- sögðu spila eigið efni, m.a. af tveimur smá- skífum sem þegar eru komnar út og af nýrri plötu sem er í vinnslu. Dægurtónlistarfíklar: Skyldumæting í Púlsinn um helgina! Gunnar L. Hjálmarsson skrifar „Já, við erum Trúbrot tíunda áratugar- ins,“ fúllyrða drengimir. „Samt má kannski fekar segja að RUT+ sé griðastaður fyrir at- vinnulausa poppara." - Er tónlistin hrœrigrautur áhrifa frá fyrri hljómsveitum? „Nei, alls ekki!“ mótmælir sveitin móðg- uð. „Þetta er mjög ólíkt öllum okkar fyrri af- rekum. Þetta er mun þyngri tónlist. Ef þú vilt skilgreina okkur getur þú sagt að við spilum skipulagðan hávaða. Við erum lausir við allt yfirborðskjaftæði. I textunum er ekki mælt undir rós, það er allt sagt. - Hvað er sagt? „Við syngjum um raunverulegar tilflnn- ingar, um okkar raunverulega líf. Hið raun- verulega líf farandverkamannsins...nei nei!...“ - Hver semur? „Maggi á flesta textana. Tónlistin er samin í hóp, þetta er mjög lýðræðisleg hljómsveit.“ Hávaði og dýrslegar hvatir Ari Eldon bassaleikari er ekki viðstadd- ur, en nú kemur Bjössi skoppandi, svo ég hef fjóra af fimm í heljargreipum viðtalsins. Bjössi sýndi eftirminnilega stuðtakta með Böstunum en tónlist RUT+ er miklu þyngri svo ég spyr hann hvort hann fái að njóta sín í nýju hljómsveitinni. „Já, það er ekki spuming,“ svarar Bjössi glottandi. „Ég neglist allur niður við þessa tónlist. Þetta er mjög dýrsleg og yndisleg tónlist.“ „Hljómsveitin fór ekki almennilega í gang fyrr en Bjössi gekk til liðs við okkur fyrir mánuði,“ segja hinir. „Við erum gífúr- lega frjóir um þessar mundir, höfúm ekki undan að æfa.“ „Ég fer alltaf að hugsa um perverta þegar ég heyri þessi lög,“ fullyrðir Bjössi en hinir reyna að þagga niður í honum: „Það eru kannski örfá lög sem fjalla um perverta en megnið er um ást og sannar tilfinningar,“ segir Maggi. - Hvað fáum við að heyra á fimmtudag- inn? „Hávaða og dýrslegar hvatir,“ lofar RUT+ ásamt aðdáanda. Mynd: Kristinn. Bjössi. „Hver veit nema fjöldamorðingi mæti á svæðið.“ „Við spilum í svona þijú korter, á eflir frábærum upphitunaratriðum,“ segir Ámi. „Þetta er afrakstur þrotlauss erfiðis, mjög fjölbreytt efni, lögin 2 og upp í 5 mínútur, þungt og hratt, eða hægt og létt... eða þungt og létt í einu. Við erum búnir að finna upp formúlu til að semja fúllkomin lög, en við gefum hana ekki upp. Spíddmetal kemur kannski eitthvað við sögu í formúlunni.“ - Hvernig nenniði svo að hjakka i þess- ari tónlist sem svo fáir kœra sig um? „Tæknilega séð er ástæðan sú að við er- um of miklir aumingjar til að stunda sund,“ segir Atli, „eða við erum að ýta undir mögu- leikann á að við náum í kærustur.11 „Það er ótrúlega gaman að þessu hel- víti,“ segir Ámi með sæluglott á vör. „Gald- urinn er bara að halda áffarn endalaust, hætta aldrei. Þú sérð nú bara Ríó- tríóið; alltaf era þeir jafn leiðinlegir en hætta samt aldrei. Við hættum ekki þótt fólk nenni ekki að hlusta á okkur. Það er ekki okkar vandamál þótt fólk hafi óþjálfað eyra. Við stefnum á að slípa eyra landsmanna með tímanum!" Leiksvið fáránleikans spilar sitt kraftmikla nýbylgjupönk á Duus- húsi nk. fimmtudagskvöld. Hljómsveitin sýndi það nýlega á tónleikum á Púls- inum að hún hefúr rokkbein í nefinu og er til alls likleg... Ekki var mæting á tónleika Skid Row um síðustu helgi eins góð og menn væntu. Þó eru Rokk-menn síður en svo búnir að gefast upp. Spörfugl hvíslaði því að mér að næsti rokkinnflutningur yrði í nóvem- ber og að enska rokksveitin The Cult væri líklegur kostur... Nokkuð hefur verið fjallað um líf- legt rokklíf á Húsavík hér á síðunni. Nú gefst borgarbúum einstakt tæki- færi til að sjá og heyra það besta af Húsavíkur- rokkinu á sérstöku Húsa- víkur- rokkkvöldi á Tveim vinum nk. sunnudagskvöld. Að öllum líkind- um koma fram fimm hljómsveitir. Þijár era hreinræktaðar Húsavíkur- sveitir; Rotþróin, Ræsið og Krum- mar, sem er afbrigði af hljómsveit- inni Hrafnar. Hljómsveitin Exit er meira frá Akureyri en Húsavík, og til að vega upp á móti öllu norðlenska karlarokkinu verður fimmta sveitin reykvísk kvennahljómsveit; Hljóm- sveit Jarþrúður... Nýlega kom út safnspóla frá Gall- erí Krúnk sem heitir ekkert en hefúr að geyma sex hljómsveitir í pönkaðri kantinum; Cazbol, Indiana, Horver, Drullu, Kjaftæði og kvennasveitina Dritvík. Meira um þessa spólu í næsta Vaggi. 22 68 55 // / NÝTT HELGARBLAÐ 7 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.