Þjóðviljinn - 14.12.1991, Page 12

Þjóðviljinn - 14.12.1991, Page 12
BÓKáBLAÐl\ Marguerite Yourcenar Austurlenzkar sðgur. Thor Vilhjálmsson þýddi Mál og menning 1991 að eru ekki mörg ár síð- an Marguerite Yourcen- ar lést, öldruð og virð- ingum prýdd. Og þótt menn hafi hvíslað hér og þar á okkar breiddarbaugum um ágæti þessarar frönsku skáid- konu, þá hefur hún ekki verið í þessari fjölmiðlabirtu sem ger- ir rithöfund stóran í athygiinni °g Þ® gjarna fyrir eitthvað annað en hann skrifar. Svo mikið er víst að ekki hef- ur bók út áður komið á íslensku eftir þessa merkilegu konu og er það þakkar vert að Thor Vil- hjálmsson skuli bæta úr þeirri vöntun. Austurlenzkar sögur komu íyrst út 1938. Þær tilheyra eilifð- inni ef svo hátíðlega má að orði kveða. Þær eru sögur sem vaxa af sögum, eins og höfundur segir í efitirmála: þar er sögunni „Síðasta ást Genji prins“ lýst sem eftir- mála við japanska skáldsögu frá elleftu öld eins og hann „hefði getað orðið“ ef höfundur „Genji Monogatari“ hefði sjálf samið hann. Við erum ýmist stödd í Austurlöndum á fyrri tíð eða á Balkanskaga þar sem fomar sög- ur hafa sterkan vilja til að gerast upp á nýtt, hreiðra um sig á okk- ar öld. Þetta er ekki auðvelt sögusvið þótt það sýnist þakklátt: hugblær helgisagnar, ævintýris, hinar miklu fjarlægðir - gengur þetta ekki allt í haginn? En hætt- umar eru margar: að elta barasta gamlar sögur, detta niður í lág- kúru í eftirsókn eftir því „sam- mannlega“ sem er sérleika svipt. Eða þá að slá öllu upp í kæru- leysi skopstælingarinnar. En hjá slíkum freistingum sneyðir sú mæta kona Marguerite Yourcenar og kann til þess hin bestu ráð. Með stakri þolinmæði og klassískri ró ieggur hún sig eftir einhverju því sem á skilið að heita eilíft. Hún hafnar hvorki skaphita né stílgaldri, hún bætir á ker sín austrænu kryddi, nýtur góðs af því fjarlæga og sérstaka og óendurtakanlega, en er samt fyrst og síðast í kallfæri við ei- líðflna, amen. Þessum lesanda hér verða eft- irminnilegastar „austrænustu" sögumar - um síðustu ást Genji prins og það „Hvemig Wang-Fo var borgið“. Genji prins hafði notið alls hins besta, valds og fríðleika og kvenna margra og hann þolir ekki ellina, hvort sem henni fylgir vorkunnsemi eða lotning, hann vill hverfa í gleymsku, veita sér hinn æðsta munað, „að neita sér um allt“. En ein af ástkonum hans sem var leitar hann uppi, kemst að honum með brögðum og freistar hans til ásta og vill sigrast á gleymsk- unni, á gleymsku hans: hver vill ekki verða sem ódauðlegastur í huga þess sem hann hefur faðm- lögum beitt? Og ef nokkur saga má nefnast ljúfsár án væmni þá er það þessi. Sagan af listamanninum Wang-Fo er víst ættuð úr taó: hún er um listamann sem keisar- inn vill refsa, en hann bjargar sér inn í eigin málverk, rær á báti yf- ir haf myndarinnar og á bak við klett á myndinni og hefur enginn séð hann síðan. Er þetta lofgjörð um dýrð listarinnar og undra- mátt? Varla er það einhlítt svar. Sagan er líka um siðblindu listar- innar: Wang-Fo hefur eignast lærisvein og tekið hann frá konu sinni sem hengir sig, og þá verða þeir kumpánar svo uppteknir við Thor Vilhjálmsson Mynd: Jim Smart. \USTUR1 ENSKAR SÖGUR Mai^iK'riltUourœnar að ná yfir í mynd þeim grænleita blæ sem breiðisí yfir andlit hinna dauðu að sorgin sjálf týnist. Og þegar Wang-Fo stendur andspæn- is keisaranum, þá sjáum við ekki fyrir okkur Iistamanninn göfuga og valdsmanninn sem vill hann þjóni sér eða hafi verra af: nei, við heyrum reiðilestur keisarans yfir list sem lýgur því að heimur- inn sé fagur. Keisarinn ólst upp umkringdur myndum Wang-Fo og nú skal sá drjóli hljóta grimma refsingu: „þú sem með gemingum þínum hefur fyllt mig óbeit á öllu sem ég á og byrlað mér þrá eftir því sem ég fæ aldrei öðlast.“ Komdu þar! Við lestur þýðingarinnar vaknar stundum sú spurning hvort Thor hafi seilst til sjald- hafnarorða oftar en þyrfti, en sá grunur er heldur veimiltítulegur þegar á allt er litið: þýðandinn sýnir mikinn sóma þeim virðu- lega einfaldleik textans sem er hvorki stífur né lágkúrulegur. Árni Bergmann Fáður Ljós ár Þórður Helgason Goðorð 1991 Titill nýjustu ljóðabókar Þórðar Helgasonar safnar yrkisefnum hans í brennipunkt á ein- staklega Iaglegan hátt. Söknuð- ur eftir liðnum tíma og horfnu rúmi sem hvort tveggja virðist svo óralangt í burtu að ástæða væri til að mæla í Ijósárum og jafnframt eru bernskuárin Ijós í þeirri merkingu að þau eru björt. Á undanfomum árum hef ég lesið bækur eftir margt fólk sem skrifar um bemsku sína út frá þe- manu „kalinn á hjarta þaðan slapp ég“, en í bili man eg ekki eftir neinum höfundi sem Iýsir bemsku sinni jafn ákveðið sem paradísarmissi og Þórður Helga- son. Þetta minni fiéttast inn í náttúmdýrkun því að óspillt nátt- úra er umhverfið, eða „rúmið“ í þessari bemsku og andstæða við vélvæddan nútíma borgarinnar þar sem syndafallið er á dunið, - bemskan týnd og spegill náttúr- unnar brotinn. Brú Enn halla ég mér yfir handriðið á brúnni og horfi í strenginn spegillinn brotinn En strákurinn sem forðum starði i augu mér er horftnn Og fljötið sem einu sinni féll í djúpum hyljum rennurnú á flúðum fáður spegillinn brotinn Mörg ljóða Þórðar virðast miða að því að byggja einhvers konar brú úr skáldskapnum og ná þannig sambandi við hin Ijósu ár bernskunnar sem var fyrir Ijósár- um síðan. Andstæður hennar, elli og dauði,, fá þó nokkurt rými í bókinni. Óttinn við elli og dauða og söknuðurinn eftir hinni Ijúfu bemsku magna hvort annað eðli- lega upp. Þegar róið er á þau mið er náttúran lifandi og gefandi hvar sem komið er að henni. Ösp- in breytist í illa klæddan, forvit- inn ungling; á vorin verður landið dröfnótt egg sem mófuglinn fiýg- ur yfir og þröstur á birkigrein undrast yfir vorskáldi. Þegar vikið er að nútímanum breytist ásýnd náttúmnnar, verður egghvöss, blóði drifin og ógnandi og tíminn er ekki lengur mældur í Ijósámm heldur stríði dags og hvíld nætur. Það eru hjaðninga- víg: Dagur Meðan sárin gróa undir mjúku myrkri safnar hann kröftum á ný og bregður handan jjalla blóðugri egg og skinandi Það besta við þessa ljóðabók er að mínu mati kvæðin þar sem saman koma ást höfundar á nátt- úrunni og glúrið auga fyrir mann- lífinu. Könnumst við ekki öll við loðvíðinn ef útí það er farið: Loðvíðir Það er eitthvað kunnuglegt við loðvíðinn þar sem hann skriður varlega með moldinni og gœgist yfir þúfnakolla grár og gugginn Stundum réttir hann ögn úr sér reigir sig jafnvel í skjóli hœrri trjáa Aðspurður gæfi hann loðin svör. Kristján Jóh. Jónsson Þóröur Helgason ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991 Síða 12

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.