Þjóðviljinn - 14.12.1991, Síða 18

Þjóðviljinn - 14.12.1991, Síða 18
Erlendar Benazir Bhutto (hér við málverk af föður sinum, sem Zia ul-Haq einræðisherra lét taka af llfi) - reyna andstæð- ingar hennar nú að koma henni á kné með nauðgunum á konum (stuðningsliði hennar? Pakistan: Hópnauðgun í brennidepli stjómmála Mikil ólga er nú í Pakistan út af nauðgunarárás á Farhönu Hayat, vinkonu og kjólameistara Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra landsins og nú leiðtoga stjórnar- andstöðunnar þar. Að sögn Far- hönu og IjöIskyJdu hennar rudd- ust í s.l. mánuði fimm menn inn á heimili hennar í Karachi og reyndu að fá út úr henni upplýs- ingar um Bhutto. Þeir nauðguðu henni allir. Mál þetta hefur vakið feikna athygli í Pakistan og má segja að stjómmálabaráttan þar snúist nú um það. Farhönu Hayat og fjölskyldu hennar grnnar að ódæðisverk þetta hafi verið framið að ráði þeirra Jams Sadiqs Ali, forsætisráðherra fylkisins Sind, og ráðunautar hans um innanríkismál sem Irfanullah Marwat heitir. Marwat þessi er tengdasonur Ghulams Ishaqs Khan, forseta Pakistans. Benazir Bhutto sakaði forset- ann í gær um að reyna að þagga málið niður. Kvaðst hún álíta að illvirkið sem framið hefði verið á vinkonu hennar væri liður í við- leitni valdhafa til að hræða stjóm- arandstöðuna og gera henni, Bhutto, erfitt fyrir sem leiðtoga hennar. Benazir Bhutto og flokkur hennar, Alþýðuflokkur Pakistans, hafa sætt miklum þrýstingi frá nú- verandi valdhöfúm frá því að hún neyddist til að láta af embætti for- sætisráðherra. Þetta mál vakti ekki síst hvað athygli vegna þess að nauðgunin skyldi yfirhöfuð vera kærð. Mikið er um nauðganir i Pakistan, enda þýðir varla fyrir konu, sem fyrir slíku verður, að kæra nema því að- eins að hún geti leitt fram fjögur vitni, sem allir verða að vera karl- Skærur standa yfir í Moldovu milli lögreglu stjórnar- innar þar og vopnaðs varðliðs þjóðernisminnihluta Rússa og Úkraínumanna. Fimm menn féllu í þeim viðureignum í gær og nokkrir særðust. Þctta em mannskæðustu átökin menn og múslímar. Mikil skömm verður hlutskipti þeirra kvenna, sem nauðgað er, ef upp kemst, og er því reglan að fjölskylda konunn- ar leyni glæpnum. En allalgengt mun að konur sem verða fyrir slíku svipti sig lífi. Fjölskylda Farhönu Hayat ákvað hinsvegar að bregða út af venjunni. Faðir hennar sagði: „Um það var að velja að dóttir mín fremdi sjálfsvíg eða ég stigi fram til að bjarga dætmm Pakistans. Eg valdi síðari kostinn." Síðan uppvíst varð um glæpinn í s.l. viku hafa mótmælaaðgerðir af þessu tilefni verið næstum daglega í helstu borgum landsins. sem hingað til hafa orðið í lýðveld- inu ffá því að glasnost og pere- strojka hófust. Ult er þar í botn og gmnn á milli meirihluta lands- manna, sem em Rúmenar og vilja margir sameinast Rúmeníu, og þjóðernisminnihluta Rússa og Ukraínumanna sem ekki mega heyra það nefnt. Heitt í kolunum í Moldovu JOLATRESSALA139AR Reynslan skapar meistarann Við erum upphafsmenn þess að pakka jólatrjám í net. Við erum upphafsmenn þess að gera jólatrésskóga. Við erum upphafsmenn þess að hafa jólatré í pottum. Þessi jól höfum við fallegustu jólatrén. Komið og sjáið. Það er ekki sama Jón eða séra Jón. VERÐ A JOLATRJAM Þinur Þinur íslensk íslenskt íslensk Stærð 1. flokkur úrvals fl. fura rauðgr. pottatn cm. kr. kr. kr. kr. kr. 70-100 950 1.250 870 600 2.235 101-125 1.400 1.800 1.375 880 3.225 126-150 1.900 2.600 1.980 1.320 4.215 151-175 2.400 3.300 2.640 1.800 176-200 3.100 4.100 3.300 2.420 201-250 3.900 4.995 3.960 2.900 251-300 5.300 5.600 4.400 3.700 301-350 6.330 Takið b'órnin með í jólatrésskóginn. Nóg aflitlum, fallegum trjám í auraleysinu; það kennir reynslan okkur. UNDRALAND JÓLANNA MIKLATORGI, sími622040 BREIÐHOLTI. sími 670690 JL 1 JLJMl AUmsión: Daeur Þorleifsson Mið-Asíulýðveldi vilja í samveldið Forsetar sovésku Mið- Asíu- lýðveldanna fimm, Kasakst- ans, Úsbekistans, Kírgisist- ans, Tadsjíkistans og Túrkmen- istans, lýstu þvi yfir sameiginlega f gær á ráðstefnu sinni í Ashk- habad, höfuðborg síðastnefnda landsins, að ríkin fimm væru reiðubúin að ganga í hið tæplega vikugamla samveldi Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Forsetar Mið-Asíulýðveldanna setja þó það skilyrði að þau fái að teljast meðal stofnenda samveldis- ins. Kemur ffam i því skilyrði gremja ráðamanna lýðvelda þess- ara út af því, að forsetar Rússlands, Úkraínu og Hvíta- Rússlands skyldu lýsa því yfir að Sovétríkin væru ekki lengur til án þess að láta svo lítið að hafa fyrst samráð við stjómir Iýðvelda þeirra níu, sem enn hafa ekki formlega með öllu sagt sig úr Sovétríkjunum. Eftir þessa ákvörðun Mið- As- íuforsetanna fimm virðist mörgum sem barátta Gorbatsjovs fyrir því að viðhalda Sovétríkjunum sem einhverskonar sambandsríki sé vonlaus, ef hún var þá ekki orðin það fyrir. í gærkvöldi sögðu tals- menn hans þó að hann teldi enn ekki tímabært að segja af sér. Stríðsþreyta í Serbíu Bardagar milli Króata ann- arsvegar og júgóslavneska sambandshersins og serb- neskra sjálfboðaliða hinsvegar halda áfram í Króatíu og færð- ust heldur í aukana í gær. Kenna stríðsaðilar hvor öðrum um og hermálafulltrúar við vestræn sendiráð í Belgrad báðum. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, varar stjómir Þýskalands o.fl. Evrópuríkja eindregið við því að viðurkenna Króatíu og Slóveníu sem sjálfstæð ríki, segir að þá auk- ist hættan á að stríðið breiðist út til Bosníu- Herzegóvínu, þar sem bæði Króatar og Serbar em fjöl- mennir auk múslíma, og Makedón- íu. Undir þetta taka eftirlitsmenn Evrópubandalags í Júgóslavíu. Þýska stjómin hefur lýst því yfir að hún muni viðurkenna Króa- tíu og Slóveníu sem sjálfstæð ríki fyrir jól og búist er við að fleiri EB- ríki og Austurríki geri svo fljótlega. Sagt er að stríðsþreytu sé farið að gæta nokkuð í Serbíu og kemur hún fram í því m.a. að ungir menn fela sig til að komast hjá að verða kvaddir í sambandsherinn. Gakktu ekki í skóginn er skyggja fer Um 95 af hundraði vændis- fólks þess af báðum kynjum, sem stundar atvinnu sína í Bou- logneskógi (Bois de Boulogne) í París er HlV-smitað og það smitar allt að 40 viðskiptavin- um á dag. Það kann þegar að hafa smitað allt að 14.000 við- skiptavinum. Þetta er samkvæmt skýrslu frá lögreglunni þar í borg, og segist hún hafa notið aðstoðar lækna við rannsóknir sem voru undanfari skýrslunnar. Boulogneskógur, sem er raun- ar trjágarður, á að baki langa hefð sem vettvangur keypts og selds kynlífs. Síðustu árin hafa karl- kyns klæðskiptingar farið að stunda þar vændi í auknum mæli og eru þeir nú rúmur helmingur vændisfólksins. Fjórir af hverjum fimm af þeim um 350 manneskj- um sem stunda þama vændi em frá Rómönsku Ameríku, einkum frá Kólombíu og Ekvador. Um 8500 manns hafa dáið úr alnæmi í Frakklandi. Talið er að um 16.000 manns séu þar nú veikir af sjúkdómnum og um 200.000 í viðbót HlV-smitaðir. Flugsam- starf ✓ Ira og Hvít-Rússa Aer Lingus, írska ríkisflugfé- lagið, hefur gert samning um flugsamsöngur og samstarf við- víkjandi þeim við stjórnvöld Hvíta-Rússlands og flugfélag þess. Mun hvítrússneska flugfé- lagið samkvæmt samningnum fljúga einu sinni í, viku til Shannonflugvallar á írlandi og flytja þangað farþega sem halda áfram með Aer Lingus til New York. Ekki er laust við að írar séu hreyknir af þessu og kallar Aer Lingus samning þennan söguleg- an, þar eð hann sé sá fyrsti er félag sem er með flug á alþjóðaleiðum geri við nýju flugfélögin í sovésku lýðveldunum. HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsðlustaðir: Hagkaup-Skeifunni -Kruigluxmi -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. tsrauooerg I^whökr 2-6 stai 71539 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991 Síða18

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.