Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 9
BÓKáBLáÐh
„Hér var þó
gott að villast.“
Vigdís Grímsdóttir:
Lendar elskhugans
Iðunn, 1991
að hefur aldrei verið nein hálf-
velgja í því sem Vigdís Grímsdóttir
gerir; hun hefur annaðhvort skrif-
að mjðg góðan eða mjðg slæman
texta og lesendur hafa annaðhvort verið
yfir sig hrifnir eða mjðg fúlir.
En það má ekki lesa nýju ljóðabókina
Lendar elskhugans með slíku „annaðhvort-
eða“ hugarfari. Þessi Ijóðabók er að mörgu
leyti erfiðasta verk sem komið hefur frá höf-
undi. Það er bæði sagt meira og minna en
áður hefur verið gert. Textinn er samsettari,
dýpri, það eru í honum miklar sveiflur eins
og í fyrri bókunum en öfgamir eru agaðri,
afstæður eru meira „bæði- og“, minna „ann-
aðhvort-eða“.
Hringur og lína
Ljóðabókin Lendar elskhugans hefst á
þessu ljóði:
Enn reika ég um spegilfœgðan
tuminn sem mennimir reistu
efanum.
Bókinni lýkur á þessu sama ljóði. Það er
lagt af stað ffá tumi efans og þar lýkur ferð-
inni. En það er ekki sami ljóðmælandi sem
kemur afmr og sá sem fór. Endurtekningin
táknar sem sagt ekki kyrrstöðu heldur nið
gagnstæða, eim fasti punkturinn í tilverunni
er efinn sem fyrr eða síðar sendir ljóðmæl-
andann af stað í nýja ferð.
Ferðin sjálf lýsir sjálfsleit, er „þroska-
saga“ með upphafi, miðju og endi. Þroska-
sagan er bokmenntaform með langa og
virðulega hefð að baki en sú þroskasaga sem
hér er sögð minnir meira a helvítisgöngu
Dantes en friðsæla sögu af því „hvemig ég
leitaði og fann sjálfa mig“. Enda finnur ljóð-
mælandinn ekki „sjálfa sig“ og i Ieitinni er
ekki vaðið beint að þeirri niðurstöðu heldur
hringsólar textinn ffam að henni.
Þrjár konur
Persónur í ljóðabálknum em „ég“ eða
ljóðmælandinn og „röddin" sem er rödd dá-
innar konu sem þó er lifandi og gengur hvít-
klædd á sfröndinni., Þá konu þeldcjum við úr
sögunni Eg heiti Isbjörg, ég er ljón. Hún
ákallar þriðju konuna sem heyrir
ekkitilhennar af því að hún er svo jarðbund-
in og önnum kafin við að hamra jámið (á
meðan það er heitt) og sýslar og stússast.
„Ég“ heyri hins vegar ákall þeirrar dauðu og
hlýði því, yfirgef sofandi böm og elskhug-
ann fagra og legg af stað í þá ferð sem verð-
ur að fara. Ferðin liggur gegnum mörg svið,
niður á við, óhugnaðurinn bytjar að hríslast
inn í ljóðin. Eftir að hafa verið á sléttunni
miklu, eftir að hafa verið með dvergunum
(eins og Freyja), eftir að botninum er náð í
súrrealískri martröð með limlestingum og
tortímingu í eldi liggur leiðin til baka. Leið-
in liggur gegnum orðin, og þar finnur ljóð-
mælandinn „sjálfa sig“. Hún er ekki í þessari
bókmenntahefð og ekki í hinni - og þó er
hennar mál, hennar tjáning, samsett ur brot-
um, keramikkflisum, sem brotnar em úr orð-
ræðum allra hinna. Það fyllir hana gleði:
gaman
gaman
gaman
ég hef gert þetta áður
þó aldrei
ég hef hoppað og skoppað
milli orðanna þeirra
stiklað á velgrónum þúfum
lagst til hvíldar
í gróðursœlum lautum
og runnið í vœnghaf
og hlýju
ogsofið
og sofið
og sofið
hoppað og elskað
og sofið
og sofið
og softð
Eg verð að vikja
fara
en hér var þó gott að villast.
Það er hægt að hverfa aftur - það verður
að hverfa aftur en á leiðinni fannst svolítið: í
síðustu ljóðunum verð „ég“ að hinni kon-
unni, þeirri sem hamrar jámið og hún verður
að röddinni sem kailar á „þig“. Þijár konur
og þó ein, rödd „þeirra" og „mín“ sem er sú
sama, eitt ákall... Akall um hvað?
Ást og grimmd
Elskhuginn er strokinn og kysstur og það
er dansað við hann. Honum er sýnd mtkil
Vigdís Grlmsdóttir. Mynd: Jim Smart
blíða og ást, kannski er hann faðir bamanna
í ljóðabálknum. Það er kveikt á kertum í
gullstjökum sem raðað er kringum hvíluna
þar sem hann liggur nakinn. Svo er hann yf-
írgefinn. Umlukinn vafurlogum.
Miklu meiri ástríður og háski fylgja ást-
um kvennanna þar sem tortíming og dauði
eða upplausn er alltaf á næstu grösum í text-
anum. Það er risið hátt og fallið djúpt og
krafist mikils. Um leið gerir óttinn við að
það líka verði að hinu sama, spuminguna:
Hver er ég? - enn spenntari og angistariyllri.
Spurt er: Hver er „ég“ - sem hvorki sést né
heyrist? Hver er „ég“ sem bæði sé og heyri
það sem hinir sjá ekki eða heyra?
Þetta em tilvistarlegar spumingar sem
liggja til gmndvallar öðmm spumingum
þessa Ijóðabálks sem er ef til vilí Jjað besta
sem Vigdis Grimsdóttir hefur ennþa gert.
Dagný Kristjánsdóttir
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
Barbara
Cartland
ÁSTAÐ LÁNI
Gilda neyðist til að leika
hlutverk hinnar vinsœlu
systur sinnar, Heloise, í
samkvœmislífi Lundúna.
En fljótlega dregst hún
inn í njósnamál og fleiri
atburðir gerast, sem hún
hafði ekki fyrirséð.
Theresa Charles
ÖNNUR
BRÚÐKA UPSFERÐ
Maura hafði þráð þennan
dag.þegar ungi maður-
inn, sem hún hafði gifst með
svo litlum fyrirvara, kœmi
heim eftir sex ára fangavist í
erlendu fangelsi. En sá
Aubrey, sem nú viidi endi-
lega fara með hana í „aðra
brúðkaupsferð” til fiskiþorps,
þar sem þau höfðu fyrst
hitst, virtist gersamlega
breyttur maður.
Eva Steen
ÍLEITAÐ ÖRYGGI
Flestar ungar stúlkur líta
björtum augum fram á
veginn, en það gerir
húnekki. Hún horfir til
baka — til hinnar glötuðu
bernsku sinnar, þegar
hún átti félaga, sem hún
hafði samskipti við, og
þegar foreldrar hennar
höfðu tíma fyrir hana.
Bókabúð Olivers Steins sf
Else-Marie Nohr
AÐEINS SÁ SEM
ELSKAR ER RÍKUR
Þegar Anita var fimmtán
ára gömul samdi Lennart
Ijóð handa henni, sem
hann nefndi „Aðeins sá
semelskar erríkur”.
Mörgum árum seinna
fékk Lennart tœkifœri
til að minna Anitu á
þessi orð.
Erik Nerlöe
SIRKUSBLÓÐ
Hún elskaði iíf sitt sem
listamaður og var dáð
sem sirkusprinsessa. En
dag einn dróst hún inn í
annars konar heim og
varð að velja á milli
þess að vera sirkus-
stjarna áfram eða
gerast barónessa á
stóru herrasetri.
\
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991