Þjóðviljinn - 13.12.1991, Page 10

Þjóðviljinn - 13.12.1991, Page 10
Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir, er mjög vogskorin. Ganga höf stór úr útsjánum inn í jörðina Heimskringla Snorra Sturlusonar kemur út í dag. Hún hefur fyrr verið gefin út með ýmsum hætti, en birtist nú á nú- tímastafsetningu. Verkið er þrjú bindi, tvö texta- bindi og lykilbók. Ritstjórn útgáfunnar skipa þau Bergljót Soffía Kristjáns- dóttir, Örnólfur Thorsson, Jón Torfason og Bragi Halldórsson. Þau hafa ásamt fleirum unnið sam- an að fornritaútgáfu allar götur síðan 1985, fyrst að Islendinga sögunum og Sturlungu fyrir Svart á hvítu og síðan að Heims- kringlu fyrir Mál og menn- ingu. Starf okkar síðustu ár hefur smám saman undið upp á sig. í framhaldi af útgáfu lslendinga sagnanna og Sturlungu fórum við að vinna að ýmsum verkefnum og rannsóknum með tilstyrk Vísinda- ráðs og stofnuðum með okkur fé- lagsskap sem við nefnum Stafaholt. Efíir að Svart á hvítu lagði upp laupana fundum við okkur hins vegar annan samstarfsaðila um út- gáfur, Mál og menningu, og höfum átt prýðilegt samstarf við menn þar um útgáfuna á Heimskringlu, segir Ömólfur og Bergljót bætir við: Enda þótt við séum fjögur ritstjórar Heimskringlu er hópurinn miklu stærri, það er hins vegar misjafnt hverjir sinna meginvinnunni hverju sinni. Við skiptum inná eins og í fót- bolta, segir Ömólfur. Ymsir hafa gengið til liðs við okkur síðan 1985 og má þar nefna Eirík Rögnvalds- son, málfræðing og dósent við há- skólann. Margir hafa líka starfað með okkur í lengri eða skemmri tíma við Heimskringlu, bókmennta- fræðingamir Guðrún Ingólfsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir hafa t.d. unnið með okkur nær allan tím- ann sem við höfum verið að störf- um og ýmsir fræðimenn hafa lagt okkur lið, t.d. Helgi Skúli Kjartans- son. Við höfum unnið að útgáfunni meira eða minna í u.þ.b. ár, segir Bergljót, en við erum öll í öðrum störfum, reyndar kennarar öll nema Jón sem vinnur á Þjóðskjalasafn- inu. Bragi kennir í Menntaskólan- um í Reykjavík, Omólfur við Kennaraháskólann og ég við Há- skólann. Þess vegna var þetta íhlaupavinna framan af, en síðan í vor höfum við unnið sleitulítið. Höfundurinn Við erum stödd í kjallara Áma- garðs. Ömólfur er að sýna Berg- ljótu Lykilbókina. Hún er nýkomin úr prentun. Það er alltaf jafn merkilegt að sjá bók fæðast, segir Ömólfur glottandi, maður nauðaþekkir hana í brotum og svo stendur maður allt í einu með hana sem heild. Við fömm ekki að leita að prentvillum, segir Bergljót og blað- ar í örkunum, segjum bara eins og Bjami Aðalbjamarson að ekki sé vert að spilla ánægju lesenda af að finna misfellur. Við komum okkur fyrir hjá tölvukostinum í herbergi þeirra fé- laga og sötmm kaffi meðan á spjallinu stendur. Ömólfur: Auðvitað reynist okk- ur léttara nú að gefa út fomrit á nú- tímastafsetningu en í upphafi, enda emm við orðin nokkuð samhæfð. Heimskringla er skrifuð um svipað lcyti og elstu Islcndinga sögumar þannig að frágangsvinnan er áþekk. Okkur grunar líka að Snorri sé höf- undur að minnsta kosti einnar ís- lendinga sögu, svo við höfum þá kannski fengist við verk hans fyrr. Bergljót: Hvers vegna Snorri ræðst í að semja Heimskringlu? Ætli við ættum ekki fyrst að nefna að við vitum ekki mcð vissu hvort það var hann sem setti saman verk- ið eða einhver annar? Ömólfur: Það er hvergi í göml- um íslenskum handritum bcinn vitnisburður um að Snorri sé höf- undur Heimskringlu. Við göngum hins vcgar jafnan útfrá því að svo sé. Það er ckki fyrr cn með þýðing- um verksins á skandinavísku á 16. öld að menn kenna honum það. Það er hins vegar hald flcstra fræði- manna að Snorri sé höfundur Heimskringlu með beinum cða óbeinum hætti. Við vitum að hann samdi Ólafs sögu helga hina sér- stöku, sem snýst um Olaf Haralds- son Noregskonung, að öllum lík- indum áður en hann setti saman Heimskringlu. Bergljót: Hann á sum sé a.m.k. þriðjung Heimskringlu. Við vitum ekki hver aðild hans að öðrum hlut- um verksins kann að hafa verið, hvort hann sagði fyrir ákvcðna hluti verksins, eftirlét öðrum að skrá eftir ákveðnum fyrinnælum, eða hvað. Örnólfur: Okkur hefur að minnsta kosti þótt sem aðild sögu- manns að verkinu væri mismikil og misjöfn tök hans á frásögn og stíl. Omólfur: Snorri er sonur smá- höfðingja sem kemst fyrir tilviljan- ir örlaganna í Odda þar sem hann er fóstraður. Oddi var mesta menntasetur Islands á þessum tíma og fóstri Snorra var helsti höfðingi landsins, Jón Loftsson. í Odda kemst Snorri í kynni við valds- menn, menntun og menningu. Hann býr að hvorutveggja menn- ingaruppeldinu í Odda og sagnalist- inni sem hann hefur hugsanlega kynnst af móður sinni Guðnýju Böðvarsdóttur. Bergljót: Það er næsta víst að þeir Sturlungar hafa sótt fróðleiks- fysn sína og sagnagleði til Guðnýj- ar. Hún var margfróð og til hennar vitnað í Eyrbyggju þegar sagt er frá beinaupptöku Snorra goða. Hvamm-Sturla, faðir Snorra var reyndar tungulipur, en fyrst og fremst óeirinn höfðingi sem sóttist frekast eftir að auka veldi sitt í hér- aði. Ömólfur: Hálfgerður ribbaldi. Bergljót: Já, það sem er vist kallað góður athafnamaður. Lýsing Snorra Ömólfur: Snorri var margir menn í einum. Við eigum marg- brotna mynd af honum. 1 Islend- inga sögu lýsir Sturla bróðursonur hans honum fyrst og fremst sem at- hafnamanni og höfðingja, valds- manni og auðmanni, en segir fátt af skáldskapariðkunum hans. Sjálfur dregur Snorri svo mynd af sér i verkum sínum, bæði kveðskap og sögum. Þar kynnumst við mannsk- ilningi hans, glöggri sýn á atburða- rás, orsök og afleiðingu og djúpum skilningi á pólitískum fléttum. Hann lætur ekki blindast af neinum valdsmanni algjörlcga. Bergljót: Fólk er samsett í lýs- ingu hans. Ömólfur: Enginn er algóður og enginn alvondur. Bergljót: Hann sýnir mismun- andi hliðar á pcrsónum og eftirlæt- ur gjama lesendum að draga álykt- anir. Sagnfræðingurinn Bergljót: Snorri er merkilegur sagnfræðingur. Sagnfræðingar mið- alda voru auðvitað ekki sagnfræð- ingar í nútímaskilningi, en Snorri er sjálfstæðari í vinnubrögðum en ýmsir fyrirrennarar hans og oft tal- inn furðu „nútímalegur" eins og Gunnar Karlsson sagnfræðingur benti t.d. á nýlega i fyrirlestri um afstöðu Snorra til hcimilda. Það er illmögulegt að meta að hve miklu leyti Heimskringla er sagnfræði- verk og að hve miklu leyti skáld- verk. Hún varð auðvitað ekki til úr engu frekar cn annað. Snorri hafði margar heimildir að styðjast við, bæði bundið mál og óbundið. Hann vitnar sjálfúr til ýmissa heimilda t.d. til Hryggjarstykkis Eiríks Oddssonar. En sumar sögur í safn- inu hefúr hann líklega skáldað að mestu leyti. Að minnsta kosti er óhætt að segja að hans sé oft og tíðum kjötið á beinunum. Og hann stendur fostum fótum í íslenskri sagnahefð, Heimskringla á margt sameiginlegt í frásagnartækni með Islendinga sögunum og veraldleg- um samtíðarsögum eins og Sturl- ungu. Heimildirnar Bergljót: 1 síðasta hluta verks- ins, 11. og 12. öldinni, er Snorri bundnari af heimildum sínum og virðist ekki hafa unnið eins mikið úr þeim og í þeim hluta verksins sem fjallar um eldri tíma. Ömólfur: Þar hefur hann hugs- anlega bæði frásagnir manna um yngstu konungana, manna sem heyrðu og sáu og sögðu öðrum í gegnum einn eða tvo milliliði. Hann hefur líka skrifaðar sögur. Fmmlegt framlag hans er því mest í Ólafs sögu helga sem er stærst og í Ólafs sögu Tryggvasonar. I fyrsta hlutanum, Ynglinga sögu og Hálf- danar sögu svarta, er aðild hans að verkinu líka mikil. Bergljót: Þó að Snorri sé bundnari heimildum í síðasta hluta verksins þá fer hann stundum á kostum þar, t.d. í Haralds sögu Sig- urðarsonar, ekki síst í mannlýsing- um. Til gamans má svo skjóta því að, að í einni stystu sögunni í verk- inu, Ólafs sögu kyrra, er greint frá 26 ára valdaferli konungs. Það mætti vera fólki til áminningar á þessum tíðindasömu tímum sem við lifum, að þetta var friðsæll kon- ungur og því ekki frá neinu að segja. Ömólfur: Hann hafði tvö viður- nefni. Annað var „hinn kyrri“ og hitt „bóndi“. Hann hvorki lagðist í víkingu eða langferðir til frægðar né lamdi vemlega á þegnum sínum. Bergljót: Þetta sýnir okkur hvað frásögnin er bundin tíðindum, Þeg- ar koma kyrrlátir kóngar er engin saga. Konungasaga Bergljót: Heimskringla er saga Noregskonunga frá Hálfdani svarta fram til Magnúsar Erlingssonar. Ömólfur: Það var háttur sagn- ritara á miðöldum að rekja ættir valdsmanna og konunga til guða. Það er gert í fyrstu sögu Heims- kringlu, Ynglinga sögu, sem segir frá ferð Óðins frá Asíu til Norður- landa þar sem hann sest að. Með honum í for em tólf höfúðgoðar hans. Einn þeirra er Freyr sem verður ættfaðir sænskra konunga og seinna norskra. Síðan er saga allra konunga frá Hálfdani svarta, sem uppi var á fyrri hluta 9. aldar, rakin fram á síðari hluta tólftu ald- ar, fram undir fæðingarár Snorra sjálfs. Bergljót: Fyrsti konungurinn sem til sín lætur taka að gagni í verkinu er Haraldur hárfagri sem reyndar var kallaður Haraldur lúfa þar til hann hafði lagt undir sig Noreg allan og lét klippa sig af því tilefni. Snorri rekur upphaf norskra einvaldskonunga til eggjunar konu, Gyðu, sem Haraldur vill eiga. Hún vildi hins vegar ekki þýðast hann fyrr en hann hefði lagt undir sig Noreg, sem hann og gerði á næstu tíu ámm. Ætli Snorri hafi hugsað með sér: Köld eru kvennaráð, og hafl í huga samtíð sína. Ömólfur: Frásögnin er þannig byggð að hún nær hámarki með Ól- afi Tryggvasyni, þeim sem þreytti kafsund við Kjartan , Ólafsson í Laxdælu og sendi Isjendingum Þangbrand trúboða, og Ólafi helga Haraldssyni, þjóðardýrlingi Norð- manna, sem Snorri kallar stundum Ólaf digra. Síðan er sporgöngu- mönnum Ólafs helga lýst hverjum Bergljót Kristjánsdóttir og Örnólfur Thorsson. Mvndir: Jim Smart. NYTT HELGARBLAÐ 1 0 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.