Þjóðviljinn - 14.12.1991, Síða 4
BækhrSx
Frétthi
Baráttusaga
Borís Jeltsíns
Gegn ofurvaldi heitir bar-
áttusaga Boris Jeltsíns. Þetta er
sjálfsævisaga fram til síðustu
atburða segir í fréttatilkynn-
ingu útgefanda. Veturliði
Guðnason þýddi, Bókaútgáfan
Örn og Örlygur gefur út.
Verðsamanburður borgar
sig við jólainnkaupin
Bókin kom fyTst út árið 1990
og kom þá óþyrmilega við kaunin
á valdaklíku kommúnista í Sovét-
ríkjunum. Boris Jeltsin er af fá-
tækum bændum kominn, en hon-
um tókst með harðfylgi að ganga
menntaveginn og vekja á sér at-
hygli valdhafanna. Hann var
kóminn í æðstu valdastöður þegar
honum ofbauð ástandið og gerði
uppreisn gegn kerfinu sem dæmdi
hann strax úr leik.
Það fór á annan veg.
Frá öllu þessu segir hann í
bók sinni og dregur ekkert undan.
BARATTUS^GA
boris
f JEÖSINS
5f4tts.a.*visaga
fram tis ssfeusií -....
s
Nöfn Islendinga
Heimskringla, háskólafor-
lag Máls og menningar, hefur
gefið út bókina „Nöfn íslend-
inga“ eftir þau dr. Guðrúnu
Kvaran og Sigurð Jónsson frá
Arnarvatni, cand.mag.
Nöfn íslendinga er jöfnum
höndum fræðirit og uppflettirit.
Þar eru dregin saman í einn stað
flest þeirra nafha sem Islendingar
hafa borið samkvæmt útgefnum
heimildum.
Grein er gerð fyrir uppruna
nafnanna og merkingu, aldri
þeirra og tíðni, m.a. hve algeng
þau eru sem fyrra og seinna nafn,
og sitthvað fleira til fróðleiks og
skemmtunar. Beyging nafnanna
er einnig sýnd.
I bókinni er fjallað um tví-
nefni, ættamöfn og gælunöfn og
rakin saga íslenskra nafnalaga,
auk þess sem íslensku nafnalögin
eru birt í heild sinni.
Bókinni er ekki ætlað að vera
leiðbeiningarrit um nafnaval,
heldur á hún að lýsa íslenskum
nafnaforða eins og hann kemur
fram í heimildum. Að baki verk-
inu liggja margra ára rannsóknir
höfundanna.
Brandarar
lögfræðinga
Út er komin hjá bókaútgáf-
unni Skjaldborg hf. bókin
„Lögfræðingabrandarar“.
I bókinni er samsafn stuttra
gamansagna sem allar eiga það
sameiginlegt að íjalla um lög-
ffæðinga og ýmislegt tengt í starfi
þeirra. Sögunum hefur safnað Ól-
afúr Stefánsson frá Kalmanns-
tungu.
Margt þjóðkunnra manna
kemur við sögu í bókinni, en höf-
undur getur þess í forspjalli að
henni, að reynt hafi verið að
sneiða hjá sögum sem kynnu að
vera særandi fýrir einhveija, og
stundum er nöfnum sleppt til von-
ar og vara.
Meirihluti gamansagna bókar-
innar tengist aðilum í íslenskri
lögffæðingastétt, en rétt rúmlega
þriðjungur þeirra eru þó þýddar.
Margar vísur tengdar efninu eru
og í bókinni.
Neytendur ættu að gefa
sér góðan tíma til að
bera saman verð milli
verslana áður en þeir
kaupa inn fyrir þessi jól. Hörð
samkeppni á ýmsum sviðum
verslunar hefur valdið því að
hægt er að gera mjög hagstæð
innkaup. Bæði Jóhannes Gunn-
arsson formaður Neytendasam-
takanna og Leifur Guðjónsson
hjá Dagsbrún voru sammála um
að brýna þetta fyrir fólki.
Nýjasta dæmið um afleiðingar
harðnandi samkeppni er 10 prósent
verðlækkun algengrar neysluvöru
á Akureyri. Jóhannes Gunnarsson
sagði að þetta hafi ekki verið kann-
að sérstaklega í Reykjavík, en það
sé Ijóst að harðnandi samkeppni
hafi í for með sér hagstæðara verð
fyrir neytendur og samkeppnin sé í
raun eina trygging þeirra fyrir
góðu verði. Jóihannes sagði að
verðkannanir neytendafélaga á
matvöru bentu til þess að nú væri
mikið af tilboðum í gangi sem
auðvitað kæmu neytendum til
góða. „Það borgar sig fyrir neyt-
andann að flana ekki að neinu,
heldur gera samanburð,“ sagði Jó-
hannes Gunnarsson.
„Verðmunur er nú mjög mikill
á mörgum vörutegundum," sagði
Leifur Guðjónsson, „þar sem jóla-
hátíðin er dýrasti póstur ársins hjá
mörgum fjölskyldum er mikilvægt
að spandera nokkrum símtölum í
að kanna verðið áður en farið er út
að kaupa.“ Leifur kvaðst til dæmis
hafa orðið var við að verð á gjafa-
•*rm
Vegna harönandi samkeppni I verslun er hægt aö gera hagstæö innkaup fyrir jólin meö þv( að bera vandlega saman
verö. Mynd: Jim Smart.
vöru og fatnaði væri mjög mis-
munandi og að innan um leyndust
mjög ódýrar verslanir. Hann sagði
að almennt hafi samkeppnin á mat-
vörumarkaðnum leitt til mun lægra
vöruverðs og vonandi leiði hún
áfram til góðs, en endi ekki í því
að einhver einn verði eftir.
Harðnandi samkeppni veldur
því ekki aðeins lægra vöruverði,
heldur er verð einnig mun breyti-
legra milli verslana en áður og
vandlegur verðsamanburður því
mikilvægari en áður.
-ag
Bjartsýni á framtíð
kúfiskvinnslu
Nú er unnið að því að endur-
vekja veiðar og vinnslu á kúflski
til útflutnings. Sérhæft skip til
veiðanna er til staðar og talið er
að verksmiðja sem gæti unnið
15.000-20.000 tonna ársafla
myndi kosta 80-100 milljónir. Kú-
fiskur er einn stærsti, vannýtti
fiskistofninn hér við land.
Meðalaldur hans er mjög hár,
um 70 ár, og því er hugtakið
„námavinnsla" notað í þessu sam-
bandi. Bjöm Guðmundsson mat-
vælafræðingur hjá Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðarins, sem unnið hefur
að þessu verkefni ásamt fleirum,
segist bjartsýnn á að rekstur skips
og verksmiðju gæti staðið undir sér.
Forkönnun hefur farið fram og
nú er beðið eflir stefnumótun sjáv-
arútyegsráðuneytis.
í byrjun þessa árs var settur á
laggimar vinnuhópur sem hefur það
að markmiði að kanna gmndvöll
fyrir kúfiskvinnslu og miðað við at-
huganir hans þarf ársafli fyrir verk-
smiðju að vera 15.000-20.000 tonn.
Hugmynd hópsins er að ein verk-
smiðja verði reist í byrjun og fieiri
síðan byggðar upp í kjölfarið ef til-
efni gefur til.
Rannsóknir á stofnstærð og
mengunarmælingar þyrftu að standa
yfir í ár áður en hægt væri að fara af
stað. Ekki er vitað hve stór stofninn
er, en ljóst að magnið er mikið.
Arið 1987 var fyrirtæki af þessu
tagi sett á stofn á Suðureyri og
keypt sérhæft skip til veiðanna. Það
var Villi Magg ÍS, sem hefur lengst
af verið bundinn við biyggju í Bol-
ungarvík, eftir að fyrirtækið lagði
upp Iaupana. Ónógum undirbúningi
og vanþekkingu á markaðsmálum
var meðal annars kennt um.
Byggðastofnun, sjávarútvegs-
ráðuneytið og nokkur fyrirtæki í
sjávarútvegi, m.a. Einar Guðfinns-
son hf í Bolungarvík, hafa styrkt
verkefnið. Vinnuhópurinn hefur
kynnt sér rekslrartækni, vinnslubún-
að, stofnkostnað og rekstrarafkomu
kúfisksvinnslu. Markaður er fyrir
kúfiskafurðir í Bandaríkjunum, þ.e.
freðið hakk til frekari úrvinnslu.
Súpa úr kúfiski er, að sögn Bjöms,
m.a. mjög vinsæl vestra og selst vel
á dósum. Bandaríkjamenn hafa veitl
kúfisk í 20 ár, en það er ekki nægi-
legur tími til að vita hver endumýj-
unartími kúskeljarinnar er.
-vd.
Gulli Jón Bjarnason innsettur í Ijósmyndir sínar. Mynd: Kristinn.
Ljósmyndir af dýrmætum augnablikum
Guðlaugur Jón Bjarnason
(Gulli) sýnir ljósmyndir sínar í
jólaösinni í Gallerí einn einn við
Skólavörðustíg 4a. Sýningin verð-
ur opnuð á hádegi í dag og stendur
til áramóta.
Á sýningunni er innisetning (in-
stallation) á ljósmyndum og mynd-
efnið sótt í umhverfi þeirra sem borg-
imar byggja og raunar sveitimar líka.
Galleríið er opið alla daga frá kl.
14 til 18.
oc H Geföu mér dæmi um ferfi
ákvarðanatöku við fjáriaga- 1 gerö
s 4
/jr sý
m \y 1^^
Já, hér er
til dæmis
ákvörðun
um málefni
I fatlaöra
og ef hún er óvin-
sæl þá er hér við
hliöina
-r ?r^';jt\ i—•
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991
Síða 4