Þjóðviljinn - 13.09.1991, Qupperneq 15
r é t t i r
Helmings
niðurskurður
Það er ekki laust við að
maður hallist að því að spítalinn
hafi lent með öðrum í stórum
potti í heilbrigðisráðuneytinu.
Við erum síðan það óheppin að
vera dreginn úr honum og lend-
um í þessum niðurskurði heil-
brigðisráðuneytisins, sagði Árni
Sverrisson, framkvæmdastjóri
St. Jósepsspltala I Hafnarfirði
eftir að honum hafði verið til-
kynnt að fjárframlög til spltalans
verði skorin niður um meira en
helming.
- Það einkennilega er að það
hefur engin fagleg umræða farið
fram um að leggja niður spítalann.
Eg og formaður spítalastjómar vor-
um boðaðir á fund aðstoðarmanns
heilbrigðisráðherra og ráðuneytis-
stjóra ráðuneytisins og tilkynnt að
fjárframlög til spítalans yrðu skor-
in niður um 120 miljónir króna.
Við eigum síðan sjálfir að koma
með tillögur um breytt rekstrar-
form, en sterklega var gefið í skyn
að hægf væri að setja upp hjúknrn-
arhejmili fyrir aldraða, sagði Ámi.
Ami sagðist ekki vita hvemig
heilbrigðisyfirvöld ætluðu sér að
anna þeim sjúklingum sem St. Jós-
epsspítali hefúr haft til meðferðar
árlega.
- Við höfúm ffamkvæmt um
1800 skurðaðgerðir á ári hveiju.
Ég get ekki séð annað en að bið-
listar eflir aðgerðum muni lengjast
þeim mun meira en nú er ef þær
detta niður, sagði Ámi.
Aðspurður hvaða aðgerðir
væru ffamkvæmdar á spítalanum,
sagði hann að spítalinn hafi sérhæfl
sig í beinaaðgerðum, lýtaaðgerð-
um, móðurlífsaðgerðum o.fl.
- Ég stend bara ráðþrota gagn-
vart svona vinnubrögðum, því við
höfúm staðið okkur mjög vel bæði
í fjárhagslegu og faglegu tilliti,
sagði Ami.
Bæjarráð Hafnarfjarðar kom
saman í gær vegna þessa og var þar
bókað að bærinn sem á 15% í spít-
alanum hafi ekki vitað neitt um
þessar hugmyndir. „Bæjarráðið
mótmælir harðlega lítt ígrunduðum
hugmyndum i þessa veru og ekki
síður vinnubrögðum rikisvaldsins,“
segir m.a. í bókuninni.
Bæjarráðið segir að við kaup á
St. Jósefsspítala 1987 hafi það ver-
ið forsenda kaupanna af hálfú bæj-
arsjóðs og ríkisvaldsins einnig að
spítalinn yrði áfram rekinn með
óbreyttum hætti.
I lok bókunarinnar segir bæjar-
ráð að brýnt sé að leggja þessi
áform þegar í stað á hilluna. -sþ
Jón Baldvin
skikkar sína menn
Allir þingmenn Alþýðuflokks-
ins hafa skuldbundið sig til að
styðja fjárlagafrumvarp ríkis-
stjómarinnar að því er mennta-
málaráðuneytið varðar, segir I
fréttatilkynningu sem formaður
Alþýðuflokksins sá ástæðu til
að senda frá sér í gær varðandi
skólagjöld og afgreiðslu þeirra
og flárlagarammans innan þing-
flokks og ríkisstjórnar.
Jón Baldvin segir að þetta hafi
verið samþykkt að gefnum ákveðn-
um forsendum sem séu þær að
nefnd sé að kanna lagaheimildir
skóla til að innheimta skólagjöld
og að hún sé að samræma fýrir-
komulag skólanna um innritunar-
og efnisgjöld sem lög heimila. Auk
þess eru forsendumar þær að um
heimildarákvæði sé að ræða og að
skólum sé í sjálfsvald sett að hve
miklu leyti þeir mæta útgjaldaþörf
sinni með spamaði og að hve
miklu leyti með gjaldtöku. Jón
Baldvin vitnar til bókunar þriggja
þingmanna sem segjast fallast á
ramma fjárlaganna er snýr að
menntamálaráðuneyti, en áskilja
sér rétt til að hlutast til um breyt-
ingar á lögum til að tryggja að
námsgjöld standi ekki undir rekstr-
arkostnaði framhaldsskóla. Sömu
þingmenn sögðu einnig að ef
skólagjöld yrðu færð sem sértekjur
í fjárlagafmmvarpi myndu þau
ekki standa að þeim lið frumvarps-
ins. Síðan hafa fjórir þingmenn lýst
því í bréfi til menntamálaráðherra
að þau styðji ekki álagningu skóla-
gjalda - og að þannig sé ekki þing-
meirihluti fyrir skólagjöldum.
Af fréttatilkynningu Jóns Bald-
vins má hinsvegar skilja að hann
telur þessa þingmenn skuldbundna
af samþykkt sinni og bókun á þing-
flokksfundi Alþýðuflokksins.
-gpm
Þjóðviljinn
SJÁLFBOÐALIÐSSVEITIN
getur bœtt við sig fleiri félögum til að vinna ýmis
verk við áskrifendasöfnun Blaðsins okkar
Látið skrá ykkur í síma
681333
Fjármálaráðherra Friðrik Sophussort að rétta af kúrsinn i fjölmiðalumræðunni um fjárlagarammana. Að baki hans
sitja Bolli Þór Bollason og Magnús Pétursson, fjármálaráðuneyti. Mynd: Jim Smart.
Skólagjöldin enn inni
Friðrik Sophusson fjámnála-
ráðherra vísaði til samþykktar
rlkisstjómarinnar um fjárlaga-
rammann þegar hann var
spurður um það á blaðamanna-
fundi I gær, hvort rlkisstjómin
hefði fallið frá þv( að leggja
skólagjöld á nemendur í fram-
haldsskólum og i háskólum.
Hann benti hinsvegar á að fjár-
lagafrumvörp tækju iðulega
breytingum I meðförum þings-
ins.
Eftir að Össur Skarphéðinsson
þingflokksformaður Alþýðuflokks-
ins sendi menntamálaráðherra bréf
um að fjórir þingmenn flokksins
styddu ekki álagningu skólagjalda
einsog hún er hugsuð í fjárlaga-
rammanum er ljóst að ekki er þing-
meirihluti fyrir því þrátt fyrir það
að rikistjómin hafi um það gert
samþykkt.
Friðrik boðaði til blaðamanna-
fundar til þess að rétta af kúrsinn í
umræðunni um fjárlögin, að eigin
sögn. Hann vildi ekki ræða ein-
staka liði frumvarpsins svo sem
sjómannaafslátt, innritunargjöld á
sjúkrahús, skólagjöld né annað sem
ekki lýtur að heildarramma fjár-
lagafrumvarpsins. Hann tók ítrekað
fram að hann sæi enga ástæðu til
þess þar sem slíkt hefði ekki tíðk-
ast við gerð fjárlaga. Þetta kæmi í
Ijós í októberbyrjun þegar fjárlaga-
frumvarpið yrði lagt ffam á þingi,
sagði fjármálaráðherra.
Ekki er fúllgengið frá tekjuhlið
frumvarpsins í einstökum atriðum
og gæti það dregist ffam undir jól
sem er mjög venjulegt. Þar á meðal
er sjómannaafslátturinn og annað
er snýr að skattamálum.
Þó kom ffam hjá Friðrik að
engin ákvörðun hefúr verið tekin
um sjómannaafsláttinn, en að hann
sé eins og margt annað til skoðunar
i fjármálaráðuneytinu sem hafi gert
ýmiskonar útreikninga varðandi af-
sláttinn rétt eins og margt annað.
Friðrik sagði að ef ekkert hefði
verið að gert hefði stefnt í rúmlega
20 miljarða króna halla á fjárlögum
næsta árs, aðallega vegna útgjalda-
aukningar vegna nýrra laga og
samninga, vegna óbreyttra laga,
aukinnar fjárfestingar, minni skatt-
tekna og vegna þess að nú á að
gjaldfæra skuldbindingar ríkissjóðs
jafnóðum og þær eiga sér stað.
Þetta á allt að gera án skattahækk-
ana. Til að ná hallanum niður fyrir
fjóra miljarða króna á næsta ári á
að skera niður rekstrarútgjöld og
lækka tilfærslufé um 7,3 miljarða,
það á að leggja þjónustugjöld á at-
vinnuvegi og einstaklinga fyrir 2,8
miljarða króna og falla ffá áform-
um um fjárfestingu eða slá þeim á
ffest og spara þannig 4,9 miljarða
króna.
Friðrik sagði ekki rétt að líta á
þjónustugjöld sem skatta, en sam-
kvæmt þessu verða sértekjur rikis-
ins auknar um sem samsvarar
þremur prósentum af tekjum rikis-
sjóðs. Til samanburðar þá verður
eftir 12,2 miljarðar af tekjuskattin-
um í ríkiskassanum. Innheimtir eru
tæplega 80 miljarðar í ár, en rúm-
lega helmingur fer til baka í per-
sónuafslátt og stór hluti í útsvar og
hitt fer til baka i formi sjómannaaf-
sláttar, bamabóta, vaxtabóta, hluta-
fjárafsláttar og sóknargjalda. Hin
nýju þjónustugjöld samsvara því
um 23 prósentum af því sem ríkið
heldur eftir af tekjuskattinum.
Þá kom ffam á fúndinum að
Friðrik telur viðauka við búvöru-
samning ekki vera hluta af búvöru-
samningnum. En með því að túlka
þetta á mismunandi veg getur Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra sagt að skera eigi niður
um 1.200 miljónir vegna búvöru-
samningsins, en Halldór Blöndal
getur á sama hátt komið ffam í
fjölmiðlum og sagt að það eigi
ekki að hrófla við búvörusamn-
ingnum.
-gpm
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
1 Námskeið í október j
Vefnaður
Myndvefnaðurl
Tóvinna
Prjóntækni
Dúkaprjón
3.okt-18.nóvkl. 19.30-22.30
7.okt.-25.nóv. kl. 19.30-22.30
l.okt,- 5.nóv. kl. 19.30-22.30
3.okL- 7.nóv. kl. 19.30-22.30
5.okt,- 9.nóv. kl. 13.30-16.30
Fatasaumur (jakkar og buxur) 3.okt.-21 .nóv. kl. 19.30-22.30
Þjóðbúningasaumur 5.okt.-30.nóv. kl. 10.00-13.30
Bútasaumur 2.okt- 6.nóv. kl. 19.30-22.30
Leðursmíði 2.okL- 6.nóv. kl. 19.30-22.30
Þæfing fýrir böm og fullorðna 5.okt.-26.okt. kl. 10.00-13.00
Skrífstofa skólans er opin alla virka daga frá kl. 16 -18.
lT Skráningferframáskrifstofuskólansísíma 17800. -
í
. J