Þjóðviljinn - 14.12.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1991, Síða 2
Hvað er að gerast í Evrópu? Ivikunni komu leiðtogar Evrópubandalagsríkjanna til fundar í Hollandi og ákváðu að stefna að pólitískum og efnahagslegum samruna ríkja sinna í Bandaríki Evrópu. Hefur niðurstöðum fundarins verið lýst í fjöl- miðlum sem tímamótasamþykktum. Reyndar urðu leið- togamir að samþykkja málamiðlanir í ýmsum stórmál- um, eins og gjaldeyrissamrunamálinu, vinnumálum o.fl., aðallega að kröfu John Majors forsætisráðherra Bretlands, sem óttast um veldi og orðstír breska Ijóns- ins. Evrópa gengur í gegnum miklar breytingar dag frá degi um þessar mundir. Þau ríki Austur- og Mið- Evr- ópu, sem nýlega hafa losnað undan jámhæl flokksræð- is, eiga við gríðarlega erfiðleika að etja, ekki síst í efna- hags- og atvinnumálum, sem óumdeildanlega geta haft áhrif á pólitískan stöðugleika og jafnvægi í álfunni. í Sovétríkjunum gerast hlutir ótrúlega hratt um þessar mundir og má segja að jpað sé dagamunur á því hvort ríkið er til eður ei. Samhliða þessum breytingum, þar sem horfið er ffá miðstýrðu flokksræði og tilskipanahag- kerfi eiga sér stað breýtingar í Vestur- Evrópu sem ganga í gagnstæða átt. Morgunblaðið Ijallar um þetta mál í leiðara í gær og segir eðlilegt að „menn staldri við og flölmargar spum- ingar vakni, þegar í vændum eru svo gífurleg umskipti, sem snerta munu daglegt líf hundruð milljóna manna.“ Þá getur Morgunblaðið þess að mörgum þyki nóg um . skrifstofuveldið í Brussel og tilskipanaflóðið sem þaðan berst og að ffamkvæmdastjóm bandalagsins hafi feng- ið óheyrilegt vald til að ráðskast með líf almennings. Telur blaðið að niðurstöður leiðtogafundar Evrópu- bandalagsins í vikunni skjóti stoðum undir þessar áhyggjur. Síðan segir í leiðara Morgunblaðsins: „Evr- ópuþróunin mun óhjákvæmilega fela í sér aukið yfir- þjóðlegt vald og sú spuming hlýtur að vakna hvort nauðsynlegt sé að koma á fót eins konar sambandsríki Evrópu til þess að tryggja lýðræði, frið, velmegun og frelsi. Aðildam'ki Evrópubandalagsins geta, flest hver hið minnsta, talist rótgróin lýðræðis- og réttamki og þeim árangri náðu þau án þess að gangast undir sam- eiginlega miðstjóm." Þessi viðbrögð Morgunblaðsins em eðlileg, sérstak- lega þegar blaðið tengir þróunina í EB hinni gagnstæðu þróun mála í Austur- Evrópu. Það er óneitanlega kostu- legt að horfa upp á þá sem helst hafa talið sig málsvara frelsis í viðskiptum og barist gegn miðstýringarvaldi, koma nú og boða fagnaðarerindið um samsteypu Evr- ópuríkja með einni miðstýringu frá Brussel. Þar skal allt steypt í sama mót. Þeir sem kröfðust þess að miðstýr- ingunni í Austur-Evrópu yrði aflétt til aö efnahags- og tækniaðstoð ffá Vesturlöndum kæmi til greina, ætla nú að taka upp miðstýringuna og stjóma með tilskipunum. Öðm vísi mér áður brá. Og frelsið í viðskiptum og sam- keppnin eiga vitaskuld ekki að ná til allra þátta efna- hagslífsins því EB ætlar að halda landbúnaði sínum og sjávarútvegi í vemduðu umhverfi með áframhaldandi ríkisstyrkjum og niðurgreiðslum. Þar eiga markaðsöflin ekki að ráða ferðinni af því að það hentar ekki EB-lönd- unum. Svona er nú stefnufestan á þeim bæ. Lýðræðislegir sósíalistar, jafnaðarmenn, á Vestur- löndum hafa lengi haldið uppi hörðum árásum á hið fallna stjómskipulag flokksræðis, skort á mannréttind- um og tilskipunum á sviði efnahags- og atvinnumála í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Sömu rök em vissu- lega gild í mörgu tilliti gagnvart miðstýringartDróuninni í Vestur-Evrópu. Morgunblaðið hefur áttað sig á þessu og er það vel. Sannleikurinn er sá að meö fjölþjóða- samningum er hægðarleikur að auka samstarf og sam- vinnu um verslun og viðskipti, um rannsóknir og vísindi, um umhverfisvemd og auðlindanýtingu, um þróunarað- stoð og nýsköpun og margt fleira. Það þarf ekki ný Bandaríki Evrópu með stjómskipulagi miðstýringar og tilskipana til að svo megi verða. Þiót>vii.ttnn Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 l'ltgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Rltstjómarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Rltstjóm, skrffstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvlk. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Askrfftarverð á mánuði: 1200 kr. kllfl VI Wi AÐALFUNDUR1 Fjölskyldurnar 14 Stjómmálamenn vitna iðulega til kolkrabbans þegar þeir ræða um hinn eiginlega valdhafa í íslensku efnahagslífi. Þá eru fjölskyldumar Qórtán einnig vinsælar þegar spum- ingunni um það hverjir eigi ísland er svarað. En þótt töluvert haft verið skrifað um fyrirbærið „kolkrabbann" og fjölskyldumar fjórtán vita fæstir hvað við er átt, né hversu víðtæk völd þessar fjórtán fjölskyldur hafa í íslensku þjóðfélagi. Menn greinir jafnvel á um fjölda fjölskyldnanna. Omólfur Amason hefur ráðist í það að skrifa bók um þetta huldu- veldi sem kolkrabbinn er, en því miður þá er lesandinn litlu nær um kvikindið eftir Iestur bókarinnar en fyrir. Ömólfur hefur fátt nýtt fram að færa í bók sinni, nema ef vera skyldi örfáar slúðursögur um fina fólkið í Reykjavík. Tímaritið Þjóðlíf gerði á sínum tíma víðtæka úttekt á kolkrabbanum sem Ömólfúr byggir bók sína m.a. á. Hann leitar víðar fanga, í tímaritið Frjálsa verslun, ársskýrslur fyrir- tækja, viðskiptasíður Morgunblaðs- ins, Reykjayikurbréf, og í fíeiri blöð og tímarit. í bókinni em birtir langir orðréttir kaflar upp úr þessum heim- ildum. Þá hefur Ömólfur einnig leit- að til manna einsog Harðar Sigur- gestssonar, Jónasar H. Haralz, Helga Magnússonar og Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar og beðið þá að svara skriflega nokkmm spumingum um samþjöppun valds í íslensku at- vinnulífi, fákeppni og hlutabréfa- kaupum fyrirtækja í öðmm fyrir- tækjum. Það sem frá Ömólfi sjálfúm kemur er að raða þessum heimildum öllum saman og reyna þannig að fá út heildarmynd yfir þennan huldu- heim fjármálalífsins á íslandi. Því miður tekst höfundi bókarinnar ekki nógu vel upp, því efnið er svo sann- arlega allrar athygli vert, en útkom- an er grautur sem bætir fáu nýju við. Hafi lesandinn kynnt sér úttekt Þjóð- lífs á sama fyrirbæri getur hann al- veg sleppt þessari bók, því sú úttekt var sett upp á mun skýrari hátt en Ömólfur gerir. Nóri Það kann að hafa áhrif á hversu mikill grautur þessi bók er að bindi- efni hennar er frásögn af samskipt- um höfundar við huldumanninn Nóra. Það er einsog höfundur hafi alls ekki áttað sig á hverslags bók hann væri að semja, skáldsögu byggða á raunvemlegum atburðum eða hreina og klára skilgreiningu á ákveðnu fyrirbæri í íslensku samfé- lagi. Sem skáldsaga er bókin mis- lukkuð. Nóri er á vissan hátt haganlega gerð persóna, þótt undirrituðum finnist hann hafa lesið ótal lýsingar á svipuðum dekurbömum íslensku borgarastéttarinnar. Persónan á bara ekkert erindi í þessa bók. Eina hlut- verk hennar er að segja mis-áreiðan- legar slúðursögur af háaðlinum í Reykjavík, en þessar sögur veikja gildi bókarinnar sem alvarlegrar út- tektar á kolkrabbanum og fjölskyld- unum 14. Nóri flækist líka iðulega fyrir í frásögninni. Nægir þar að nefiia eitt lítið dæmi. 1 kaflanum „Þegar skynsemin blundar" undir lok bókarinnar, segist höfúndur ætla að úttala sig um heimildimar sem bókin byggir á. Síðan er ekkert meira um þessar heimildir, heldur fer kaflinn allur í snakk við Nóra. Nóri myndar umgjörð og er eins- og áður sagði bindiefni bókarinnar. Það er hann sem fær höfund til að ráðast í þetta verk og í lok bókarinn- ar yfirgefúm við Nóra þar sem hann stendur aumkunarverður á heimili sínu og móður sinnar og falla tár af hvarmi hans. Lesandi er hinsvegar engu nær hversvegna Nóri er allt í einu svona tilfinningasamur. Nema ef vera skyldi að hann einsog aðrar helstu persónur bókarinnar hafði kosið öryggið í stað hamingjunnar. Öryggið fann hann hjá móður sinni í undirfatabúðinni, en öryggi kol- krabbans var falið í að auka stöðugt völdin og eigumar. „Þeir eru öryggisfiklar," segir í lokakafla bókarinnar. Kolkrabbinn En hverjir eiga þá ísland? Hver er kolkrabbinn? Engin hrein svör fá- um við við þeim spumingum í bók- inni. Það em tíndar til nokkrar ættir og sýnt fram á hvemig þær hafa hreiðrað um sig í stjómum hinna ýmsu fyrirtækja. Ættfræðin skipar stóran sess í bókinni, en hún er þannig sett upp að lesandinn þarf að marglesa textann til að átta sig á tengslum einstaklinga út og suður, enda um flókin tengsl að ræða. Þama hefði grafik komið að góðum notum til að skýra þetta flókna net. Nokkrir einstaklingar em mest áberandi í þessari ætta- og fyrir- tækjasögu. Þó skera tveir sig úr. Það em þeir Halldór H. Jónsson stjómar- formaður Eimskipafélagsins og Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim- skip. Samkvæmt bókinni em höfúð- stöðvar kolkrabbans á skrifstofu „óskabams þjóðarinnar". Þessar tvær persónur em af ólíkum upp- mna, en eiga það sameiginlegt að stjómast af „græðgi, valdafikn og hégómagimd", að mati höfundar bókarinnar. Halldór H. Jónsson „The Grand Old Man“ er stjómarformaður í eft- irtöldum fyrirtækjum: Sameinuðumr yerktökum hf, Hf. Eimskipafélagi Islands, Burðarási hf., Hafnarbakk- anum hf., Skipaafgreiðslu Jes Zim- sen hf., Háskólasjóði Eimskips, Eimskipafélagi Reykjavíkur hf., Byggingamiðstöðinni sf. og Borgar- virki hf Hann á ennfremur sæti í stjóm eftirfarandi fyrirtækja: Garðari Gíslasyni hf., Skeljungi hf., Bænda- höllinni, íslenskum aðalverktökum hf., Flugleiðum hf. og í Lífeyrissjóði Hf. Eimskipafélags íslands. Þá er hann fyrrverandi stjómarforrnaður í eftirtöldum fyrirtækjum: íslenska álfélaginu hf., Bændahöllinni, Skipafélagi Ok hf., Sipafélaginu Bif- röst hf., Trésmiðju Borgarfjarðar hf. og Farskipum hf. Hörður Sigurgestsson gegnir eft- irfarandi trúnaðarstörfúm um þessar mundir; Forstjóri Hf. Eimskipafé- lags íslands, framkvæmdastjóri Burðaráss hf., framkvæmdastjóri Eimskipafélags Reykjavíkur hf., ffamkvæmdastjóri Skipa- og togara- afgreiðslu Hafnarfjarðar, stjómarfor- maður Flugleiða hf„ stjómarformað- ur Faxafrosts hf., stjómarformaður Kvosar hf., stjómarmaður Almenna bókafélagsins hf., stjómarmaður Skipaafgreiðslu Jes Zimsen hf., stjómarmaður Tækniþróunar hf., stjómarmaður Eimskipafélags Reykjavíkur hf. og formaður Lands- neftidar Alþjóðaverslunarráðsins. Það hálfa væri meira en nóg hjá báðum þessum mönnum, og hinn venjulegi meðaljón hlýtur að spyija sig hvemig þeir geti annað öllum þessum störfum. Keppinautamir í Kolkrabbanum er fjallað tölu- vert um tvö stór gjaldþrot á síðasta áratug, gjaldþrot Hafskips og gjald- þrot Amarflugs. Þar fellur Ömólfúr í þá gryfju að skrifa þessi gjaldþrot nær alfarið á græðgi kolkrabbans. Það er vissulega freistandi, enda hef- ur hann hagnast mikið á þessum gjaldþrotum, Eimskij) á gjaldþroti Hafskips og Flugleiðir á gjaldþroti Amarflugs. Þeir sem bám ábyrgð á þessum fyrirtækjum, stjómendur þeirra, em firrtir ábyrð á því hvemig fór. Sökudólgamir em kolkrabbinn og rikisvaldið, sem kolkrabbinn not- ar að eigin vild. Þá bendir Ömólfur á tengsl ým- issa stjómmálamanna, m.a. núver- andi forsætisráðherra við kolkrabb- ann, en kafar því miður ekkert ofan í þau tengsl. Því miður kemur alltof oft upp í hug Iesanda þessarar bókar, því efni- viðurinn er svo sannarlega þess virði að hann sé kannaður ofan í kjölinn og dregin upp heilsteypt mynd af þvi hvar völdin í íslensku efnahagslífi em. Til þess hefði höfúndur þurfl að liggja mun lengur yfir efninu, voka yfir því og kafa í undirdjúpin og beita til þess tækni rannsóknarblaða- mennsku, sem hann gerir ekki. Allt- of mikið er um hálfkveðnar vísur og tipl á yfirborðinu. Það nægir ekki að spýta bleki yfir síðumar að hætti kolkrabbans, það gerir hann bara að dularfýllra fyrirbæri en hann í raun er og mjög í takt við vinnubrögð hans sjálfs. -Sáf ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991 Sfða 2

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.