Þjóðviljinn - 14.12.1991, Side 17

Þjóðviljinn - 14.12.1991, Side 17
bækdrIv Allt önnur Grýla Tryggvi Emilsson Konan sem storkaði ðrlögunum Stofn 1991. Hvað mönnum getur dottið í hug! Tryggvi Emilsson, sem gaf okkur mikla sögu að lesa af sínu lífsstriði og annarra, sem lengi verð- ur í minnum höfð, hann tekur sér fyrir hendur að skrifa skáldsögu um Grýlu. En reyndar ekki um þá Grýlu sem verið er að raula um á jólavök- um, þá Grýlu sem er ef til vill móðir jólasveinanna en þó helst sú skessa sem lítil böm eru hrædd á: óþekkt þeirra er hennar magafylli og hyskis hennar. (Og Giýla er svo notuð í pólitíkinni sem beint framhald af þvi gerpi - eins og margir muna.) Grýla Tryggva er allt önnur. Hér hefur farið fiam afar róttæk endur- skoðun á þjóðsagpahefðinni, ef við tökum hátíðlega til orða. Það vantar reyndar ekki að Grýla tekur hér saman við Leppalúða og á syni sem heita Leppur og Skreppur og Lan- gleggur og dóttirin Leiðindaskjóða. Og vist er Grýla stór og mikil og af- rekskona um alla aðdrætti. En þar með er líkingunni lika lokið. Giýla er í sögu Trygva göfugrar ættar, dóttir erkibiskups og bergrisa- Tryggvi Emilsson meyjar. Hún er ekkert óféti, öðru nær: hún er niðursetningurinn og sveitarómaginn sem lætur drauma hins snauða rætast. Hún kemst öll- um bömum hraðar til krafta og áræðis og nýtur þá góðs af þvi að vera bæði mennskrar og ómennskrar náttúm. Hún er fengsæl í útróðrum svo af ber. Hún stendur með góðum árangri uppi í hárinu á hreppstjórum og öðrum höfðingjum. Hún virðir góða bók meir en gersemar. Hún rænir ekki bömum sér til matar, heldur er hún bjarg- vættur munaðarleysingja og kemur þeim til manns. Hún er kvenffelsis- hetja að auki, ræður sínum ástum sjálf og á reyndar Leiðindaskjóðu með göfúgum sækóngi, Marbendli, hvað sem Lappalúði' greyið kynni um það að hugsa. Og Grýla er eins M3NNWG og sú kynslóð alþýðufólks sem Tryggvi er af sjálfúr: bömum sínum kemur hún til þroska og frægðar: Leiðindaskjóða er reyndar nefiid í anda öfúgmæla því hún hefúr rödd svo fagra að hún mun syngja fyrir allan heiminn. Þetta er ffóðleg endurskoðun á kunnuglegum þjóðsagnaflgúrum og um margt skemmtileg og útsjónar- söm. Það má helst finna framvindu sögunnar til foráttu að í hana vanti (ekki alveg, en vöntun er það samt) háskann: yfirburðir Grýlu em í rauninni of miklir og ótvíræðir, það skapast aldrei tvísýna um það hvort henni tekst „að storka örlögunum“. Höfúðkostur sögunnar er svo það ágæta og kjamgóða málfar sem Tryggvi Emilsson ræður yfir, hlýjan og kímnin í stílnum. -áb Steinunn Magnúsdóttir Fædd 19. september 1902 - Dáin 3. desember 1991 Eitt af því óumflýjanlega í þessum heimi er dauðinn, þrátt fyrir það setur okkur hljóð og minningamar hrannast upp um lát- inn ástvin. Tengdamóðir mín Steinunn Magnúsdóttir lést á hjúkmnar- heimilinu Grund 3. desember s.l. áttatiu og níu ára gömul. Vil ég byija á því að þakka þá hlýju um- önnun sem hún fékk á meðan hún dvaldi þar. Steinunn var ein af þessum dugmiklu hljóðlátu aldamótakon- um sívinnandi og alltaf til staðar ef aðrir þurftu á þeim að halda. Hún var fædd að Fossi í Staðarsveit, dóttir hjónanna Þórdísar Sigurðar- dóttur og Magnúsar Ikaboðssonar. Hún fluttist fljótlega þaðan að Laufási á Mýrum, var hún það stálpuð að henni vom flutningamir í bemsku minni. Það sem hafði fest í huga lítillar telpu var ferðin yfir vatnsfollin sem þá vom að sjálfsögðu öll óbrúuð og erfið yfir- ferðar. I þá daga var ekki öllu troð- ið inn í bíl eða gám eins og tíðkast í dag, nei allt var bundið á klakk það litla sem til var og flutt á hest- um., í Laufási var þröngt í búi, litlar byggingar og lítil jörð. Þurfti heimilisfaðirinn Magnús að stunda vinnu í Reykjavík og víðar, en Þór- dís sinnti búi með bömunum Krist- jáni og Steinunni. Þar fæddist yngsti bróðirinn Magnús, en hann lést 1936 aðeins tuttugu og þriggja ára gamall. Þegar Steinunn er að- eins tíu ára gömul veikist faðir hennar og deyr, var hann þá að vinna í Reykjavík og var hann jarðsettur þar. En fátæktin var þá svo mikil að móðir Steinunnar hafði ekki tök á að fylgja manni sínum til grafar. Stóð nú Þórdís uppi í sárri fá- tækt með þijú böm, og ekki vom neinar bætur til þá eins og dánar- bætur, mæðralaun, bamabætur, ekknastyrkur, svo ég tali nú ekki um bamabótaauka. Var í þá daga yfirleitt eina og sárasta ráðið að skipta heimilinu upp og var það gert. Kristján fór að vinna fyrir sér þá aðeins sextán ára gamall, en Þórdís fór í húsmennsku með yngri bömin. Hún var sjálfmenntuð al- þýðuhetja, til dæmis drýgði hún sínar litlu tekjur með þvi að sauma fyrir fólk. Þegar Steinunn var inn- an við fermingu var hún til snún- inga á Ánabrekku í Borgarhreppi hjá þeim hjónum Guðfriði, sem var ljósmóðir í héraði, og Guðmundi bónda. Þar leið henni mjög vel þó mikil væri vinnan á því stóra heim- ili þar sem húsmóðirin var mikið að heiman vegna ljósmóðurstarfs- ins. Svo mikil var vinnan að tví- sýnt var hvort Steinunn gæti geng- ið til prestsins fyrir fermingu, en að vinna taldi Steinunn aldrei eftir sér hvorki fyrr né síðar. Hún minntist ávallt hjónanna á Brekku með mikilli hlýju og virðingu. Síð- an lá leiðin til Akraness og Reykjavíkur, þar sem hún þénaði hjá góðu fólki eins og hún nefndi það, taldi hún það hafa verið sinn besti skóli sem nýttist henni vel i lífinu. Árið 1925 giftist Steinunn Sól- mundi Sigurðssyni frá Leirulækjar- seli og hófú þau búskap í Borgar- nesi. Þar byggðu þau sér hús sem ég man þau sögðu mér hafa kostað 7.000 krónur og var það þá mikið strit og barátta ekki síður en nú að koma þaki yfir sig. Sólmundur og Steinunn eign- uðust 5 böm, Kára, Þórdísi, Elínu, Sigurð og Magnús sem öll ólust upp í Borgamesi. Á heimili þeirra var mjög gestkvæmt þar sem Sól- mundur var félagslyndur maður og gestrisinn. Hann starfaði á skrif- stofú Kaupfélags Borgfirðinga í 25 ár og tók hann oft með sér tvo til þrjá sveitakarla heim í matinn, karla sem vom að koma í kaup- staðarferð og þá auðvitað á hest- um. Mátti þá húsfreyjan galdra ffam mat hvort sem hann var til eða ekki. Þá var einnig mikill gestagangur hjá þeim vegna skipa- ferða til Reykjavíkur, þá þurfti fólk að fá að gista. Á heimilinu dvaldi einnig móðir Steinunnar þangað til hún andaðist 2. desember 1941. I þá daga þótti það mikil búbót að hafa nokkrar skepnur og vom þau með eina til tvær kýr, nokkrar kindur og hænsni. Umhirða þeirra bættist að einhverju leyti á hús- móðurina og ekki má gleyma öll- um vatnsburðinum í þá daga í Borgamesi. Heyja þurfti handa skepnunum og vom þau með lítinn túnblett fyrir ofan Borgames þar sem þau lágu við í tjaldi meðan á heyskap stóð. Frá þeim útilegum átti Steinunn dýrindis hvítsaums- dúk úr hveitipoka sem hún hafði saumað ef ffístund gafst. Eins og á öðmm heimilum var hver einasta spjör unnin heima og var tengda- móðir mín með myndarlegustu konum sem ég hef kynnst um dag- ana, það var sama hvort hún var í skepnustússi úti við eða fínasta saumaskap, allt virtist leika létt í höndunum á henni. Steinunn og Sólmundur vom nokkuð vel sett fjárhagslega á þeirra tíma mælikvarða, enda hann í fostu starfi og þau bæði mesta ráðdeildarfólk. Bæði höfðu þau hjón gaman af að ferðast og skoða landið og ferðuðust þau bæði fót- gangandi og á hestum. Eflir mikið starf og langa bú- setu í Borgamesi tóku þau sig upp árið 1954 og flytjast austur í Ólfus á blautan flóann og byggja þar ný- býlið Hlíðartungu. Lýsir það best hinum óbilandi kjarki og dugnaði þeirra hjóna sem bæði vom komin á sextugsaldur, en Sólmundur var orðinn leiður á skrifstofústörfúnum og sennilega alltaf blundað í hon- um bóndinn. Steinunn yfirgaf Borgames með miklum trega og söknuði, en hversdagshetjan í henni bugaðist ekki og tók hún virkan þátt í öllu amstrinu með manni sínum nú sem endranær. Við uppbyggingu býlisins vann hún úti og inni eins og henni einni var lagið. Steinunn átti gott með að aðlagast umhverfinu og eignaðist hún margar góðar kunningjakonur bæði í saumaklúbbi og kvenfélag- inu Bergþóru. 1 Hlíðartungu bjuggu Steinunn og Sólmundur til ársins 1972, en þá keyptu þau sér íbúð að Langholtsvegi 19 í Reykja- vík og fluttust þau þangað. Bjuggu þau þar til ársins 1985 er þau flutt- ust á hjúkrunarheimilið Gmnd, en Sólmundur andaðist þar 24. júní 1985. Ég sem þessar línur rita vil þakka þeim hjónum Steinunni og Sólmundi samfylgdina og hjálp- scmina sem þau sýndu okkur sem var meiri en gengur og gerist þar sem við byggðum nýbýlið Akur- gerði við hliðina á þeim og bjugg- um þar í 12 ár. Er því margs að minnast og margt að þakka sem of langt væri að telja upp hér. Elsku tengdamamma, hjartans þakkir fyrir allt og allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Auður Guðbrandsdóttir Kór stundaglasanna Hér er á ferðinni fimmta ljóðabók Friðriks Guðna Þórleifssonar. í þessari bók slær Friðrik Guðni strenginn með öðrum hætti en fyrr, leikur nánast á tungumálið eins og hljómborð. Efniviðurinn er tunga vor fom og samt ætíð ný. Verð: 1.780.-krónur Vatnsmelónusykur Skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Richard Brautigan. Þessi sérstæða saga hefur borið nafn hans víða. Vatnsmelónusykur er saga um ástir og svik í undarlegum heimi. Bókmenntaverk í íslenskri þýðingu Gyrðis Elíassonar. Verð: 1.480.- krónur Spakmæli Yftr 4000 spakmæli og málshættir frá öllum heimshlutum. í bókinni eru fjölmargar skopmyndir tengdar efninu. Skemmtileg og fræðandi bók, sem á erindi inn á hvert heimili. Verð: 1.980.- krónur HORPUUTGAFAN Stekkjarholt 8-10, Akranesi / Síöumúli 29, 108 Reykjavlk þér veitist innsýn Lífsspekibók, sannkölluð leiðsögn á lífsbrautinni. Bók sem hefur fært birtu inn í líf margra og verið nefnd "Náttborðsbókin - lykill að lausn vandamálanna". Hér er að ftnna speki sem allir ættu að geta fært sér í nyt. Verð: 1.980.-krónur Óðurinn til lífsins Spakmæli og þankabrot. Höfundurinn Gunnþór Guðmundsson hefur á lífsferli sínum gert sér fágætt safn orðskviða. Lífsspeki hans er byggð á innsæi og eftirtekt. Bók sem læra má af og er til þess fallin að betra og bæta. Verð: 980,- Síða 17 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.