Þjóðviljinn - 14.12.1991, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.12.1991, Qupperneq 5
Frétttr Sigfrlð Þormar, starfsmannastjóri hjá Nóa og Siriusi, fyrir miðju. Hún er hrædd um að til uppsagna starfsfólksins kunni að koma, verði áform rlkisstjómarinnar um að hætta niðurgreiðslum á mjólkurdufti að veruleika. Mynd: Kristinn. Þióðfélagið getur eKki lagt meira á láglaunafólk Láglaunafólkið getur ekki lagt á sig meiri byrðar fyrir þjóðfélagið. Það sér það hver maður að fólk sem rétt hef- ur til hnífs og skeiðar getur ekki misst meira en það gerir í dag, sagði Sigfríð Þormar, starfs- mannastjóri hjá Nóa og Síríusi hf., er hún var beðin að leggja orð í belg um ástandið í þjóðfé- laginu í dag. Sigfríð, sem er í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, sagðist hafa áhyggjur af starfsfólkinu hjá Nóa og Síriusi ef mjólkurduft hækkaði í verði. - Framleiðslan héma byggist mikið á mjólkurduftinu og ef það hækkar mun fólk minnka kaup á sælgæti. Þá verður samdráttur hjá okkur í leiðinni með tilheyrandi uppsögnum. Sigfrið sagðist halda að langt. væri í land í kjarasamningum, því jafnframt erfiðleikum launafólks við að láta enda ná saman, væru at- vinnurekendur síður en svo á grænni grein. Aðspurð um afstöðu sína til verkfalla sagði Sigfrið að þau væm slæmur kostur; neyðarúrræði sem hún teldi i raun úrelt fyrirbrigði. - Samt sem áður skila þau ár- angri, því samningar nást yfírleitt alltaf eftir skamman tima i verk- falli. Ég skil ekki hvers vegna menn drífa sig ekki í að semja, því það vita allir að það er hægt, og á að vera hægt án átaka, sagði Sig- frið. -sþ Atvinnuleysið eykst stöðugt Skráð atvinnuleysi hefur aukist um 0,2% miðað við sama tíma á síðasta ári. Það jafngildir því að um 2000 manns hafi veríð atvinnu- lausir í nóvember, sem er 1,5% af áætluðum mannafla á vinnu- markaðinum. Bein útgjöld ríkis- sjóðs vegna atvinnuleysins í nóv- embermánuði eru um 84 miljón- ir króna. I nóvembermánuði sl. voru skráðir tæplega 44 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu með svotil jafnri skiptingu milli kynja. Samkvæmt þessu hefur at- vinnuleysisdögum fjölgað um 9000 miðað við síðasta manuð. Útgjöld ríkisins vegna 1,5% at- vinnuleysis er samkvæmt upplýs- ingum frá atvinnuleysistiygginga- sjoði um 975 miljómr króna á árs- grundvelli. Auk þess verður ríkis- sjóður af skatttekjum upp á 450 miljónir króna á ári, se litið til meoaltekna starfsmanna á landinu. Um aukningu var að ræða á öllum skráningarsvæðum nema Suðumesjum, þar sem ástandið var svo til óbreytt miðað við október- mánuð. Ef atvinnuleysið er borið saman við sama tíma í fyrra, kem- ur í ljós að það hefur vaxið um 0,2%. Mesta atvinnuleysið á land- inu var á Suðumesjum eða 4,3%. Hjá konum á Suðumesjum var at- vinnuleysið 7,9%, en 2,0% hjá körlum. Minnsta atvinnuleysið var á höfuðborgarsvæðinu eða 0,8% og skiptist það nokkuð jafht á milli kynja. Vinnumálaskrifstofa félags- málaráðuneytisins gerir ráð fyrir auknu atvinnuleysi í desember, jafhvel umfram venju. -sþ Útvarpsráð ber fyllsta traust til Friðriks Rafnssonar Bókaútgáfan Fjölvi gerir það hins vegar ekki. í auglýsingum í Morgunblaðinu segir það fyrirtæki hann vera bókmenntapáfa sem setji bækur á svartan lista og í bann. Verkakonan er undir hans virðingu, segir þar, og hann þeytir ljóðabókum Fjölva út í horn. Allmikill þrýstingur virðist nú vera á „Gufunni“ svo að notað sé algengt gælunafn á ríkisútvarpinu, rás ejtt. Útvaipsráð hefur sent fjölmiðl- um yfirlysingu um fullt traust til Friðriks Rafnssonar, Bókmennta- ráðgjafa RÚV, og lætur þess getið þar að bækur frá bókaútgáfunni Fjölva njóti sömu umsýslu og ann- að efni er út kemur um þessar mundir. Þessu máli er lokið frá minni hálfu, segir Friðrik Rafnsson. Þetta upphlaup er eins og hvert annað slys sem getur hent undir álagi desembermánaðar. Það hafa engar bækur verið settar í bann hjá Rik- isútvaipinu. Bókaútgáfan Fjölvi lítur hins vegaj ekki svo á að málinu sé lok- ið. I Morgunblaðinu í fyrradag hótar útgáfan að kæra opinberan embættismann fyrir valdníðslu. Ingunn Thorarensen sagði í samtali við Þjóðviljann að um etta væru engar reglur eða lög, en vaðst hafa fylgst með þáttum Friðriks og ekki bera traust til hans. Hann hefur frá fyrstu tið verið afskaplega tregur til að fjalla um okkar bækur, sagði Ingunn. Hann hefur lagt þær til hliðar án þess að lesa þær og það finnst okkur skrýt- ið þegar við erum með bækur effir íslei>ska höfunda, sagði Ingunn. íslenskar bækur Fjölva eru ljóð eftir Sverri Stormsker, Pjetur Haf- stein Lárusson, Jónas Friðgeir og Þóru Jónsdóttur. Þessar bækur voru það seint á ferðinni, sagði Ingunn, að varla er hægt að búast við aí) um þær hafi verið fjallað enn. Ágreimngurinn stendur fyrst og ffernst um skáldsögur þeirra Þorvarðar Helgasonar og Auðar Ingvars. Stjórn BSRB mótmælir harð- lega fyrirliggjandi tillögum ríkisstjórnarinnar um ráð- stafanir í ríkisfjármálum. 1 sam- þykkt stjórnarinnar segir m.a. að á sama tíma og rúmlega hálf- ur miljarður sé tekinn úr vasa barnafólks og annað eins frá sjúklingum og einstaklingum sem þurfi á læknishjálp að halda, sé hvergi hreyft við fjar- magnsokri né hróflað við gróða- öflunum í landinu. I samþykktinni segir einnig að ráðstafamr ríkisstjómarinnar séu ranglátar og vanhugsaðar og taki engan veginn á þeim vanda sem Ríkisfjölmiðill ber meiri ábyrgð en aðrir, sagði Ingunn. Hann má ekki kasta sumum höf- undum út í hom. Þetta árið koma út 25 íslenskar skáldsögur, sagði Ingunn sem lítur svo á að þær ættu allar að fá einhveija umfjöllun í ríkisútvarpinu. - En hvað á að gera þegar Rik- isútvarpið treystir sinum manni og hann telur að útgáfan gefi út fár- vondar bækur? - Hann segir það! En hann hef- ur ekki einu sinni iesið þær, sagði Ingunn Thorarensen. Við getum eldci litið öðm vísi á þetta en svo, að þessar bækur okkar séu í banni. -kj menn standi frammi fyrir. Tillög- umar muni því torvelda kjara- samninga, nái þær fram að ganga, enda sé augljóst að þær muni ryra kjör almennings og leiða til endur- skoðunar á kröfugerðum. „Tillögur ríkisstjómarinnar eru í engu samræmi við veruleikann. Áform um að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga sem jafnffamt em svipt tekjum em ekki hugsuð út ffá þörfum fólksins í landinu," segir í samþykktinni. Stjóm BSRB sendir einnig Dagsbrúnar- mönnum baráttu- og samstöðu- kveðjur í veiðleitni þeirra til að knýja fram kjarasammnga. -sþ Gróðaöflin halda sínu Ný rannsóknastofa tekin í notkun á Landspítala riðji ársfundur Ríkisspítal- anna var haldinn á Land- spítalanum í gær. Starfsfólk var heiðrað og nýtt húsnæði endurhæfingardeildar formlega opnað, sem og ný rannsókna- stofa í blóðmeina- og meinefna- fræði. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri spítalanna setti fundinn og sagði m.a. í setningarræðu að hagræðing í heilbrigðisgeiranum væri erfið viðfangs og mótsagnakennd. Það sýndi sig í pví að síðasta ár skilaði færra fólk sömu afköstum en árið áður, en það hefði eðlilega falið í sér meiri yfirvinnu. Guðmundur G. Þórarinsson formaður stjómamefndar Ríkis- spítalanna rakti ffamfarir og tækja- kaup í fjögurra ára tíð ffafarandi stjómamefndar og nefndi meðal merkra áfanga gl^safrjóvgun sem hefst um áramót. Áætlað er að þörf sé fyrir 150 slíkar aðgerðir á ári. Þá verður lögð áframhaldandi áhersla á að fjölga hjartaskurðað- gerfium hérlendis. I ársskýrslu Ríkisspítalanna fyrir árið 1990 kemur fram að rekstarkostnaður var rúmir 6,2 milljarðar og er það 4,6% hækkun á milli ára á verðlagi ársins 1990. -vd. Þriðji ársfundur Ríkissplt- alanna var haldinn I gær. Mynd: Kristinn. JOLAGLAÐNINGUR Alþýðubandalagsins íKópavogi verður haldinn í Þinghóli í kvöld. Dagskrá: Upplestur: Guðmundur Andri Thorsson Steinunn Sigurðardóttir Gylfl Gröndal Söngur og fleira til gamans gert. Húsið opnar kl. 20.30 og dagskrá hefst kl. 21.00 Mætum og skemmtum okkur öll! Stjórnin loginn brann Viðtöl Haraldar Jóhannssonar við ýmsa forystumenn sósíalisma 09 verkalýóshreyfingar, lífs 09 lióna aBókaútgáfan Hildur AUÐBREKKU 4 - 200 KÓPAV0GUR SÍMAR 91-641890 OG 93-47757 Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.