Þjóðviljinn - 14.12.1991, Side 7
Þjóðviijinn
♦ ♦
Mynd: Jim Smart
Islensk bókatíðindi, bæklingur
frá bókaútgefendum, er aðal-
heimildin sem okkur býðst um
aflahorfur á bókavertíð. Þar
eru svosem 450 titlar, en margt
vantar vitanlega, sjáífsútgáfur,
kennslubækur og margt fleira.
Talan sjálf segir svosem ósköp litið
annað en að útgefendur eru bjart-
sýnir á það að „bókin standi sig“,
og kynda að líkindum undir bjart-
sýnina með þeirri vissu að bóka-
verð hækkar lítið sem ekki milli
ára, enda enginn virðisaukaskatt-
urinn, hvað sem seinua verður
undir Daviðs stjórn.
Tölur segja fátt um gæði. Þær
segja eitthvað um hlutfoll. Til dæmis
koma út um hundrað þýddar bama-
bækur og nær fimmtíu íslenskar, sem
er áreiðanlega met: hvað sem líður
margfordasmdu skeytingarleysi gagn-
rýnenda og fjölmiðla um bamabæk-
ur, þá vilja menn bersýnilega skrifa
fýrir böm og gefa út.
Eins og stundum áður skal reynt
að gera grein fýrir allri þessari útgáfú
í eldd alltof löngu máli. Slík saman-
tekt er gölluð - bæði vegna þess að
ekki er hægt að nefna allt, og lika
vegna þess að það verður að nefna
alltof margt.
íslenskar skáldsögur
Þær hafa oft verið fleiri. Að
þessu sinni finnum við 33 í bóka-
skranni, þar af em 10 endurútgáfúr,
mest tengdar því að Vaka-Helgafell
er að sjá til þess að Halldór Laxness
sé alltaf á boðstólum.
Nýliðar em fáir. Illugi Jökulsson
kemur með sögu sem heitir „Fógeta-
valdið“ og fjallar um friðsælt sjávarp-
láss þar sem ekki er allt sem sýnist.
Súsanna Svavarsdóttir segir sögu af
stórfjöiskyldu í Keflavik (,J miðjum
draumi“). Ásta Ólafsdóttir myndlist-
arkona skrifar um fúrður ástarinnar í
„Vatnsdropasafnið". Öllu meira er
það ekki. En svo er líka með í for
höfundur sem hefur skrifað mjög
geðslega byijunarbók og kemur nú til
leiks margefldur Guðmundur Andri
Thorsson, með „Islenski draumur-
ínn .
Hér em líka á ferð „sigildir" sam-
tímahöfundar ef svo mætti kalla.
Guðbergur Bergsson, sem skiptir um
vettvang og að nokkru um ham í
„Svanurinn". Pétur Gunnarsson með
litla bók sem ekki er skáldsaga, en
geymir efiú sem gæti vel komist fýrir
í skáldsögum („Dýrðin á ásýnd hlut-
anna“). Steinar Sigurjónsson sem
lastur sinn mann glíma við draugana í
sálinni i „Kjallarinn“.
Hér em lika þeir höfúndar sem
em mikið umtalaðir eins og Ólafúr
Jóhann Ólafsson, sem fjallar á sinn
hátt um afbrot, sekt og refsingu í
.Tyrirgcfning syndanna". Þorvarður
Helgason sem lætur ekki bilbug á sér
finna þótt hann í fýrra hafi fengið á
sig þung högg og stór fýrir skáldsögu
- heitir ný bók hans „Flýtur brúða i
flæðarmáli“. Og Jón Óttar, sá sem
breytti sjónvarpsheiminum, skrifar
lykilsögu um íslenskt ættarveldi sem
heitir „Firnmtánda fjölskyldan?“
Egill Egilsson lætur til sín heyra
eftir nokkurt hlé („Spillvirkjar"). Ein-
hver ágætasti ævisöguritari okkar,
Tryggvi Emilsson, skrifar þjóðsögum
skylda skáldsögu (,JConan sem stork-
aði örlögunum“). Norma Samúels-
dóttir lýsir leit konu að rökum lífs
síns GJundinn lykill“). Páll Pálsson
skrifar „vandamálasögu" (og látið
ykkur ekki detta það í hug að þetta sé
skammaryrði) um fatlaðan mann (,J\.
hjólum“). Og Þorsteinn Antonsson,
sem ekki fer troðnar slóðir, skrifar
skáldsögu um efasemdir sínar um
niðurstöður Geirfinnsmálsins, okka
ffægasta glæpamáls.
Gyrðir Elíasson og Kristín
Ómarsdóttir taka fýrst athyglina þeg-
ar spurt er eftir smásagnasöfnum. Og
þar í flokki er líka sérstæð og kímin
þriggja manna bók, Tröllasögur -
þjóðsögur úr nútimanum.
Islenskir „reyfarar" eru ekki
margir á ferð, kannski fjórir eða svo.
Og Leó E. Löve heldur áfram að
prófa íslending í glæpamynstri í „Of-
urefli", sem fjallar um mann sem
flækist í borgarastríð á Norður-ír-
landi og fleira væntanlega.
Ljóðauppskeran
Minnst er að marka íslensk bóka-
tíðindi þegar segir ffá ljóðabókum -
svo mjög eru þær á vegum höfúnda
sjálffa eða örlítilla forlaga sem ekki
eru með í þessum auglýsingabæk-
lingi.
Ljóðabækumar eru annars um
þrjátíu. Þar af sex endurútgáfur -
m.a. á ljóðasafni Steins Steinarrs og
þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á
ferhendum Ótnars Khajams. Það ber
annars helst til tíðinda í þýðinga-
heimi, að út kemur bók með þýðing-
um Helga Hálfdanarsonar á Hórasi,
og ungt skáld, Jón Hallur Stefánsson,
hefur þýtt frægan bálk Frederico
Garcia Lorca „Skáld í New York“.
Þá er og haldið áffam útgáfú á þýð-
ingum Jóns Óskars á frönskum
skáldskap („Undii' Parísarhimni").
Nokkrir nýliðar eru á ljóðaskrá -
Þórunn Valdimarsdóttir sagnffæðing-
ur og ævisöguritari, Einar Svansson,
Ragna Sigurðardóttir myndlistar-
kona. (En vitanlega em nýliðamir
miklu fleiri í raun og vem.) Hér em
líka áberandi skáld og þekkt að bæta
við sig (vonum við): Þórarinn Eldjám
gefúr út tvær bækur hvora með sínu
sniði (og reyndar bamaljóð að auki),
Steinunn Sigurðardóttir og Matthías
Johannessen, Gyrðir Elíasson og An-
ton Helgi Jónsson, Sjón og Vigdís
Grímsdóttir sem bæði em uppvís að
því að segja einskonar sögu í sínum
ljóðabókum.
Ljóðabókaspjall eins og þetta
getur reyndar varla orðið annað en
upptalning, því miður - og við minn-
um því áður en lýkur á Braga Ólafs-
son og Margréti Lóu Jónsdóttur, Jón-
as Friðgeir og Sveinbjöm Baldvins-
son, Kristin Reyr, Gunnar Gunn-
laugsson og Gunnar Dal, Pjetur Haf-
stein Lárusson og Friðrik Guðna Þór-
leifsson, Þóm Jónsdóttir og Sverri
Stormsker. Það eina sem maður getur
lofað þegar yfir þennan skáldahóp er
litið er að ógemingur sé að finna
samnefhara yfir það um hvað skáld-
skapurinn snýst nú og hér eða á
hvaða leið hann er - í þvi efhi getum
við ekki annað en vísað á miskunnar-
lausa tönn tímans sem litlu hlifir.
Þýddu skáldverkin
Við höfum stundum talað um
það áður, að fyrir nokkrum ámm
vom þýddar skáldsögur mun stærri
hluti bókaffamleiðslunnar en nú. Nú
teljum við svosem 55 slíkar bækur -
þær vom áður um 80. I annan stað:
hlutfollin hafa breyst. Þýðingastyrkir
hafa eflt útgáfú góðra bókmennta - á
hinn bóginn hefúr aukið framboð á
sjónvarpsefni höggvið skarð i les-
sendahóp ástarsagna og spennusagna.
Þær em alls 34 núna, en vom miklu
fleiri.
Við getum verið mjög ánægð
með bókmenntauppskeruna. Öll leik-
rit Shakespeares em komin út í þýð-
ingu Helga Hálfdanarsonar (sú útgáfa
var vitanlega ekki talin með „þýdd-
um skáldsögum") og gerast ekki öllu
stærri tíðindi í bókaheimi. Ingibjörg
Haraldsdóttir lýkur við þýðingu sína
á höfuðverki Dostojevskijs, Kar-
amazovbræður. Franz Kafka, sem
kemur víðar við sögu nútímabók-
mennta en flestir aðrir, hejmsækir
okkur í mynd sagnasfhsins ,4 refsiný-
lendunni“ (þýðendur Eysteinn Þor-
valdsson og Ástráður Eysteinsson).
Úlfúr Hjörvar þýður Leyndardóma
Hamsuns og nýju bindi er bætt við
Pelle sigursæla eftir Nexö, eitt höfúð-
verk félagslega raunæisins.
Við getum líka fýlgst með spán-
nýjum Nóbelshöfundum: magnaðri
og hápólitiskri suðuraffíkuskáldsögu
eftir Nadine Gordimer („Saga sonar
míns“) og Camilo José Cela hinn
spænski er komin á okkar breiddar-
gráður í „Býkúpunni". Hér er líka
Isaac Bashevis Singer, höfúðskáld á
jiddísku og nýlátinn - en hann er einn
þeirra sem hafa sest hér að alveg síð-
an Nóbelsverðlaun mögnuðu upp
galdur hans nafns („Gallagripur").
Ög Thor Vilhjálmsson leyfir okkur
að kynnast Marguerite Yourcenar í
„Austurlenskum sögum“ og er sú
mæta kona ekki ein sem um segir:
Hvers vegna fékk hún ekki verðlaun-
in sænsku?
Út kemur annað bindi í Ródesíu-
bálki Dorisar Lessing („I góðu hjóna-
bandi") - útgáfa sem hefiir orðið ein-
hverjum tilefni til að segja Doris
Lessing offnetna skáldkonu. Það em
öfúgmæli mikil, því þessi bálkur er
um margt vandaður og áleitinn - aftur
á móti hefúr enginn gert jafh eftir-
minnilega grin að „galdri nafnsins"
eins og einmitt Doris Lessing, sem
enginn útgefandi vildi kannast við
þegar hún sendi inn handrit undir
dulnefni. Við hlið Dorisar er rétt að
minna á Iris Murdoch og John Fow-
les (,,Safnarinn“) og bresk-japanska
höfundinn Ishiguro: þetta er svo
sannarlega allt fólk sem kann sitt
verk. Ekki er heldur úr vegi að minna
á Syrtlur - flokka stuttra skáldsagna: í
honum koma nú fjórar bækur eftir It-
alo Calvino hinn italska, Nínu Ber-
berovu hina rússnesku, Torgny Lind-
gren hinn sænska og unga breska
konu, Jeanette Winterson.
Ástarsagan er á sínum stað og
spennusagan með sínum fastagest-
um: Victoríu Holt og Daniel Steele
og Ib Henrik Cavling og Desmond
Bagley (en þessir tveir höfúndar voru
sérlega stoltir yfir því hve flottar ís-
lenskar útgáfur á verkum þeirra
vom). Þama er líka Alistair MacLean
sem er víst dauður og orðinn að fýrir-
tæki eins og Tarzan, og Stephen King
og Colin Forbes. Og svo em þeir sem
eu öðmvísi, sem em á landamæmm
spennusögu og einhvers sem meira
er: John Le Carré og Maj Sjöwall til
dasmis.
Aðrar bækur em til skoðunar í
næstu grein...
Árni Bergmann tók saman
Vigdís Grímsdóttir, Þórarinn Eldjárn,
Ingólfur Margeirsson og Árni Tryggvason,
Pétur Gunnarsson, Steinar J. Lúðvíksson og
Sigurður Helgason, Friðrik Guðni
Þórleifsson, Marguerite Yourcenar og Thor
Vilhjálmsson, Þórður Helgason, Ólafur
Haukur Símonarson og Illugi Jökulsson í
bókablaði ÞjóðvOjans.