Þjóðviljinn - 13.12.1991, Page 5

Þjóðviljinn - 13.12.1991, Page 5
Bák er merkilegtfyrirbrigði, það kemst svo mikiðfyrir i henni án þess að hun taki mikið pláss. Þessu er öðruvísi farið með myndlistarverk, þau vilja gjaman blása út, stundum i öfugu hlutfalli við innihaldið. Mynd: Jim Smart. Ast um borð í skipi - Eg vil gjaman festa eitthvað á blað sem vekur umhugsun, ást oa kátínu hjá fólki, sagði Ásta Olafsdóttir, höfundur sögunnar Vatnsdropasafnið, í viðtali um ást, myndlist og farþegaskip. - Eg starfa sem myndlistar- maður, en eins og flestir listamenn lifi ég ekki af listinni og vinn því ýmis önnur störf. Ur nýjistadeild- inni hér heima fór ég til Hollands í framhaldsnám. Ég er ekki málari, heldur vinn ég í ýmis efni, og í Hollandi fékkst ég aðallega við myndbandalist. Ég hef mikinn áhuga á ferskri samtímalist, hvort sem um er að ræða bólonenntir eða myndlist. Það er stór þáttur í skap- andi listmenntun að skoða og end- urskoða alla hluti, efast, nema nýja tóna og leita nýrra möguleika. Ég held maður læri það í gegn um myndlistina að ríghalda eldd í nein form, heldur ,gera tilraunir; ekkert er bannað. Ég byrjaði að skrifa strax og ég fann þetta frelsi. Samt finnst mér þessi þörf hjá mér að slcrifa ekki tengjast svo mjög myndlistinni. Ég held að maður leiti eldci í sama hluta heilans við slcriftir og maður notar við að búa til myndlistarverk. Þó er visst sam- ræmi í ferlinu við að vinna hug- mynd á myndband og að slcrifa sögu. Hvorutveggja hefúr með tím- ann að gera, því áhorfandinn eða lesandinn fylgist með frá upphafi til enda. Yfirleitt eru myndlistar- verk annars kyrrstæð, en það er saga auðvitað ekki. Ég veit að í sögu minni eru myndrænar lýsing- ar, enda hugsa ég líkJega í mynd- um., Asta hefur áður gefið út tvær bækur, Þögnin sem stefndi í, nýja átt og I asked myself: „Asta Olafs- dóttir, if this were a dictionary, how would you explain your heart in it?“ Eru þær bækur frábrugnar þeirri sem nú kemur út? - Já, fyrri bækur mínar hafa ekki söguþráð, en það hefúr Vatns- dropasafnið. Þar er viss saga og ýmslegt gerist. Hún fjallar þó ekki um okkar daglega líf eða hvers- dagsleikann, heldur andstæðu hans án þess þó að vera ævintýri. Aðal- persónumar eru tvær ástfangnar manneskjur, hann og hún mestan- part á endalausri siglingu um höf- in. Þau eru farþegar á þessu sldpi og þurfa því hvorki að vaska upp né skafa snjóinn af bílrúðunni. A svona skipum er ekki mikið við að vera, svo þau verða bara að finna sér upp eitthvað til að gera sér til skemmtunar, og það gera þau. Þessar ástfongnu manneskjur eru ekki alltaf í augsýn, því innan um eru hugleiðingar og margar litlar sögur læðast inni í aðalsöguna. Stefið er þó alltaf ást þeirra hvors á öðru. Ég held að allir rithöfundar finni sér sína eigin aðferð til að skrifa og ég hef mína. Ég reyni að breyta oft um stemmningu í textan- um, hef marga ólíka tóna. Það þarf ekki að gleypa þessa bók í sig i einu lagi, ég held að best sé að lesa hana hægt, helst í það minnsta tvisvar og helst oftar. f ölduróti ást- arinnar segir á bókarkápu, og ég vona að það sé öldurót í frásögn- inni eða framvindu textans. Af hverju Vatnsdropasafhið? - Sagan gerist úti á sjó og vatn kemur öðm hvoru við sögu. Reyni fólk að myndgera vatnsdropasafn í huga sér renna dropamir saman og verða að vatnsflaumi, nema maður skorði það af og safni dropunum í fötu, ef það tekst ekki nógu fljótt, og maður heldur samt áfram að hugsa sér vatnsdropasaíh sem flýt7 ur út fyrir og úr verður heilt haf. I rauninni var ég bara að leita að skemmtilegum titli á bókina og orðið kemur fyrir í bókinni án þess að því sé lýst neitt nánar. Segðu mér meira að aðalper- sónunum. Við kynnumst þeim í gegn um smáatriði sem gerast á víð og dreif í sögunni. Ég lýsi þeim ekki sem persónum og því hef ég lítil áhrif á það hvemig fólk fellir sig við þau. Sama má segja um aðra sem koma við sögu. Eg held að lesandinn verði að vera með og taka þátt í sögunni, sigla með okkur um höf- in. Sögusviðið í Vatnsdropasafn- inu er farþegaskipið og eyja. Ég ferðaðist með svona farþegaskipi í nokkra daga fyrir mörgum ámm. Það var gaman, samt var ekkert um að vera annað en að bíða eftir næstu máltíð, ráfa um og rabba við fólk. Það myndast sérstök stemmn- ing á svona skipum, það er heimur út af fyrir sig og það er stutt í ró- matíkina þegar fólk hefur ekkert við að vera annað en að fylgjast með hvert öðm og matmálstímun- um. Þú talaðir um að erfitt hefði verið að fínna nöfn á þá sem komu við sögu í bókinni þinni. Hvað varð síðan ofan á? Af einhverri ástæðu vildi ég ekki tengjast þeim. Ætlun mín var aldrei að kynnast þeim náið, þess vegna gat ég ekki gefið þeim venjuleg íslensk nöfn, því það var eins og það væri sama hvaða nafn mér datt í hug, það var alltaf ein- hver sem ég þekkti í raunvemleik- anum eða kannaðist við sem bar það nafh og varð þá um leið per- sóna í sögunni. Það var ekki þol- andi. Ég vildi heldur ekki nefna persónur mínar A, B eða C eða hafa þær númeraðar. Að síðustu fann ég út að gæfi ég þeim öllum nöfn af konunga- og keisaraættum héldum við þeirri hlutlausu fjar- lægð sem ég gat sætt mig við. En fyrst við emm að ræða nöfn þá langar mig til þess að biðja þig að læða því inn svona í lokin að ég heiti Astríður, tn er kölluð Asta, einhvemtímann ætla ég nefnilega að fara að skrifa mig fuliu nafni og þá þætti mér betra að einhveijir viti að Astríður það er ég. BE Úr Vatnsdropa- safninu Um morgunin kysstir þú mig á augun og spurðir mig hvernig ég hefði sofið. „Ég sofnaði ekki fyrr en undir morgun," svaraði ég. „Þvílík hefðarmær, það er nú það allra fínasta,“ sagðir þú og bauðst mér í morgunmat. Við vöfðum einu laki um líkama okkar beggja og gengum niður í matsalinn og kölluðum á þjóninn og báðum hann um te, svo þunnt að það gæti ekki haft áhrif á þessa viðkvæmu strengi sem lægju á milli okkar og við gættum okkar að snerta ekki. „Nei, en yndislegt," hrópaði þjónninn upp yfir sig, „komið og sjáið hvernig þessi mjólkurflaska myndar nákvæmlega 90 gráða horn við saltstaukinn og hvernig þau líkt og benda í eina línu norðnorðaustur, miði maður við línuna sem eggjaskurnin, teskeiðin, kæfubitinn og kavíartúpan mynda á eldhúsborðinu. Það er eins og allt þetta sé að reyna að vísa okkur leiðina." Hann þagði augnablik og hrópaði svo aftur hrifinn: „Og sjáið hvernig tannstönglarnir standa allir þétt saman í bauknum. Þarna sannast það sem ég hef alltaf sagt: nafnskyldir hlutir standa alltaf saman og mynda heild eins og ættasamfélag." leikjum styripinnum áabeinscn Verðdæmi: Nasa leikjatölva me& Turbo stýripinnum og 4 leikjum_______11.900,- Nasa leikjatölva meö Turbo stýripinnum og 35 leikjum______14.900,- Super Mario Bros. III__3.900,- The Simpsons___________3.900,- Yo-Nid_________________3.900,- BackToThe Future_______3.900,- Battle Toads___________3.900,- 100 leikja pakki______10.800,- SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Mælikvarði 1: 250 000 Allt landið 9 kort Kr. 5.490.- ATIASKORT V rm Þórsmörk/ Landmannalaugar. Húsavík/Mývatn Suðvesturíand. Skaftafell. Hekla. Hornstrandir. Þingvellir. Ferðakort 1: 750 000 Kr. 4.400.- Mælikvarði 1: 100 000 Svæðaskipt eða raðskipt. 9 rnöppur. Verð hverrar möppu: Kr. 4.400.- Mælikvarðar 1: 500 000 og 1: 250 000 7 kort. Kr. 4.700.- STAÐFRÆÐIKORT 4 Mælikvarði 1: 250 000 Mið-ísland og Mið-Vesturland. 2 Reiðleiðakort og reiðleiðalýsingar. Kr. 4.700.- Mælikvarði 1: 25 000 Reykjanes 9 kort. Suðvesturland 8 kort. Kr. 4.400.- og 3-990.- Öll helstu kort Landmælinga íslands eru nú fáanleg í glæsilegum möppum á sérstöku tilboðsverði! Vandaðar og nytsamar jóla- og tækifærisgjafir. Fást einungis í kortaverslun Landmælinga íslands, Laugavegi 178. Sendum í póstkröfu um land allt. KORTAVERSLUN LANDMÆLINGAISLANDS LAUGAVEG1178 • SIMI680 999

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.