Þjóðviljinn - 13.09.1991, Side 8

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Side 8
Sumarferð um Norður-Noreg IV Stalst yfir til Rússlands Norski herinn áminnir greinarhöfund um að sýna Sovétríkjunum viðeigandi virðingu. Rússar tóku Kirkjunes og Pa- svik haustið 1944. Það var fyrsti hluti Noregs sem komst aftur undir norsk yfirráð eftir hernámið vorið 1940. Bardag- arnir voru harðir og stóðu í tæpa tvo mánuði, flestir íbúar staðarins, eða tæp tvö þúsund manns, höfðust við á meðan í námugöngum við Bjarnarvatn og er það allt mikil saga um að lesa, þótt ekki verði rakin hér. í Kirkjunesi stóð ekki steinn yfir steini svo þar er þýðingarlaust að leita gamalla grafskrifta í kirkju- garði. Þeir legsteinar sem fóru í mél og mask í djöfulganginum voru aldrei endurreistir, í dag, tæpum ald- VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna við ibúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað er til byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í þvf umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. •RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júnf, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi sfðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. RSK RIKISSKATTSTJÓRI Greinarhöfundur með jámtjaldið milli fótanna. arhelmingi síðar má glöggt sjá kúlu- förin á þeim steinum sem eftir stóðu. Og enn vitnar hér margt um stríðið, ekki sist sú staðreynd að gamla jám- tjaldið, sem nú er að vísu orðið ansi götótt, aðskilur hér Noreg og Rúss- land á tæplega tvöhundruð kílómetra löngum landamærum. Við eyddum tveimur dögum í Kirkjunesi, ma. ók- um við upp með Pasvikelfú til suð- vesturs eins langt og hægt er að komast og gengum svo meðfram jámtjaldinu yfir skóga og mýrar þangað sem mætast í einum punkti landamæri Sovétríkjanna, Noregs og Finnlands. Þar er hlaðin varða og er stranglega bannað að ganga í kring- um hana, slíkt er vanvirða við Sovét- ríkin, en leyft er að koma við vörð- una Finnlands- og Noregs-megin. Á landamærunum er skógurinn höggv- inn á 20 metra breiðri ræmu, að vest- anverðu standa gulir stólpar með norska Ijóninu á, að austanverðu rauðir og grænir stólpar með skjald- armerki Sovétríkjanna á. Mitt á milli liggur svo grensan og er stranglega bannað að setja þar yfir fót eða rétta út hönd. Ég gat þó ekki stillt mig um að standa gleiður á miðjunni og stalst svo austur í Rússland til að gá hvað stæði á landamerkjastólpunum að austanverðu. Það stóð ekkert, en ég var varla kominn yfirum aftur þegar norsk herdeild skaut upp kollinum og heilsaði að hermanna sið og spurði hvem þremilinn við væmm að fara. Það var ung stúlka sem var for- ingi hópsins og hafði stjóm á fjórum strákum. Hún var hin brattasta og sagði mér að það lægi mörgþúsund króna sekt við að móðga Sovétríkin með traðki og handapati. Kvaddi svo að hermanna sið og hélt áfram að verja ríki sitt. Beggja megin landamæranna em svo varðtumar, þeir rússnesku allt að tíu sinnum fleiri, ekki veit ég hvort þeir em allir mannaðir. Þegar við fómm í þessa ferð inn til Pasvik, þá höfðum við lesið okkur til um stað- inn, að þar mætti skoða elgi og ef til vill skógarbimi og svo Rússa. Ferða- fólki em gefin þau ráð ef það mætir bimi, að það skuli ganga afturábak hægt út af yfirráðasvæði bjamarins og horfa stöðugt í augu honum, en það er ekkert sagt hvað maður eigi að gera ef maður mætir elg eða Rússa. Við vomm svo heppin að sjá bæði elg og Rússa, en engan sáum við bjöminn, enda virðir hann að sögn engin landamæri og er tíðast austur í Sovét. Á leiðinni til Pasvik blasir við námubærinn Nikel í Sovét- ríkjunum, þar em miklir skorsteinar og spúa ótrúlegri dmllu upp í loftið. Engan sáum við þar útivið og kom- um okkur saman um að þar væm auðvitað allir í fangelsi. Bæjaryfirvöid og íbúar í Kirkju- nesi hafa ávallt gert sitt til að milda sambúð austurs og vesturs. Á hverju ári em haldnir þar „Kirkjunesdagar" þar sem margt er um rússneska gesti og eftir glasnost og peristrojku er það orðinn fastur liður á Kirkjunes- dögum að rússneskir og norskir landamæraverðir keppi í fótbolta. Við ókum líka austur fyrir Kirkjunes, að landamæmnum með- fram Jakobselfi. Á leiðinni þangað er Storskog, landamærastöð sem ekið er um ætli maður til Sovétríkjanna. Þar sáum við enga lifandi hræðu í einkennisbúningi, en karl var þar í tjaldhrauk að selja rússneskar tréba- búskur og sovétfána. Mig dauðlang- aði til að aka þama inn og reyna hvað við kæmumst langt austur, en Eva hafði vit fyrir mér. Þegar komið er niður að ósum Jakobselfar er ekki nema um fimmtán kílómetra leið austur til Petsamo, þaðan sem allir íslendingamir sluppu um borð í Esj- una í stríðsbyrjun. Nú er Petsamo í Sovét. Að morgni þriðja dags í Kirkju- nesi snemm við nefjum til vesturs og hugðum tíj heimferðar. Þó ekki án útúrdúra. Á norðaustanverðum Var- angerskaganum er fiskibær sem heit- ir Bátsfjörður. Þegar við vomm kom- in aftur að Tanabrú vomm við orðin sammála um að það væri ekki hægt að yfirgefa þennan áhugaverða Böðvar Guömundsson skrifar landshluta án þess að líta við í Báts- firði. Nú em að vísu 100 kílómetrar ffá Tanabrú til Bátsfjarðar og yfir fjöll og fimindi að fara, en þar sem Bátsfjörður var eina byggðarlagið í Finnmörku sem slapp við eyðilegg- ingu stríðsins þótti okkur hart að koma ekki þar við. Gististað töldum við okkur vísan á tjaldstæði austan Tanafjarðar þar sem heitir Leirpolls- skógur. En það tjaldstæði reyndist lagt af fyrir löngu, svo við ókum um kvöldið alla leið til Bátsfjarðar. Þar var ekkert tjaldstæði heldur og að- eins hægt að fá gistingu í rándým hóteli. En ung og elskuleg stúlka á ferðaskrifstofú sem enn var opin þótt orðið væri framorðið sagði okkur að í afiögðu fiskiþorpi þijátíu kilómetr- um austar, þar sem heitir Syltefjörð- ur, væri nóg af ódýrri gistingu á Hót- el Staur. Hún meira að segja hringdi fyrir okkur til að spyrja um pláss. Og þama á Staumum var okloir tekið opnum örmum af Ann Rit Isaksen og Vidar Norberg, sem minnti mig al- veg ótrúlega mikið á hann Steinar vin minn á Akureyri. Þau höfðu keypt tvö hinna yfirgefnu íbúðarhúsa þorpsins og vom í óðaönn að byggja upp æði nýstárlega ferðamannaþjón- ustu. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir I nýuppgerðu herbergi fómm við að skoða staðinn, þar var sitt hvað að sjá sem ekki ber daglega fyrir augu á tjaldstæðum og hótelum. Veislusalur reistur úr rekaviði og rúnasteinn vom J ar á hlaðinu, og svo kom húsbóndi út og fór að kalla og klappa saman höndum að því er virt- ist út í bláinn. En viti menn, fara þá ekki hrafnar að garga uppi í fjalli og innan stundar vom þrir kolsvartir kmmmar sestir við fætur hans og vildu fá kvöldmat. Einn þeirra hét auðvitað Huginn og annar Muninn, en þar sem goðfræðileg hrafnanöfn hmkku ekki lengra þá hét sá þriðji Fifilína. NYTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.